Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 B 21 Félagsráðgjafi óskast á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins • Um er að ræða framtíðarstarf á fagsviði þroskahamlana. Starfshlutfall er 70% eða eftir samkomulagi. • Félagsráðgjafi starfar í þverfaglegu teymi sem sinnir greiningu og ráðgjöf vegna barna með þroskararaskanir, auk þátttöku í fræðslu og rannsóknum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni, s.s. þátttöku í snemmtækri íhlutun fyrir ung börn með fatlanir og þjónustu við unglinga. Starfið fer fram í nánu samstarfi við aðra fagaðila, fjölskyldur barnanna og þjónustuaðila. • Umsækjendur þurfa að hafa réttindi sem löggiltir félagsráðgjafar og reynslu af starfi með börnum og fjölskyldum. Nauðsynlegt er að viðkomandi búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum og sé tilbúinn til þátttöku í þverfaglegu samstarfi. • Laun greiðast skv. kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkissjóð. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á greining@greining.is, fyrir 28. janúar nk. Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri fagsviðs þroskahamlana eða forstöðumaður í síma 5108400 eða á tölvupósti tryggvi@greining.is eða stefan@greining.is Félagsráðgjafi Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins er að stuðla að velferð barna með fatlanir og önnur frávik í taugaþroska og fjölskyldna þeirra í nútíð og framtíð, m.a. með þverfaglegri greiningu, ráðgjöf, fræðslu og rann- sóknum á sviði fatlana. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endur- menntunar. Skrifstofa AA Skrifstofumaður/kona AA samtökin, Tjarnargötu 20, Reykjavík óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf frá 1. mars 2008. Í starfinu felast m.a. almenn skrifstofu- störf, einfalt bókhald, samskipti við AA deildir og erlend samskipti. Leitað er eftir umsækjanda sem er óvirkur alkahólisti með a.m.k. 5 ár samfellt án áfengis. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af skrifstofu- störfum, tölvukunnáttu og nokkra bókhalds- kunnáttu. Einnig þarf umsækjandi að vera góður í mann- legum samskiptum, vera vel ritfær á íslensku og hafa góða enskukunnáttu. Nánari upplýsingar í síma 899 0241. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í lokuðu umslagi til afgreiðslu Mbl. fyrir 25. janúar n.k. merktar: ,,AA - 21065” Stígamót vantar starfskraft Starfið á Stígamótum felst bæði í ráðgjöf við fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi og í pólitískri samfélagsvinnu. Boðið er upp á einka- viðtöl og þátttöku í lokuðum sjálfshjálpar- hópum. Starfsemi Stígamóta er krefjandi, gefandi og fjölbreytt grasrótarstarf sem byggir á kynjaðri sýn á samfélagið. Samábyrgð, frumkvæði og traust eru forsendur farsæls starfs með vanda- söm mál. Í starfshópnum ríkir bæði áhugi og starfsgleði sem mikilvægt er að varðveita. Viðkomandi verður að hafa góða samskipta- og samstarfshæfileika. Nám í félagsráðgjöf, lög- fræði, kynjafræði eða skyldum fræðum er eftir- sóknarvert, en reynsla af kynferðisofbeldi veitir jafnframt dýrmætan skilning. Við hvetjum alla með áhuga á starfsemi Stígamóta til að sækja um. Umsóknir sendist til Stígamóta, Hverfisgötu 115, 105 R., fyrir 25. janúar, merktar ”Starfs- umsókn”. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.