Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SÍÐASTLIÐIN 10 ár hefur verið
haldið svonefnt hattaball á
þrettándanum í Hestakránni á
Skeiðum.
Það eru hjónin Ástrún Dav-
íðsson og Aðalsteinn Guðmunds-
son sem eiga og reka Hesta-
krána sem er í senn veitingahús
og gistiheimili. Mikill fjöldi
fólks sækir þessar samkomur og
skemmtir sér vel í dansi og
gleði undir dúndrandi tónlist.
Dómnefnd velur skrautleg-
asta hattinn hjá körlum og kon-
um og eru verðlaunin hestaferð-
ir sem eru kallaðar
Víkingaferðir og Prinsessu-
ferðir en þau Ástrún og Að-
alsteinn reka hestaleigu og
skipuleggja hestaferðir á sumr-
in. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsso
Dans og
gleði á
hattaballi í
Hestakránni
Dómnefnd á Skeiðum valdi skrautlegustu hattana
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Á VEGUM fjármálaráðuneytisins
er í gangi endurskoðun á skatt-
lagningu ökutækja og eldsneytis
og hefur endurskoðunin það að
markmiði að hvetja til notkunar
vistvænna ökutækja og minnka út-
blástur gróðurhúsalofttegunda.
Starfshópur vinnur að þessari end-
urskoðun og er gert ráð fyrir að
hann skili af sér tillögum sínum
fyrri hluta næsta mánaðar. Hann á
meðal annars að skoða fjárhæð ol-
íugjalds í samanburði við vörugjald
af bensíni, en dísilolíulítrinn er nú
2-3 kr. dýrari en bensínlítrinn
vegna þróunar heimsmarkaðs-
verðs. Bílar sem brenna dísilolíu
eyða minna eldsneyti en bensínbíl-
ar og brennsla þess eldsneytis
mengar minna.
Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, sagði að starfs-
hópurinn hefði verið skipaður síð-
astliðið haust í samræmi við
ákvæði í stjórnarsáttmálanum um
að auka vægi umhverfisvænna
orkugjafa. Um væri að ræða
starfshóp innan ráðuneytisins og
hefði hann meðal annars rætt við
og fengið á sinn fund hagsmuna-
aðila á þessu sviði og myndi gera
það enn frekar á næstunni.
Alþingi samþykkti skömmu áður
en það fór í jólafrí að festa ótíma-
bundið lækkun olíugjalds um fjór-
ar krónur á lítra, úr 45 kr. í 41 kr.
en sú lækkun var ákveðin tíma-
bundið árið 2005 vegna óhagstæðr-
ar þróunar á heimsmarkaðsverði á
dísilolíu í samanburði við heims-
markaðsverð á bensíni. Sú
verðþróun hefur haldið áfram og er
dísilolíulítrinn nú 2-3 kr. dýrari en
lítrinn af bensíni.
Heildarendurskoðun
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu þar sem lækkun olíu-
gjaldsins er fest í sessi ótímabund-
ið að „með heildarendurskoðun
löggjafar á þessu sviði gefst tæki-
færi til þess að móta stefnu til
frambúðar í þessum málaflokki.
Hlutverk starfshópsins er að gera
tillögur um samræmda skattlagn-
ingu ökutækja og eldsneytis sem
hafi það að markmiði að hvetja til
notkunar vistvænna ökutækja,
orkusparnaðar, minnkunar á losun
gróðurhúsalofttegunda frá sam-
göngum, aukinnar notkunar inn-
lendra orkugjafa og að fjármagna
uppbyggingu og viðhald vegakerf-
isins, auk þess að þjóna áfram sem
almenn tekjuöflun fyrir ríkissjóð.“
Nefnd á vegum fjármálaráðuneytis skilar af sér tillögum í byrjun febrúar
Skoða fjárhæð olíugjalds
gagnvart bensíngjaldi
„VEIÐARNAR hafa að
minnsta kosti byrjað
betur en í fyrra,“ segir
Daði Þorsteinsson, skip-
stjóri á Aðalsteini Jóns-
syni SU 11, frystiskipi
Eskju á Eskifirði. Skipið
er eitt fjögurra loðnu-
skipa sem eru við loðnu-
leit norður af Langanesi.
Daði segir að loðnu sé
að sjá á talsvert stóru
svæði. Skipin hafa kastað á torfur og veitt
ágætlega og eru byrjuð að frysta. „Við höf-
um þó enn ekki fengið þá stóru loðnu sem
við sækjumst eftir,“ segir Daði. Þeir sigldu
austar en skipin hafa séð mest af loðnunni,
kipptu tæpar þrjátíu mílur. Daði segir að
þar sé einnig loðna en svæðið líti talsvert
öðruvísi út. Þar lóðaði á stórar, stakar torf-
ur og gerir sér vonir um að þar sé loðnan
stærri.
Voru þeir nýlega búnir að kasta á eina
þeirra um kvöldmatarleytið í gær, þegar
rætt var við Daða. „Við gleyptum eina torfu
en erum ekki búnir að sjá hvað þetta er
stórt síli,“ sagði hann.
Skipverjar á Aðalsteini voru í gær búnir
að frysta um 200 tonn í túrnum, þótt loðnan
væri smærri en þeir voru að sækjast eftir.
Daði segir að loðnan sé á hraðri leið suður.
Rannsóknarskip á miðin
Reiknað er með að fleiri loðnubátar fari á
miðin næstu daga. Vegna góðrar síldveiði
undanfarna daga hefur það dregist og svo
er talið að útgerðirnar hinkri við, þangað
til aukið verði við kvótann, því þær vilji
eiga kvóta á hrognatímanum.
Áætlað var að rannsóknarskip Hafrann-
sóknastofnunar færu til loðnurannsókna
strax í upphafi árs. Daði hafði fregnir af því
að annað skipið færi af stað í dag.
„Við gleyptum
eina torfu“
Veiði Loðnan er
farin að veiðast.
LÖGREGLAN á Hellu veitti um miðnætti í
fyrrakvöld eftirför bíl sem hafði ekki sinnt
merkjum lögreglumanna. Ökumaðurinn
var 16 ára og því réttindalaus og í bílnum
með honum voru einnig fjórir 15 ára ung-
lingar. Bíllinn var gamall og hafði verið af-
skráður. Að sögn varðstjóra var bílnum
ekið á 100 km hraða í gegnum Helluþorpið
og út á Gunnarsholtsveg en mikil hálka
var á veginum. Við leit í bílnum fannst
bakpoki fullur af heimagerðum sprengjum
en að sögn lögreglunnar hafði ungling-
urinn sem ók bílnum fullt leyfi foreldra
sinna og gerði það með vitund þeirra.
Ók um með
sprengjur
Eftir Hjálmar Jónsson.
hjalmar@mbl.is
STARFSHÓPUR á vegum
Alþýðusambands Íslands og
embættismanna á vegum rík-
isstjórnarinnar mun í dag og
á morgun fara yfir útfærslur
á mögulegum aðgerðum
stjórnvalda til að liðka fyrir
gerð nýrra kjarasamninga.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusam-
bands Íslands, segir að drög
að niðurstöðu í þeim efnum sé forsenda þess að
hægt sé að setjast yfir launalið nýrra kjarasamn-
inga til tveggja ára með atvinnurekendum. Ef
það takist ekki að fá niðurstöðu hvað þetta snerti
í þessari viku sé það hans mat að kjaradeilunni
verði vísað til ríkissáttasemjara. Þá muni hvert
og eitt landssamband fara fram fyrir sig og óviss-
an aukast til mikilla muna þar sem þá verði ekki
um samræmda og sameiginlega lausn að ræða.
„Ef það gerist ekkert í þessari viku óttumst við
að málið fari af þessu sameiginlega borði. Það er
þá ekki nægilegur vilji að okkar mati til að koma
að því. Við getum ekki dregið þetta mikið lengur.
Okkar fólk fékk ekki launahækkun um áramótin,
samningar eru lausir, og það er á okkur mjög
mikill þrýstingur eðlilega að semja,“ sagði Gylfi.
Hann sagði að það væri sitt mat að það væri
ekki mikill ágreiningur milli Alþýðusambandsins
og stjórnvalda um umfang aðgerða stjórnvalda
vegna gerðar kjarasamninganna heldur fyrst og
fremst form og það einkum gagnvart tillögu ASÍ
um sérstakan persónuafslátt. Samkvæmt hans
upplýsingum væri ekki mikill ágreiningur um
aðrar kröfur ASÍ, eins og hvað varðaði framlög til
fullorðinsfræðslu, vaxtabótakerfið og atvinnu-
leysisbótakerfið. Þær tillögur féllu vel að áform-
um ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Ágreining-
urinn væri fyrst og fremst varðandi tillögu
Alþýðusambandsins um sérstakan persónuaf-
slátt til hinna lægst launuðu vegna jaðarskatta-
áhrifa þeirrar aðgerðar. Það væri alveg rétt að
það væri sá galli á þessari aðferð að jaðarskatta-
áhrifin væru mikil, en ASÍ hefði ekki fundið nein-
ar aðrar aðgerðir sem kæmu að sama gagni fyrir
hina lægst launuðu og þessi aðferð. Ef einhver
önnur aðferð væri til sem kæmi að sama gagni
væri Alþýðusambandið opið fyrir því að ræða
hana. Það væri hins vegar ekki tilbúið að sam-
þykkja almenna hækkun persónuafsláttar.
„Við slíka aðgerð fara að minnsta kosti tveir
þriðju hlutar til allra annarra. Það að þvinga fram
að aðgerðin verði almenn, að allir eigi að fá eitt-
hvað, gerir það að verkum að allir fá mjög lítið.
Það gagnast ekki nægilega vel lágtekjufólkinu.“
Þak á jaðarskatt
Hann sagði að þeir viðurkenndu að sérstakur
persónuafsláttur hefði þann ókost að jaðarskatt-
arnir yrðu háir en það breytti því ekki að hann
kæmi lágtekjufólkinu til góða.
Gylfi bætti því við að eitt af því sem verið væri
að skoða væri hvort hægt væri að fara þessa leið
sérstaks persónuafsláttar en setja þak á jaðar-
skattinn með einhverjum hætti. Það væru for-
dæmi fyrir því frá Danmörku.
Fundað um útfærslur á
aðgerðum stjórnvalda
Líkur á að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara finnist ekki lausn í vikunni
Gylfi Arnbjörnsson
MIKILVÆGT er að vita
hvaða stefnu sveit-
arfélögin og ríkið taka
í launamálum sinna
starfsmanna, í kjölfar
samninga á almennum
vinnumarkaði, að sögn
Vilhjálms Egilssonar,
framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins.
Hann telur ekki tíma-
bært að ríkisstjórnin
komi með innlegg sitt til lausnar kjara-
viðræðna, ekki fyrr en meiri skriður
komist á viðræðurnar.
Vilhjálmur telur að viðræður við full-
trúa launþega séu í eðlilegum farvegi
miðað við umfang málsins. Reiknað er
með að fulltrúar vinnuveitenda hitti full-
trúa Starfsgreinasambands Íslands næst-
komandi fimmtudag. Segir Vilhjálmur
mikilvægt að það fáist á hreint hvort
menn séu tilbúnir að ræða saman á þeim
grunni sem Samtök atvinnulífsins lögðu
upp með, það er að nýta svigrúm til
launahækkana til að hækka laun lág-
tekjufólks.
Vilhjálmur
Egilsson
Vilja stefnuna
í launamálum
hins opinbera