Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjónin Stefánog Olla Stef- anson voru bæði Vestur-Íslend- ingar, fædd og bjuggu alla sína ævi í Nýja-Íslandi í Manitobafylki í Kanada. Stefan Júlíus Stefanson fæddist 13. febrúar 1915. Hann andaðist 2 janúar síðastliðinn. Hann var eitt þriggja barna hjónanna Valdimars (Valda) og Gudny Stefansson. Systur hans El- inbjorg („Ella“ Angevine) og Palína („Lulu“ Gudmundson) eru báðar látnar. Olla Stefanson, fæddist 18. júlí 1917. Hún lést 20. janúar 2000. Olla hét fullu nafni Olivía Svanhvit, fædd Einarson, dóttir hjónanna Maríu og Sigurðar Einarson, ábú- enda á Thorsmork í Minervabyggð. Systkini hennar voru: Vilhjalmur, Einar, Haraldur, Bergthora (Tait), Thoroddur, Palmi, Stanley, Gu- drun (Ingimundarson), Gudbjorg (Holm), C. Sigridur (Benediktson), Ingvar, Kristjan, Adalheidur (Bon- ser) og Karl. Stefan og Olla gengu í hjónaband 4. febrúar 1936. Þau bjuggu alla tíð hvatamenn að því að styrkja tengsl Vestur-Íslendinga heim til Íslands. Þau stofnuðu ásamt Ted og Marge Arnason ferðaskrifstofuna Viking Travel Ltd. og skipulögðu og stýrðu fjöldamörgum ferðum Vest- ur Íslendinga til Íslands. Sjálf komu Stefan og Olla oft til Íslands og skiptu ferðir þeirra tugum. Þá önn- uðust þau móttökur fjöldamargra íslenskra hópa og einstaklinga í byggðum Vestur-Íslendinga sem og móttökur forseta, ráðherra og annarra íslenskra ráðamanna, sem sóttu Vestur-Íslendinga heim. Stef- an og Olla voru meðal helstu hvata- manna að stofnun Landnemasafns Nýja-Íslands og hafa ófáir notið leiðsagnar og fróðleiks Stefans um safnið og söguslóðir Vestur- Íslendinga. Fyrir utan að stunda búskap starfaði Stefan við skrif- stofu fógeta frá árinu 1951 og varð síðan sjálfur fógeti (Chief Sheriff) í Manitobafylki, fyrstur ólöglærðra manna. Þá gegndi hann, með full- tingi eiginkonu sinnar, fjöldamörg- um trúnaðarstörfum fyrir bændur og samfélag sitt auk þess að vera í stjórn og forsvari Íslendingasafns- ins á Gimli og leiðandi hvatamaður í öflugu starfi Vestur-Íslendinga og tengslum þeirra við gamla landið. Stefán var sæmdur Fálkaorðunni árið 1993 fyrir störf sín í þágu tengsla Íslendinga og Vestur- Íslendinga. Útfarir þeirra Stefáns og Ollu Stefanson fóru fram í Gimli. Minningarathöfn um þau hjón verður haldin í Bústaðakirkju í dag og hefst hún klukkan 15. á landi sem var samliggjandi við föðurarfleifð Stefans við Gimli og nefndu hús sitt Solheima, en héldu lengi einnig heimili í Winnipeg. Eft- ir að Olla féll frá árið 2000 bjó Stef- an í Waterfront Center í Gimli. Börn þeirra eru: 1) Lorna, maki Terry Tergesen og eru börn þeirra: Sven, maki Amy; Soren (lát- inn); Stefan, maki Joanne; Jóhann, maki Angela; og Tristin. 2) Ernest, maki Claire og er dóttir hans Sig- rid. 3) Maria. Eiginmaður hennar, Gerry Bear, er látinn en börn þeirra eru Laura og Morgan. 4) Valdimar, börn hans eru Jackie og Tara. 5) Eric, maki Barbara og eru börn þeirra Brynna, Aiden og Log- an. Barnabarnabörn eru alls fimm. Stefan og Olla voru bæði miklir Minn kæri frændi Stefán J. Stef- ánsson andaðist 2. janúar sl. Kona hans Olla lést 20. janúar árið 2000. Sameiginlegt brennandi áhugamál beggja var að halda við og efla sam- bandið milli Íslands og fólks af ís- lensku bergi brotið í Vesturheimi. Að því unnu þau til hinsta dags. Afi og amma Ollu komu úr Eyja- firði. María móðir Ollu var systir Jóns Ólafs sem var fyrsta barnið sem fæddist á Gimli. Hann fæddist í tjaldi undir hvítum stórum steini á Víðinestanga skömmu eftir komu landnemanna þangað. Afi og amma Stefáns í föðurætt komu úr Skaga- firði. Stefán sagðist finna fyrir rót- unum þegar hann kæmi til Íslands, sérstaklega í Skagafirði. Afi og amma Stefáns í móðurætt komu úr Dalasýslu. Guðfinna amma Stefáns og Ólöf föðuramma mín voru systur, fæddar á Saurhóli í Saurbæ. Sam- band var milli fjölskyldna þeirra systra fram að síðustu heimsstyrj- öld. Komst aftur á 1968. Ég hitti Ollu og Stefán fyrst á Þingvöllum 1974. Við fyrsta handtak varð til ævilangt vináttusamband okkar í milli. Olla og Stefán eignuðust marga góða vini hér á landi. Einn var þó sá sem Stef- án tók fram yfir alla. Það var frú Vig- dís Finnbogadóttir. Eftir að hann kynntist frú Vigdísi fannst honum engin ferð til Íslands hafa heppnast fullkomlega ef hann hitti hana ekki. Olla og Stefán ferðuðust mikið um Ísland. Ég var svo heppin að koma með þeim í þó nokkrar ferðir, allar eftirminnilegar. Ein sú eftirminni- legasta var þegar ég fór með þeim í Skaftholtsréttir. Við komum snemma. Stefán vildi sjá þegar féð var rekið í almenninginn og vildi fá að taka þátt í að draga í dilkana. Við það verk leið góð stund. Nú kom frú Vigdís í réttina. Hún stóð uppi á einni hlöðnu milligerðinni. Stefán sá hana. Hann klifraði upp á milligerð- ina, breiddi út faðminn og kallaði: „Þú ert forseti minn“ og frú Vigdís svaraði: „Þú ert riddari minn“. Svo héldu þau áfram að rabba saman. Við Olla stóðum niðri í dilknum með hjartað í buxunum, dauðhræddar um að þau dyttu fram af. Þetta var mikil gleðistund sem oft var minnst á. Þessi Íslandsferð heppnaðist full- komlega. Sautjánda júní árið 2000 kom jarð- skjálfti, Skaftholtsréttir fóru illa. Nú hafa vinir Skaftholtsrétta byggt þær upp. Það var vondur jarðskjálfti að missa Ollu og Stefán. Fylgjum for- dæmi vina Skaftholtsrétta. Höldum starfi Ollu og Stefáns áfram, eflum sambandið milli Íslands og fólks af íslenskum ættum fyrir vestan haf. Þannig heiðrum við minningu þeirra best. Steinunn B. Sigurðardóttir. Kveðja frá Þjóðræknisfélagi Íslendinga Lífsstefna hjónanna Ollu og Stef- ans J. Stefanson var að auka skilning á sögu og kjörum íslenskra land- nema í Vesturheimi. Þau bjuggu á föðurarfleifð Stefans á Nýja Íslandi. Olla gætti barna og bús og stjórnaði af myndugleik og Stefan vann sín verk af alúð á akrinum og í trún- aðarstörfum í samfélaginu. Stefan var handlaginn og fram á síðasta ævidag dyttaði hann að vélum og áhöldum í skemmunni. Olla og Stefan voru virk í starfi Þjóðræknisfélagsins vestra og minn- ast elstu menn lagni hans að sætta ólík sjónarmið m.a. í viðkvæmri um- ræðu um hvort notuð skyldi enska eða íslenska á fundum. Stefan hafði forgöngu um að enska skyldi notuð og voru rök hans að síðari kynslóðir landnema ættu Kanada og Bandarík- in sem heimalönd og ekki hægt að skylda fólk að tala íslensku. Hann sýndi svo fordæmi með að tala kjarn- yrta íslensku með nokkru flámæli sem gerði mál hans enn ríkara. Ollu og Stefans verður minnst fyrir að stofna ásamt Ted og Marjorie Arnason, ferðaskrifstofuna Viking Travel. Þau skipulögðu fjölmargar ferðir Vestur-Íslendinga til Íslands og tóku á móti mörgum hópum og má líkja því við myndun loftbrúar milli Kanada og Íslands. Með þessu opn- uðu þau gáttina milli Íslendinga sem völdu að setjast að í Kanada og Bandaríkjunum og þeirra sem urðu eftir heima. Fjölskyldur náðu saman að nýju og gætir áhrifa þessa fram- taks ævarandi í starfi Þjóðræknis- félagsins. Það er ógleymanlegt er Stefan kom til Íslands sumarið 2000 til að opna sýningu á Vesturfarasetrinu á Hofsósi sem þau hjónin kostuðu og nefndu „The Olla and Stefan J. Stef- anson traveling exhibit“. Sýning þessi lýsir landtöku Íslendinga á ströndinni við „Willow Point“ og af- drifum þeirra. Stefan opnaði sýn- inguna með reisn en engum duldist að skuggi grúfði yfir vegna andláts Ollu sex mánuðum áður eða um það leyti sem gerð sýningarinnar var lok- ið. Stefan og Olla voru hvatamenn að stofnun The New Iceland Heritage Museum í Gimli. Er safnið flutti í glæsileg húsakynni á Betel Water- front var farandsýning Ollu og Stef- ans sett þar upp og hafa hópar og ein- staklingar frá Íslandi notið leiðsagnar Stefans um safnið.. Stefan studdi starf ÞFÍ með ráð- um og dáð. Árið 1999 hófst Snorra- verkefnið og tók Stefan því opnum örmum. Hann átti góðar stundir með unga fólkinu frá Íslandi, m.a. í göngu- ferðum í Gimli og sagði með stakri list frá þróun byggðarinnar. Sögðust ungmennin ekki hafa heyrt jafn fal- lega íslensku. Hann var líka boðinn og búinn að fara með hópum á vegum ÞFÍ um Nýja Ísland og eru margir sem minnast hans í því samhengi. Hann var eitt sinn spurður hvort ekki mætti launa honum þetta framlag en hann kvað svo ekki vera. Sagði sig þó vanta nýja útgáfu af íslensku síma- skránni. Hann fékk hana upp frá því á hverju ári og var hún honum dýr- mæt í samskiptum við fólk á Íslandi. Síðustu árin var Stefan árlegur gestur á þjóðræknisþingum á Íslandi. Hann var kjörinn heiðursfélagi í Þjóðræknisfélaginu á Íslandi árið 2004 og hlaut æðstu viðurkenningu félagsins í Vesturheimi vorið 2007. Í desember sl. hringdi Stefan í mig og bað að skýra út fyrir nánum vinum að vegna sjóntruflana gæti hann ekki skrifað texta með jólakortunum. Á Þorláksmessu kom tölvupóstur til vina með kveðju og nýrri mynd af honum tekinni á strönd Winnipeg- vatns. Tveim klukkustundum síðar kenndi Stefan sér meins, var fluttur á sjúkrahúsið í Gimli og lést þar rúmri viku síðar. Ollu og Stefans verður minnst með þakklæti fyrir þeirra merka lífsverk að byggja brú milli Íslands og byggða íslenskra landnema í Kanada og Bandaríkjunum. Almar Grímsson formaður ÞFÍ. Nú eru þau bæði fallin frá, sæmd- arhjónin Stefan og Olla Stefanson frá Gimli. Þessir aflmiklu, traustu og nærfærnu vestur-íslensku leiðtogar sem voru fólki sínu til sóma hvort sem var í smærra samhengi fjöl- skyldu eða stærra samhengi þjóðar eða þjóðarbrots. Þau voru Vestur-Ís- lendingar og þannig Kanadamenn en alltaf Íslendingar, búsett í Nýja-Ís- landi þar sem tunga og menning Ís- lands lifa og staðir og kennileiti bera rammíslensk nöfn, í annars kanad- ísk-enskri umgjörð. Þar hafa þau markað djúp spor, verið virk og hvatamenn að mörgum framfaramál- um samfélags síns, bæði samfélags Vestur-Íslendinga og fólks af öðrum uppruna, sem byggði sömu héruð. Þeirra mikla og óeigingjarna starf til að efla tengsl Íslendinga heima og vestan hafs verður þá seint fullþakk- að. Þau voru þeirrar gerðar að tengj- ast hverjum þeim sem á vegi þeirra varð og komu sér vel í samskiptum við alla. Stefan átti í starfi sínu sem fógeti og áður starfsmaður fógeta, erindi langt út fyrir byggðir Nýja- Íslands. Einlægur áhugi hans á fólki og ekki síður verkháttum og verk- lagni hjálpaði honum að stofna til vinatengsla, jafnvel við þá sem hann átti erfið erindi við. Heima stóð Olla síðan fyrir stórbúi þeirra ásamt með tengdaföður sínum og sagði Stefan oft við mig að það hefði verið Olla sem var bóndinn á bænum. Öllum sem til þekktu var ljóst að verkefni sín öll áttu þau saman og Stefan hvorki hlífði sér né vék sér undan verkum búskaparins þótt hann sinnti öðru starfi. Hann var bóndi, véla- og tæknimaður sem bjó til, lag- færði og þróaði tæki og tól til bú- skaparins. Það eru ófáar minning- arnar sem ég á af frásögnum hans um vélar og lausnir sem til urðu í smiðjunni þegar þurfti að gera við það sem ekki voru til varahlutir í, eða þá þegar hann hafði fengið hugmynd að einhverju sem betur mátti gera og bjó til það sem með þurfti. Sög- urnar voru af lausnum sem virtust verða svo auðveldlega til, en Olla skaut inn athugasemdum sem minntu á að verkmaðurinn hafði hvorki hlíft sér við erfiði né áhættu þegar vinnan var annars vegar. Það var sem allt sem þau komu að félli til betri vegar og yrði til hags svo langtum fleiri en þeirra sjálfra. Þau gengu ekki frá hálfkláruðum verkum og voru ekki feimin við að fikra sig áfram inn á nýjar brautir. Stefan var félagslyndur eldhugi og fljótur að taka ákvarðanir og Olla stóð þétt við hlið hans, þó hún hefði sig minna í frammi opinberlega, en hélt utan um verkefni og vann að úr- lausnum með honum. Virðing þeirra og umhyggja hvors fyrir öðru mark- aði fas þeirra allt og smitaði gjarnan út frá sér svo þau skildu gott eftir hvar sem þau komu. Ég og fjöl- skylda mín höfum svo sannarlega notið þess að fá að vera í vinahópi og frændgarði þeirra hjóna og þökkum samfylgdina og hlýjuna sem við og börn okkar höfum þegið af Stefani og Ollu og fjölskyldu þeirra allri. Gunnar Rúnar Matthíasson. Nú er frændi vor, Stefán Stefán- son, horfinn sjónum okkar, en hann lést í hárri elli í Gimli í Manitóba í Kanada. Hann var sterkur hlekkur sem batt fjölskylduna í Brekku við frændfólk okkar í Vesturheimi. Stef- án myndaði ásamt Ollu konu sinni vináttutengsl milli fjölskyldnanna, sem endast munu um ókomna tíð. Þessi samferð okkar við Stefán og fjölskyldu hans hófst er Óskar og Hebba fóru í bændaferð til Gimli ár- ið 1975. Mörgum voru fyrstu kynnin eftirminnileg, en kona uppalin í Blönduhlíðinni heyrði í Stefáni álengdar og sagði stundarhátt: „Hann er nú af Djúpadalsættinni þessi“. Stefán, sem var fæddur og uppalinn í Kanada hafði tungutak ættingjanna frá Íslandi. Mikil sam- skipti og djúp vinátta hófst upp frá þessu. Á þessum árum ráku Stefán og Olla ferðaskrifstofu og voru ár- legir gestir í Brekku. Með þeim kom straumur af fólki sem kom með framandi andblæ frá Nýja Íslandi inn á heimilið. Stefán var litríkur persónuleiki og sagnamaður mikill. Var hann óþreytandi við að segja sögur með sinni kjarnyrtu íslensku þar sem fast var kveðið að orði. Það voru búskap- arsögur af öllu tagi og svaðilfarir miklar sem rötuðu í hans sagnir. Gallarnir sem bjuggu í næsta ná- grenni, veiðiferðir norður á vatn og ýmis uppátæki þeirra feðga við að auka tekjur búsins. Hápunktur hverrar sögu var gjarna: „... ég var skít pikkandi hræddur....“ og svo bjargaði hann málunum með áhersluþunga í næstu setningu. Við kveðjum kæran vin, nú er komið að okkur að segja sögur af honum. Herfríður, Valdís og Magnús í Brekku og fjölskyldur þeirra. Stefan og Olla Stefanson ✝ Eiginmaður minn, HJÁLMAR S. HJÁLMARSSON frá Bjargi, Bakkafirði, lést 3. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Laufey Einarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRIR SIGURÐUR JÓNSSON, Unufelli 29, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15:00. Jóna Guðnadóttir Þórir Reynir Þórisson Karólína Stefanía Þórisdóttir Hildur Borg Þórisdóttir Arnar Már Þórisson Borgar Þór Þórisson ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunar- heimilinu Eir, deild 3HN. Magnús Ingi Ingvarsson, Aðalheiður Alexandersdóttir, Guðjón Magnússon, Anna Björk Eðvarðsdóttir, Ingvar Magnússon, Bryndís Björk Karlsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Ingólfur Garðarsson, Anna Ingvarsdóttir, Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen, Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.