Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MARGT var um manninn og mikið líf og fjör
þegar jólin voru kvödd í gær á þrettándanum
með brennum víða á höfuðborgarsvæðinu.
Brennurnar voru í Gufunesi, í Vesturbænum
og við Úlfarsfell í Reykjavík og einnig á Seltjarn-
arnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Í
Gufunesi var farið í blysför frá gamla Gufunes-
bænum og þar og víðar var efnt til flugeldasýn-
ingar. Þjóðtrúin segir að þrettándi jólasveinninn
hafi haldið til fjalla í gær en þá tala kýr tungu
manna, selirnir fara úr hömum sínum og álfar
flytjast búferlum.
Jólin voru víða kvödd með brennum á þrettándanum
Morgunblaðið/Kristinn
Álfadrottning og Álfakóngur Álfar og tröll létu sig ekki vanta á brennuna, sem var við Melaskóla í Vesturbænum i gær.
Síðasti jólasveinninn farinn
LÖGREGLAN á Suðurnesjum hafði í
nógu að snúast um helgina og hand-
tók meðal annars níu manns.
Fjögur ungmenni um tvítugt voru
handtekin við húsleit í Reykjanesbæ
en þar fundust ætluð fíkniefni. Fólkið
var látið laust eftir skýrslutökur.
Ölvaður maður var handtekinn og
færður í fangaklefa, grunaður um lík-
amsárás á skemmtistað í Reykja-
nesbæ. Sá sem varð fyrir árásinni
fékk skurð á höfuð og þurfti að sauma
í hann 12 spor.
Maður var handtekinn grunaður
um að hafa sprengt skoteldatertu
mjög nálægt fjölbýlishúsi þannig að
eldglæringar stóðu úr tertunni á hús-
ið. Auk þess var hann grunaður um að
hafa ógnað öðrum manni með hnífi.
Þá voru tveir menn handteknir eft-
ir að bifreið þeirra lenti á grindverki
við bensínstöð í Reykjanesbæ. Þeir
voru báðir ölvaðir og grunaðir um
akstur bifreiðarinnar en annar þeirra
reyndi að flýja af vettvangi.
Ennfremur voru tveir menn hand-
teknir, grunaðir um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna.
Níu hand-
teknir suð-
ur með sjó
♦♦♦
PAR var staðið að verki og hand-
tekið á hóteli í Reykjavík í gærmorg-
un grunað um að hafa stolið mynda-
vél og peningum af ferðamönnum er
biðu í andyrinu eftir flugrútunni.
Grunurinn reyndist á rökum reist-
ur því í fórum þeirra handteknu
fundust umræddir munir. Parið var
fært í fangageymslur og því sleppt
að lokinni yfirheyrslu síðdegis í gær.
Fingralöng í
morgunsárið
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LANDSTJÓRINN í Kanada,
Michaëlle Jean, tilkynnti um áramót
að dr. T. Kenneth Thorlakson fengi
þriðja stig Kanadaorðunnar í ár fyrir
framlag sitt sem sjálfboðaliði og fjár-
öflunarmaður til að styrkja og efla
íslenska menningararfleifð í Mani-
toba. Stjórn Lögbergs-Heims-
kringlu ætlar að verðlauna hann með
heiðurskvöldverði í Winnipeg 26.
janúar nk.
„Þetta er mikill heiður og ég er
mjög ánægður með útnefninguna,“
segir Ken Thorlakson.
Kanadaorðan er æðsta viðurkenn-
ing Kanada. Hún var fyrst veitt 1967
og síðan hafa meira en 5.000 manns
verið heiðraðir. Að þessu sinni verð-
ur 61 einstaklingur verðlaunaður.
Þrír fá æðsta stig orðunnar (C.C.),
18 það næstæðsta (O.C.) og 40
manns þriðja stigið (C.M.).
Formlegri fjáröflun til að treysta
stoðir blaðsins Lögbergs-Heims-
kringlu í Winnipeg lauk fyrir
skömmu, en Ken Torlakson var for-
maður fjáröflunarnefndarinnar.
Undirbúningsvinna hófst snemma
árs 2004 og var takmarkið að safna
1,5 milljónum dollara, um 90 millj-
ónum króna. Ken tókst ætlunarverk-
ið rétt eins og um aldamótin, þegar
hann fór fyrir söfnunarnefndinni
Metið íslenska nærveru, sem skilaði
af sér meira en tveimur milljónum
dollara til styrktar íslenskudeild og
íslenska bókasafninu við Manitoba-
háskóla í Winnipeg.
Stjórn LH hefur skipulagt Ljósa-
nótt, kvöldverð með skemmtiatrið-
um til heiðurs Ken, á Fort Garry
hótelinu í Winnipeg 26. janúar nk.
Landstjórinn í Kanada
heiðrar Ken Thorlakson
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Kraftur Dr. Ken Thorlakson hefur á nýliðnum árum lagt mikið af mörkum
til að viðhalda og efla íslenska menningararfleifð í Manitoba.
KANADÍSKA dagblaðið Globe and
Mail útnefndi Don Johnson í Tor-
onto mann ársins 2007, en um 12
ára barátta hans fyrir skattfríð-
indum vegna gjafa til góðgerð-
armála í Kanada hefur skilað tilætl-
uðum árangri. 2005 fékk hann
Kanadaorðuna fyrir framlagið.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Don Johnson maður ársins
ÚR VESTURHEIMI
CURTIS Olafson, öldungadeildarþingmaður í Norður Dakota, var kjörinn
þingmaður ársins 2007. Curtis, sem er annar til vinstri á myndinni, er fyrsti
nýliðinn á þingi N. Dakota til að vera útnefndur en alls er þar 141 þingmaður.
Samtök sveitarstjórna í ríkinu sjá um valið en í þeim eru um 7.000 manns.
Ljósmynd/Björk Eiríksdóttir
Curtis Olafson þingmaður ársins
BJÖRN Thoroddsen gítarleikari og
félagar hans í djasshljómsveitinni
Cold Front verða með tónleika á
Nasa í Reykjavík föstudaginn 18.
janúar nk. og er miðasala hafin
(www.midi.is).
Björn stofnaði sveitina vestra
með Richard Gillis, trompetleikara
og stjórnanda stórsveitar Winni-
peg, sem er af íslenskum ættum, og
bandaríska kontrabassaleikaranum
Steve Kirby frá St. Louis. Síðan
hafa bæst við Daniel Freedman,
sem er einn af eftirsóttustu
trommuleikurum New York og
Will, Bonnes, einn efnilegasti píanó-
leikari Kanada, en allir hafa þeir
leikið með stórstjörnum.
Djass á heimsmælikvarða