Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 15
MENNING
FYRSTA hefti Tímarits Máls
og menningar árið 2008 er
komið út. Í heftinu er meðal
annars kafað í „vonlensku“
hljómsveitarinnar Sigur Rós-
ar, tilbúið tungumál sem sveit-
in bjó til og nefndi eftir laginu
„Von“. Í heftinu má einnig
finna efni frá Steinari Braga,
Thor Vilhjálmssyni, Árna Ib-
sen, Bergþóru Jónsdóttur og
aðra þjóðkunna höfunda. Þá er
frásögn Kristínar Guðmundsdóttur af ástum Þór-
bergs Þórðarsonar og Sólu birt í heilu lagi. Rit-
stjóri TMM gerir upp „Jónasarárið“ 2007 og sjö
ritdómar eru í heftinu, svo eitthvað sé nefnt.
Tímarit
„Vonlenska“ Sigur
Rósar krufin
Sigur Rós á
kápu TMM.
NÚ FER hver að verða síð-
astur til að eiga stund með
myndlistarkennara í Listasafni
Árnesinga, á „Stefnumóti við
safneign“ því seinasti kenn-
arinn verður gestum til að-
stoðar á sunnudaginn, 17. febr-
úar. Þá gefst mönnum
tækifæri til að reyna sig með
litum og nokkra sunnudaga
hafa myndlistarkennarar verið
þeim til aðstoðar. Litir og
pappír eru á staðnum. Á sýningunni eru valin verk
úr eigu safnsins, megnið af þeim úr gjöf Bjarn-
veigar Bjarnadóttur og sona. Elsta verkið er
sjálfsmynd Ásgríms Jónssonar frá árinu 1900.
Myndlist
Gestir spreyta sig
á myndlistinni
Leikið að litum í
listasafni.
KRISTJANA Stefánsdóttir
söngkona og Agnar Már
Magnússon píanóleikari halda
tónleika á Gamla Bauk á Húsa-
vík föstudagskvöldið nk., 15.
febrúar, kl. 21.
Gestasöngvari verður Hús-
víkingurinn Ína Valgerður Pét-
ursdóttir og er aðgangseyrir
1.500 kr. Kristjana og Agnar
hafa starfað saman í 11 ár og
gefið út þrjár plötur saman. Á
föstudag og laugardag halda þau námskeið fyrir
söng- og hljómborðsnema Tónlistarskóla Húsa-
víkur. Í lok námskeiðs á laugardag halda nem-
endur tónleika, í sal Borgarhólsskóla kl. 15.
Tónlist
Tvennir tónleikar
og námskeið
Kristjana og Agnar
á góðri stund.
SÆNSK-CHILESKI óperusöngv-
arinn Tito Beltran var í gær dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi fyrir að
nauðga átján ára stúlku árið 1999.
Héraðsdómur í Ystad í suður Sví-
þjóð komst að þeirri niðurstöðu að
sannað væri að Beltran væri sekur
um verknaðinn. Auk þess að hljóta
tveggja ára fangelsisdóm var honum
gert að greiða konunni 1,1 milljón
kr. í skaðabætur.
Stúlkan var barnfóstra leikkon-
unnar Moniku Dahlström-Lannes,
en málið komst ekki upp á yfirborðið
fyrr en í fyrra er leikkonan fór til
lögreglunnar og lagði fram kæru,
þar eð hún kvaðst ekki lengur geta
búið yfir svo skelfilegu leyndarmáli.
Atburðurinn átti sér stað eftir tón-
leika, þar sem fjöldi frægra lista-
manna var samankominn á hóteli.
Barnfóstran fyrrverandi sagði í yf-
irheyrslum að hún hefði farið til her-
bergis Beltrans eftir tónleikana til
að fá hann til að nudda bak sitt sem
hana verkjaði í. Eftir það hefði hann
þvingað hana til samræðis við sig.
Fjöldi þekktra einstaklinga vitn-
aði með stúlkunni, þar á meðal
Eurovision-stjarnan Carola, sem
varð vitni að uppnámi stúlkunnar
eftir brotið.
Tito Beltran er 42 ára, fæddur í
Chile, en hefur búið í Svíþjóð frá
1986. Eftir að málsóknin á hendur
honum hófst hefur hann margsinnis
sakað Svía um rasisma í sinn garð,
en jafnframt sagt að málaferlin
væru runnin undan rifjum keppi-
nauta sinna. Hann hótaði meðal ann-
ars að brenna sænskt vegabréf sitt
að málaferlum loknum.
Tito Beltran söng hlutverk Edg-
ardos í Luciu di Lammermoor í Ís-
lensku óperunni árið 1992. Jón Ás-
geirsson skrifaði um sýninguna og
sagði: „Söngur Beltran í síðasta at-
riði óperunnar var, ásamt geðveik-
isatriðinu hjá Luciu, einn af há-
punktum óperunnar og þar sýndi
þessi ungi söngvari, að hann er lík-
legur til stórra verka.“
Óperan Tito Beltrán og Sigrún
Hjálmtýsdóttir í Luciu di Lamm-
ermoor í Íslensku óperunni 1992.
Tito Beltran
fékk tveggja
ára dóm
Carola meðal vitna
TOLKIEN Trust, góðgerðar-
stofnun sem hefur umsjón með dán-
arbúi rithöfundarins JRR Tolkien,
hefur höfðað mál á hendur fram-
leiðanda kvikmyndanna sem gerð-
ar voru upp úr Hringadróttinssögu
og hótar því að koma í veg fyrir
gerð kvikmyndar upp úr bókinni
Hobbitanum.
Ástæðan er sögð sú að framleið-
andi Hringadróttinssögu, New Line
Cinema, hafi ekki greitt dán-
arbúinu þann hluta hagnaðar af
myndinni sem um hefði verið sam-
ið. Tolkien Trust og bókaútgáfan
Harper Collins, sem gaf bókina
fyrst út, segir New Line Cinema
ekki hafa greitt krónu af hagn-
aðinum af myndunum. Tolkien
Trust krefst 150 milljóna dollara
greiðslu frá New Line Cinema.
Hobbitinn
í hættu
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÚT VIL ek – er íslensk list í útrás?
er yfirskrift málþings sem Útflutn-
ingsráð Íslands efnir til á morgun í
samvinnu við Bandalag íslenskra
listamanna, BÍL. Verður þar rætt
um hvernig auka megi samstarf
lista- og viðskiptalífs og gagnkvæma
þekkingu til að mynda hagstæð út-
rásartækifæri.
Forseti BÍL, Ágúst Guðmunds-
son, segir Íslendinga gera sér grein
fyrir því almennt að íslensk list sé í
útrás en málþinginu sé ætlað að
varpa ljósi á frekari útrásarmögu-
leika. „Það er ansi margt að gerast
víða. Við vitum að það hafa aldrei
verið þýddar eins margar íslenskar
skáldsögur og nú á tíðum. Nú vitum
við um þessa tónlistarmenn sem
hafa náð fótfestu úti í heimi, o.s.frv,“
segir Ágúst. „Við lifum bara í heimi
sem hefur talsvert breyst á und-
anförnum áratug eða svo og sam-
skipti Íslendinga við umheiminn eru
orðin miklu, miklu meiri og þetta
endurspeglast hjá okkur og kannski
löngu kominn tími til þess að við tök-
um upp umræðuna.“
Augun opnuð
Hvað varðar möguleika á frekari
samvinnu eða samstarfi viðskipta-
og listalífs segir Ágúst engar
ákveðnar hugmyndir uppi á borðinu
en þingið sé einmitt til að varpa slík-
um hugmyndum fram og ræða þær.
Ágúst segir listir t.d. oft spunnar inn
í vörukynningar fyrirtækja á er-
lendri grundu. „Við spyrjum okkur
kannski að því hvort ekki sé hægt að
gera þetta með markvissari hætti og
þarna er nú leitað til Dana sem hafa
raunverulega gert það. Þeir hafa
gert ákveðið, markvisst átak í því að
koma danskri list á framfæri við um-
heiminn.“
Ágúst vonast til þess að allir opni
augun fyrir þessum möguleika, bæði
listamenn og fulltrúar atvinnulífsins.
Hann trúi því að slíkt samstarf sé
öllum hollt, allir græði á því, við-
skipta- og listamenn eigi samleið.
„Auðvitað kemur þetta líka inn á það
að einkaaðilar eru farnir að skipta
sér miklu meira af listinni, farnir að
koma miklu meira inn sem stuðn-
ingsaðilar og áhugafólk um listalíf.“
Ágúst segir enga einangr-
unarstefnu í gangi hjá íslenskum
listamönnum, þeir leiti í síauknum
mæli til fyrirtækja, t.d. banka. Hann
tekur undir þær vangaveltur að það
sé af sem áður var þegar ekki mátti
nefna viðskipti og listir í sömu setn-
ingu. Hinn augljósi tilgangur þings-
ins sé að efla slíkt samstarf.
Framsögumaður á fundinum á
morgun verður Darriann Riber, ráð-
gjafi á alþjóðasviði listaskrifstofu
danska ríkisins, sem vinnur að því
markvisst að koma danskri list á
framfæri í öðrum löndum auk þess
að efla danska menningu þar al-
mennt, t.d. með dönskukennslu.
Riber segir stuðning ríkisins
vissulega mikinn í Danmörku við
listir og menningu og þá útflutning
um leið, rótgróin hefð sé fyrir hon-
um í landinu. Danska ríkið verji ár-
lega, í menningu og listir almennt,
jafnvirði um fjögurra milljarða doll-
ara, um 275 milljörðum íslenskra
króna. Þá sé talinn með rekstur
bókasafna, listasafna o.fl. Riber seg-
ist ætla að fjalla á málþinginu um
reynslu Dana af því að styðja við
listir á alþjóðavettvangi, taka dæmi
um slíkan stuðning og menning-
arlega samvinnu við önnur ríki og
margt fleira.
Riber segir danska listamenn vilja
láta líta á sig sem alþjóðlega lista-
menn, þeir vilji ekki veifa danska
fánanum hvert sem þeir fari. Spurð
að því hvað Íslendingar geti lært af
Dönum í útflutningi og kynningu á
danskri menningu og listum segir
Riber danska fyrirkomulagið ekki
endilega henta Íslendingum. Danskt
lista- og menningarlíf sé miklu um-
fangsmeira og flóknara, enda þjóðin
margfalt stærri, danskar menning-
arstofnanir dreifðar víða um heim
með margþætt starf, t.d. dönsku-
kennslu. Íslendingar geti þó kynnt
sér dönsku aðferðina og séð hvort
hún hentar þeim.
Vilja ekki auglýsa beikon
Um aðkomu og stuðning fyr-
irtækja sem tengjast ekki listum
með neinum hætti segir Riber að
öllu skipti með hvaða hætti stuðn-
ingurinn eða fjárfestingin sé, með
hvaða formerkjum fjármagn sé sett í
lista- og menningarstarfsemi.
„Ég held að það skipti í sjálfu sér
ekki eins miklu hvaðan peningarnir
koma heldur frekar með hvaða skil-
yrðum þeir eru gefnir,“ segir Riber.
Það viti ekki á gott ef fyrirtæki setji
listamönnum ströng skilyrði, lista-
menn séu „ekki alltaf til í að auglýsa
beikon“, eins og Riber orðar það.
Þeir verði að njóta sjálfstæðis þó
þeir hafi þegið styrk eða gert samn-
ing við fyrirtæki.
Riber segir stórfyrirtæki vissu-
lega veita listum stuðning í Dan-
mörku, t.d. banka og bjórframleið-
andann Carlsberg. Samstarf
einkafyrirtækja og listamanna ætti
að vera báðum til hagsbóta en auð-
vitað geti fyrirtæki í einhverjum til-
fellum farið illa út úr samstarfi við
listamenn. „Það er ekki alltaf hægt
að stjórna listamönnum, þess vegna
kunnum við svo vel við þá,“ segir
Riber og hlær innilega.
Útflutningsráð og BÍL standa að málþingi um útrás íslenskrar listar
Miklir útrásarmöguleikar
Árvakur/ ÞÖK
Jeff Who? Hljómsveitin er ein fjölmargra íslenskra sveita sem hlotið hafa styrk frá Reykjavík Loftbrú, verkefni
Icelandair og Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn er að styrkja tónlistarfólk, höfunda/tónskáld og útgefendur.
Skoðað hvernig
Danir fara að
Í HNOTSKURN
» Meginhlutverk Útflutnings-ráðs er að auðvelda íslensk-
um fyrirtækjum að selja vörur
sínar, þjónustu og þekkingu er-
lendis. Það var stofnað árið 1986.
» Bandalag íslenskra mynd-listarmanna, BÍL, er banda-
lag félaga listamanna úr hinum
ýmsu listgeinum. Tilgangur BÍL
er fyrst og fremst að styðja vöxt
og viðgang íslenskra lista, bæði
innanlands og utan og gæta
hagsmuna íslenskra listamanna,
efla með þeim samvinnu og sam-
stöðu. ♦♦♦
JÓN Karl Ólafsson verður fund-
arstjóri á morgun en hann er fyrr-
verandi forstjóri Icelandair og situr
m.a. í stjórn útflutningsráðs Ís-
lands. Icelandair hefur tekið þátt í
ýmsum verkefnum sem snerta út-
rás íslenskra listamanna, m.a.
Reykjavík loftbrú.
Einar Bárðarson, oft nefndur
umboðsmaður Íslands, mun segja
stuttlega frá kynningu á Garðari
Thór Cortes tenórsöngvara í Bret-
landi og fleiri verkefnum sem hann
hefur komið að sem umboðsmaður.
Kristján Björn Þórðarson, mynd-
listarmaður og hönnuður, gegndi
eitt sinn stöðu framkvæmdastjóra
Kling&Bang-gallerísins og mun
m.a. tala um samstarf gallerísins
við einkaaðila og útrásarverkefni
þess. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð-
leikhússtjóri segir frá áformum
Þjóðleikhússins um að setja leik-
sýningar upp í öðrum löndum og út-
rás íslensks leikhúslífs almennt.
Halldór Guðmundsson bókaút-
gefandi og rithöfundur hefur mikla
reynslu af sölu íslenskra bóka til út-
gáfu erlendis og miðlar þeirri
reynslu á fundinum.
Darriann Riber tekur fyrst til
máls og svo fyrrnefndir fulltrúar
hver á fætur öðrum. Að því loknu
fara fram pallborðsumræður.
Málþingið fer fram í Húsi at-
vinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð,
og stendur frá kl. 15 til 17. Skrán-
ing fer fram í síma 511 4000 eða ut-
flutningsrad@utflutningsrad.is.
Dagskrá
málþingsins