Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 6
6 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
VERULEGA hefur verið vikið frá
þeim teikningum sem upphaflega
voru samþykktar vegna breytinga
og viðbyggingar við Bergstaðastræti
12. Samkvæmt þeim teikningum sem
fyrst voru samþykktar átti að múr-
húða húsið en nú stendur til að klæða
húsið með sléttum málmplötum. Á
fyrri teikningu var gert ráð fyrir
gluggum með krosspóstum, líkt og
sjá má í flestum húsum frá þessum
tíma, en þess í stað voru settir tví-
skiptir álgluggar. Breytingarnar
voru gerðar meðan á framkvæmda-
tíma stóð og það var ekki fyrr en
byrjað var að setja gluggana í og
koma fyrir festingum fyrir málm-
klæðninguna, sem byggingafyrir-
tækið fékk leyfi frá borginni til að
breyta frá áður samþykktri teikn-
ingu. Fyrst var breytt, síðan sam-
þykkt.
Þórður Magnússon, stjórnarmað-
ur í Torfusamtökunum, gagnrýnir
byggingafulltrúa Reykjavíkur harð-
lega og telur að borginni hefði verið í
lófa lagið að gera kröfu um að bygg-
ingafélagið héldi sig við upphaflega
teikningu.
Bergstaðastræti 12 var byggt árið
1928. Verið er að gera upp og breyta
húsinu en jafnframt er byggt tölu-
vert við það, m.a. var það hækkað um
eina hæð og byggt á það nýtt ris sem
Þórður segir raunar að sé nánast
eins og aukahæð þar sem kvistirnir
séu fram úr hófi stórir og á mörkum
þess að teljast löglegir.
Horfa líka til meðalhófs
Inntur eftir skýringum á því hvers
vegna leyfi var veitt til þess að
breyta á þennan háttt frá teikning-
unum á byggingartíma sagði Magn-
ús Sædal Svavarsson, bygginga-
fulltrúi í Reykjavík, að í ljós hefði
komið að útveggir gamla hússins
hefðu verið gallaðir og byggingafyr-
irtækið ekki treyst sér til að klæða
húsið með öðrum hætti en að setja á
það málmplötur. Eftir ítarlega skoð-
un og viðræður hefði verið fallist á
það. Væntanlega hefði verið mögu-
legt að múrhúða húsið en það hefði
getað orðið mjög kostnaðarsamt og
erfitt væri að meta hver ætti að bera
ábyrgðina á því að múrhúðin yrði í
lagi. „Það er til svolítið sem heitir
meðalhófsregla í stjórnsýslulögum
og menn verða aðeins að horfa til
hennar líka,“ sagði Magnús. Varð-
andi breytingar á gluggum sagðist
Magnús ekki hafa handbærar upp-
lýsingar um það atriði.
Að baki Bergstaðastrætis 12
stendur lítill steinbær sem var reist-
ur árið 1881, einn af um 25 slíkum
sem eftir standa í Reykjavík. Að
sögn Magnúsar hefur sama bygg-
ingafélag og er að gera upp Berg-
staðastræti 12 fengið leyfi til að lag-
færa steinbæinn og nýta sem hjóla-
og vagnageymslu. Þórður Magnús-
son telur málið grafalvarlegt. Bygg-
ingafélagið hafi í raun getað gert það
sem því sýndist og síðan sótt, og
fengið, samþykki borgarinnar eftir
á. Úr því að svo hrappallega tókst til
með þetta hús sé full ástæða til efast
um getu skipulags- og byggingasviðs
til að halda utan um svona fram-
kvæmdir yfirleitt. Menn þurfi því
ekki einungis að óttast um þau
gömlu hús í miðborginni sem búið er
að heimila niðurrif á, heldur nánast
öll hús í miðborginni sem ekki séu
stranglega friðuð. Breytingarnar
sem gerðar hefðu verið á Bergstaða-
stræti 12 jafngildi því nánast að hús-
ið hafi verið rifið og nýtt hús, algjör-
lega úr takti við umhverfi sitt, verið
byggt í staðinn.
„Það hefði verið illskárra ef húsið
hefði verið rifið, því þá hefði verið
hægt að byggja hús sem passaði í
götumyndina,“ sagði hann. Þannig
hús, nýbygging í gömlum stíl sem að
mörgu leyti líktist gamla húsinu við
Bergstaðastræti 12, hefði raunar
verið reist í Laugarneshverfi nýlega
og passaði það ágætlega inn í hverf-
ið. Hinu uppgerða og breytta húsi
við Bergstaðastræti 12 svipaði á hinn
bóginn á engan hátt til þess húss
sem fyrir var.
Þórður sagði að vissulega hefði
byggingafélagið sparað sér fé með
því að málmklæða, frekar en að múr-
húða. Borgin gæti hins vegar ekki
tekið tillit til slíkra sjónarmiða og um
leið fórnað götumyndinni eða a.m.k.
stórskemmt hana. Þar að auki væri í
byggingasögu Bergstaðastrætis 12
komið fordæmi fyrir því að leyfa
stórfelldar breytingar á bygginga-
tíma, breytingar sem væru ekki í
nokkrum takti við upphaflega áætl-
un. „Það er í raun verið að hjálpa
óvönduðum verktökum á kostnað
þeirra sem stunda vönduð vinnu-
brögð,“ sagði Þórður. Þeir sem
stunduðu vönduð vinnubrögð væru
að sjálfsögðu aðeins dýrari en þó ein-
ungis ef horft væri til skammtíma-
sjónarmiða. „Það er verið að grafa
undan þeim fjöldamörgu aðilum sem
stunda heiðarleg vinnubrögð með
því að leyfa óvandaðar aðferðir.“
Önnur stefna var mörkuð
Þórður minnti á að seint á síðasta
ári hefði Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, þáverandi formaður skipulags-
ráðs Reykjavíkur, stöðvað sambæri-
legt mál sem var u.þ.b. að sleppa í
gegn.
Eigendur Fiskifélagshússins við
Ingólfsstræti hefðu þó farið fram á
að fá að klæða húsið með sléttu
blikki í staðinn fyrir að nota hrafn-
tinnu, eins og fyrst var áætlað.
Hanna Birna hefði tekið undir með
Torfusamtökunum og fengið það í
gegn að upphaflegum áætlunum var
fylgt. „Byggingafulltrúi virðist því
miður ekki hafa tekið mark á þessari
pólitísku stefnu sem þarna var
mörkuð,“ sagði Þórður. Embætti
byggingafulltrúa ætti að hans dómi
ekki að hafa rétt til þess að leyfa svo
stórvægilegar breytingar á bygg-
ingatíma án þess að bera þær undir
skipulagsráð og jafnvel grenndar-
kynna. Miðað við meðferðina á Berg-
staðastræti 12 mætti breyta um 2⁄3
hlutum húsa í Austurbænum á sam-
bærilegan hátt. Og þá væri voðinn
vís.
„Illskárra ef
húsið hefði
verið rifið“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Málmur Festingar fyrir málmklæðningar eru komnar á húsið.
Byggingafulltrúi segir að gamlir
veggir hafi verið gallaðir og því varð að
klæða með málmi Meðalhófsregla
Á eldri teikningu af húsinu (til vinstri) sést að gert var ráð fyrir sléttri múrhúðun og krosspóstum í gluggum eins og víða má sjá
á eldri húsum. Á nýrri teikningu sem var samþykkt á byggingartíma sést hvernig samþykkt útlit hefur breyst og er nú gert ráð
fyrir að nota málmklæðningu og tvískipta glugga. Við þetta breytir húsið mjög um svip.
Frá múr og krosspóstum til klæðningar og álglugga
FÓTBOLTINN er í fullum gangi þó
að hávetur sé, enda talsvert síðan
íþróttin varð að heilsársíþrótt. Það
er helst að menn taki sér smáhlé á
haustin eftir að deildarkeppninni
lýkur, en nú er allt löngu komið í
fullan gang og deildarbikarkeppnin
framundan sem hefst um miðjan
febrúar en hún er leikin í hinum
mörgu glæstu knattspyrnuhúsum
sem sprottið hafa upp eins og gor-
kúlur um allt land síðustu árin.
Gervigrasvellirnir eru einnig orðn-
ir margir og góðir og aðstaðan því
ekki slorleg, eins og sjá má á mynd-
inni þar sem meistaraflokkur Fylk-
is leggur sig fram á gervigrasvelli
sínum í Elliðaárdal á fyrstu æfingu
þessa almanaksárs. Þeir vita sem er
að æfingin skapar meistarann.
Morgunblaðið/Kristinn
Æfingin
skapar
meistarann
Húsið Bergstaðastræti 12 var byggt árið 1928. Eins og sést á
myndinni var húsið með gluggum með krosspóstum og þakið
var svokallað Mansard-þak, líkt er á húsinu við hliðina.