Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SVIPLAUS BORG
Hver borg hefur sinn persónu-leika. Sumar borgir eru lit-lausar og fátt kemur á óvart,
aðrar eru fullar af sérkennum. Í sum-
um borgum er varla hægt að snúa sér
við án þess að rekast á sögulega
minnisvarða, í öðrum er allt svo nýtt
og einsleitt að það er eins og þær eigi
enga sögu. Sumar borgir endur-
spegla sögu heimsvelda, aðrar eiga
sér hógværari rætur, en engu ómerk-
ari. Fyrir einni öld bjuggu átta þús-
und manns í Reykjavík, flestir í Kvos-
inni. Nú búa í Reykjavík rúmlega 117
þúsund manns. Íbúafjöldinn hefur
nánast fimmtánfaldast. Borgin hefur
því vaxið gríðarlega hratt og ber þess
merki. Þar sem eitt sinn var komið
fyrir litlum húsum þykir nú þörf fyrir
háhýsi.
Hefðu menn séð vöxtinn fyrir er
ólíklegt að á sínum tíma hefði verið
veitt leyfi til að reisa litlu húsin
Laugaveg 4 og 6, sem nú stendur til
að rífa. Heimilað var að rífa húsin í
deiliskipulagi árið 2003 og leyfi til
niðurrifs gefin út í sumar og haust
eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu. Þegar ljóst var að húsafrið-
unarnefnd sá ekki ástæðu til að grípa
til skyndifriðunar húsanna gerði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
samkomulag við eigendur þeirra um
að fresta niðurrifi húsanna til að
borgin fengi ráðrúm til að flytja þau
burt með það fyrir augum að koma
þeim fyrir annars staðar, til dæmis í
Hljómskálagarðinum.
Í þessu ferli gleymist að gildi þess-
ara húsa er einkum fólgið í að þau
standa við elsta hluta Laugavegar og
eru hluti af einni af síðustu heillegu
götumyndunum, sem bera vitni upp-
byggingu Reykjavíkur í mótun.
„Minjagildi húsanna og verðgildi
þeirra yfirleitt er á þeim stað þar sem
þau standa. Ef þú fjarlægir þau eyði-
leggur þú þetta gildi þeirra. Það er
bara algjört rugl að mínu mati. Ég
skil ekki í nokkrum manni að láta sér
detta þetta í hug,“ sagði Hjörleifur
Stefánsson arkitekt í samtali við
Morgunblaðið á laugardag um þá
ákvörðun Reykjavíkurborgar að láta
flytja húsin Laugaveg 4 og 6 á nýja
lóð. Hjörleifur skoðaði húsin í haust
að ósk borgarminjavarðar til að meta
hvort fýsilegt væri að flytja þau og
endurreisa nærri þeim stað, sem þau
standa á nú. Niðurstaða Hjörleifs er
að fýsilegra væri að kaupa lóðirnar
og húsin þótt dýrar séu en verja mikl-
um fjármunum í að flytja húsin og
koma þeim fyrir annars staðar. „Sú
ráðstöfun myndi gagnast málstað al-
mennings en ef Reykjavíkurborg
leggur til fjármuni í að flytja húsin af
staðnum er hún að kosta niðurlæg-
ingu Laugavegar til að auka á gróða
núverandi eigenda,“ segir í minnis-
blaði Hjörleifs.
Byggingararfur og -saga Reykja-
víkur er mikilvæg þótt ekki sé hún
fólgin í foldgnáum höllum og hana
ber að varðveita. Ef það er ekki gert
verður borgin sviplaus og rúin sér-
kennum, staður til að búa á, en ekki
til að lifa.
HVAR ERU UMBÓTAMÁLIN?
Talsmenn núverandi ríkisstjórnarhafa lýst henni sem frjálslyndri
umbótastjórn en nú er kominn tími til
að spyrja hvar umbótamálin séu.
Stjórnarflokkarnir hafa verið á ró-
legri siglingu frá því að ríkisstjórnin
tók við.
Það hefur engin stefnubreyting orð-
ið í nokkrum málaflokki. Ríkisstjórnin
fylgir óbreyttri stefnu í utanríkismál-
um, efnahags- og atvinnumálum og
ríkisfjármálum. Engin breyting.
Stefnan í umhverfismálum er óljós-
ari ef eitthvað er. Það eru vísbending-
ar um að unnið sé að breytingum í
heilbrigðismálum. Áfram er unnið
samkvæmt sömu stefnu í menntamál-
um.
Tilþrifin í samgöngumálum, iðnað-
armálum og viðskiptum eru takmörk-
uð en að vísu mikill hávaði í kringum
suma þessa málaflokka.
Félagsmálaráðherrann bretti upp
ermarnar í byrjun en er ráðherrann
að missa flugið? Í sjávarútvegsmálum
er í fyrsta sinn tekin kjarkmikil
ákvörðun í kvótaákvörðun en um leið
tekin skref til baka í auðlindagjalds-
málum.
Hvar eru umbæturnar sem lofað
var þegar ríkisstjórnin skilgreindi
sjálfa sig sem frjálslynda umbóta-
stjórn?
Nú er meira en hálft ár liðið frá því
að ríkisstjórnin tók við og þess vegna
hægt að ætlast til einhverra breytinga
en þær sjást ekki.
Þótt margt hafi áunnizt í meira en
sextíu ára sögu lýðveldisins er margt
ógert og verkefnin blasa við.
Í stað þess að stíga skref aftur á bak
í auðlindagjaldsmálum er ástæða til
að stíga skref fram á við og taka upp
auðlindagjald á fleiri sviðum en í sjáv-
arútvegi. Það er ekki hægt að ræða
um framtíðarstefnu í orkumálum á
þann veg sem talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins gera án þess að ræða auð-
lindagjald í orkumálum.
Landsmenn hafa tekið fyrstu skref-
in í þá átt að flytja valdið frá stjórn-
málamönnum til almennings. At-
kvæðagreiðslan um stækkun
álversins í Straumsvík er dæmi um
það. Nú er tímabært að undirbúa
grundvallarlöggjöf um þau málefni,
sem festa atkvæðagreiðslu meðal al-
mennings um stærstu mál, hvort sem
er á landsvísu eða í sveitarstjórnum, í
sessi.
Í tilefni forsetakosninga næsta vor
er brýnt að taka til umræðu þau mál-
efni sem borið hefur á góma um for-
setaembættið, bæði takmörkun á
þeim fjölda kjörtímabila sem forseti
getur setið en ekki síður afnám úr-
eltra ákvæða um stöðvunarvald for-
seta. Það ákvæði á að afnema en fela
fólkinu í landinu þess í stað það vald.
Hið sama á við um fjármögnun á
kosningabaráttu forsetaframbjóð-
enda. Þær tillögur verða að liggja fyr-
ir áður en kosningabaráttan hefst
þannig að nýjar reglur taki gildi nú.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Það virðist vera talsvertgóðæri í íslenskri óp-erusmíð um þessarmundir. Eitt þeirra tón-
skálda sem standa í stórræðum á
því sviði er Sveinn Lúðvík Björns-
son, sem lengi hefur verið eitt af
hirðskáldum Caput.
Sveinn Lúðvík las bók, fékk hug-
mynd og eftirleikurinn hefur ekki
verið svo erfiður, og samvinna er
töfraorðið. Uppfærsla verksins og
frumsýning verður á Skál-
holtshátíð sumarið 2009.
Þegar blaðamaður tekur hús á
Sveini í vikunni fyrir jól situr hann
við stórt borð í fundaherbergi
Reykjavíkurakademíunnar, ásamt
tveimur Bretum. Þetta eru þeir
Robert Millner og Darren Roy-
ston.
Darren verður leikstjóri óp-
erunnar, en hann er dramatúrg og
danshöfundur hjá The European
Chamber Opera Company. Robert
er líbrettisti óperunnar – vinnur
það verk að breyta skáldsögu í
sönghæfan texta. Hann er sjálfur
söngvari og bókmenntafræðingur,
vinnur sem líbrettisti hjá Kon-
unlegu óperunni í Covent Garden
og hefur langa reynslu af vinnu
sem þessari. Hann er líka fiðlari í
þjóðlagatónlist. Darren og Robert
eru hér í vikuheimsókn hjá Sveini
Lúðvíki – saman eru þeir þrír að
leggja lokahönd á undirbúning
textasmíðinnar.
En hvernig má það vera að tón-
skáld sem nær eingöngu hefur
sinnt hljóðfæratónlist skuli nú ráð-
ast í glímu við stærsta form söng-
listarinnar – óperuna?
Sagan eftir William Golding
„Ég las The Spire eftir William
Golding fyrir um 24 árum. Frá
byrjun sá ég söguna sem óperu eða
einhvers konar sviðsverk, sem mig
langaði að ráðast í þegar ég hefði
þroska til. Fyrir þremur, fjórum
árum, fannst mér ég loks vera orð-
inn nógu þroskaður, þannig að ég
fór að íhuga að gera þessa hug-
mynd opinbera, þótt ég hefði ekki
hugmynd um hverjum ég ætti að
segja frá. Ég hitti þá Þorstein heit-
inn Gylfason prófessor heima hjá
Atla Heimi Sveinssyni og nefndi
þetta við hann. Honum fannst hug-
myndin alveg brilljant, en hafði
ekki lesið bókina. Það hafa fáir les-
ið þessa sögu, en fyrir mér er hún
algjör gimsteinn í breskum litterat-
úr. Hún er frábær og algjör klass-
ík. Þorsteinn vildi endilega kanna
þetta betur og sagðist ætla að lesa
bókina. Hann hringdi svo í mig, bú-
inn að lesa og alveg í skýjunum en
kvaðst ekki geta tekið það að sér
sjálfur að semja óperutextann.
Hann var þá farinn að kenna veik-
inda sinna. Þorsteinn las bókina í
þaula, og við hittumst nokkrum
sinnum til að ræða bókina ofan í
kjölinn og spjalla. Það var mjög
gaman, því Þorsteinn var mjög
greindur, víðsýnn og skemmtilegur
maður. Honum fannst bókin bæði
mjög flókin en líka margræð. Þor-
steinn stakk upp á Darren Roy-
ston, sem hann þekkti að góðu og
hafði séð sýningar hans erlendis.
Ég var svo heppinn að Darren kom
til Íslands til að sinna vinnu við
rannsóknarverkefni sitt sem sner-
ist um þjóðdansa í Evrópu, en líka
til að hitta okkur Þorstein. Hann
var búinn að lesa bókina og þetta
small allt saman, því hann langaði
strax að taka þátt í verkefninu sem
leikstjóri, danshöfundur og drama-
túrg. Þá vantaði okkur bara texta-
höfundinn. Eftir svolitla íhugun
stakk Darren upp á Robert Millner
sem hefur unnið við að búa til líb-
rettó með tónskáldum. Það er stór-
kostlega gaman að vinna með þess-
um mönnum. Þeir vinna þetta á
mjög heiðarlegan hátt – alveg frá
hjartanu, eins og ég vil vinna.“
Dóttir skáldsins reyndist vel
Sveinn Lúðvík hitti Darren og Ro-
bert á vinnufundi í London fyrir
tveimur árum. Á þann fund kom
líka Judy Carver, dóttir Williams
Goldings, og henni leist strax ákaf-
lega vel á Svein Lúðvík og tónlist
hans, en Sveinn hafði þá se
tvær plötur með eigin verk
gefnar af Smekkleysu.
„Henni leist rosalega ve
og fannst hugmyndin skem
Þetta er virðuleg frú í Suðu
Englandi og lifir á arfi föðu
Ég var hissa, því það er er
geta sér til um hvernig fólk
nútímatónlist. En hún reyn
upplýst og vel menntuð ko
taldi tónlistina mína mynd
mjög vel við verk föður sín
gerði mér kleift að fá rétt t
gera þetta, en Faber & Fa
með útgáfuréttinn á verku
ings. Ég, sem tónskáld og
staklingur hér heima, hafð
möguleika á að borga fyrir
Þetta er aðf
að búa til óp
Sveinn Lúðvík Björnsson semur óperu byggða á sögu
» „En Judy Curver áttaði sig strax á því aðvar í svipaðri stöðu og pabbi hennar – han
skrifaði bækur, ég skrifa tónlist, og fólk verð
ekki efnað af því. Hún sá til þess að ég fengi
inn til að gera þetta fyrir skynsamlegt verð..
» „Frá byrjun sá ég söguna sem óperu eða
hvers konar sviðsverk, sem mig langaði a
ast í þegar ég hefði þroska til. Fyrir þremur
um árum, fannst mér ég loks vera orðinn nóg
þroskaður...“
Tónlistarmenn Darren Royston leikstjóri, Robert Millner líbrett