Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Áslaug IngaÞórisdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1959. Hún lést á heimili sínu 18. desember síðastliðinn. Móðir hennar var Elín S. Guðmundsdóttir, f. 24.4. 1931, d. 20.6. 2006. Faðir Áslaug- ar er Þórir Karls- son, f. 12.8. 1936, bú- settur í Bandaríkjunum. Systkini Áslaugar samfeðra eru Elísabet, Tryggvi, Þóra Guðrún og Sigríður Kristín. Dóttir Áslaugar og Þorleifs Ingvarssonar bónda í Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu er Katrín Klara hjúkrunarfræðingur, f. 26.3. 1981, í sambúð með Grétari Erni Jóhannssyni iðntæknifræðingi, f. 7.6. 1981, dóttir þeirra er Elín Embla, f. 21.9. 2006. Áslaug giftist Eyþóri Fannberg 1986. Þau skildu. Ástvinur Áslaugar til margra ára er Björn Jónsson, leiðsögu- maður og er sonur hans Benjamín. Áslaug ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík og lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Austur- bæjar. Hún dvaldi flest sumur sem barn og unglingur að Auðkúlu í Aust- ur-Húnavatnssýslu hjá móðurbróður sínum og ömmu. Hún vann ýmis al- menn störf s.s. við umönnun en lengst af hjá Tollstjóranum í Reykjavík þar til hún lét af störf- um sakir heilsubrests. Áslaug var virkur félagi í Al- þýðuflokknum og síðar Samfylk- ingunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum í ráðum og nefndum á vegum þeirra samtaka. Hún var skipuð í Mæðrastyrks- nefnd og stjórn fulltrúaráðs Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Þá sat hún einnig í stjórn Félags nýrna- sjúkra. Áslaug verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Fyrsta fund okkar Áslaugar Ingu bar upp á hinn 26.8.1991, fertugsaf- mælisdag systur minnar Sigríðar, þar sem við vorum bæði gestir. Kvöldið var afar minnisstætt, gagnkvæm hrifning ríkti á báða bóga og áttum við oft eftir að rifja það upp sem ein- hvern mesta hamingjudag í lífi okkar beggja. En þar sem bæði áttu að baki nýlega skilnaði og sambandsslit, þá var farið afar hægt og varlega í sak- irnar fyrstu mánuðina og misserin, engin loforð eða fyrirheit um framtíð- ina gefin, heldur einfaldlega snúið sér strax að mikilvægasta verkefninu, að halda heimili fyrir ung börn okkar beggja, ala þau upp og koma til manns. Allt gekk vel í fyrstu, en veturinn 1992-’93 var einkar hart í ári hjá smá- fuglunum, útflutningsfyrirtæki und- irritaðs á sjávarafurðum hafði rekið í strand og því aðeins ein fyrirvinna að heimilinu, og því ljóst að við svo búið mátti ekki lengur standa. Síðan, er af- ar vel launað, en að sama skapi hættulegt starf bauðst, hjá Samein- uðu þjóðunum í Sómalíu síðsumars 1993, þá varð ljóst að löng og ströng útlegð var í uppsiglingu og jafnvel alls óvíst hvort útlaginn ætti afturkvæmt til ættjarðarinnar. Fyrstu mánuðina voru einu sam- skiptamöguleikarnir í formi venju- legra sendibréfa sem voru fá og lengi á leiðinni (ég frétti ekki fyrr en löngu seinna að Áslaug hafði þá um vetur- inn undirgengist hina fyrstu af mörg- um erfiðum skurðaðgerðum, hún vildi ekki valda neinum óþarfa áhyggj- um!). Næsta vor komu síðan símbréf, og loks um sumarið 1994, símasam- band í gegnum gervihnött. Það var mikil gleðistund, þótt talsambandið væri slitrótt og herþyrlur sveimuðu öðru hverju yfir með miklum drun- um, að heyra aftur hlýlega rödd Ás- laugar, í fyrsta skipti í langan tíma. Þegar hér var komið sögu, þá var ljóst að aðgerð SÞ í Sómalíu (End- urnýjuð von) var að renna árangurs- laus út í sandinn og að við starfs- mennirnir þyrftum fljótlega að finna okkur nýjan starfsvettvang. Stofnun- in sjálf beitti miklum þrýstingi til þess að fá menn til þess að fara til Rú- anda, en fáir eða engir voru tilkippi- legir. (Má bjóða þér að fara úr ösk- unni í eldinn? Sama og þegið en nei takk!). Kýpur, Líbanon, Haíti voru aðrir möguleikar, en allir fremur óá- litlegir og slakir, sem ég tjáði Ás- laugu. „En af hverju kemur þú þá bara ekki aftur heim til okkar, vinur?“ spurði hún þá blátt áfram. Þetta litla fimm stafa orð, líklega eitt hið feg- ursta í íslenskri tungu, þegar hugur fylgir máli eins og í þessu tilfelli, gerði útslagið. Örlögin voru ráðin, öll frek- ari áform um útlegð strax lögð á hill- una, og fyrsta flug heim til Íslands snarlega bókað. Alls urðu árin okkar „Ásu minnar“ rúm sextán talsins, nánast öll erfið vegna samfelldrar sjúkrasögu henn- ar, en engu að síður hamingjurík, hvert á sinn sérstaka hátt. Bæði vor- um við stolt af því þegar takmark okkar um að koma okkar fólki sóma- samlega til manns rættist, og ógleym- anlegt er brosið á andliti Áslaugar þegar hún fyrst hélt hreykin á barna- barni sínu, Elínu Emblu, í fanginu. Drottinn blessi minningu vinar míns, Áslaugar Ingu Þórisdóttur. Björn Jónsson Sestu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. (Davíð Stefánsson.) Það rökkvaði í lífi Áslaugar frænku um það leyti sem hátíð ljóssins gekk í garð. Hún gekk til hvílu eftir erilsam- an dag eftir vel unnið dagsverk. Und- irbúningi jólanna var lokið, gjafir og matur kominn í hús og hún hlakkaði til að eyða jólunum með dóttur sinni og fjölskyldu. Áslaug kveikti á sínu síðasta kerti, sátt því hún hafði staðið með sjálfri sér í stórsjóum síðustu ára og uppskeran var framundan. Hún var komin heim í íbúð móður sinnar, sem lést á síðasta ári, og búin að koma sér vel fyrir. Þar var hún staðráðin í að efla lífsgæði sín sem mest en hún glímdi við nýrnasjúkdóm sem hún fékk alltof snemma og alltof harðan. Þegar við lítum yfir farinn veg finnst okkur líf hennar hafa verið lit- ríkt en stundum málað fullsterkum dráttum. Áslaug tókst á við verkefni sín af ótrúlegu æðruleysi, staðfestu og norðlenskri þrjósku eins og við göntuðumst oft með. Hún beitti fyrir sig húmor og hélt fast í eðlilegt líf þótt hún dveldi langtímum saman á spít- ala, nokkrum sinnum heimt úr helju. Þar talaði hún um daginn og veginn af mikilli hugarró, í aðstæðum þar sem venjulegt fólk hefði reytt hár sitt yfir óvægum kostum. En Áslaug var hetj- an okkar sem kunni að lifa af og halda áfram hvað sem raulaði og tautaði. Og hún neitaði að verða fórnarlamb sjúkdóms heldur vildi vera heima, hitta vini sína og fjölskyldu, hlæja og veita vel. Og það gerði hún svo sann- arlega á okkar síðasta frænkukvöldi. Þar voru málin krufin fram eftir nóttu og eftir á að hyggja sjáum við að Ás- laug var þá þegar byrjuð sitt uppgjör við Guð og menn. Það er gott til þess að vita að við veltum við steinum þessa nótt og ræddum og rifjuðum upp allt milli himins og jarðar. Og við systurnar sáum og dáðumst að dugn- aði frænku okkar og ótrúlegum styrk. Nú hefur norðanstelpan hún Ás- laug kvatt og eftir standa margvísleg- ar minningar um uppátækjasaman fjörkálf úr sveitinni okkar að Auð- kúlu. Þar var glatt á hjalla, mikið frjálsræði og grunnur lagður fyrir allt lífið. Við munum fallega og lífsglaða konu sem vildi öllum vel og vildi lifa og njóta. Við munum líka mömmuna og ömmuna Áslaugu sem var að rifna af stolti yfir dóttur sinni og fjölskyldu og við munum vinkonuna Áslaugu sem var alltaf til í hvaða vitleysu sem var með okkur. En á þessari sorg- arstundu stendur upp úr dugnaðar- forkurinn Áslaug sem tókst á við verkefni sem eru flestum ofraun og leysti þau af hendi eins og hetju sæm- ir. Hugur okkar er nú hjá Katrínu Klöru, Elínu Emblu og Grétari sem stóðu næst hjarta Áslaugar og þeim vottum við okkar innilegustu samúð. Þá ber að þakka þeim sem aðstoðuðu Áslaugu svo dyggilega í gegnum árin, tryggðatröllunum Sjöfn og Bjarna, öllum vinum hennar sem stóðu vakt- ina og síðast en ekki síst læknum og hjúkrunarfólki sem Áslaug hafði bæði trú og mætur á. Blessuð sé minning Áslaugar frænku okkar. Ásdís og Hulda Arnljótsdætur. Mín fyrstu kynni af Ásu voru er ég starfaði í kosningamiðstöð R-listans í Mjódd 1994. Þangað mætti hún til að bjóða fram krafta sína til að koma Ingibjörgu Sólrúnu í borgarstjóra- stólinn. Út frá því myndaðist órjúf- anleg vinátta á milli okkar tveggja. Eftir að draumur okkar varð að veru- leika það kosningaár, er meirihlutinn féll, leiddi eitt af öðru. Ása gekk í Al- þýðuflokkinn og ekki leiddist mér það! Hún var snemma kosin til trún- aðarstarfa fyrir flokkinn og var þar hrókur alls fagnaðar enda ætíð tilbúin til að starfa fyrir hann við öll tæki- færi. Í janúar 1997 veiktist Ása hastar- lega og var skorin hjartaskurði. Síðan þá þurfti hún meira og minna að búa inni á spítala, annað hvort á hjarta- eða nýrnadeild. Hún var mikil bar- áttumanneskja, stóð uppi keik eftir hvert áfallið og var ætíð mætt um leið og hún treysti sér til að hjálpa okkur með tilfallandi flokksverkefni. Þann 5. maí 2000, við stofnun Sam- fylkingarinnar, lá að baki langt og strangt starf. Er þar einna helst að minnast nýs forrits til innskráningar á flokksþingið mikla. Gífurleg vinna lá þar að baki, sem síðan hrundi, ásamt forritinu, okkur til mikillar skelfingar á flokksþinginu sjálfu. þar minnist ég hláturs Ásu er við gerðum okkur grein fyrir alvarleika málsins og í ljós kom að við þyrftum að vinna allt upp á nýtt frá grunni og litlar upplýsingar höfðum við enda allt fast í forritinu fræga. Þá var gott að hafa Ásu sína sér við hlið. Síðastliðin þrjú ár höfum við Ása starfað í Mæðrastyrksnefnd. Þá þeg- ar var þrek hennar farið að dvína. Oft mætti hún til starfa beint af spítalan- um og þá ekki síst til að finna fé- lagsskapinn sem svo góður hefur ver- ið á milli starfsfélaga. Elsku Ása, ég vil þakka þér þitt seinasta laugardagskvöld þar sem við sátum saman tvær og hlógum yfir hrakförum þínum og skemmtun helgina áður. Einnig gerðum við tímaplan jólavikunnar í Mæðra- styrksnefnd sem okkur var ætlað að fara eftir, en því miður, kæra vinkona, náðir þú ekki að ljúka því með okkur en við hugsuðum til þín og sendum þér koss. Elsku Kata, Grétar og Elín Embla, Bjössi og stórfjölskyldan á Lang- holtsveginum. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð og gæfu að fylgja ykkur. Aðalheiður Frantzdóttir (Alla vinkona). Bjartan vordag árið 1994 gekk ung kona inn á kosningaskrifstofu Reykjavíkurlistans í Mjóddinni og spurði hvort hún mætti ekki vera með. Hún vildi nefnilega svo gjarnan gera Ingibjörgu Sólrúnu að borgar- stjóra. Og hvort hún mátti! Þetta var Ása og henni var tekið opnum örmum af því fólki sem þar réði ríkjum – Að- alheiði Franzdóttur, Guðmundi Bjarnleifssyni, sem nú er látinn, Hall- dóru systur minni, Stefáni Jóhanni Stefánssyni og Auði Styrkársdóttur ásamt öðrum – og æ síðan hefur hún verið ómissandi í öllum kosningum jafnt til borgarstjórnar sem alþingis. Ekki veit ég hvar hún Ása hafði hald- ið sig í stjórnmálum fram að þeim degi en eftir þetta gerði hún fyrst Al- þýðuflokkinn og svo Samfylkinguna að sínum pólitísku heimkynnum. Hún tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar í maí 2000 og varð upp frá því ein af burðarstoðunum í daglegu starfi flokksins. Alltaf þegar Samfylkingin þurfti á sjálfboðnu starfsfólki að halda var Ása mætt boðin og búin. Hún svaraði í símann, setti bréf í um- slög, hitaði kaffi, bar út bæklinga, vann í félagaskránni og tók á móti fólki. Hún sat alla landsfundi Sam- fylkingarinnar, átti sæti í stjórn full- trúaráðsins í Reykjavík frá upphafi, var varamaður í stjórn Samfylking- arfélagsins í Reykjavík og átti sæti í stjórn hverfafélagsins í Breiðholti. Allt þetta gerði hún Ása þrátt fyrir að lengst af hafi hún átt við mikla van- heilsu að stríða. Fyrir nokkrum árum varð hún að hætta að vinna vegna heilsubrests en gat illa unað því að sitja auðum höndum. Þá kom hún jafnvel oft í viku upp á flokksskrif- stofu til að kanna hvort hún gæti orð- ið að liði og kannski líka til að dreifa huganum. Stundum leið þó langur tími milli heimsókna og þá vissum við að Ása var komin á spítala. Sjálf gerði hún aldrei mikið úr sínum alvarlegu veikindum og sagði okkur oft á spaugsaman hátt frá ýmsum uppá- komum sem þeim tengdust. Hún var ótrúlega hörð af sér og ósérhlífin og bar hvorki veikindasögur sínar né til- finningar á torg. Hún virtist hvorki hafa þörf fyrir sálarútaustur né til- finningaþrungnar reynslusögur held- ur hafði hún fyrst og fremst þörf fyrir að láta verkin tala og láta gott af sér leiða. Ása hefur veitt mér samfylgd sína allt frá vorinu viðburðaríka 1994 en nú þegar leiðir skilja fyrir fullt og allt þykir mér afar leitt að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn. Ég kveð hana því hér, þakka samfylgdina og allt hennar starf í þágu jafnaðarstefn- unnar á undanförnum árum. Hennar verður sannarlega saknað í jafnaðar- flokki Íslands og án vafa oft minnst. Dóttur hennar og öðrum ástvinum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kynni okkar Áslaugar hófust á ein- stökum stað. Við vorum árum saman á sömu dögum í blóðskilun á Land- spítalanum við Hringbraut, þeim eina stað á landinu sem veitir slíka þjón- ustu. Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda mæta til leiks þrisvar í viku og eiga sína föstu daga. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum mætti hópurinn sem við Áslaug tilheyrðum um áttaleytið og við spjölluðum sam- an þangað til kallað var á hvert og eitt til þess að tengja okkur við gervinýr- að. Þetta var hópur ólíkra einstak- linga, á mismunandi aldri og sumir veikari en aðrir. Áslaug skar sig úr. Þrátt fyrir mikil veikindi heilsaði þessi unga kona samferðamönnum sínum í blóðskilun ævinlega með glaðlegri kveðju. Aldrei hef ég kynnst manneskju sem elskaði lífið eins fölskvalaust og Áslaug Inga Þóris- dóttir. Þessi lífsgleði birtist fyrst og fremst í glaðværðinni og þeim ein- læga áhuga sem hún sýndi samferða- mönnum sínum og málefnum þeirra. Málefni nýrnasjúkra urðu fljótlega þau umræðuefni sem urðu efst á baugi. Við vorum nokkur sem héldum hópinn og ræddum ýmsa hluti sem gera þyrfti svo nýrnasjúkum liði bet- ur. Svo mikinn áhuga höfðum við á málefninu að við héldum fundi fyrir utan skilunardagana enda gefst hvorki tími né næði til þess að ræða nokkurt mál af alvöru og í trúnaði inni á opinni skilunardeildinni. Um tíma tók Áslaug þátt í stjórn Félags nýrna- sjúkra til þess að freista þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Einn var sá eiginleiki Áslaugar sem ég dáðist hvað mest að og hann var sá hve mikið hún lagði sig fram um að skilja sjónarmið annarra jafn- vel þótt þau gengju þvert á hennar eigin vonir og væntingar. Fannst mér hún stundum ganga of nærri sjálfri sér í viðleitni sinni til þess að skilja annað fólk og þversagnarkennda hegðun þess. Á útmánuðum 2006 stóðum við nokkur að stofnun hóps innan Félags nýrnasjúkra til stuðnings nýrnasjúk- um og aðstandendum þeirra. Frá upphafi sýndi Áslaug þessu starfi mikinn og einlægan áhuga. Þótt hún væri orðin of veik til þess að taka beinan þátt í starfinu var hún sá bak- hjarl og þekkingarbrunnur sem ég leitaði í allt til dauða hennar. Ég minnist með þakklæti hringinga hennar þegar hún hafði allt í einu fengið hugmynd sem hún vildi ræða við mig. Enn á Tengslahópurinn nokkrar hugmyndir Áslaugar í pússi sínu – hugmyndir sem bíða eftir að verða framkvæmdar. Við í Tengslahópi nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra sendum dóttur Áslaugar, tengdasyni, dótturdóttur og nánum vinum einlægar samúðar- kveðjur. Jórunn Sörensen Kveðja frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Látin er í Reykjavík Áslaug Inga Þórisdóttir, elskuleg vinkona og starfsfélagi í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Hún var um margt mjög óvenjuleg og þroskuð af svo ungri konu að vera, ætíð geðgóð og glettin, enda bráðgreind en eðliskost- ina fékk hún frá forfeðrum sínum norðan úr Húnavatnssýslu. Hún starfaði í mörg ár í Mæðrastyrks- nefndinni og alveg fram á síðustu stundu er hún tapaði orrustunni við illvígan sjúkdóm. Það var aðdáunar- vert hvað hún sýndi mikið þrek og æðruleysi. Hún bjó yfir mikilli and- legri orku og kvartaði ekki þótt sár- þjáð væri. Hún var mjög áhugasöm um starf sitt í Mæðrastyrksnefndinni, hafði ýmislegt til málanna að leggja og hafði gott lag á að koma því til skila sem hún taldi að betur mætti fara. Við samstarfskonur Ásu í Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur sendum dóttur hennar, dótturdóttur og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Við söknum ljúfrar vin- konu og léttrar glaðværðar hennar nú þegar fótatakið er þagnað. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður. Það eru mörg ár síðan við systurn- ar kynntumst Ásu fyrst. Fyrst kynnt- umst við henni sem mömmu hennar Kötu og svo æxluðust málin þannig að hún varð nágranni og vinkona þegar eldri systirin flutti í Strandaselið. Ása var félagslynd og hafði góða Áslaug Inga Þórisdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA KR. BJÖRNSDÓTTIR, Nónvörðu 2, Keflavík, verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju 8. janúar kl: 14:00 Loftur Hlöðver Jónsson, Kristján Már Jónsson, Ragnhildur Jónsdótttir, Kristmundur Árnason, Ásta Margrét Jónsdóttir, Sigurður H. Jónsson, Dóra Birna Jónsdóttir, Hermann Waldorff, barnabörn, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.