Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 43. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Hetjur >> 37 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu ÁNÆGJA NÚ ER AFTUR FRAMLEIDD MJÓLK Í STÆRRI-ÁRSKÓGI >> 16 DANSKA lögreglan staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi að Ívar Jörgensen, sem saknað hefur verið á aðra viku, hefði fundist látinn í gær. Fannst hann í 1 km fjarlægð frá bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar fannst hinn látni á vatnasvæði og er tal- ið að hann hafi drukknað. Á þessu stigi er ekki uppi grunur um að lát Ívars hafi borið að með refsiverðum hætti. Ívar var 18 ára gamall og hafði búið í Danmörku í 11 ár. Fannst látinn FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is FERJUFLUG hefur aukist mikið á und- anförnum árum og allt upp í tíu flugvélar sem verið er að ferja frá Bandaríkjunum til Evrópu eða öfugt lenda á Reykjavíkurflug- velli á degi hverjum. Líkt og með annað flug eru þær tölur að vísu af- ar háðar veður- fari á hverjum tíma. Starfs- greinin telst af- ar áhættusöm enda krafist reynslu og þekkingar á leiðum, veðri og þeim hættum sem leynast við ýms- ar aðstæður. Því eru tiltölulega fáir sem stunda ferjuflug að staðaldri. Þegar loftfari er flogið, venjulega án far- þega eða farms, milli staða, t.d. til afhend- ingar nýjum eiganda eða milli viðhalds- stöðvar og heimaflugvallar, er það nefnt ferjuflug. Ekki reyndist hægt að fá ná- kvæmar tölur yfir tíðni ferjuflugs á Reykja- víkurflugvelli, þar sem slíkt flug er ekki skilgreint sérstaklega. Viðmælendur Morg- unblaðsins voru hins vegar sammála um að það hefði aukist mjög á undanförnum ár- um. Ferjuflugið til Keflavíkur? Á Alþingi í janúar árið 2006 var óskað eftir upplýsingum um umferð á Reykjavík- urflugvelli árin 1995-2005. Var m.a. farið fram á upplýsingar um ferjuflug. Í svari þá- verandi samgönguráðherra má sjá að „aðr- ar hreyfingar“ milli landa jukust um ríflega eitt þúsund á árunum 2001 til 2005. Árið 2001 voru hreyfingarnar 2.064 og fjórum árum síðar voru þær komnar upp í 3.202. Hreyfingunum hefur aðeins fjölgað síðan. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er nánast loftbrú ferjuflugvéla, aðallega á leið til nýrra eigenda í Evrópu. Af þeim sökum hefur ferjuflugið skotist upp í um- ræðuna að undanförnu, þá í tengslum við vaxandi umferð á Reykjavíkurflugvelli. Hefur m.a. verið bent á að í stað þess að hækka lendingargjöld á einkaþotum væri nær að flytja ferjuflugið til Keflavíkur. | 4 Loftbrú ferju- flugvéla Allt upp í tíu flugvélar lenda á hverjum degi UNGUR fálki komst í feitt á Brunnum vestan við Grindavík þegar hann krækti sér í bústinn stokkandarstegg. Haraldur Hjálmarsson, sem kom þar að ásamt félaga sínum, taldi líklegt að fálkinn hefði náð steggnum á nálæg- um polli. Fálkinn var ekki á því að láta aðkomumennina hafa af sér kræs- ingarnar og flaug með bráðina um 200 metra yfir pollinn og lauk þar mál- tíðinni. Haraldur sagði að fálkinn hefði verið ótrúlega fljótur að gleypa öndina í sig. Líklega hefur hann verið orðinn svangur eftir óveðurshvellinn sem var nýgenginn niður. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Fálki kemst í feitt SAMNINGAMENN aðila vinnu- markaðarins ætla í dag að reikna út kostnað við tillögur sem lands- sambönd ASÍ lögðu fram á fundi með Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi. Vonast er eftir að sam- komulag takist um nýja kjara- samninga um eða eftir helgi á grundvelli þeirra tillagna sem nú liggja fyrir. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins sem sat samráðsfundinn, sagði að á fundi formanna landssambanda innan ASÍ hefði verið ákveðið að athuga hvort grundvöllur væri fyrir því að lenda samningamál- unum með óformlegum þreifing- um við SA. Menn hefðu því sett upp gróft módel og viljað fá við- brögð SA við því. Guðmundur sagði að landssamböndin hefðu mismunandi áherslur og væru að leita að nálgun sem allir aðilar gætu sætt sig við. Tilgangur fund- arins hefði verið að athuga hvort grundvöllur væri fyrir því að sam- ræma þessi ólíku sjónarmið. Guðmundur sagði að yfirstand- andi sólarhringur gæti ráðið úr- slitum um framhaldið. Ef þessi til- raun skilaði ekki árangri færu blokkirnar innan ASÍ líklega hver í sína átt í lokafasa kjaraviðræðn- anna; Starfsgreinasambandið í eina, iðnaðarmenn í aðra og versl- unarmenn í þá þriðju. Guðmundur sagði að SA mundi fara yfir hug- myndirnar sem forysta ASÍ kynnti í gær og svara þeim í dag. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að á fund- inum hefði ASÍ kynnt hugmyndir sínar um hvernig hægt væri að ná utan um launatölurnar, samnings- tíma og að ljúka kjaraviðræðun- um. Vilhjálmur sagði eftir að fara sameiginlega yfir hvernig aðilar mætu kostnaðaráhrifin af tillög- um ASÍ. Þetta snerist dálítið um hvernig þau væru metin. Samningstími er eitt af því sem eftir er að ákveða. Vilhjálmur sagði SA hafa haft ákveðnar hug- myndir um hann og ASÍ einnig. Á borðinu væri hugmynd um samn- ing til eins árs og tveggja til við- bótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurningin væri hvor- um megin við árslok 2010 enda- punkturinn yrði. Vilhjálmur taldi það geta ráðist á samráðsfundin- um síðar í dag hvort farið yrði strax í lokaþátt kjaraviðræðna. Teldu menn að hægt væri að halda áfram á þessari braut ætti jafnvel að vera hægt að ljúka samningum fyrir næstu helgi. Lokaþáttur í sjónmáli? Alþýðusambandið kynnti Samtökum atvinnulífsins hugmyndir að samn- ingsramma í gærkvöldi Vilhjálmur Egilsson Guðmundur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.