Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 13
MENNING
BEBOPFÉLAG Reykjavíkur
heldur tónfund á Kaffi Kúltúra
við Hverfisgötu í kvöld. Félag-
ið stóð fyrir mörgum skemmti-
legum uppákomum fyrsta
mánudag hvers mánaðar á síð-
asta ári sem góður rómur var
gerður að. Fyrstu tónleika árs-
ins 2008 mun saxófónleikarinn
Haukur Gröndal leiða ásamt
Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar,
Þorgrími Jónssyni á bassa og
Erik Qvick á trommur. Eftir hlé verður „djamm-
session“ en þá fá ýmsir gestir, sem því sýna
áhuga, færi á að taka í. Tónleikarnir hefjast kl. 22
og er aðgangseyrir 500 kr.
Tónlist
Bebopfélag Reykja-
víkur á Kúltúra
Haukur
Gröndal
FYRSTI fyrirlestur Mann-
fræðifélags Íslands á nýju ári
undir yfirskriftinni Frásögn,
túlkun, tengsl verður haldinn á
morgun, 8. janúar, í Reykjavík-
ur Akademíunni, Hringbraut
121, 4. hæð, og hefst kl. 20.
Dr. Gunnar Þór Jóhann-
esson fjallar um efnið: Er
mannfræði vefnaðarvara?
Vettvangsrannsóknir í ljósi
tengslahyggju. Í erindinu er
velt upp spurningum um þekkingarsköpun í
mannfræði. Athygli er sérstaklega beint að hug-
myndum um vettvanginn og samspili vettvangs-
rannsókna og framsetningar niðurstaðna.
Fyrirlestur
Er mannfræði
vefnaðarvara?
Dr. Gunnar Þór
Jóhannesson
Á MORGUN, þriðjudag,
kl.12.05 verður fyrsta sér-
fræðileiðsögn Þjóðminjasafns-
ins á nýju ári. Þá leiðir Einar
Falur Ingólfsson ljósmyndari
gesti um ljósmyndasýninguna
Undrabörn sem nú stendur yf-
ir í Myndasal safnsins. Þar
getur að líta myndir Mary Ell-
en Mark af fötluðum börnum á
Íslandi. Einar Falur hefur á
síðustu tveimur áratugum unn-
ið með Mary Ellen að ýmsum verkefnum og í leið-
sögninni fjallar hann um aðdraganda sýning-
arinnar í Þjóðminjasafninu og verkefnið almennt.
Sýningin stendur til 3. febrúar.
Leiðsögn
Leiðir gesti um
Undrabörn
Mary Ellen
Mark
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
INGA Jónsdóttir myndlistarkona
tók við stjórnartaumum í Listasafni
Árnesinga fyrir ári og hefur sett
mark sitt á starfsemina. Þær sýn-
ingar sem hafa verið í stjórnartíð
hennar einkennast af því að þar er
myndlistarsögunni og samtímalist-
inni markvisst att saman. Með
þessu vill Inga greiða leið
ókunnugra til nútímalistar. „Fólk
hefur sterk tengsl við það sem er
liðið. Samtímalistin verður að vera
fersk og er oft fyrir vikið óaðgengi-
legri. Mig langar til þess að brúa
þetta bil.“
Hún lítur á safnið sem menning-
arstofnun í stóru samhengi. Það er í
Hveragerði en er í sameiginlegri
eigu allra sveitarfélaganna á Suður-
landi. „Til þess að réttlæta fjár-
framlög af almannafé þarf safnið að
leggja áherslu á fræðsluhlutverkið
með því að sýna breidd og þannig
höfða til fleira fólks. En það má
aldrei vera á kostnað gæða.“
Víður sjóndeildarhringur
Inga er fædd á Selfossi og uppal-
in í Hveragerði. Það að eiga rætur á
svæðinu hjálpar henni í starfi en
hún segir sjóndeildarhring safnsins
verða að ná út fyrir verndarsvæði
bergrisans. Sýningar verða ekki
einskorðaðar við sunnlenska lista-
menn eða viðfangsefni. „Það verður
aldrei aðalatriðið, mér finnst það
vera eitt af hlutverkum safnsins að
flytja nýja strauma inn í landshlut-
ann. Ég vil alls ekki hafa sjóndeild-
arhringinn þröngan. En þegar tæki-
færi gefast til að varpa einhverju
ljósi á Suðurland mun ég að sjálf-
sögðu gera það,“ segir Inga.
Reykjavík er óskoruð miðstöð
listalífsins á Íslandi þó að ýmsir
staðir á landsbyggðinni hafi sótt í
sig veðrið og sýnt metnað í menn-
ingarstarfi. Inga lítur á staðsetn-
inguna sem heillandi ögrun. „Það
eru margir í Reykjavík sem hafa
tengsl fyrir austan eða eiga sum-
arhús þar. Það hefur orðið vitund-
arvakning um myndlist og fólk er
farið að sækja sýningar mun meira
en það gerði. Það er þess vegna
gaman að tengja það að fara út úr
bænum og heimsækja listasafn. Það
eru fjölmörg dæmi um það erlendis
frá að metnaðarfull söfn þrífist utan
við borgarmörk, t.d. Lousiana og
Arken í Danmörku.“
En Inga vill ekki eingöngu fá
borgarbúa í bíltúrum á safnið. Sam-
félagið á Suðurlandi er helsti mark-
hópur safnsins. „Það má heldur ekki
gleyma því að fólki fjölgar mjög á
þessu svæði og íbúarnir sjálfir
krefjast þess að hafa aðgang að ým-
iskonar þjónustu. Það skapar okkur
líka vettvang.“
Inga Jónsdóttir er safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði
Greiðir leiðina til nútímalistar
Í HNOTSKURN
»Kjölfestan í safneign Lista-safns Árnesinga er gjöf
Bjarnveigar Bjarnadóttur og
sona hennar.
»Safnið á verk eftir margaþekktustu listamenn þjóð-
arinnar, m.a. Ásgrím Jónsson,
Jóhannes S. Kjarval, Erró og
Hring Jóhannesson.
»Nú stendur yfir sýninginStefnumót við safneign. Hún
verður opnuð aftur eftir jólafrí
16. janúar.
Morgunblaðið/Golli
Sunnlensk Inga tók við stjórn Listasafns Árnesinga fyrir ári síðan.
PULITZER Prize-verðlaunahafinn,
Norman Mailer, sem lést 10. nóv-
ember síðastliðinn, seldi Harry
Ransom hugvís-
indarannsókn-
armiðstöðinni í
Háskólanum í
Texas allt skjala-
safn sitt. Næsta
fimmtudag verð-
ur það gert op-
inbert almenn-
ingi. Mailer seldi
safnið árið 2005
fyrir 2,5 milljónir dollara og hefur
það tekið starfsmenn miðstöðv-
arinnar tvö ár að sortera það svo
það verði nothæft til sýnis og
gagnlegt námsmönnum og rann-
sakendum.
Safn Mailer er yfir þúsund kass-
ar af handritum, bréfum, tímarit-
um, teikningum, ljósmyndum og
fleiru. Það inniheldur efni frá
þriðja áratug seinustu aldar til
ársins 2005. Meðal annars má
finna í því óbirt efni eftir Mailer
eins og kvikmyndahandrit, smá-
sögur og bókarhandritið No Per-
centage sem Mailer skrifaði sem
námsmaður í Harvard.
Það eru um 40.000 bréf í safn-
inu til og frá fjölskyldu hans, öðr-
um rithöfundum og önnur per-
sónuleg, meðal annars frá
mönnum eins og Allen Ginsberg,
Aldous Huxley, Muhammad Ali og
John Lennon.
Sannfærð um snilli sonarins
Í safninu er einnig að finna tvær
sögur sem Mailer skrifaði þegar
hann var aðeins átta og ellefu ára
að aldri. Í því má líka finna skjöl
frá bókhaldara hans og lögmönn-
um, nótur og reikninga.
„Móðir hans geymdi allt, hún
var svo sannfærð um snilli hans,“
segir Thomas Staley, stjórnandi
Harry Ransom-miðstöðvarinnar.
Opinbert líf Mailers gerir það að
verkum að fátt á líklega eftir að
koma á óvart í safninu þó að ým-
islegt sé þar að finna. Til dæmis
er í því símanúmeralisti sem inn-
heldur númer Playboy-kóngsins
Hugh Hefner, kvenréttindabar-
áttukonunnar Gloriu Steinem, leik-
arans Montgomery Clift og rithöf-
undarins Truman Capote.
Skjalasafn Mailer er stærsta
safn eins rithöfundar í Ransom-
miðstöðinni. Það er metið á um
eina billjón dollara.
Persónulegt
skjalasafn
Mailers
Inniheldur bréf, ljós-
myndir, handrit og fleira
Norman Mailer
NÚ ER rétt um ár síðan leikrit
Birgis Sigurðssonar, Dagur Vonar,
var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í
tilefni af 110 ára afmæli Leikfélags
Reykjavíkur. Síðastliðinn laugardag
var þeim merka áfanga náð að flutt
var 50. sýningin á þessari uppfærslu
verksins sem er í leikstjórn Hilmis
Snæs Guðnasonar. Af því tilefni
fengu aðstandendur sýningarinnar
að gæða sér á glæsilegri köku eins
og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Leiksýningin hefur fengið góðar
viðtökur og var meðal annars valin
sýning ársins við afhendingu Grímu-
verðlaunanna síðasta vor auk þess
sem Sigrún Edda Björnsdóttir fékk
Grímuverðlaun sem besta leikkona í
aðalhlutverki.
Birgir Sigurðsson, höfundur Dags
vonar, segist ekki geta svarað því af
hverju verkinu vegni svona vel í
hvert sinn sem það er sett upp. „Það
er greinilegt að verkið höfðar til
fólks, það eru allskonar manngerðir
sem virðast njóta þess og það hefur
mjög breiða skírskotun. Það kom
mér á óvart að það virðist vera að
verkið eldist ákaflega vel svo það
höfðar að sínu leyti kannski alveg
eins til fólks nú og það gerði þegar
það var frumsýnt fyrir tuttugu ár-
um,“ segir Birgir en Dagur Vonar
var fyrst sett upp á fjölum Iðnó.
Birgir segist aldrei hafa hugsað út
í það þegar hann skrifaði Dag vonar
hvort það yrði klassískt. „Ég er nátt-
úrlega óskaplega glaður yfir þeim
viðtökum sem verkið hefur fengið
núna. Þetta er allt mjög glæsilegt.“
Síðasta sýning á Degi vonar verð-
ur í febrúar.
Birgir Sigurðsson ánægður með þær viðtökur sem Dagur vonar fær hjá Leikfélagi Reykjavíkur
Fimmtíu sýning-
ar á Degi vonar
Morgunblaðið/Kristinn
Samtaka Birgir Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Guðjón Pedersen.
Á NÝJU ári verður margt í boði á Listasafni Árnesinga. Í febrúar verður
Hrafnhildur Schram með námskeið um íslenska myndlistarsögu frá upp-
hafi fram til um 1945.
Þegar Stefnumóti við safneign lýkur tekur við sýning þeirra Borghildar
Óskarsdóttir og Sigríðar Ólafsdóttur. Borghildur vinnur með ættarsögur
af svæðinu og Sigríður sýnir portrett af föngum á Litla-Hrauni.
Vinna er hafin við sýningu um Magnús Kjartansson myndlistarmann,
sem bjó og starfaði að miklu leyti í Hveragerði. Þá verður yfirlitssýning á
verkum Höskuldar Björnssonar sem helst er kunnur fyrir fuglamyndir sín-
ar. Árinu lýkur síðan á sýningu þar sem íslensk myndlist frá fjórða ára-
tugnum verður í forgrunni. Þar verður fjallað um áhrif Picassos á Íslandi,
meðal annars á meðlimi Septemhópsins.
Árið framundan hjá LÁ