Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 21 EINS og fjölmargir aðrir las ég bók þeirra Sigmundar Ernis Rúnars- sonar og Guðna Ágústs- sonar - Guðni af lífi og sál, nú um jólin. Þetta var góð jólalesning og eftirminnilegt ferðalag í 100 ár frá 1907 - fæðing- arári föður Guðna og til dagsins í dag. Minningar Ágústs Þorvaldssonar frá æskuárunum á Eyr- arbakka eru hverjum og einum þörf lesning í alls- nægtum nútímans. Ekki var síður fróðlegt að lesa lýsingar Guðna á lífinu til sveita um miðja síðustu öld, þegar tæknibylting umbylti sveitunum á örfáum árum. Fyrir þá sem fylgst hafa með stjórnmálum lengi, er þó einna fróðlegast að renna í leiðinni gegnum sögu Framsókn- arflokksins, sem samofin er lífshlaupi þeirra feðga, en þingseta þeirra spannar nú þegar nærri 40 ár. Og rödd Ágústs er mér ekki síður minn- isstæð en Guðna og arfurinn augljós. Framsóknarflokkurinn annar valdapóllinn Allt frá stofnun Framsókn- arflokksins árið 1916 hefur flokk- urinn verið annar valdapóllinn í stjórnmálunum og næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Það er fljót- legra að telja árin utan ríkisstjórnar en ríkisstjórnarár flokksins. Á árinu 2007 verða hins vegar umskiptin. Samfylkingin kemst í fyrsta skipti í ríkisstjórn, Framsóknarflokkurinn geldur afhroð í kosningum og það liggur í loftinu að nýrri öld fylgi nýir tímar í stjórnmálunum. Til að undir- strika þetta, þá er son- ur Steingríms Her- mannssonar, Guðmundur, kominn í framboð fyrir Sam- fylkinguna og ævi- skrárritari Steingríms, Dagur B. Eggertsson, verður borgarstjóri í Reykjavík sem fulltrúi Samfylkingarinnar. Kannski var saga Guðna Ágústssonar fyrst og fremst saga veraldar sem var, en ekki innlegg í framtíð- ina fyrir nýkjörinn formann Fram- sóknarflokksins - Guðna. Spor Halldórs Ásgrímssonar Guðni kemur vissulega til dyranna eins og hann er klæddur og það er samhljómur milli skoðana hans og þess flokks, sem hann fæddist inn í upp úr miðri síðustu öld. En sá tími kemur ekki aftur og það var ekki síst forveri Guðna í formannsstóli, Hall- dór Ásgrímsson, sem skar á þær ræt- ur. Hér eru nokkur dæmi: Kvótakerfið núverandi er öðrum fremur á ábyrgð Halldórs. Þar var sameign þjóð- arinnar, fiskimiðin, í raun einkavædd. Þjóðareign auðlinda samrýmdist vel lífsviðhorfum samvinnumanna. Með einkavæddu kvótakerfi var skorið á þann streng. Einn merkasti forystu- maður Framsóknarflokksins á 20. öldinni var Eysteinn Jónsson. Undir lok stjórnmálaferils síns gerðist hann frumkvöðull í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum og hann var þing- maður Austfirðinga í 40 ár. Tæpast hefði hann orðið stuðningsmaður Kárahnúkavirkjunnar. Að sú virkjun varð að veruleika er ekki síst verk Halldórs Ásgrímssonar og þar með skar hann á þann streng, sem Ey- steinn og ýmsir samherjar hans höfðu búið til milli stefnu Framsókn- arflokksins og náttúruverndar. Þriðja dæmið er Íraksmálið. Afdráttarlaus stuðningur Halldórs við ráðamenn í Washington skar af flokknum marga þá, sem ávallt höfðu verið andstæðir hersetu og amerískum áhrifum hér á landi. Samvinnumenn, umhverfissinnar og hernaðarandstæðingar sáu ekki lengur ástæðu til að styðja áfram Framsóknarflokkinn og nýir pólitísk- ir valkostir og breytt þjóðfélagsgerð munu leiða til þess að fáir koma til baka hvað sem Guðni reynir. Ris og fall hreyfinga og ríkja Með hruni samvinnuhreyfing- arinnar kringum 1990 og fólksflutn- ingum af landsbyggðinni í kjölfarið, brustu rætur Framsóknarflokksins. Á sama tíma féllu múrarnir í austri og um leið helstu hindranirnar á móti sameiningu jafnaðarmanna í öflugan flokk. Draumar jafnaðarmanna hafa loksins ræst í Samfylkingunni, en Framsóknarflokkurinn glataði draumi sínum áður en ný öld rann upp. Nýlátinn er Þráinn Valdimarsson, sem var framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins lengst af á seinni helmingi síðustu aldar. Hann átti ekki síst þátt í því að halda flokknum lengst af í ríkisstjórnum og fylginu kringum fjórðung þjóðarinnar. Eftir hans tíma fór verulega að halla undan fæti. Kannski var andlát hans punkt- urinn yfir i-ið. Fróðlegt er að bera saman umsvif samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og veldi Sovétríkjanna í austri. Á sama tíma og byltingin var gerð í Rússlandi setti Sambandið á stofn skrifstofu í Reykjavík. Upp úr seinni heimsstyrjöld lagði Stalín undir Sov- étríkin alla Austur-Evrópu og Vil- hjálmur Þór gerðist forstjóri SÍS og byggði upp það stórveldi, sem Sam- band ísl. samvinnufélaga varð. Allt þetta hrundi kringum 1990. Kannski var sagan að fara þarna í hring og nú bíðum við eftir næstu hringferð. En þá verða leikendurnir aðrir. Ég vona að bók þeirra Guðna og Sigmundar Ernis verði mörgum til umhugsunar um vegferð okkar lengst norður í Atlantshafi. Þar er ekkert sjálfgefið og þessi 100 ára saga segir okkur ótrúlega sögu þjóð- ar, sem brýst úr örbirgð til allsnægta. Framsóknarflokkurinn átti þar sína góðu spretti, en nú eru aðrir komnir með keflið. Vonandi helst þeim vel á því. Saga Guðna Ágústssonar – veröld sem var Reynir Ingibjartsson fjallar um bók Guðna Ágústssonar og slakt gegni Framsóknarflokks Reynir Ingibjartsson »Með hruni sam-vinnuhreyfing- arinnar kringum 1990 og fólksflutningum af landsbyggðinni í kjöl- farið, brustu rætur Framsóknarflokksins. Höfundur er kortaútgefandi. stétt karla og kvenna en ljósmóð- urstéttin eingöngu skipuð konum. Samkvæmt formlegum viðmiðum menntamálaráðherra á æðri menntun og prófgráðum, byggðum á lögum númer 63 um háskóla, frá árinu 2006, er embættispróf í ljósmóðurfræði jafngilt meistaraprófi, rétt eins og embættispróf í lögfræði. Hingað til hefur ljósmóðurnám hins vegar verið metið til jafns á við 4 ára háskólanám og launin ákvörðuð samkvæmt því, þrátt fyrir að sex ára háskólanáms sé krafist frá íslenskum yfirvöldum, til þess að geta öðlast starfsréttindi sem ljósmóðir. Að mínu mati er það mjög skrýtið að hjúkrunarfræðingur sem bætir við sig tveimur árum í háskóla til að öðlast réttindi sem ljósmóðir, eigi það á hættu að lækka í launum og í besta falli haldi nánast óbreyttum launum. Ég vona að fleiri séu mér sammála. Verða loforðin efnd? Í fréttum síðustu mánuði hefur fé- lagsmálaráðherra haldið því fram að hún vilji leiðrétta kjör kvennastétta. Eins og áður sagði þá tel ég að ein helsta orsök þessa mikla launamunar okkar systra sé fólgin í því að ljós- mæðrastéttin er eingöngu skipuð konum. Þessi orð Jóhönnu Sigurð- ardóttur eru því okkur ljósmæðrum mikil gleðitíðindi. Ég vona innilega að ég geti í vor þakkað systur minni þá hvatningu sem varð til þess að ég fór að sinna kjaramálum ljósmæðra, í stað þess að velta því raunverulega fyrir mér hvort val mitt á ljósmóðurstarfinu hafi verið rangt. Reyndin er einfald- lega sú að áhugi minn á ljósmóð- urfræðinni dugir ekki til að fram- fleyta heilli fjölskyldu. »Ég tel að ein helstaorsök þessa mikla launamunar okkar systra sé fólgin í því að ljósmæðrastéttin er ein- göngu skipuð konum. Höfundur er ljósmóðir. Á ÍSLANDI er meira misvægi atkvæða milli landshluta en í nokkru lýðræðisríki sem notar svipað kosningakerfi og við. Misvægið getur orðið enn meira í öðrum kosn- ingakerfum eins og t.d. einmennings- kjördæmakerfum, en þá kemur misvægið niður með tilvilj- unarkenndum hætti, eftir úrslitum kosn- inganna. Á Íslandi er það ákveðið fyrirfram, hvaða landshlutar, og þar með hvaða kjós- endur, skuli búa við hálfan kosningarétt, og hverjir heilan. Kosningarétturinn er helgasti réttur hvers manns í lýðræðisríki, og allt annað en „einn maður – eitt atkvæði“ er því mannréttindabrot. Skýringin sem gefin er á þessu misvægi er sú, að bæta þurfi fólki á sumum landsvæðum upp meint- an aðstöðumun, og er þetta stund- um nefnt nálægð við stjórnsýsluna. Vandséð er að höfuðborgarbúar, sem standa fastir í umferðaröng- þveiti kvölds og morgna, og eru allt að 50 mínútur á leið í og úr vinnu aðra leiðina, átti sig á hvað átt er við með meintum að- stöðumun. Og ekki virðist nálægð- in við stjórnsýsluna hjálpa til við að fá eðlileg framlög úr vegasjóði til stofnbrauta höfuðborgarsvæð- isins. Sú skoðun, að hægt sé að bæta upp meintan aðstöðumun, með mannréttindabrotum, er gersam- lega út í hött! Misvægi atkvæða er að sjálf- sögðu ekki eina skýringin á mis- munun í úthlutun á vegafé, sem fjallað var um í fyrri grein. Öll viljum við byggja upp vegakerfi landsins. Borgríkið er ungt, og öll eigum við rætur að rekja út á land, og öll höfum við samúð með lands- byggðinni sem átt hef- ur undir högg að sækja undanfarna áratugi. Þetta virðist skila sér inn á Alþingi og birtist m.a. í nefnda- skipan þingsins, en eins og fyrr segir, þá er drjúgur meirihluti fulltrúa í samgöngunefnd og fjárlaganefnd, sem ráða mestu um ráðstöfun vegafjár, landsbyggðarþingmenn, þó að alþingismenn höfuðborg- arsvæðisins séu í meirihluta á Al- þingi. En sjaldan launar kálfurinn ofeldið, og því miður er nið- urstaðan sú að þrátt fyrir ástandið á stofnbrautum höfuðborgarsvæð- isins renna aðeins 20% vegafjár til þeirra þó að um 70% tekna vega- sjóðs verði til á höfuðborgarsvæð- inu. Fulltrúar landsbyggðarinnar á Alþingi og á landsfundi flokkanna virðast valdir eftir því hvað þeir lofa miklu herfangi heim í hérað, og hve mikilli hörku þeir hóta gagnvart höfuðborginni. Kjósendur á landsbyggðinni virðast, öfugt við kjósendur höf- uðborgarinnar, kjósa fyrst og fremst eftir heimahagsmunum, og koma sínum skilaboðum skil- merkilega til flokkanna, um hvaða afleiðingar það mun hafa á fylgið ef ekki er orðið við ýtrustu kröfum þeirra. Flokkarnir þora ekki fyrir sitt litla líf að ögra þessu ægivaldi samstöðunnar í skjóli misvægis at- kvæða, og lofa öllu fögru. Ekki er nóg með að hagsmunir höfuðborgarinnar verði undir, heldur hafa samgönguyfirvöld ægi- vald á skipulagsmálum á höf- uðborgarsvæðinu í gegnum úthlut- unarvald sitt á vegafé. Með því að leggja aðeins blessun sína yfir, og þar með fé úr vega- sjóði í þær framkvæmdir sem þeim eru að skapi, geta samgöngu- yfirvöld ráðið úrslitum í skipulags- málum borgarinnar. Færsla Hringbrautar er gott dæmi um þetta. Það var sýnt fram á það með óyggjandi hætti, að hag- kvæmara og arðsamara væri að leggja Hringbrautina í stokk en á yfirborði, vegna landsins sem spar- ast ofan á stokknum á þessu dýr- asta svæði höfuðborgarinnar. Auk fjárhagslegs ábata borg- arinnar af nýrri Hringbraut undir yfirborði hefði miðborgin getað vaxið hindrunarlaust út í kjörlendi sitt í Vatnsmýrinni, þegar og ef borgaryfirvöld öðlast þann kjark sem þarf til að hrista af sér hlekki flugvallarins sem lamað hefur skipulagsmál borgarinnar í ára- tugi. Það er því ljóst, að vegna þess ástands, sem lýst er hér að fram- an, eru teknar ákvarðanir í skipu- lagsmálum borgarinnar, sem ganga þvert á hagsmuni borg- arsamfélagsins. Hvenær þrýtur langlundargeð borgarbúa? Langlundargeð höfuðborgarbúa Einar Eiríksson skrifar um misvægi atkvæða »Kosningarétturinner helgasti réttur hvers manns í lýðræð- isríki, og allt annað en „einn maður – eitt at- kvæði“ er því mannrétt- indabrot. Einar Eiríksson Höfundur er kaupmaður í Reykjavík og í stjórn Samtaka um betri byggð. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTUM Stöðvar 2 hinn 27. des- ember sl. segir Óli Tynes frá jóla- og áramótakveðju Saving Iceland- hreyfingarinnar í frétt sem hann kall- ar „Við unnum – Saving Iceland“. Tit- illinn sem og innihald fréttarinnar gefur lesandanum þá mynd að Saving Iceland hafi lýst yfir persónulegum sigri á andstæðingum sínum. Ég veit ekki hvort Óli hefur af ásettu ráðið logið til um innihald kveðjunnar eða hann ræður bara ekki við að lesa einfaldan texta á ensku, en hvergi er tengill á kveðjuna sjálfa og fá lesendur því ekki tækifæri til að lesa upprunalega textann í réttu sam- hengi. (Kveðjuna má finna á vefsíð- unni www.youtube.com undir nafninu Potatoes for Heavy Industry) Í jólakveðju Saving Iceland er per- sónulegur sigur aldrei nefndur, setn- ingin „Við unnum“ kemur hvergi fram. Hins vegar stendur skýrum stöfum að miklir sigrar hafi unnist í umhverfisbaráttunni á Íslandi. Til að rifja upp það helsta kaus meirihluti Hafnfirðinga gegn stækk- un álvers Alcan í Hafnarfirði. Sú nið- urstaða sýnir að enn þykir fólki vænt um umhverfi sitt og lætur ekki blekkjast af gylliboðum stórfyr- irtækja. Landsvirkjun ákvað að selja ekki orku til frekari álvers- framkvæmda á suðvesturhorni lands- ins. Bændur við Þjórsá og stuðnings- menn þeirra hafa margeflst í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum skemmdum Landsvirkjunar á ánni og landinu þar í kring og ríkisendurskoðandi hefur nú sagt að örvæntingarfullt framsal ríkisstjórnarinnar á vatns- og lands- réttindum sínum við Þjórsá til Lands- virkjunar þremur dögum fyrir kosn- ingarnar í vor hafi verið kolólöglegt. Til að toppa þetta allt saman virðist sem Langasjó hafi verið bjargað og verður hann nú loks tekinn inn í fyr- irhugaðan Þjóðgarð norðan Vatna- jökuls. Þetta eru miklir sigrar þótt enn sé langt í land. Enginn einn hópur, sam- tök eða einstaklingur á heiðurinn af þessum sigrum, heldur geta allir þeir sem lagt hafa eitthvað á vogar- skálarnar í umhverfisbaráttunni tek- ið þetta til sín. Hver einasta rödd skiptir máli og vaxandi fjölbreytileiki innan umhverfishreyfingarinnar er til marks um hversu stór og öflug hún er að orðin. Við hjá Saving Iceland erum eins og aðrir hópar stolt af þessum sigrum enda höfum við með þrotlausri vinnu lagt mikið til baráttunnar. Með sí- felldu upplýsingaflæði, tilkynningum, ráðstefnu, tónleikum, blaðamanna- fundum, beinum aðgerðum og öðrum atburðum höfum við haldið barátt- unni ferskri og komið nýjum upplýs- ingum til fólks og fjölmiðla. Með áherslu á áliðnaðinn höfum við víkkað út baráttuna og sýnt óhugnanleg tengsl hans við vopnaframleiðslu og stríðsrekstur. Við höfum bent á tengsl aukinnar neyslu og uppbygg- ingar stóriðju og einnig á spillinguna sem felst í því að fyrirtæki, sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta varðandi byggingu virkjana og ál- vera, sjái um gerð umhverfismats þeirra. Áfram mætti svo lengi telja um okkar starf og þá er ótalin þrot- laus vinna annarra einstaklinga og hópa. Ekki lasta ég Óla Tynes og Stöð 2 fyrir umfjöllun sína enda er nauðsyn- legt að halda umræðunni um um- hverfismál uppi á hvaða árstíma sem er, ekki síst nú á jólunum þegar hug- ur margra landsmanna virðist fyrst og fremst snúast um kaup og skipti á veraldlegum hlutum. Hins vegar hefðu þeir betur valið raunsæja og rétta fyrirsögn; þ.e. „Við munum vinna!“ SNORRI PÁLL JÓNSSON, tónlistarmaður og starfsmaður á samvinnurekna kaffihúsinu Hljómalind. Við munum vinna Frá Snorra Páli Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.