Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fagmannleg skrif
Textaskrif á ensku fyrir fyrirtæki
á uppleið; viðskiptabréf, auglýsingar,
almannatengslatexti og nákvæmur
prófarkalestur. Fagmannleg og skjót
vinnubrögð. Padraig Mara s. 846 5804.
Viltu starfa hjá traustu fyrirtæki?
Korngörðum 12 | 104 Reykjavík | sími 570 9800 | fax 570 9801
Lagermaður
Við leitum að samviskusömum einstaklingi til fjölþættra starfa
á lagernum okkar í Korngörðum. Lyftararéttindi æskileg.
Bílstjóri
Vegna aukinna verkefna þurfum við að bæta við okkur bílstjóra
til að sinna útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu. Meiraprófs krafist.
Fóðurblandan hf. var stofnuð árið 1960 og hefur um áratuga skeið verið
leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu á kjarnfóðri fyrir íslenskt búfé. Á
síðustu árum hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og flytur nú einnig inn
ýmsar rekstrarvörur fyrir landbúnað, og auk þess áburð sem er seldur
undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar. Höfuðstöðvar Fóðurblöndunnar
eru við Korngarða í Reykjavík en á landsbyggðinni rekur fyrirtækið fjórar
verslanir sem sérhæfa sig í sölu á vörum fyrir búrekstur.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Baldursson í síma 896-3769 eða 570-9817.
Umsóknir sendist á sverrir@fodur.is eða til Fóðurblöndunnar, Korngörðum 12, 104 Reykjavík.
Starfsfólk óskast
í afgreiðslu
Vinnutími frá kl. 9-17:30. Einnig vantar
skólafólk, eldra en 16 ára í létt hlutastörf.
Umsóknir berist til augl.deildar Mbl. eða á
box@mbl.is merktar: ,,Afgreiðsla - 21060 ’’.
Útlendingar á heimleið
Einar Skúlason, for-
stöðumaður Alþjóðahúss,
segist hafa á tilfinningunni að
meiri hreyfing sé á útlend-
ingum sem hér hafa stundað
vinnu en verið hefur und-
anfarin ár. Margir séu á heim-
leið, ekki bara útlendingar,
sem starfað hafa við upp-
byggingu álvers og virkjunar
á Austurlandi. Einar segist
ekki heyra frá útlendingum að
þeir eigi erfiðara með að fá
vinnu hér á landi þrátt fyrir
umrót í efnahagsmálum.
Hann segist hafa á tilfinning-
unni að það séu fleiri að fara
héðan en koma hingað og rek-
ur það til þess að tækifærin
séu kannski ekki eins mikil og
áður var. Einar segir að tæki-
færi séu að aukast fyrir fólk í
Póllandi og það geti haft áhrif
á fólk sem bundið er heima-
högum sínum. Undanfarin ár
hafa átján þúsund útlend-
ingar komið til landsins, en
oft gleymist það hins vegar í
umræðunni að meirihluti
þessa fólks er hér bara tíma-
bundið og snýr síðan aftur eft-
ir nokkurra mánaða eða miss-
era vinnu. Í fyrrasumar voru
fréttir í Póllandi um að hægt
væri að fá vinnu á Íslandi við
ýmis störf og voru þær að
sögn Einars nokkuð ýktar. Það
hefði til dæmis ekki fylgt sög-
unni hvernig húsnæðisverð og
almennt verðlag á Íslandi
væri.
Dýrari Sundagöng
Athugun Vegagerðarinnar á
þeim kosti að Sundabraut
verði lögð í jarðgöng hefur leitt
í ljós að sú lausn er tæknilega
möguleg en kostnaðurinn er
hins vegar mun meiri en áður
var talið, eða 24 milljarðar
króna með vegtengingum.
Jarðgangalausnin væri því um
níu milljörðum króna dýrari
kostur en svokölluð eyja-
lausn. Þetta kemur fram á vef-
síðu Vegagerðarinnar en þar
segir að fyrir þennan mismun
megi gera mislæg gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar, leggja Miklubraut-
ina í stokk vestur fyrir Löngu-
hlíð og Kringlumýrarbraut í
stokk suður fyrir Listabraut.
Auk þess yrði rekstrarkostn-
aður ganganna töluverður og
mun meiri en til dæmis af
Hvalfjarðargöngum, enda er í
raun um tvenn Sundagöng að
ræða og öryggiskröfur yrðu
ríkari vegna margfalt meiri
umferðar. Vegagerðin áætlar
að rekstur Sundaganga myndi
kosta að minnsta kosti 200
milljónum króna meira á ári
en eyjalausnin. Vegagerðin
segir afstöðu sína alveg skýra
og nú sé komið að stjórn-
málamönnum að taka af skar-
ið um hvaða lausn verði valin
og hvernig skipta eigi kostn-
aðinum.
Mikil fjölgun útkalla
Útköllum á þyrlur og flugvél
Landhelgisgæslunnar fjölgaði
verulega milli áranna 2006 og
2007. Árið 2007 voru útköll á
loftför Landhelgisgæslunnar
samtals 182 en voru 142 árið
2006. Þetta er um 28% heild-
araukning milli ára, sem er
töluvert meiri aukning en árin
á undan. Frá árinu 2004 og
fram til síðasta árs fjölgaði út-
köllum flugdeildar jafnt, um
11% á ári. Af þessum 182 út-
köllum voru 76 á láglendi, 54
útköll í óbyggðir, 52 útköll á
sjó, þar af sex lengra út en
150 sjómílur. 121 ein-
staklingur var fluttur í þess-
um 182 útköllum í fyrra.
Flutningur fólks er ekki nauð-
synlegur í öllum útköllum þar
sem oft er um að ræða leit-
arflug eða annars konar að-
stoð. Aukningin er nokkuð
jöfn í leit og björgun annars
vegar og sjúkraflutningi hins
vegar.
Óvíst um Reykjanesbraut
Ekki er enn komið í ljós
hvort Eykt tekur að sér fram-
hald verkefnis við tvöföldun
Reykjanesbrautar, sem Jarð-
vélar sögðu sig frá skömmu
fyrir jól. Að sögn Jónasar
Snæbjörnssonar, svæð-
isstjóra suðvestursvæðis hjá
Vegagerðinni, var Eykt ekki
aðili að samningunum við
Vegagerðina um verkið, held-
ur undirverktaki hjá Jarð-
vélum. Jónas segir ekki komið
í ljós hvernig verkinu verði
skilað og að það komi til álita
að undirverktakarnir taki yfir.
Að öðrum kosti verði efnt til
nýs útboðs. Til stóð að verk-
inu yrði skilað 15. júlí í sumar
og Jónas segir ljóst að skila-
fresturinn muni lengjast eitt-
hvað.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.
Hreyfing Erlent vinnuafl virðist vera á heimlieið þótt ekki
stafi það af slæmu atvinnuástandi hérlendis.
Morgunblaðið/Rax
Aukning Fleiri útköll voru hjá landhelgisgæslunni í fyrra en
nokkru sinni áður.
ATVINNA
ÞETTA HELST ...