Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 16

Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 16
fjármál fjölskyldunnar 16 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Samkvæmt okkar bókunumert þú með innbústrygg-ingu upp á 5,2 milljónirkróna, en ættir með réttu að vera með innbúið þitt tryggt fyrir 8,6 milljónir króna,“ sagði söluráðgjafi tryggingafélags míns við mig í síma kvöld eitt fyrir hátíð- ar eftir að hafa kynnt sig formlega. Ég hváði og tilkynnti viðkomandi sölumanni að hingað hefði ekki komið nokkur maður frá trygg- ingafélaginu til að meta verðmæti búslóðar minnar og því gætu þeir varla vitað hvort heimilið mitt sam- anstæði af tómum samtíningi eða hreinum lúxusvarningi. Títtnefndur söluráðgjafi tjáði mér þá að það tíðkaðist ekki að senda ráðgjafa heim til að verðmeta innanstokks- munina nema tryggingatakar ósk- uðu sérstaklega eftir því. Algeng- ara væri að menn mætu eignir sínar og innanstokksmuni sjálfir og keyptu síðan tryggingu á grund- velli þess mats. Hins vegar væru tryggingafélögin með ákveðin við- mið, sem gjarnan tækju mið af íbúðastærð og fjölda heimilismanna auk þess sem gera mætti ráð fyrir að eldra fólk ætti verðmætari hluti en þeir sem yngri væru. Í ljósi þessa og miðað við að ég byggi í 135 fermetra íbúð og við værum þrjú í heimili væri 8,6 milljóna króna innbústrygging mjög eðlileg og rökrétt. Vernd fremur en kvöð Eftir þessa reynslusögu lék Dag- legu lífi forvitni á að kynna sér inn- bústryggingar og leitaði til þriggja tryggingafélaga: Vátryggingafélags Íslands, Sjóvár-Almennra og Tryggingamiðstöðvarinnar. Tals- menn þessara félaga voru allir sammála um að „lenskan“ væri sú að menn gættu þess ekki að vera með nógu góðar tryggingar og mjög bæri á því að menn bæði van- mætu og vantryggðu innbú sitt. Margir litu á tryggingar sem kvöð fremur en nauðsynlega vernd og öryggi gegn hvers konar vá. Tryggingaráðgjafar mæla að vonum með því að allir nýti sér fjölskyldu- og innbústryggingar og að vátryggingafjárhæðin sé þannig að hún dugi fyrir öllu innbúi. Mik- ilvægt er að endurskoða trygginga- fjárhæðina reglulega eftir því sem verðmæti búslóðarinnar eykst og mælt er með því að skrá sér- staklega verðmæta hluti á borð við skartgripi, málverk og önnur einkasöfn. Rétt þykir t.d. að endur- skoða innbúsfjárhæðina þegar ver- ið er að skipta eldri hlutum út fyrir nýja og dýrari. Fæðing barns getur sömuleiðis kallað á endurskoðun hjá tryggingatökum og þegar börn- in flytja að heiman eða ef minnkað er við sig í húsnæði má ef til vill lækka innbústrygginguna. Í þeim dæmum, sem tiltekin eru í töflu og varða innbústryggingar þriggja fjölskyldugerða, verður ekki lagt mat á hvaða kostir teljist hagkvæmastir því tryggingaþörf er mismikil eftir einstaklingum og tryggingaverndin mismikil milli tryggingapakka. Eigin áhætta er að sama skapi mismikil eftir því hvaða leiðir eru valdar og afslátt- arkjör til viðskiptavina geta verið byggð á mörgum þáttum, svo sem fjölda trygginga, greiðslufyr- irkomulagi og tjónleysi. Hlutirnir eru fljótir að telja „Vátryggingaráðgjafar okkar nota þau viðmið sem við fengum með því að kalla til fjölbreyttan hóp af viðskiptavinum og starfs- mönnum til að fylla út mjög ít- arlega samantekt á innbúi sínu. Þannig fengum við nokkuð góða sýn á tryggingaþörfina. Hlutirnir eru ansi fljótir að telja og sem dæmi er áætlað að fatnaður kosti 500 þúsund til eina milljón á hvern fjölskyldumeðlim,“ segir Erna Kristjánsdóttir, vörustjóri hjá Tryggingamiðstöðinni. „Við hjá TM bjóðum upp á margs konar vátryggingavernd og er algengast að innbústrygging sé tekin í formi Heimatryggingar sem við bjóðum í fjórum flokkum, TM1, TM2, TM3 og TM4, sem býður upp á mesta vátryggingavernd. Inn- bústryggingin er eins í öllum þess- um tryggingum, en vátrygging- arfjárhæðin er þó misjöfn eftir aðstæðum einstaklinga. Hagstæð- ast er hins vegar fyrir viðskiptavini að hafa allar tryggingar hjá okkur í pakka, sem heitir TM-Öryggi.“ Innbúsreiknar á heimasíðum „Af reynslu höfum við byggt okkur upp þekkingu á hvert væri meðal innbúsverðmæti miðað við fjölskyldustærð og stærð íbúðar- húsnæðis. Þetta geta aldrei orðið annað en nálganir og ber því að taka þessar viðmunarfjáræðir með fyrirvara þar sem það er mjög ein- staklingsbundið hversu mikið fólk leggur upp úr því að eiga mikið eða lítið innbú eða hversu verðmætt það er,“ segir Agnar Óskarsson, forstöðumaður tryggingaþjónustu VÍS. Inni á heimasíðum trygginga- félaga má finna innbúsreiknivélar þar sem fólk getur sett inn sínar tölur og reiknað út innbúsverðmæti sitt. Að sögn Agnars býður VÍS upp á innbústryggingu, sem tekur ein- göngu á skemmdum á innbúi vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna. Heimilistryggingin er svo heldur víðtækari, en algengast er að við- skiptavinirnir vilji alhliða fjöl- skyldutryggingar í formi F plús 1 til 4. Fjárhæðin til grundvallar „Fjölskylduvernd 1 er ódýrasta fjölskylduverndin okkar og sam- anstendur af innbústryggingu og ábyrgðartryggingu, sem greiðir bætur vegna tjóns þriðja aðila ef vátryggingartaki er skaðabóta- skyldur,“ segir Rúrik Vatnarsson, lögfræðingur hjá Sjóvá-Almennum. „Að baki iðgjaldinu í Fjöl- skylduvernd 1 liggur vátrygginga- fjárhæð innbústryggingarinnar, en hvorki aldur vátryggingataka né fjöldi fjölskyldumeðlima skiptir máli í okkar viðmiðunartölum,“ segir Rúrik og bætir við að Sjóvá bjóði einnig upp á Fjölskylduvernd 2 og 3, sem veiti víðtækari trygg- ingar og vernd vegna persónutjóna. join@mbl.is Gæta þarf að innbústryggingunni Morgunblaðið/Eggert Innbrot Það er betra að hafa innbústrygginguna á hreinu verði maður fyrir því að brotist sé inn hjá manni.  !"#  $% ; $(  <  ; $(  =/ $(  %/ #: >1#  5# @:%  / / &   "  !" !' ( )" )*+' !   ,* -. /,   !"#  $ !% &'(  )*             0102 ( 1  1 3 (412(0 3  *!  "++   )"   ! ,* -. /,   !"#  $ ! % &'(  )*              (&14 0 2313(4 (21 0& 2 1( &    !*!  2 )"  ' ! ! ,* -. /,   !"#  $ ! % &'(  )*             1 3& 41 0 (31 3 2(1&  5! ,*6 "%* $A  6 0    ( 58  $(   /5$ :  $(  >/5$ :  $(   (:( 5# A %9 7 (:% :(  A/ $(   (  : 59 $ ? 0 (( /#  6B  .%9A/  ( ( 0: "%* $A     0   A:# (  $(  7 0  : ( A  A , 9 %9 C 7 A $ %8   : C < : :  $(   -.6 1  #:   $ ( A(: (, A( ( :     $(  %/ < ( C  , 0 (( ;DE) $( F     / 6G / 0 7A : HG  / #     A(: (, A(   %9    0: * # ( ( (  $ .  ( (  #(   ( ( A(( ( 0 ( A(: (,   7/ A  (A( 0(: $ ( ( ;( : / ;DE) $( 7  :     $(  : ( ( ;D2 @ ( (:  ( 58  $( C /5$ :  $( C $  $(    0 C  (:     $( C 0/   :  $( C ( 58 9C    $( C   * %8   :   (  .:   (:( (   A  A#:( ;D2 @ ( (  *0 (:(   ;D / 0 0*   $(  5 C %8 8  $(       $(  ' ;D   0 # ( 5#  0( ( (( /#  ;D2 @ ( (  *0 (:(   ;D 0 7   ( %8 8  $(   # ( 5#  0( ( (( /#  /,6 ' *0 #0 0   (: 8  / 7A : A(: 0 (  $( ( ( %/ < (  ( 5  /5$ : E   9 $( C < 0: 5   $(  58: 8 #:(  8 (   $(  58: 8 #:( C < %9   C  (:( (:%*( /  # 0/ >0: 5:E : 5(  (: 0? 0:  $(   / 0 %    @ ( (   ,( 5 %*C 7 A(:  E  5  A %  Mikilvægt er að verð- meta innbúið sitt reglu- lega til að tryggja í samræmi við raun- verðmæti. Jóhanna Ingvarsdóttir fékk tilboð hjá þremur tryggingafélögum í innbústryggingar þriggja fjölskyldugerða í misstórum húsum. ÞEGAR einhver í fjölskyldunni er greindur með Alz- heimers-sjúkdóminn geta áhrifin á aðra í fjölskyld- unni verið yfirþyrmandi. Að ástvinur sé með svo ill- vígan sjúkdóm getur kallað fram margs konar tilfinningar, m.a. ótta, sorg, óvissu og reiði og ekki er óalgengt að deilur komi upp í fjölskyldunni er fólk reynir með mismunandi hætti að takast á við vand- ann. Til að draga úr hættunni á deilum borgar sig að allir taki saman á þeim vandamálum sem upp koma segir á vefsíðu bandarísku heilbrigðistofnunarinnar MayoClinic.  Deilið ábyrgðinni. Takið tillit til óska, getu og bol- magns hvers fjölskyldumeðlims. Sumir eiga t.d. auð- veldar með að sinna daglegri aðhlynningu, en aðrir hvíldarumönnun, heimilisstörfum og erindagjörðum. Enn aðrir eiga síðan e.t.v. best með að taka að sér fjárhags- eða lagaleg málefni sjúklingsins.  Hittist reglulega. Skipuleggið reglulega fjöl- skyldufundi, eða símafundi sé ekki annars kostur. Ræðið þar hlutverk hvers og eins í umönnun sjúk- lingsins, þau vandamál sem upp koma og gerið breyt- ingar ef þess er þörf. Ef fjölskyldufundirnir leysast jafnan upp í rifrildi kann að borga sig að fá óháðan aðila eins og fjölskylduráðgjafa eða lögfræðing til að sitja fundina.  Verið heiðarleg. Það hjálpar að ræða tilfinningar sínar á opinn, uppbyggilegan máta og getur dregið úr spennu. Ef þinn hluti í umönunarstarfinu reynist þér um megn skaltu óska eftir hjálp.  Ekki gagnrýna. Það eru margar „réttar“ leiðir við að sinna sjúklingnum. Virtu þá leið sem hver og einn velur og sýndu sérstakan stuðning þeim sem sinna daglegri aðhlynningu. Að hindra fjölskyldudeilur vegna Alzheimers daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.