Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 34
Fréttir
í tölvupósti
34 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HÆ! ÉG KOM Í
HEIMSÓKN TIL AÐ
TALA VIÐ AFBRÝÐI-
SAMA KÖTTINN
SÆLL, GRETTIR...
Ó...
ÞETTA
ERT ÞÚ
Á
MORGUN
KOMA JARÐ-
ÝTURNAR!
Á MÁNUDAGINN ÆTLA ÞEIR
AÐ RÍFA HÚSIÐ MITT OG
LEGGJA VEG HÉRNA! ÆI...
ÞÚ VARST
GOTT HEIMILI
ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM
BÚNIR AÐ NÁ NÓGU GÓÐU
FORSKOTI. VIÐ GETUM
HVÍLT OKKUR Í SMÁ STUND
HELDUR ÞÚ AÐ
MAMMA ÞÍN
SÉ BÚIN AÐ
SJÁ BÍLINN Í
SKURÐINUM?
JÁ,
ÖRUGGLEGA!
HÚN HEFUR
ÖRUGGLEGA
HRINGT Í
PABBA OG
HANN ER Á
LEIÐINNI
HEIM
NÚNA!
ÞÚ ÞEKKIR
REGLURNAR,
SNATI!
ÞAÐ ER EINS
GOTT AÐ HÚN
ÆTLI EKKI AÐ
GISTA
MIKIÐ GETUR ÞÚ
VERIÐ LEIÐINLEGUR!
OPNAÐU BARA
DYRNAR, ATLI!
TAKK FYRIR AÐ
KOMA Á SÖLU-
FYRIRLESTURINN,
HERRA MINN
ÉG SAMÞYKKTI ÞAÐ
GEGN ÞVÍ AÐ ÉG FENGI
FRÍA GISTINGU Á
HÓTELINU YKKAR...
EN EKKI LÁTA YKKUR DETTA
ÞAÐ Í HUG AÐ ÞIÐ GETIÐ SELT
MÉR NOKKURN SKAPAÐANN HLUT
ÞAÐ VILL
ENGINN LÁTA
TROÐA HLUTUM
UPP Á SIG
MÁ BJÓÐA
ÞÉR BEYGLU?
NEI TAKK...
ÉG KREFST ÞESS
FÁÐU ÞÉR TVÆR!
ÉG VERÐ AÐ BREYTA STEFNUNNI Á ÞESSARI
LYFTU SVO HÚN LENDI EKKI Á FÓLKINU
ERTU VISS UM AÐ
ÞAÐ HAFI TEKIST?
VIÐ SJÁUM
ÞAÐ BRÁÐUM
HANN
BJARGAÐI
M.J., EN...
dagbók|velvakandi
Matarupplifun ársins 2008
OKKUR hjónum ásamt góðu fólki
veittist sá heiður að kvöldi nýárs-
dags að verða boðið í árlegan ný-
ársfagnað á Friðriki V. Þetta
kvöld gefa meistarakokkar stað-
arins, Hallgrímur, Guðmundur og
Friðrik, ástríðunni lausan tauminn
og ýmislegt er prófað með bros á
vör. Eflaust eiga gestir staðarins á
komandi ári eftir að fá að njóta
margra listmunanna sem bornir
voru á borð þetta einstaka kvöld.
Á þessu kvöldi þar sem farið var
með gestina í rúmlega 5 tíma mat-
arferðalag um okkar frábæra
norðlenska hérað ásamt því að
bregða okkur um stund til annarra
landa, t.d. Frakklands, Ítalíu,
Spánar og Portúgals svo að eitt-
hvað sé nefnt, fengum við að
bragða á 23 mismunandi réttum
ásamt kampavíni, tveimur teg-
undum af hvítvíni, tveimur af
rauðvíni, einni af portvíni, einni af
eftirréttavíni og einni tegund af
maltbjór. Ég ætla að nefna nokkra
af réttunum rétt til þess að gefa
innsýn í það sem boðið var upp á.
Norðlensk kæfa, reyktur lax,
þurrkað villisvínslæri sérinnflutt
frá Spáni, humarrisotto, humarc-
arpaccio, innbakaður humar í
humarfarsi, rjúpusúpa, léttreykt
andabringa með geitaosti og rús-
ínucapersmauki, blóðbergsískrapi
bornu fram á ísjaka, hægeldaður
innanlærishreindýravöðvi, villiönd,
heimagert konfekt, djúpsteikt
skyr, súkkulaðikaka, ís og skyr-
amisú. Réttirnir voru einhvern
veginn svo fullkomnir og allir ein-
staklega fallega bornir fram. Það
er ljóst að Friðrik, Adda, Karen
og Axel, ásamt starfsfólki lögðu
sig fram við að gera kvöldið
ógleymanlegt og það skein í gegn
að allir sem að þessu komu höfðu
mikla ánægju af, sem skilaði sér
til gestanna. Andrúmsloftið
skemmdi ekki fyrir, það var ein-
staklega afslappað og til að setja
punktinn yfir i-ið í þeim efnum
söng Margrét Eir undurfallega
nokkur lög við undirleik Jökuls
Jörgensens. Að lokum fengu allir
gestir að eiga diska sem voru sér-
framleiddir fyrir kvöldið og komu
þeir frá Stjörnunni glergalleríi á
Dalvík.
Þetta kvöld undirstrikar það
enn og aftur að Friðrik V. er veit-
ingastaður í toppklassa og megum
við Norðlendingar vera stoltir af.
Að hafa slíkan stað með fólki sem
er í þessu ástríðunnar vegna skipt-
ir alla matarmenningu á svæðinu
miklu máli og styður svo sann-
arlega við hana í sem víðustu sam-
hengi.
Gleðilegt og nýtt spennandi
matarár.
JÚLÍUS JÚLÍUSSON,
framkvæmdastjóri fiskidagsins
mikla á Dalvík.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
KISUR eru klókar að finna sína sælureiti, þetta kattargrey hefur fundið
sinn í barnavagni nokkrum sem stóð við húsdýragarðinn.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kattarúrræði
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050