Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 44
ÁRLEG jólaskemmtun Vildarbarna var haldin á Nordica
Hilton hótelinu í gær. Trúðurinn Óliver kom í heimsókn
og fjölskyldur sem farið höfðu í ferðalög á vegum sam-
takanna sögðu frá ferðum sínum og fleira var sér til
gamans gert. 70 börn fóru með fjölskyldum sínum til út-
landa á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli Icelandair, en
til samanburðar fóru 50 börn til útlanda á vegum sam-
takanna árið áður. Ferðalögin eru fjármögnuð m.a. með
vildarpunktum og með erlendri smámynt sem farþegar
Icelandair gefa í þar til gerð umslög.
70 vildarbörn ferðuðust út
Árleg jólaskemmtun Vildarbarna var haldin í gær
Morgunblaðið/Kristinn
MAÐUR slasaðist illa í andliti þegar
hann datt sunnan við Borgarfjarð-
arbrú, skammt frá Hótel Venus um
miðjan dag í gær, en lögreglan segir
að hann hafi verið að skoða brennu á
Seleyri. Margir vegfarendur óku
fram hjá manninum áður en tveir
ökumenn stöðvuðu til að huga að
honum.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi hringdi vegfarandi í hana í gær-
kvöldi og sagði ekki rétt sem fram
hefði komið að margir ökumenn
hefðu ekið fram hjá slösuðum manni,
sem hefði legið í vegarkantinum
skammt sunnan við Borgarfjarðar-
brúna, án þess að koma honum til
hjálpar. Í fyrsta lagi hefði hann séð
mann, mjög blóðugan í framan,
hlaupa álútan og reikulan í spori
meðfram veginum og í öðru lagi hefði
ekki verið hægt að stöðva vegna mik-
illar umferðar. Hann hefði því hringt
í neyðarlínuna og fengið þau svör að
þegar hefði verið tilkynnt um atvikið
og lögreglan væri á leiðinni.
Þegar lögreglan kom á staðinn
höfðu tveir vegfarendur stoppað til
að huga að manninum. Hann var al-
blóðugur og illa skorinn í andliti.
Maðurinn var fyrst fluttur á Heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi og síðan á
spítala í Reykjavík.
Margir óku fram-
hjá slösuðum
Vegfarandi segir að ekki hafi verið hægt
að stöðva vegna mikillar umferðar
Umferð Lögreglan í Borgarnesi
fylgdist með við Borgarfjarðarbrú.
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Á móti niðurrifi
Ólafur Magnússon, borgarfulltrúi
F-listans og forseti borgarstjórnar,
vill vernda nítjándu aldar götumynd
Laugavegar og leggst gegn því að
húsin á Laugavegi 4 og 6 verði rifin
eða flutt annað. Segist hann hafa
beitt sér af þunga fyrir þessu máli
innan meirihlutans og vonast til að
hægt verði að bjarga húsunum.
» Forsíða
Fara yfir útfærslur
Starfshópur á vegum Alþýðu-
sambands Íslands og embættis-
manna á vegum ríkisstjórnarinnar
mun í dag og á morgun fara yfir út-
færslur á mögulegum aðgerðum
stjórnvalda til að liðka fyrir gerð
nýrra kjarasamninga. Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri Al-
þýðusambands Íslands, segir að
drög að niðurstöðu í þeim efnum séu
forsenda þess að hægt sé að setjast
yfir launalið nýrra kjarasamninga til
tveggja ára með atvinnurekendum.
» 2
Eldur við Neshaga
Íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi
við Neshaga í Reykjavík er mikið
skemmd vegna bruna, reyks og sóts
auk þess sem reykur barst í sameign
og aðrar íbúðir í stigaganginum.
Íbúðin var mannlaus þegar slökkvi-
liðið kom á staðinn laust eftir mið-
nætti á laugardag og eldsupptök eru
óljós en lögreglan útilokar ekkert í
því efni. » 4
Sparisjóðunum fækkar
Líkur eru á að sparisjóðum í land-
inu haldi áfram að fækka á árinu
vegna sameininga. Þeir eru nú tólf
talsins og hefur fækkað um 10 síð-
ustu fjögur árin. » 9
UMRÆÐAN»
Flott án fíknar
Skólastefna
Springur í Evrópu
Möstrin verði fjarlægð
FASTEIGNIR»
Sögufrægt hús til sölu á Akureyri
Hjálpræði er á næsta leiti
Minnisblað kaupenda
og húsbyggjenda
Heitast 0 °C | Kaldast -6 °C
Norðlæg eða breyti-
leg átt, víðast 3-8 m/s.
Bjartviðri en él á Vest-
fjörðum og líkur á sjó-
komu suðvestanl. » 10
Sæbjörn Valdimars-
son velur tíu bestu
kvikmyndir ársins
2007 sem fóru ekki í
bíó heldur beint á
mynddiska. » 38
KVIKMYNDIR»
Bestu mynd-
diskarnir
MYNDASÖGUR»
Myndasöguárið 2007 tek-
ið fyrir. » 43
Af öllum Hollywood-
leikurum skilar
Johnny Depp kvik-
myndahúsaeigend-
um mestum tekjum í
kassann. » 43
FÓLK»
Depp færir
fé í budduna
KVIKMYNDIR»
Gagnrýnendum þykir
Day-Lewis bestur. » 39
FÓLK»
Flugan fór á Bubba og
Bar 11. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Magnús Scheving með þeim ríku
2. Óhapp við þrettándabrennu
3. Ekið á stúlku við brennu
4. Óttuðust um syni Britney
Ljósv: Listmálari á öldum ljósvaka
Staksteinar: Mikilvæg heimsókn
Forystugreinar: Sviplaus borg |
Hvar eru umbótamálin?
NÝ íslensk ópera
eftir Svein Lúðvík
Björnsson, byggð
á sögunni The
Spire eftir Willi-
am Golding, verð-
ur frumflutt á
Skálholtshátíð
sumarið 2009.
Dóttir Golding,
Judy Carver leist
vel á hugmynd
Sveins um óperu eftir sögu föður síns
og gerði honum mögulegt að fá rétt
til að vinna verkið en Faber & Faber
fer með útgáfuréttinn á verkum
Goldings. „Ég, sem tónskáld og ein-
staklingur hér heima, hafði enga
möguleika á að borga fyrir réttinn,
það sem Faber & Faber settu upp.
Það verð hefði bara verið fyrir Holly-
wood,“ segir Sveinn en Breska sendi-
ráðið hyggst bjóða erfingjum Gold-
ings að koma til Íslands þegar
óperan verður frumsýnd.
Sveinn Lúðvík segist ekki vita
hvað taki við eftir frumuppfærslu
verksins. Konunglega óperan í Co-
vent Garden hefur þó sýnt nýju óper-
unni áhuga. „Þá langar að koma
hingað og skoða þegar óperan verður
frumsýnd. Það eru reyndar fleiri sem
fylgjast með okkur og leikhús í Nor-
egi hefur sýnt því áhuga að setja
verkið upp. Það eru því allar líkur á
því að óperan fari á eitthvert flakk og
það þætti mér gaman.“ | Miðopna
Vinnur að
nýrri óperu
Sveinn Lúðvík
Björnsson
SKOÐANIR»
SETT hefur verið á sölu síðasta timb-
urstórhýsið, sem reist var í elsta bæj-
arhluta Akureyrar, Höepfnershúsið,
sem svo er kallað.
Húsið hefur lengi þótt með þeim
glæsilegustu á Akureyri en lokið var
við smíði þess árið 1911. Var eigandi
þess danski kaupmaðurinn Carl Juli-
us Höepfner en hann var um skeið
langumsvifamestur allra kaupmanna
í bænum. Var verslun hans í húsinu
ein sú glæsilegasta á sinni tíð og var
hún oft kölluð „Hvíta búðin“ eftir ljós-
um litnum á húsinu auk þess sem hún
var óvenjulega björt | Fasteignir
Sögufrægt hús til sölu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höepfnershúsið á Akureyri.
„LÖGIN nutu sín sérlega vel í flutningi Stórsveitar
Reykjavíkur sem lék einstaklega vel þetta kvöld.
Samhæfing Bubba og sveitarinnar var eins góð og á
verður kosið – ég vona að þessu samstarfi sé ekki lok-
ið,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir, tónlistargagnrýn-
andi Morgunblaðsins, meðal annars um tónleika
Bubba Morthens og Stórsveitar Reykjavíkur sem fóru
fram í Laugardalshöllinni um helgina.
Tónleikarnir fá fjórar stjörnur af fimm mögulegum
og segir í dómnum að kvöldið hafi í alla staði verið vel
heppnað en það sem hafi þó staðið upp úr hafi verið
leikgleði Bubba. | 40
Leikgleðin stendur upp úr
Bubbi Morthens