Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu leikskólastjóra Staða leikskólastjóra við leikskólann Huldu- heima er laus til umsóknar. Leikskólinn er nýlegur sex deilda leikskóli til húsa að Erlu- rima 1 á Selfossi. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.  Skipuleggur faglegt starf innan leikskólans.  Umsjón með starfsmannamálum leikskólans.  Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðal- námskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins í málaflokknum. Menntunar- og hæfniskröfur:  Leikskólakennaramenntun.  Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg.  Góð færni í mannlegum samskiptum.  Góð skipulagshæfni.  Góð þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og Félags leikskóla- kennara. Nánari upplýsingar veita Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri, sími 480 1900, netfang: hulduheimar@aborg.is, og Borgar Axelsson starfsmannastjóri, sími 480 1900, netfang: borgar@arborg.is. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til Borg- ars Axelssonar, borgar@arborg.is, Austurvegi 2, 800 Selfossi, fyrir 23. janúar nk. Sveitarfélagið Árborg er ört vaxandi bæjarfélag þar sem í dag búa um 7.600 manns. Hjá sveitarfélaginu starfa um 550 starfsmenn og er það sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda að veita metnaðarfulla og framsækna þjónustu. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður www.landspitali.is Við auglýsum eftir hjúkrunarfræðingum í hjúkrunarsveit Landspítala. Hjúkrunarfræðingar hjúkrunarsveitar starfa á hinum ýmsu deildum spítalans, bæði á einstökum vöktum og vegna tímabundinna verkefna. Vinnuhlutfall getur verið breytilegt og vinnutími sveigjanlegur. Boðið er upp sérskipulagðan þjálfunartíma á bráðadeildum spítalans í upphafi starfs. Umfang starfsins er metið við launasetningu. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu í hjúkrun. Við leitum að framsæknum hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir að koma og vinna á nýjum vettvangi þar sem krafist er sjálfstæðra vinnubragða, haldgóðrar þekkingar í hjúkrun og góðra samskiptahæfileika. Umsóknargögn berist fyrir 28. janúar 2008 til Dagbjartar Þyri Þorvarðardóttur, deildarstjóra E-2 Fossvogi og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 543 3297, netfang dthyri@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarsveit LSH Félagsráðgjafi óskast til afleysinga á geðsviði LSH í eitt ár frá og með 1. febrúar 2008 til og með 31. janúar 2009. Starfið byggir á heildarsýn þar sem fram fer félagsleg greining, ráðgjöf, meðferð og stuðningur. Reynsla og áhugi á fjölskylduvinnu og fjölskyldumeðferð æskileg. Unnið er með öðrum fagstéttum og í þverfaglegum teymum og rík áhersla lögð á samvinnu sem og sjálfstæð vinnubrögð. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna. Umsóknargögn berist fyrir 28. janúar 2008 til Sveinbjargar J. Svavarsdóttur, forstöðufélagsráðgjafa, 34C við Hringbraut og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 543 4050/ 4200, 824 5484, netfang sveinbsv@landspitali.is. Félagsráðgjafi afleysingarstaða Sjúkraliði og starfmaður óskast til starfa við sundlaug endur- hæfingardeildarinnar á Grensási. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er í dagvinnu. Á endurhæfingardeild Grensási fer fram fjölbreytt og öflug endurhæfing sjúklinga eftir slys og sjúkdóma. Í sundlaugina koma bæði inniliggjandi sjúklingar og göngudeildarsjúklingar. Starfið er ábyrgðarmikið sem lýtur að aðstoð við sjúklinga og eftirliti með þjálfun þeirra í samráði við sjúkraþjálfara, auk skipulagningar og eftirlits með lauginni. Við leitum að einstaklingum með sjúkraliðamenntun eða reynslu af umönnunarstörfum sem býr yfir frumkvæði, sveigjanleika, skipulagshæfileikum, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Þarf að geta staðist hæfnispróf sundstaða um björgun úr laug. Umsóknargögn berist fyrir 28. janúar 2008 til Eyju Hafsteinsdóttur, sjúkraþjálfara, sjúkraþjálfun Grensási og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 543 9605, netfang ehafst@landspitali.is. Sjúkraliði og starfsmaður við Sundlaug endurhæfingardeildar á Grensási Læknir í starfsnámi við augnlækningar óskast. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júlí 2008 til allt að tveggja ára eða eftir samkomulagi. Starfið hentar vel þeim sem áhuga hafa á sérfræðinámi í augnlækningum og vilja kynna sér hvort augnlækningar komi til greina sem framtíðarstarf. Einnig fyrir verðandi heilsugæslulækna sem vilja afla sér viðbótarþekkingar í augnsjúkdómafræðum. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu m.a. á þeim. Umsóknargögn berist fyrir 28. janúar 2008 til Einars Stefánssonar, prófessors/ yfirlæknis, Eiríksgötu 37, netfang einarste@landspitali.is og mun hann ásamt Friðberti Jónassyni prófessor/yfirlækni, netfang fridbert@landspitali.is veita upplýsingar um starfið. Hægt er að nálgast umsókn um lækningaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu LSH. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og sjúkrahúslækna og er starfið bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 02.05.2002, sbr. breytingu 5. mars 2006. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Læknir í starfsnámi Rafeindavirki Flugfjarskipti ehf óska eftir að ráða rafeindavirkja í tæknideild fyrirtækisins. Starfssvið: Tæknideild hefur umsjón með rekstri fjarskiptakerfa og annars búnaðar. Starfið felur meðal annars í sér rekstur og viðhald á sendum og móttökurum auk tölvu- og fjarskipta- búnaðar sem staðsettur er innanlands og erlendis. Hæfniskröfur • Próf í rafeindavirkjun eða sambærilegt. • Þekking á uppbyggingu og rekstri almennra fjarskipta- og tölvukerfa. • Reynsla af rekstri Windows og Linux tölvukerfa og TCP/IP samskiptum er æskileg. • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið gefur Björn Sigurðsson í síma 563-6536 Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um fyrri störf og reynslu, ásamt mynd sendist Flugfjarskiptum, Sóleyjarima 6, 112 Reykjavík, fyrir 25. janúar. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugfjarskipta www.gannet.is Öllum umsóknum verður svarað. Flugfjarskipti ehf er að fullu í eigu Flugstoða ohf og sinnir tal- og gagnaviðskiptum við alþjóðaflug í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 45 og starfssemin er á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Flugfjarskipti ehf leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.