Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 39
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 39 Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ógleymanleg, ljúfsár og launfyndin „Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn afdráttarlausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd…“ Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des. Ívanov e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus SAMTÖK kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum veittu árleg verð- laun sín um helgina. Kvikmyndin There Will Be Blood var valin besta mynd ársins. Leikstjóri hennar, Paul Thomas Anderson, var valinn besti leikstjórinn og leikarinn Dani- el Day-Lewis tók verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Julie Christie var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Away From Her. Bestu aukaleikarar voru Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í The Assassination of Jesse James og Cate Blanchett fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan í I’m Not There. Mynd um utanríkismál Rúmenska myndin Fjórir mán- uðir, þrjár vikur og tveir dagar var valin besta erlenda myndin og No End in Sight var valin besta heim- ildarmyndin en hún fjallar um utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna, sér- staklega í Írak. There Will Be Blood er tilnefnd sem besta dramamyndin á Golden Globes-verðlaununum sem verða af- hent bráðlega og kemur hún einnig sterklega til greina í flokk bestu mynda á Óskarsverðlaununum. Í Samtökum kvikmyndagagnrýn- enda í Bandaríkjunum er sextíu og einn félagsmaður. Reuters Bestur Daniel Day-Lewis í hlutverki sínu í There Will Be Blood. Gagnrýnendur verðlauna TÓNLEIKAR sem halda átti 9. árið í röð til styrkt- ar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna milli jóla og nýárs, en þurfti að fresta vegna veðurs, hafa fengið nýja dagsetningu. Tónleikarnir fara nú fram í Háskólabíói sunnudaginn 20. janúar og hefjast stundvíslega kl. 16. Húsið verður opnað kl. 15.30. Ljóst mátti vera þegar þurfti að fresta tónleik- unum að einhverjar breytingar á dagskránni yrðu óumflýjanlegar en enn sem komið er hefur þó eng- inn listamaður þurft að fresta þátttöku segir í til- kynningu frá tónleikahöldurum. Í gegnum tíðina hefur komið fram á þessum tón- leikum rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem koma að tón- leikunum gefið alla vinnu sína. Nylon Stúlkurnar koma fram á tónleikunum. Styrktartónleikar fara fram 20. janúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.