Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skíðaveisla í Austurríki 15. janúar - 11 nætur frá kr. 19.990 Frábært skíðafæri í Austurríki! Heimsferðir bjóða nú frábært sértilboð á flugsætum og gistingu í 11 nátta ferð 15. janúar. Tryggðu þér flugsæti og gistingu og taktu þátt í skíða- veislunni.Takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar! Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Fargjald A, 15. janúar. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í 11 nætur. Sértilboð 15. janúar. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÍBÚÐ á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Neshaga í Reykjavík er mikið skemmd vegna bruna, reyks og sóts auk þess sem reykur barst í sameign og aðrar íbúðir í stigaganginum. Íbúðin var mannlaus þegar slökkvi- liðið kom á staðinn laust eftir mið- nætti á laugardag og eldsupptök eru óljós en lögreglan útilokar ekkert í því efni. Gera má því skóna að íbúar annarra íbúða hafi verið í töluverðri hættu en lögreglan kom öllum út meðan á slökkvistarfi stóð og varð engum meint af. Að sögn lögreglu fór allt á besta veg miðað við tjónið á íbúðinni. Skömmu fyrir klukkan eitt aðfara- nótt sunnudags barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um eld í fjöl- býlishúsi við Neshaga 7 í vesturbæ Reykjavíkur. Bæði slökkvilið og lög- regla voru fljót á vettvang og fór fyrsti reykkafari inn í íbúðina sjö mínútum eftir að tilkynning barst um eldinn. Eldur reyndist vera í hús- gögnum í stofu og mikill reykur og hiti um alla íbúð. Allar rúður voru svartar af sóti og reyk sem bendir til þess að eldurinn hafi kraumað í nokkra stund áður en tilkynnt var um hann. Að sögn lögreglu er hús- ráðandi erlendis en einstaklingur honum tengdur hefur haldið til í íbúðinni og var þar fyrr um kvöldið. Slökkvistarf gekk vel sem og reykræsting og fengu íbúar annarra íbúða að halda til síns heima að henni lokinni en íbúðirnar voru rýmdar meðan á slökkvistarfinu stóð. Einstæð móðir með ung börn treysti sér ekki til að fara aftur í íbúð sína og komu sjálfboðaliðar Rauða krossins fjölskyldunni fyrir á hóteli og veittu henni sálrænan stuðning. Hún fór aftur heim til sín í gær og nýtur áfram aðstoðar. Eldsupptök ókunn en ekk- ert er útilokað í því efni Morgunblaðið/Júlíus Viðbúnaður Slökkviliðið brást skjótt við og var ekki lengi að slökkva eldana og reykræsta íbúðina. Miklar skemmdir á íbúð við Nes- haga vegna bruna VIÐSKIPTAVINUR Sparisjóðsins á Akranesi tók út í hraðbanka eða milli- færði samtals um 6,5 milljónir króna án þess að innstæða væri fyrir fénu. Þorkell Logi Steinsson útibússtjóri segir að langflestar úttektirnar hafi verið milli jóla og nýárs en maðurinn hafi notfært sér glufu í kerfinu sem sé nú til skoðunar. Fjársvikin komust upp strax eftir áramót og kærði bankinn atvikið til lögreglunnar á Akranesi. Rannsókn- in gekk hratt fyrir sig og voru sjö ungmenni, á aldrinum 17 ára til lið- lega tvítugs, handtekin og yfirheyrð vegna málsins. Tapað fé Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var ljóst að málið var talsvert að umfangi og var því leitað til efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra eftir aðstoð og síðan óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tæki við rannsókn málsins. Strax á fimmtudagskvöld var eig- andi reikningsins, sem notaður var, handtekinn og allan föstudag stóðu yfir handtökur og yfirheyrslur. Játn- ingar liggja fyrir og leiddi rannsókn- in í ljós að verulegur hluti pening- anna var notaður til fíkniefnavið- skipta. Þorkell Logi segir að reikningur- inn hafi verið stofnaður í nóvember en úttektirnar staðið yfir í um mánuð. Verið sé að kanna hvernig þetta hafi getað gerst en ljóst sé að ákveðin glufa hafi verið varðandi þennan til- tekna reikning, glufa sem starfsmenn Sparisjóðsins hafi ekki vitað um. Ríkisútvarpið sagði frá því að unnt hefði verið að frysta innstæður upp á samtals tæpar 800.000 kr. og auk þess hafi fundist um 60.000 kr. við húsleit. Málið er enn í rannsókn. Tók út 6,5 milljónir án innstæðu á reikningi Sjö ungmenni játa fjársvik og verið er að rannsaka glufuna Í HNOTSKURN »Eigandi bankareiknings áAkranesi tók út eða milli- færði samtals um 6,5 milljónir króna á skömmum tíma án þess að innstæða væri fyrir fénu á reikningnum. »Sjö ungmenni, á aldrinum 17ára til rúmlega tvítugs, voru handtekin vegna málsins og hafa játað aðild að því. INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir utanríkis- ráðherra heldur í dag í opinbera heimsókn til Egyptalands sem standa mun dag- ana 8. og 9. jan- úar. Heimsóknin var ákveðin á fundi hennar með Ahmed Abdoul Gheit, utanríkisráðherra Egypta- lands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í haust, skv. upplýsingum utanríkisráðuneyt- isins. Í ferðinni mun hún eiga fundi með 3 ráðherrum í egypsku ríkis- stjórninni, Mohamed Rashid, við- skipta- og iðnaðarráðherra, og Mahmoud Mohieddin fjárfesting- arráðherra auk Abdouls Gheit utan- ríkisráðherra. Þá mun hún eiga sér- stakar viðræður við Amra Moussa, aðalritara Arababandalagsins. Heimsækir Egyptaland Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. SLÖKKVILIÐ á höfuðborgarsvæð- inu hafði óvenju mikið að gera um helgina og sinnti meðal annars 12 útköllum á dælubíl frá laugardags- kvöldi til sunnudagsmorguns auk þess að sjá um 43 sjúkraflutninga. Skömmu eftir að slökkvistarfi lauk í fjölbýlishúsi við Neshaga, eða um klukkan 01.30 aðfaranótt sunnudags, var tilkynnt um eld í svonefndu Iðunnarhúsi, á mótum Skerjabrautar og Nesvegar á Sel- tjarnarnesi. Húsið var mannlaust og er það tilbúið til niðurrifs en tal- ið er að kveikt hafi verið í timbri inni í húsinu. Eldur hafði auk þess læst sig í einangrun og þakkant. Slökkviliðið var um 40 mínútur að slökkva eldinn. Annir hjá slökkviliðinu ÍRAFOSS, skip Eimskips, tapaði stýrisbúnaði við mynni Norðfjarðar í fyrrinótt. Björgunarbátur og varð- skip fylgdu skipinu til hafnar í Nes- kaupstað. Sjö menn eru í áhöfn og voru þeir ekki í hættu. Írafoss var að sækja fiskimjöl á Austfjarðahafnir. Skipið var komið með tæp 800 tonn og var búið að sigla um klukkutíma frá Neskaup- stað, á leið til Hornafjarðar, þegar áhöfnin varð vör við að eitthvað var að stýrinu. Skipið lagðist við ankeri innar í firðinum og naut við það að- stoðar björgunarskipsins Hafbjarg- ar. Eftir að í ljós kom að stýrið hafði losnað af og tapast var ákveðið að sigla til hafnar og varðskipið Ægir sem var nærstatt fylgdi. Að sögn Níelsar Eyjólfssonar hjá skiparekstrardeild Eimskips þarf að draga skipið í slipp og fá í það nýtt stýri. Það getur tekið langan tíma. Ekki var í gær ákveðið hvert farið yrði með Írafoss eða hvenær. Níels taldi hugsanlegt að mjölið yrði geymt um borð í skipinu á meðan gert yrði við það. Varðskip fylgdi Írafossi með 800 tonn af mjöli til hafnar í Neskaupstað Stýrisbúnaður tapaðist á siglingu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Aftur við bryggju Írafoss lagst að Bæjarbryggjunni á Norðfirði eftir að það missti stýrið á leið út fjörðinni en Ægir er úti á firðinum. VIÐ áramótabrennu Sandgerðinga í fyrrakvöld, var ekið á 12 ára stúlku. Að sögn lögreglunnar á Suð- urnesjum voru meiðsl hennar ekki talin alvarleg en hún hafði gengið yfir Sandgerðisveginn og í veg fyrir bíl sem átti leið hjá. Lögregla hafði í nógu að snúast. Tveir menn voru handteknir um helgina eftir að bifreið þeirra lenti á grindverki við bensínstöð í Reykja- nesbæ. Þeir voru báðir ölvaðir. Bif- reið hafnaði á ljósastaur á Reykja- nesbraut og önnur valt út fyrir veg. Ekið á stúlku við brennu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.