Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingur Umhverfisstofnun auglýsir starf sérfræðings laust til umsóknar. Meginverkefni sérfræðingsins eru undirbúningur og gerð starfsleyfa fyrir atvinnurekstur, einkanlega stóriðju (málmbræðslur, verksmiðjur), og samskipti við ýmis fyrir- tæki. Í boði er starf með margvíslegum þróunarmöguleik- um hjá nýlega endurskipulagðri stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: ● Háskólapróf á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda eða sambærileg menntun ● Framhaldsmenntun æskileg ● Þekking og/eða reynsla af iðnaðarferlum og starfsemi stóriðju ● Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: ● Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir ● Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi ● Er skipulagður og með ríka þjónustulund ● Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Sjá nánar: www.ust.is Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri mengunarvarna á sviði hollustuverndar og mengunarvarna. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir um ofangreint starf skulu sendar til Umhverfisstofnununar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eigi síðar en 21. janúar 2008. Upplýsingar um starfið veita Kristján Geirsson, deildarstjóri (kristjan@ust.is) og Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri (gunnlaug@ust.is), sími 591 2000. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík Sími 591 2000 M bl 95 53 53 Ertu sjúkraliði, sérhæfður starfsmaður, nemandi á heilbrigðissviði eða einstaklingur sem vilt breyta til? Viltu vinna með framsýnu fólki sem stuðlar að þróun? Við leitum til þín Það vantar starfsmann á 70% næturvaktir, unnar eru 5 vaktir og 5 vaktir frí. Einnig leitum við eftir vetrarafleysingastarfsmönnum í fullt starf. Unnin er önnur hvor helgi, morgun- og kvöldvaktir. Hvernig væri að breyta til og kynna sér málið til hlítar? Allar upplýsingar veitir Guðrún Erla Gunnarsdótti hjúkrunar- forstjóri í síma 550 0330 eða gudrun@sbh.is Sjálfsbjargarheimilið er hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun ætluð hreyfihömluðum. Á heimilinu búa 39 íbúar er þarfnast aðstoðar og umönnunar allan sólahringinn. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, sjúkraliðar, læknar, sérhæfðir starfsmenn og aðrir starfs- menn vinna við heimilið. Lagerstjóri Leiðandi fyrirtæki á matvælasviði óskar að ráða öflugan lagerstjóra Starfssvið:  Verkstjórn í vöruhúsi og vörudreifingu  Ber ábyrgð á talningum, rýrnun og gæðamálum á vörulager  Samskipti við birgja og flutningsaðila varðandi vörusendingar Hæfniskröfur:  Reynsla af lager- og/eða verkstjórnun skilyrði  Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð  Rík þjónustulund og miklir samskipta- hæfileikar  Reglusemi og reykleysi  Hreint sakavottorð skilyrði Ráðið verður í starfið sem allra fyrst. Umsóknir berist á box@mbl.is merktar: ,,Lagerstjóri - 21095” fyrir 21. janúar 2008. Sýslumaðurinn í Reykjavík Lögfræðingar Lögfræðinga vantar til starfa í sifja- og skipta- deild embættisins. Viðkomendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við fjármálaráðuneyti. Menntunar- og hæfniskröfur:  Embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í lögfræði.  Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð, sam- skiptahæfni og sjálfstæði í starfi.  Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku. Verkefni sifja- og skiptadeildar eru á sviði sifjamála, dánarbúa og lögráðamála og eru sifjamálin fyrirferðarmest. Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk. en tekið er á móti umsóknum rafrænt á netfangið syslumadur@tmd.is Nánari upplýsingar veitir Eyrún Guðmundsdóttir deildarstjóri í síma 569 2400. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar. Gagnlegar upplýsingar um embættið og deildir þess er að finna á heimasíðu embættisins: www.syslumadur.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.