Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÚTGJÖLD til þróunaraðstoðar er alltaf að aukast og málefni hennar alltaf að stækka innan ut- anríkisráðuneytis Íslands. Þrátt fyrir alla útgjalda- aukningu sem hefur orðið á þessum mála- flokki innan ráðuneyt- isins hafa þarfar skipulagsbreytingar setið á hakanum und- anfarin ár. En eins og staðan er í dag í skipulags- málum um þennan málaflokk á Íslandi virðist eins og Íslend- ingar vilji einungis vera bara með og sýna að við séum að taka þátt í þessu líka. En á Íslandi er marghliða og tví- hliða þróunaraðstoð ekki á sama stað og telst varla á sömu hendi. En það sem íslensk stjórnvöld, eða réttara sagt ráðherrar, hafa ekki tekið eftir er að þetta tvennt á að vinna saman, en er ekki sitt hvor hluturinn eins og und- anfarnir ráðherrar hafa haldið fram. Utanríkisráðherra verður að vera þróunarmálaráðherra Eitt af vandamálum Íslendinga í skipulagi þróunaraðstoðar er að tvíhliða þróunaraðstoð er ekki undir utanríkisráðuneytinu að fullu og ráðherra er ekki einu sinni með óskorað vald gagnvart þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) þar sem Alþingi kýs meirihluta í stjórn ÞSSÍ. Þetta er mjög skrítin staða hér á landi að utanríkisráðherra sé einungis með vald yfir mestallri marghliða aðstoð en ekki tvíhliða aðstoð. Ef við skoðum hvernig málum er háttað í Danmörku er bæði tví- hliða og marghliða þróunaraðstoð þeirra undir sama hatti, enda hafa Danir áttað sig á að þetta tvennt verður að vinna saman. Þannig hafa þeir náð að auka skilvirkni þró- unaraðstoðar sinnar til muna. Það er því nær- tækast og í raun nauðsynlegt að utan- ríkisráðherra Ís- lands geri þarfar skipulagsbreytingar á þessum málaflokki sem fyrst. Ráðherra verður að taka ÞSSÍ inn í ráðuneytið þannig að hann hafi fullt vald yfir tvíhliða þróun- arsamvinnu Íslendinga. Best væri auðvitað að færa ÞSSÍ að fullu inn í ráðuneytið og stofna sér- deild innan í ráðuneytisins sem sér bæði um tvíhliða og marg- hliða þróunaraðstoð Íslendinga. Skipulag verður að komast á hreint Íslendingar verða að taka þró- unaraðstoð sína alvarlega enda er mikill vandi á höndum í þróun- arríkjum heims. Við Íslendingar getum lagt mikið á vogaskálar í baráttunni við fátækt, alnæmi, spillingu og fleira sem hrjáir þró- unarríkin. Það er ekki hversu mikinn pening við setjum í mála- flokkinn, heldur hvernig við vinnum úr því fjármagni sem við setjum í hann. Það er ekkert endilega betra að dæla endalausu fjármagni í þróunarmál, heldur eru það gæðin á aðstoðinni sem gilda. Fyrsta skrefið okkar til að gera þróunaraðstoð okkar skil- virkari og best væri að koma henni fyrir á einni hendi, og láta þannig tvíhliða og marghliða þró- unaraðstoð vinna saman. Und- irritaður hvetur því utanrík- isráðherra til að gera þessar þörfu breytingar á skipulags- málum. Einnig hvetur undirrit- aður utanríkisráðherra sem og Alþingi til að kynna sér hvernig þróunin hefur verið á þróun- araðstoð þeirra ríkja sem við ber- um okkur saman við. Sem og að vera meira í takt við umræðuna í alþjóðasamfélaginu í þessum málaflokki. Fyrst og fremst verð- um við að taka til í skipulags- málum þróunaraðstoðar okkar, og auka þannig gæði þeirra að- stoðar, áður en við tölum um að gefa 0,7% af þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Rétt eins og þú- saldarmarkmið Sameinuðu þjóð- anna segir til um. Við verðum því fyrst að hafa í huga að magnið skiptir ekki endilega máli heldur gæðin. Nauðsynlegar skipulagsbreytingar Sölmundur Karl Pálsson fjallar um þróunaraðstoð og skipulag málaflokksins hérlendis » Best væri að færaÞSSÍ að fullu inn í ráðuneytið og stofna sér deild innan í ráðuneyt- isins sem sér bæði um tvíhliða og marghliða þróunaraðstoð. Sölmundur Karl Pálsson Höfundur er nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri. FRÉTTIR um framvindu við undirbúning vegna Sundabrautar hafa komið á óvart. Samgöngu- ráðherra hefur látið hafa eftir sér að framkvæmdir við Sundabraut séu ekki ofarlega í forgangi í nýju og stærra sam- gönguráðuneyti. Við Vestlendingar hljót- um, eins og raunar margir aðrir, að undr- ast forgangsröðun ráðherra. Sundabraut er það samgöngu- mannvirki sem snertir hag flestra íbúa landsins. Sundabraut mun ekki einungis bæta gæði vegamála okkar Íslendinga heldur mun hún bæta verulega umferðarör- yggi á Vesturlands- vegi. Við Vestlendingar höfum vissulega lagt ríka áherslu á úrbæt- ur í samgöngumálum vegna stóraukinnar umferðar á Vest- urlandsvegi. Við höfum verið hóg- vær í málflutningi okkar varðandi samgöngumál og höfum haft skiln- ing á þörfum annarra landshluta sem hafa verið verr settir en sjá nú fram á betri tíð. Vegna um- mæla samgönguráðherra óttumst við að Sundabraut og breikkun Vesturlandsvegar verði látin sitja á hakanum. Sé það raunin munum við ekki sætta okkur við það. Við munum brýna raust okkar og krefjast bættra vega á leiðinni Borgarnes – Reykjavík. Allar um- ferðartölur á þessari leið eru komnar langt fram úr þeim spám sem gerðar hafa verið um umferð- arþróun og hönnun nú- verandi vega var byggð á. Þessi leið hef- ur reynst allt of mörg- um lífshættuleg und- anfarin ár. Við það verður ekki unað öllu lengur. Fyrrverandi samgönguráðherra tryggði í samgöngu- áætlun fjármuni til framkvæmda við Sundabraut. Hann lagði fram og fékk samþykkta áætlun um breikkun Vesturlands- vegar og Suðurlands- vegar. Hann setti á fót vinnuhóp sem var falið að undirbúa breikkun þessara umferðaræða út frá höfuðborginni og leggja fram tillögur um framkvæmd og fjármögnun. Hann lagði á ráðin um metn- aðarfulla áætlun um uppbyggingu þjóðvegar 1, bæði vestur á land og austur yfir fjall. Það ósk mín að núverandi samgönguráðherra og starfsmenn hans hrindi þeim áformum í framkvæmd nú þegar. Sundabraut öryggisins vegna Björn Bjarki Þorsteinsson fjallar um samgöngumál Björn Bjarki Þorsteinsson » Þessi leiðhefur reynst allt of mörgum lífshættuleg undanfarin ár. Við það verður ekki unað öllu lengur. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð. Á fundi SAMFOKs með for- eldrum grunnskólabarna í Reykja- vík 4. desember sl. fjallaði Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins um geislun, farsíma og far- símamöstur. Í máli Sigurðar kom fram að notkun farsíma veldur auk- inni rafsegulgeislun á fólk. Rafseg- ulgeislun af þeirri tíðni sem farsímar nýta er ný í umhverfi okkar. Spurningar hafa vaknað um hugs- anleg skaðleg heilsu- farsáhrif. Vitað er um skammtímaáhrif, sem er upphitun. Hvað varðar langtíma áhrif, t.d. aukningu í krabba- meini, er það ekki sannað að bein tengsl séu þar á milli. Árið 2004 sendu nor- rænu geislavarnastofn- anirnar frá sér sameig- inlega yfirlýsingu en þar kemur fram að engar vísinda- legar sannanir eru fyrir skaðlegum heilsufarsáhrifum geislunar frá far- símum eða farsímasendum sem eru innan viðmiðunargilda ICNIRP. Það eru hins vegar glufur í þekkingunni og því þörf á frekari rannsóknum. Líffræðileg áhrif geta verið fyrir hendi en þau þurfa ekki að jafngilda skaðlegum heilsufarsáhrifum. Geisl- un frá farsímamöstrum er mun minni en frá farsímum. Vegna þeirr- ar óvissu sem þó gætir um þetta mál er rétt að sýna alla mögulega varúð, t.d. að draga úr óþarfa geislun á höf- uð og nota handfrjálsan búnað. Kom fram í máli Sigurðar að geisl- un hefur hvergi farið yfir viðmið- unarmörk á Íslandi þegar slíkt hefur verið kannað, en það er gert reglu- lega. Í umræðum kom fram mikilvægi þess að takmarka geislun eins og kostur er. Börn ættu t.d. ekki að nota gemsa nema sem öryggistæki og ekki til langra samtala. Huga þarf að allri annarri geislun í umhverfinu eins og t.d. þráðlausum netum, tölvu- og sjónvarpsskjám. Þeim mun meira af slíku, þeim mun meiri geisl- un. Á fundinum fjallaði Ragnar Þor- steinsson fræðslustjóri Reykjavíkur um kostn- að í skyldunámi. Í 33. grein grunnskólalag- anna segir: Kennsla í skyldunámi í opinber- um grunnskólum skal veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða for- ráðamenn þeirra um greiðslur fyrir kennslu, námsgögn eða annað efni er nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samræmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Grunnskólarnir í Reykjavík fá á þessu ári kr. 15.368.000 í fjárhags- úthlutun til að mæta vettvangs- ferðum fyrir 7. bekkinga. Einnig var gerð tillaga til borgarráðs fyrir 2008 um viðbótarfjárhæð að upphæð kr. 19.865.000 til að fjármagna ferðir ut- an höfuðborgarsvæðisins (t.d. Reyk- ir, Laugar, Alviðra o.fl). Ennfremur var gerð tillaga til borgarráðs um viðbótarfjárhæð að upphæð kr. 3.875.000 til að fjármagna ferðir inn- an borgarmarkanna (í strætó, á söfn, í garða o.s.frv.). Alls fjármagn til ferðalaga 2008 kr. 39.108.000 Ef grunnskólarnir í Reykjavík vilja fara í fleiri ferðir en úthlutuð fjárhæð dugar fyrir verða þeir sjálfir að borga mismuninn. Á fundinum kom ennfremur fram að óheimilt er að láta foreldra greiða fyrir skautaferðir, kaffihúsaferðir o.þ.h. sem umbun vegna dugnaðar nemenda. Að umræðum loknum lýstu fund- armenn yfir vilja til að álykta um staðsetningu mastra á þökum grunnskóla og var eftirfarandi álykt- un samþykkt samhljóða: ,,Opinn fundur foreldra á vegum SAMFOKs (samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur) mótmælir harðlega uppsetningu á farsímamöstrum á grunnskólum borgarinnar sem sett voru upp án nokkurs samráðs við foreldra og án kynningar. Í umsögn Umhverfisráðs Reykja- víkurborgar varðandi þá ákvörðun að setja farsímamöstur á þök grunn- skólabygginga segir: ,,Þrátt fyrir að geislun frá farsímasendum sé lítil og ekki sé vísindaleg sönnun fyrir skað- legum áhrifum á heilsu fólks telur Umhverfisráð að gæta eigi ýtrustu varúðar við val á staðsetningu far- símasenda og þeir þannig staðsettir að staðir sem ætlaðir eru börnum til leikja og útivistar séu ekki útsettir fyrir meiri geislun en þörf krefur.“ Fundurinn tekur undir sjónarmið Umhverfisráðs og krefst þess að grunnskólabörn í Reykjavík njóti vafans og möstrin verði fjarlægð.“ Möstrin verði fjarlægð Bergþóra Valsdóttir fjallar um geislun í umhverfinu » Staðir sem ætlaðireru börnum til leikja og útivistar eiga ekki að vera útsettir fyrir meiri geislun en þörf krefur, Bergþóra Valsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SAMFOK. OFT hefur því verið haldið fram að háskólanám sé fjárfesting til fram- tíðar, en í hvaða skilningi? Mín per- sónulega reynsla er sú að háskólanám sé vissulega fjárfesting hvað varðar reynslu, þekkingu og fróðleik. Um það hvort frekara háskólanám sé ávallt fjárhagsleg fjár- festing hef ég nokkrar efasemdir. Svo virðist sem mikil mismunun viðgangist í launaröðun stétta hjá hinu opinbera sem stafar hvorki af lengd háskólanáms né ábyrgð í starfi. Saga okkar systra er ef til vill táknræn í þessu sam- hengi, en það er fyrir hvatningu systur minn- ar sem ég sit nú í kjara- nefnd fyrir Ljósmæðrafélag Íslands. Ljósmóðir eða lögfræðingur Ég ólst upp sem eineggja tvíburi. Við systur erum og höfum verið afar nánar og höfðum alltaf farið sömu leiðir í lífinu þar til við lukum stúd- entsprófi. Á þeim tíma stóðum við á tímamótum og þurftum að velja okk- ur starfsvettvang til framtíðar. Aldrei kom annað til greina en að fara í há- skóla, enda aldar upp við að mennt sé máttur. Við útskrift úr framhalds- skóla var meðaleinkunn okkar systra sú sama, við áttum báðar auðvelt með að læra. Í mínum huga var valið auð- velt því frá barnsaldri hafði mig dreymt um að verða ljósmóðir. Systir mín var ekki eins ákveðin, hennar val stóð á milli lögfræðinnar eða einhvers sviðs innan heilbrigðisfræða. Hún valdi lögfræði og eftir fimm ár í Há- skóla Íslands lauk hún embættisprófi í lögfræði. Eftir fjögurra ára há- skólanám lauk ég BSc prófi í hjúkr- unarfræði, stuttu síðar stjórn- unarnámi frá EHÍ og síðar embættisprófi í ljósmóðurfræði. Ég er því með ríflega 7 ára háskólanám, en systir mín með 5 ára nám, auk rétt- inda sem héraðsdómslögmaður. Báð- ar störfum við hjá ríkinu, báðar sem millistjórnendur, hvor í sínu fagi. Báðar höfum við í tví- gang farið í fæðing- arorlof, jafnlangt í hvort skipti. Launamunur okkar systra er nú 35% á grunnlaunum. Þá eru ótalin þau fríðindi sem hennar starfi fylgja. Mínar aukatekjur eru engar nema ég vinni kvöld, nætur, helgar og helgidaga. Það má alls ekki misskilja mig, mér finnst að systir mín eigi sín laun fyllilega skilið og meira til. Hver er ástæðan? Er þessi launamismunur okkar systra ásættanlegur? Mitt svar er nei og systir mín er mér hjartanlega sam- mála. Vinnur hún mikilvægara starf en ég? Svo er ekki að mati okkar systra. Báðar vinnum við ábyrgð- armikið starf, hún vinnur flókið og krefjandi skrifstofustarf en ég vinn flókið og krefjandi starf þar sem líf fólks er í húfi. Hver er ástæða þessa mikla launa- munar? Ég sé í raun einungis tvær ástæður. Í fyrsta lagi hefur lögfræð- ingurinn systir mín möguleika á að vinna á einkamarkaði, en mínir mögu- leikar takmarkast við starf hjá ríkinu, vilji ég starfa áfram við það starf sem ég menntaði mig til og hef unun af. Í öðru lagi tel ég að ein helsta skýringin sé sú, að lögfræðistéttin er blönduð Háskólanám er fjár- festing... eða hvað? Bára Hildur Jóhannsdóttir fjallar um laun háskólageng- inna kvenna Bára Hildur Jóhanns- dóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.