Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 43
Þvottavél verð frá kr.:
99.900
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
www.eirvik.is
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W1514 142.714 99.900
1400sn/mín/5 kg
Þvottavél W1714 172.286 128.464
1400sn/mín/6 kg
Þurrkari T7644C 135.571 94.900
rakaþéttir/6 kg
Eirvík kynnir
sportlínuna
frá Miele
Miele gæði
TILBOÐ
SAMKVÆMT árlegri úttekt færði
Johnny Depp kvikmyndahúsaeigend-
um í Bandaríkjunum mest í vasann af
Hollywoodstjörnunum árið 2007.
Á árinu birtist Depp í aðal-
hlutverki í myndunum Pirates of the
Caribbean: At World’s End og Swee-
ney Todd og sló þar með út Will
Smith, Tom Cruise og George Cloo-
ney.
Miðar á þessar tvær myndir Depp
hafa selst fyrir meira en 340 milljónir
dollara í Bandaríkjunum. Þetta er í
annað sinn sem Depp er á toppi
listans en Pirates of the Caribbean:
Dead Man’s Chest skilaði ansi miklu í
kassana í kvikmyndahúsum vest-
anhafs árið 2006.
Annar á listanum er Will Smith
með myndina I Am Legend og
George Clooney er þriðji með
Ocean’s Thirteen og Michael Clay-
ton.
Tom Cruise, sem hefur oft prýtt
fyrsta sæti listans, nær aðeins því sjö-
unda núna en aðsókn á mynd hans
Lions For Lambs olli vonbrigðum á
nýliðnu ári.
Engin kvenmaður komst inn á
topp tíu listann núna, í fyrsta skipti í
24 ár.
Depp færir
mestu
tekjurnar
Johnny
Depp
Will
Smith
George
Clooney
STÓRU fyrirtækin í has-
arblaðabransanum héldu
áfram að moka út risaseríum
sem erfitt er að sjá fyrir endann
á. Marvel kláraði Civil War-
bálkinn með því að kála sjálfu
íkoninu, Captain America. Sú að-
gerð gekk einstaklega vel í hönd-
unum á Ed Brubaker. Hulk upp-
færði sinn hefðbundna
berserksgang í Planet Hulk og
World War Hulk og stjarnfræði-
hetjur Marvel tókust á við al-
heimseyðandi öfl í Annihilation.
Ég hef alltaf verið svolítið veikur
fyrir geimsúperhetjuóperum en
Annihilation stóð ekki undir vænt-
ingum og jafnvel verndarengillinn
minn, sjálfur Silver Surfer var
frekar slappur á því. DC á hinn
bóginn gerði góða og slæma hluti
á árinu. Hin ferska tilraun 52
tókst nánast fullkomlega. Þar
fengu 4 heitustu höfundarnir í DC
að spreyta sig á því að skrifa sam-
an seríu sem kom út á vikufresti
með liðsinni margra flinkra teikn-
ara. Þegar upp var staðið og 1.144
blaðsíður (með forsíðum) höfðu
litið dagsins ljós á einu ári var
þetta verkefni leyst vel af hendi
og tímamóta súperhetjuverk orðið
til. En þeir hjá DC gátu aug-
ljóslega ekki setið á sér og stört-
uðu strax svipuðu verki, Count-
down sem er þeim síst til
framdráttar. Betra heima setið
þar. Fyrir þá sem ekki þekkja til
framleiðsluhluta myndasögugeir-
ans er mikilvægt að útskýra að
það er oft nokkur misbrestur á
því að fyrirtækin komi út verkum
sínum á réttum tíma og þar sem
myndasögumarkaðurinn er mjög
virkur og lesendur velja og hafna
með miklum hraða getur það
kostað heilu seríurnar lífið ef ein-
hvers staðar klikkar í fram-
leiðsluferlinu. Það virðist hafa
verið raunin í endurræsingu titl-
anna The Authority og Wild Cats
í umsjá Grant Morrison en þeir
eru hægt og enn hægar að hverfa
út fyrir radarinn eftir því sem
lengra dregur á milli tölublaða.
Morrison stendur vaktina betur í
Batman og All Star Superman en
önnur goðsögn í myndasöguheim-
inum, Frank Miller, virðist vera
orðinn svo svakalega póstmódern-
ískur og kaldhæðinn í skrifum sín-
um í All Star Batman and Robin
að enginn fattar grínið og allir
hætta að lesa.
Myndasögur ársins:
1. Garage Band eftir Gipi
Myndasöguútgáfan frábæra
First Second gaf út tvær bækur
eftir þennan unga Ítala á síðasta
ári; Notes for a War Story og Ga-
rage Band. Báðar bækurnar hefðu
sómt sér vel á þessum lista en af
þeim tveim er Garage Band fremri
og þá kannski helst af því hún
sameinar tvær af mínum helstu
ástríðum, tónlist og myndasögur.
Sagan segir af fjórum ungum
strákum sem eru að basla við tón-
listarsköpun í bílskúrnum. Bókin
skiptist í 5 kafla sem hver lýsir
lauslega einu lagi af demó-
spólunni sem þá dreymir um að
gefa út til að verða uppgötvaðir og
hvernig líf þeirra spinnst inn í tón-
listina. Allir eiga þeir í storma-
sömum samböndum við feður sína
og lesandinn fær stöðugt betri inn-
sýn í þær flækjur eftir því sem
hann les dýpra í söguna. Sagan er
mjög sannfærandi og persónurnar
eru, þrátt fyrir nokkuð sterk sér-
kenni sem oft má finna í sögu-
persónum skáldsagna til að gera
þær eftirminnilegar, mjög eðlileg-
ar í þessu samhengi. Frásögnin er
hnitmiðuð og tengir lesandinn
mikið út fyrir sjálfan textann sem
gefur bókinni aukna dýpt. Teikn-
ingarnar gefa síðan tóninn í bók-
staflegri merkingu. Pennastrikin
eru laus og fíngerð með mikilli
hreyfingu. Senurnar þar sem
hljómsveitin hamrar sig í gegnum
lögin í bílskúrnum eru lifandi og
svo orkumiklar að það liggur við
að maður leiti að innstungu fyrir
hátalara á blaðsíðunni til að leggja
við hlustir. Tónlist fyrir augun og
besta myndasaga ársins.
2. All Star Superman eftir Grant
Morrison og Frank Quietly
Það á ekki að vera hægt að gera
neitt nýtt úr erkitýpu ofurhetj-
unnar, Superman. Því ákvað títt-
nefndur Grant Morrison að hverfa
aftur til fortíðar og endurvekja
gamla fantasíuandann í blöð-
um sínum um All Star Su-
perman. Hann kúplar sig hér
frá þeirri óþarfa dramatík
sem umlukið hefur persónuna
undanfarna áratugi og býður
upp á vísindaskáldsögur þar
sem hugarflugið fær að njóta
sín. Eins og í verkinu W3 er
það Frank Quietly sem held-
ur um pennann og gerir það
af stakri snilld. Hvert smáat-
riði fær að njóta sín og hver
endurlestur býður upp á nýja
sýn. Hasarblað ársins.
3. I killed Adolph Hitler eft-
ir Jason
Ég held það hafi verið ára-
mótin 2002-2003 sem Norð-
maðurinn Jason hlaut topp-
sætið með verk sitt Hey
Wait. Hann hefur verið nokk-
uð brokkgengur síðan og eitt-
hvað borið á stöðnun og doða.
Nú hefur hann þó hrist af sér
slyðruorðið og gefið út frá-
bært verk sem fjallar í
grunninn um leigumorðingja sem
fenginn er til að ráða sjálfa For-
ingjann af dögum með tímaflutn-
ingi. Það er langt síðan Jason hef-
ur náð jafngóðu jafnvægi í
súrrealisma, húmor og spennu og í
þessu verki. Lesandinn finnur að
Jason hefur verið í góðu skapi
þegar hann skrifaði bókina sem
sýnir að þegar Jason er í stuði þá
er hann svo sannarlega með guði.
4. Blame! eftir Tsutomu Nihei
Beint í svartholið. Blame! er
kolbiksvört martraðarkennd fram-
tíðarsýn á japanska vísu. Sögu-
hetjan Killy fetar sig í gegn um
endalausa ranghala gríðarlegrar
byggingar sem viðheldur sjálfri
sér með vélmennum sem vinna í
hið óendanlega. Á vegi hans verða
stöku mannverur og slatti af mjög
vel útfærðum sæborgarskrímslum
sem hann tekst á við af mikill
hörku. Ljósið er af skornum
skammti og mött áferð teikning-
anna leiðir til þess að lesandanum
finnst eins og skuggarnir geymi
óræðar hættur. Stemningin í bók-
unum er þung en þegar kemur að
bardagaatriðunum springa blaðsíð-
urnar af hreyfingu svo erfitt getur
verið að fylgjast með. Það verður
ekki hjá því komist að snúa út úr
nafni höfundarins og kalla þetta
nihiliskasta verk ársins.
5. The League of Extraordinary
Gentelmen: The Black Dossier
eftir Alan Moore og Kevin O’Neill
Sagan um furðuverurnar í
Leyniþjónustu hennar hátignar
heldur áfram. Hér hefur Moore
náð að toppa sig í tyrfninni þar
sem myndasagan blandast saman
við langa þykjustutexta úr bók-
menntasögunni. Moore sýnir yf-
irburðagetu sína til að draga fram
það besta úr menningarsögunni til
að mynda djúpa og yfirgripsmikla
frásögn og þar sem skortir á efni-
við skáldar hann í eyðurnar. Þetta
er löng lesning og sumt hefði ef-
laust mátt missa sig en það er
stórkostlegt að sjá að Moore er
enn jafnfrjór og áður. Það er jafn-
vel að aukist bara á tilrauna-
mennskuna með hverri nýrri út-
gáfu. Þrívíddargleraugu og allt.
Myndasögur
ársins 2007
Síðasta ár var
eitt af þessum
góðu, jöfnu
myndasöguárum
þar sem margt
var ansi gott en
fátt stóð virki-
lega upp úr.
Heimir Snorra-
son fer yfir árið
2007 í mynda-
söguheiminum.
Garage band Tónlist fyrir augun eftir Gipi.