Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 5

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 5
Ertu að byggja? Vantar þig steypu? Bakkabraut 9 · 200 Kópavogur ·Sími: 414-7777 · Fax: 414-7779 · borg@evborg.is · www.evborg.is Hr ing br ot BORG hefur tilskilin leyfi Í ljósi fjölmiðlaumræðu síðastliðinna daga vill Einingaverk- smiðjan Borg ehf. benda á eftirfarandi: · Fyrirtækið er með starfsleyfi til ársins 2011. Ágreiningur við Heilbrigðiseftirlitið snýst um það hvort leyfið nái til þess að dreifa steypu í samkeppni við fyrirtækin BM Vallá og Mest. Sá ágreiningur er nú í meðferð hjá þar til bærum yfirvöldum. · Íbúar í nágrenni við starfsstöð fyrirtækisins hafa mótmælt starfseminni vegna mengunar og hávaða. Það skal tekið fram að skv. fasteignamati ríkisins búa þessir íbúar í iðnaðar- húsnæði. Þá má einnig taka fram að hafnarsvæðið á Kárs- nesi er skilgreint sem iðnaðar- og hafnarsvæði í aðalskipu- lagi Kópavogsbæjar. · Því hefur verið haldið fram að Einingaverksmiðjan Borg hafi geymt steyptar einingar í leyfisleysi á lóð Kópavogsbæjar. Hið rétta er að fyrirtækið var með svæðið á leigu af Kópa- vogsbæ en var sagt upp samningi með aðeins 20 daga fyr- irvara. Unnið hefur verið að því síðan að tæma svæðið í fullu samráði við hafnaryfirvöld. BORG hóf starfsemi í upphafi ársins 2005. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 90 manns við framleiðslu, sölu og dreifingu for- steyptra húseininga og steinsteypu. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður og hefur framleiðsla og þjónusta fyrirtækisins fengið góðar viðtökur viðskiptavina. Félagið leggur áherslu á gæði, áreiðanleika og heildarlausnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.