Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 41
ÓPERUFERÐ TIL NEW YORK
Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir ferð
í Metropolitan-óperuna í New York 4.-11. maí 2008.
Boðið verður upp á eftirfarandi óperusýningar í ferðinni:
Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart með Diönu Damrau, Matthew Polenzani
og Kristni Sigmundssyni.
Macbeth eftir Verdi með Carlos Alvares, Andreu Gruber og René Pape.
The First Emperor eftir Tan Tun með Plácido Domingo.
Boðið verður upp á aðra menningartengda atburði og verður því um allsherjar
menningarferð að ræða.
Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, stjórnarformaður Vinafélags Íslensku óperunnar,
og Edda Jónasdóttir, starfsmaður markaðssviðs Íslensku óperunnar.
Edda Jónasdóttir veitir nánari upplýsingar og annast skráningu
í síma 562-1077 kl. 10-16.
Einnig er unnt að senda tölvupóst á edda@opera.is.
Upplýsingar um ferðina má finna á www.opera.is undir Vinafélagið.
Blús Sleðarnir héldu uppi stuðinu á staðnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Sleðakarlar Halldór Jóhannesson rekstrarstjóri og Baldur Baldursson
þjónustustjóri Ellingsen.
Blús og
vélsleðar
Í ELLINGSEN á Fiskislóð var
kynning á 2008 árgerðinni af Lynx-
vélsleða á föstudaginn. Af því tilefni
flutti blússveitin Sleðarnir nokkur
vel valin lög, meðal annars viðeig-
andi Sleðablús. Meðlimir Sleðanna
eru þeir Dóri Braga, Bjöggi Gísla,
Robbi Þórhalls og Biggi Baldurs.
Héldu þeir uppi stemningunni á
meðan fólk skoðaði nýjasta vetr-
arleiktækið.
Mætt Gústaf Franzson, Sigfús
Guðnason og Hrafnhildur Jóns-
dóttir kíktu á nýjasta sleðann.
Kát Ragnar A. Sigurðsson, Þóra
Hrönn Nálsdóttir og Sigurjón Pét-
ursson.
Hressir Steinar Gíslason og Egill
Egilsson.
Gaman Stella Hlynsdóttir prófaði vélsleða.
GRÍNLEIKARINN Jack Black og
kona hans Tanya Haden eiga von á
sínu öðru barni saman. Þetta til-
kynnti Black
á laugardag-
inn en neitaði
að gefa upp
hvenær von
væri á erf-
ingjanum í
heiminn. Fyr-
ir eiga þau
eins og hálfs
árs strák.
Black seg-
ist taka á for-
eldra-
hlutverkinu
frá degi til
dags. „Mér
hefur verið sagt að tvö börn séu
þrisvar sinnum meiri vinna en eitt
barn,“ sagði hann í léttum dúr og
bætti við: „En þetta er svo skrítið
að þrjú börn eru auðveldari en
eitt.“
Black
fjölgar sér
Grín Jack Black
með leikkonunni
Gwyneth Paltrow.