Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 36
Þar er keppt um að
sitja ótemjur, tarfa,
snara kálfa og brenni-
merkja … 38
»
reykjavíkreykjavík
Á skemmti- og menningarflugi helg-arinnar var millilent á Bar 11 í mið-borginni til þess að tapa sér í tryllt-
um tónleikafíling með ungum og efnilegum
músíkmönnum en þar spiluðu hljómsveitin
hans Sindra Eldons Bjarkarsonar; Slugs,
Morðingjarnir og tveggja manna bandið Fist
Fuckers með þeim Kára Einarssyni sem
barði húðirnar af miklum krafti og Úlfi sem
fór hamförum á gítarnum – ber að ofan með
jólaseríu yfir öxlina. Flugan okkar, sem er
jú meira fyrir trega og tangó, smitaðist af
stuðinu á sviðinu og naut þess að pæla í
fantaflottum fatnaði gestanna á svæðinu,
eins og Steinunnar Harðardóttur úr pönk-
sveitinni Skelkur í bringu og annarra feg-
urðardísa.
Á laugardagsmorguninn skall svo skyndi-
lega á yndislegt veður og því loksins vapp-
fært í höfuðborginni. Flugufótum var
smeygt í reimaða háhælaða lakkskó og
strikið tekið upp Bankastrætið í blíðunni og
splæst í verulega hressandi nýmalað kaffi í
Kaffitári. Notaleg stemning þar í bítið á
helgarmorgnum; þar ægir saman ilmi af
prentsvertu nýjustu dagblaðanna, exótískum
kaffibaunum og frjálslyndum skoðunum
kaffidrykkjumanna. Þar var mættur sjálfur
bæjarstjórinn í Bolgungarvík með ektak-
vinnu sinni Helgu Völu Bachmann leikkonu
og lögfræðinema og ungum syni. Alltaf gam-
an að rekast á landsbyggðarlýðinn í heim-
sókn í höfuðstaðnum.
Annars hafa flugudagar nýja ársins bein-
línis þotið hjá við annir í ræktinni því þótt
fluga láti oft í ljós vanþóknun á ljósabekkja-
brúnum hnökkum og hnátum, og lífsstíl
þeirra, getur hún ekki annað en tekið þátt í
átakinu: Látum lýsið leka.
Hamborgarhryggurinn er tekinn af á
hlaupabrettinu þar sem hangilærin eru mis-
kunnarlaust látin kveljast klukkustundum
saman og Waldorf-salatið og sörurnar
spretta út um svitaholurnar í gufunni.
Litríkir bæklingar ferðaskrifstofanna
fylgdu helgarblöðunum og því eins gott að
taka á því fyrir sumarið. Hvað varð annars
um þá gömlu góðu daga þegar slíkir bækl-
ingar voru myndskreyttir með léttklæddum
íslenskum sundbolastelpunum með hvítar
strípur í ljósu þunnu hárinu og sand í munn-
vikunum? Hefur enginn húmor lengur ...?
Morgunblaðið/Eggert
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
og Reynald Hinriksson.
Arvid Krogh og
Valgerður Sverrisdóttir.
Elín Ryan og
Bjarnfríður Jónudóttir.
Sr. Pálmi Matthíasson
og Unnur Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Margrét Einarsdóttir, Anika Karen Guð-
laugsdóttir og Andrea Þorkelsdóttir.
Elín Pálsdóttir og
Sindri Freyr Steinsson.
Edda Reynisdóttir og
Sigurður Hólm Lárusson.
Teitur Magnússon og
Inga María Eyjólfsdóttir
Bergur Gunnarsson, Ellert Arnarson
og Brynjar Þór Björnsson.
Flugan
… Að tapa sér í tryllt-
um tónleikafíling …
… Hangilærin kveljast
á hlaupabrettinu …
Jóhann Jóhannesson og
Eyþór Magnússon.
Ástríður Tómasdóttir og
Birta Þórhallsdóttir.
Nanna Ósk Jónsdóttir og
Ólafur Friðrik Laufdal Jónsson.
Ragna Sæmundsdóttir og
Erna María Jónsdóttir.
» Slugs, Morðingjarnir ogFist Fuckers léku á Bar 11
um helgina.
» Bubbi Morthens með Stór-sveit Reykjavíkur fyllti
Laugardalshöllina föstudags-
og laugardagskvöld.
Stefán Ólafsson og
Edda Andrésdóttir.
Aðalbjörg Einarsdóttir og
Arnar Gauti Sverrisson.