Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Ö.Stephensen fæddist í Hóla- brekku á Gríms- taðaholti í Reykja- vík 18. mars árið 1908. Hún andaðist 26. desember síð- astliðinn. For- eldrar Sigríðar voru Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. á Högnastöðum í Þverárhlíð 18.4. 1875, d. 19.4. 1943, og Ögmundur Hansson Stephensen, f. á Hlemmiskeiði á Skeiðum 24.4. 1874, d. 10.12. 1969. Foreldrar Sigríðar bjuggu framan af á Hurðarbaki í Kjós en árið 1906 reistu þau Hólabrekku á Gríms- taðaholti í Reykjavík, sem síðan var alla tíð heimili þeirra. Systkini Sigríðar voru: a) Hans Ö. Stephensen, f. 4.11. 1903, d. 15.1. 1959, fyrri maki Margrét Tómasdóttir, f. 16.1. 1897, d. 27.12. 1937, seinni maki Laufey Vilhjálmsdóttir, f. 8.10. 1911, d. 16.1. 1998. b) Þorsteinn Ö. Stephensen, f. 21.12. 1904, d. 13.11. 1991, maki Dóróthea G. Breiðfjörð Stephensen, f. 16.12. 1905, d. 31.8. 2001. c) Kristján Ög- mundsson, f. 10.9. 1906, látinn sama ár. d) Stefán Ög- mundsson, f. 22.7. 1909, d. 3.4. 1989, maki Elín Guð- mundsdóttir, f. 16.7. 1912, d. 12.6. 2003. e) Guðrún Ö. Stephensen, f. 30.10. 1914, maki Jónas B. Jónsson, f. 8.4. 1908, d. 1.4. 2005. f) Einar Ög- mundsson, f. 23.10. 1916, d. 2.6. 2006, maki Margrét Bjarnadótt- ir, f. 26.6. 1914, d. 25.12. 2003. Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og húsmæðraskóla í Danmörku. Hún hélt heimili í Hólabrekku en starfaði jafnframt lengst af við vélritun og fjölritun fyrir stofnanir og félagasamtök. Hún bjó í Hólabrekku fram undir andlátið en síðustu mánuði dvaldi hún á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Systur mína Sigríði Ö. Stephen- sen, sem lést annan dag jóla, vantaði aðeins þrjá mánuði í aldarafmæli sitt. Hún bjó við góða heilsu allt sitt líf ef frá eru taldir síðustu ævimán- uðirnir sem og fyrstu lífdagar henn- ar, því henni var ekki hugað líf þegar hún kom í heiminn og presturinn sem sóttur var til að veita henni skemmri skírn komst ekki í hemp- una vegna flýtis. Sigríður gekk í barnaskólann við Lækjargötu, þá í Landakotsskóla og síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Að því loknu lá leiðin til Danmerkur, þar sem hún stundaði nám við hús- mæðraskóla í Sórey á Sjálandi. En hún var vart fyrr komin heim frá Danmörku þegar móðir okkar veikt- ist og varð það hennar hlutskipti að stunda hana í veikindum hennar og taka að sér heimilið. Þegar mágkona okkar, Margrét, lést frá tveimur ungum sonum ól hún önn fyrir þeim, einkum eldri drengnum Ögmundi, sem hún ól upp sem sinn eigin frá því að hann var ellefu ára gamall. Þannig axlaði hún ung ábyrgð á mörgum af ættmennum sínum, auk þess að takast á hendur heimilishald á stóru heimili. Þótt hugurinn hvarfl- aði óneitanlega stundum til þess hvað lífið hefði fært henni, ef hún hefði ekki helgað það sínum nánustu, þá bar það hærra að henni rann blóð- ið ákaft til skyldunnar. Hún setti alla sína orku og kraft í að halda heimili með reisn, hún hélt stórfjölskyldunni jól, sinnti og hjálp- aði til við uppeldi frændsystkina, gerði garðinn að stórkostlegu list- verki; Hennar hús var alla tíð opið. Það var sveitaheimili upp á gamlan móð. Gestir gerðu allajafna ekki boð á undan sér, heldur var alltaf eins og væri búist við gestum og enda var gestkvæmt í Hólabrekku. Hún var örlát í lífi sínu, ósíngjörn og ávallt tilbúin til að aðstoða alla þá sem á hjálp þurftu að halda. Hennar mun verða minnst fyrir dugnað, kærleika og ósíngirni. Guðrún Ö. Stephensen. Sigríður Ögmundsdóttir Stephen- sen bjó alla ævina í Hólabrekku á Grímstaðaholti, að undanskildu síð- asta ári sem hún dvaldi á Droplaug- arstöðum v/ Snorrabraut. Sigríður var mikill samnefnari fyr- ir fjölskyldu sína, hún annaðist sem ung kona móður sína sem var sjúk- lingur, annaðist bróðursyni sína Gunnar og Ögmund Hanssyni ásamt fjölskyldu sinni eftir andlát mágkonu sinnar og sá um heimilið ásamt föður sínum sem hún annaðist af mikilli al- úð á ævikvöldi hans í Hólabrekku. Sigríður bar alla tíð mikla um- hyggju fyrir systkinabörnum sínum og fylgdist vel með velferð þeirra. Jóladagurinn tilheyrði Sigríði alltaf en gestkvæmt var þennan dag þegar öll stórfjölskyldan kom saman. Við hugsum til allra góðu stundanna sem við áttum saman í Hólabrekku og færum henni okkar bestu þakkir fyr- ir vináttu hennar alla. Minningin um mæta konu lifir í hjörtum okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðrún og Ögmundur H. Stephensen. Þá er hún gengin á vit feðra sinna, okkar elskaða frænka, Sigga í Hóla- brekku. Hún fæddist í Hólabrekku á Grímstaðaholti í byrjun síðustu ald- ar, og þar ól hún allan sinn aldur. Hún var fjórða barn afa okkar og ömmu, Ögmundar Hanssonar Steph- ensen og Ingibjargar Þorsteinsdótt- ur. Afi var mikill athafnarmaður, rak svolítið bú á Hólabrekkujörðinni og stundaði hrognkelsaveiðar úr Gríms- taðavörinni. Þá varð hann einna fyrstur manna til að gera út vörubíla ásamt Einari syni sínum. Amma Ingibjörg varð langlegusjúklingur allt of snemma á ævinni. Hafði þó sannarlega skilað sínu starfi. Sigga annaðist báða foreldra sína allt til þeirra síðasta dags af einstakri alúð og elskusemi eins og henni var lagið. Alls urðu Hólabrekkusystkinin sjö – einn þeirra, Kristján, lést í frum- bernsku. Þau sex sem eftir lifðu voru að jafnaði góðir vinir og samheldin, bræðurnir fjórir, Hans, Þorsteinn, Stefán og Einar og svo systurnar Sigríður og Guðrún, sem ein lifir af hópnum. Samgangur heimilanna var alla tíð mikill og góður. Gestkvæmt var í Hólabrekku, ætt- ingjar og vinir fjölskyldunnar og ná- grannar af Grímstaðaholtinu. Góð samvinna var við hina útgerðar- bæina. Má þar nefna fólkið í Lamb- hól, á Þormóðsstöðum og fleiri býl- um. Þá litu oft inn skemmtilegir karakterar af Fálkagötunni. Minni- stæður er Jón í Kvöldroðanum og ekki síður frændi okkar Þorsteinn Halldórsson og kona hans Sara. Öllu þessu fólki veitti Sigga góðan beina að þeirra tíma hætti. Hjáleiga frá Hólabrekku var Litlabrekka. Þar bjó mikið sómafólk og ræktaði góða vin- áttu við Hólabrekkufólkið. Þorsteinn faðir okkar hafði ein- stakt vináttusamband við Siggu systur sína. Fór þar einkum saman áhugi beggja á bókmenntum og ljóð- list. Lengi gátu þau unað við þau hugarefni, systkinin. Dóróthea móð- ir okkar og mágkonan voru líka alla tíð miklar vinkonur. Sigga vann lengi heima við vélrit- un og þótti einkar vandvirk og flink við þau störf, enda smekkleg og hafði góða tilfinningu fyrir íslensku máli. Hún tók miklu ástfóstri við systkina- börn sín öll. Lagði hún sig fram um að huga að heilsu okkar og vellíðan. Sigga varð satt að segja einskonar stofnun í hugum okkar. Velviljuð, þrjósk, hlý, greind og glettin. Þegar synir Hans, elsta bróðurins, urðu móðurlausir á barnsaldri tók Sigga að miklu leyti við móðurhlutverkinu, og hafa þeir bræður, Ögmundur og Gunnar Hanssynir, launað fóstrið vel, því að þeir og þeirra góðu konur, Rúna og Hadda, hafa annast Siggu svo vel að fá dæmi um slíkt þekkjast. Kunnum við frændsystkinin þeim bestu þakkir fyrir. Systurbörn Siggu og fjölskyldur þeirra hafa einnig lagt sitt af mörkum, svo að hún fengi æðstu ósk sína uppfyllta: Að búa sem lengst heima í Hólabrekku. Minningarnar hrannast upp við þessi tímamót. Litlar lappir að spássera frá Laufásvegi 4 suður Mel- ana til afa, ömmu og Siggu. Drýgstur var spölurinn meðfram bárujárns- girðingunni á Melavellinum. En komin í höfn í Hólabrekku gleymdist þreytan og allt varð bjart og gott. Vertu svo kært kvödd, elsku Sigga frænka í Hóló. Guðrún, Stefán, Kristján og Helga Stephensen. Sigríður Ö. Stephensen, móður- systir mín, lést á annan dag jóla. Að sumu leyti hefði jóladagurinn verið rökréttari því sá dagur tengdist henni sérstaklega og Hólabrekkunni þar sem hún ól sína ævi. Hólabrekku á Grímstaðaholti í Reykjavík reistu afi minn og amma, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ög- mundur H. Stephensen, árið 1906 en þá höfðu þau flust búferlum úr Kjós- inni til Reykjavíkur. Þar fæddist frænka mín tveimur árum síðar og bjó þar alla sína tíð, að undanskildu síðasta æviári sínu, en þá dvaldist hún á Droplaugarstöðum, dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í Hólabrekku uxu úr grasi sex systkini, hið sjöunda lést í frum- bernsku. Sigríður tók við heimilis- haldinu í Hólabrekku að móður sinni látinni árið 1943 en jafnframt starf- aði hún heima við að vélritun og ljós- ritun. Hún stundaði garðrækt, rækt- aði kartöflur í stórum stíl og elsta kynslóð Reykvíkinga kann að minn- ast auglýsinga um nýjan rabarbara úr Hólabrekku. Mér hefur orðið um- hugsunarefni að alveg fram í andlát- ið var frænka mín með hugann við sinn stóra og glæsilega garð, ætíð tilbúin að umbylta honum og breyta, með framtíðina í huga. Hólabrekkan varð miðpunktur stórrar fjölskyldu. Í Hólabrekku fannst öllum þeir finna samnefnara og var það ærið hlutverk, sem hvíldi á móðursystur minni, að halda utan um þetta mikla tengslanet. Lengi vel tíðkaðist að stórfjölskyldan úr Hóla- brekku kæmi þar saman á jóladag. Í minningunni voru jólaboðin í Hóla- brekku einhverjar stórbrotnustu veislur, sem ég hef orðið aðnjótandi. Dýrindismatur, spiluð vist á sex til átta borðum og sungið við orgelleik svo undir tók á Grímstaðaholtinu. Þetta var dagur Siggu frænku. Reyndar fannst mér allir dagar vera hennar dagar. Alltaf var hægt að reikna með Siggu frænku sem fastri stærð í tilverunni. Átján ára drengur er einn á ferð á Jónsmessu- nótt. Gengur Ægisíðuna sólroðna, beygir inn á Lynghagann og síðan upp eftir stíg þar sem áður lágu tún Hólabrekkunnar og síðar kartöflu- garðar og rabarbaragarðarnir. Ungi maðurinn bankar upp á í Hóla- brekku. Þar er hellt upp á kaffi og frændi og frænka sitja fram í morg- unsárið og brjóta tilveruna til mergj- ar. Sú umræða var hvorki sú fyrsta né sú síðasta. Ég á Siggu frænku minni mikla skuld að gjalda. Í minn garð og minna var hún óþrjótandi uppspretta velvildar og vináttu. Minninguna um frænku mína mun ég geyma í hjarta mínu til hinsta dags. Ögmundur Jónasson. Í lífi hvers manns eru tímamót hluti af eðlilegri framvindu lífsins. Sigríður frænka mín átti langa ævi en hún lést á öðrum degi jóla, tæp- lega hundrað ára gömul og er óhætt að segja að þau tímamót hafi hreyft við minningafjársjóðnum. En hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Þessar ljóðlínur úr áramótaljóð- inu, sem nýlega hljómuðu í eyrum okkar, eru svo sannarlega þess verð- ar að hugleiða og rifja upp minning- ar. Sigga frænka mín tók á móti mér í heiminn fyrir margt löngu og við þau tímamót mynduðust tengsl sem urðu mjög sterk og hafa fylgt mér alla tíð. Hún kallaði mig alltaf ljósubarnið sitt og fyrstu árin bjó ég í sama húsi og hún og lengi í næsta húsi. Alla tíð voru samskipti okkar mikil og fljótlega mynduðust ákveðnar hefðir. Litla stúlkan skokkaði milli hæða, upp til Siggu og afa og hlaut þar viðmót sem jók á þroskann og studdi við uppeldi foreldranna. Lengi vel voru útvarpsleikrit flutt hvert laugardagskvöld og hafði sú stutta fast sæti í græna stólnum hjá Siggu og saman nutu þær þess að hlusta og ræða síðan um leikritið. Einnig voru fastir liðir að heimsækja leikhús borgarinnar og var þá farið í sitt fínasta púss og dömurnar keyrð- ar heim að dyrum og varla fór ein einasta sýning fram hjá okkur. Þvílík upplifun! Og má með sanni segja að þarna hafi barnið og unglingurinn fengið þá tilfinningu fyrir móðurmál- inu sem setti mark sitt á framtíðar- starfið. Þegar foreldrar mínir byggðu sér hús hinum megin við þúf- una og flutt var rétt fyrir jól var ég alveg ákveðin í að flytja ekki úr Sigguhúsi og skreið upp í rúmið hennar og fór hvergi. Sigga lofaði þá að halda upp á sjö ára afmælið mitt ef ég lofaði síðan að fara! Það gekk eftir en ferðum mínum til Siggu og afa fækkaði ekki. Þegar lengra leið á skólagöngu mína var ómetanlegt að geta hlaupið til Siggu og fengið aðstoð við ritgerð- arsmíðar, flett upp í ljóðabókunum hennar og notið jákvæðrar gagnrýni. Ég lærði líka að vélrita á skrifstofu Siggu og tók þátt í vinnu hennar með ýmsum hætti. Við Hólabrekku voru miklir rab- arbaraakrar og kom fólk víða að og keypti þennan rauða, sæta rabar- bara. Það var mikil vinna að taka hann upp, vigta hann og pakka og vorum við frænkurnar ekki alltaf sammála um hversu mikil ánægja fylgdi þeirri vinnu. Sigga þekkti marga sem voru fast- ir viðskiptavinir og við urðum bara að standa okkur og vera tvisvar á sumri tilbúnar með söluvöruna. Ekki má gleyma jólaboðum stór- fjölskyldunnar sem árum saman voru haldin í Hólabrekku. Allan des- ember voru heimilin beggja vegna götunnar undirlögð af undirbúningi, bakað brauð og smákökur, soðið hangikjöt og búinn til ísinn sem oft á tíðum var frystur í háum snjósköfl- um í garðinum í Hólabrekku. Ljós- ubarnið skokkaði ófáar ferðirnar milli heimilanna og minnist þess líka oft að mamma og Sigga þurftu að ræða málefni sem hentuðu ekki ung- um eyrum. Setning sem er mjög minnisstæð, „þú skilur þetta þegar þú verður stór“, fór sérlega í taug- arnar á þeirri forvitnu. Það er óhætt að segja að saman höfum við frænkurnar notið margra stunda, bjartra og þroskandi fyrir ljósubarnið. Fyrir það vil ég þakka frænku minni og þrátt fyrir trega og söknuð skulum við minnast þess að kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það er gangur lífsins. Ingibjörg Einarsdóttir. Veröldin í Hólabrekku var örugg og traust eins og álfasteinninn í garðinum hennar Siggu. Húsið með heitinu Hólabrekka og Sigríður eru samofin í minningunni. Það er tómlegt í Hólabrekku á Grímstaðaholtinu í dag. Í Hólabrekku hóf ég minn búskap og Sigga frænka tók okkur Önnu Lísu fagnandi inn í stóru fjölskyld- una hennar og Björns. Það var gott að ala upp börn í Hólabrekkunni og hrein unun að njóta þess að vera í garðinum sem Sigríður ræktaði alla tíð af natni og mikilli smekkvísi. Hólabrekka var hennar föðurarfleifð og hún gætti þess alla tíð að halda vel við húsinu, að utan sem innan, stór- fjölskyldunni til mikillar ánægju og gleði því þar var allajafna safnast saman, alltaf á jóladag og oft þess á milli. Hún var ákaflega stolt yfir því árið 2006 þegar húsið varð 100 ára að það væri enn jafn fallegt og traust og það var þegar það var byggt af föður hennar og frænda á öldinni sem leið. Einhvern veginn var Sigga aldurs- laus – hún hafði alla tíð lifandi áhuga á öllu mannlegu samfélagi og ekki síst því sem einstaklingarnir í stór- fjölskyldunni tóku sér fyrir hendur, sem og þjóðmálum almennt og þess vegna var svo gott að brjóta til mergjar atburði líðandi stundar með henni yfir kaffi í postulínsbolla. Það voru ófáar notalegar samverustund- ir sem við áttum og sumt gat maður bara sagt Siggu og oft lauk samtöl- unum með því að hún sagðist láta umræðuefnið ofan í poka og loka. Hún var góður trúnaðarvinur. Hún var einkar góður sögumaður og mikill húmoristi og átti auðvelt með að sjá skemmtilegar hliðar á mannlegri tilveru. Hún Sigga og heimili hennar var þungamiðja margra fjölskyldna og ættliða í mörg ár og hún snerti líf margra og nú er komið að kveðjustund. Guð blessi minningu hennar. Elísabet Guðbjörnsdóttir. Elsku Sigga frænka, við systurnar kveðjum þig með allar minningarnar um góðu stundirnar í Hólabrekku í hjarta okkar Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þínar frænkur Margrét, Sigríður og Valgerður. Sigga frænka var í vissum skiln- ingi ættmóðir fjölskyldunnar í Hóla- brekku á Grímsstaðaholtinu þó að hún ætti sjálf ekki börn. Hún sá um heimili foreldra sinna þegar þau elt- ust og Hólabrekkan var sannkallað- ur samkomustaður ættarinnar. Það var alltaf sérstök stund þegar nýtt tengdafólk kom þangað í fyrsta sinn, móttökurnar voru hlýlegar og fólk fann þá, og ætíð síðar, að þarna var gott að vera. Við fráfall hennar eru kaflaskipti í lífi okkar allra og notalegar samræð- ur við hana og aðra ættingja yfir kaffibolla í stofunni eru nú liðin tíð. Sigga naut þessara stunda ekki síður en við hin, hún var frændrækin og gestrisin og þótti vænt um að fá fólk í heimsókn. Hún var ræktarsöm á fleiri vegu og nostraði við garðinn sinn langt fram á efri ár. Hann var hennar stolt og gleði og í honum miðjum blakti ís- lenski fáninn við hún á tyllidögum. Ljóð og lestur þeirra voru líka líf og yndi Siggu. Eitt það síðasta sem hún sagði áður en hún hvarf okkur var hve ljóðið Á Rauðsgili væri fallegt þegar það var lesið fyrir hana. Hún naut þessa áhugamáls síns til hinstu stundar. Sigga var traust og góð frænka og nágranni sem vildi allt fyrir alla gera. Börnin voru sérstaklega vel- komin í heimsókn til hennar og þau voru mörg sem áttu hjá henni at- Sigríður Ö. Stephensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.