Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 11 ALÞINGI Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er mikil- vægt fyrir þann samningaferil, sem er að fara í gang á sviði lofts- lagsmála á vegum Sameinuðu þjóð- anna, að íslensk stjórnvöld fari af stað með skýrar hugmyndir um hvert skuli stefna. Það er mjög mikilvægt að menn haldi til haga árangri Íslands í loftslagsmálum sem íslensk stjórn- völd fengu viðurkenndan í samn- ingaferlinu að Kyoto-samkomulag- inu 1995-97 varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku og hið svo- kallaða íslenska ákvæði.“ Þetta segir Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, í samtali við Morgunblaðið. Pétur flutti erindi á morgunverðar- fundi SA um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum sl. föstudag. Pétur segist telja að íslenska ákvæðið geti ekki einungis verið hugsað til fimm ára, þ.e. fyrir tíma- bilið frá 2008 til 2012, heldur hljóti eitthvað sambærilegt að gilda í fram- haldinu. Auknar kröfur um betri orkunýtingu tækja Á ráðstefnunni ræddi hann um áhrif hins svokallaða Balí-vegvísis á íslensk fyrirtæki ásamt því að draga upp mynd af því hvert stefnir í lofts- lagsmálunum á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Auk Péturs flutti Jón Ingimarsson verkfræðingur erindi á fundinum um aðdragandann að Kyoto-samkomu- laginu og hvernig unnið var að því að fá viðurkenningu alþjóðasamfélags- ins á árangri Íslendinga í loftslags- málum. Pétur sat fyrir hönd SA loftslags- ráðstefnu SÞ á Balí og kom fram í máli hans að það væri viðurkennt af atvinnulífinu að hlýnun jarðar væri óumdeilanleg, að sú hlýnun stafaði að öllum líkindum af starfsemi manna en unnt væri að takmarka út- streymi gróðurhúsalofttegunda með margvíslegum hætti. Pétur segir einnig að ljóst sé að allar atvinnu- greinar ættu eftir að finna fyrir auknum kröfum á sviðið loftslags- mála, t.d. kröfum um betri orkunýt- ingu tækja. Samgöngur yrðu fyrir áhrifum af þessum völdum og kol- efnisskattar yrðu teknir upp í ein- hverri mynd. Breytingar á flestum sviðum yrðu hins vegar hægar. Pétur segir í samtali við Morgun- blaðið, að í dag sé í reynd alþjóðlegur pottur útstreymisheimilda sem ríki geta sótt í ef einhver tiltekin verk- efni uppfylla skilyrði sem sett eru. Mjög mikilvægt sé að árangur sá sem Íslendingar hafa náð verði við- urkenndur áfram, vegna þess að það tryggi að menn geti haldið áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkulindir eins og það samræmist umhverfis- og efnahagslífinu að öðru leyti, án þess að reka sig upp undir eitthvert þak. Þetta verði kleift á svipaðan hátt og önnur ríki geta flutt út sínar orkuauðlindir í formi olíu, kola eða gass. „Við höfum engan annan möguleika en breyta okkar orkulind- um í einhverjar afurðir sem fluttar eru út,“ segir hann. „Viðræðurnar um loftslagssamn- inginn snúast ekki um náttúruvernd eða einstakar virkjanir hér á landi heldur er þarna fyrst og fremst um að ræða hagsmunagæslu til að halda óskoruðum yfirráðum yfir orkulind- unum,“ segir Pétur. Brýnt að halda íslenska ákvæðinu  Loftslagsmálin munu hafa áhrif á öll fyrirtæki í framtíðinni, segir Pétur Reimarsson, forstöðu- maður hjá SA  Mikilvægt er að Íslendingar hafi óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni Pétur Reimarsson Árvakur/Ómar Áhrif Samgöngur verða fyrir áhrifum af auknum kröfum á sviði loftslags- mála, m.a. um betri orkunýtingu, og kolefnisskattar verða teknir upp. SÉRSTÖK reykherbergi verða leyfð á veitinga- og skemmtistöðum ef frumvarp sem Jón Magnússon, þing- maður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi, ásamt átta þing- mönnum Sjálfstæðisflokks, Frjáls- lyndra og Framsóknar, verður sam- þykkt. Samkvæmt frumvarpinu mætti reykherbergi aðeins vera minnihluti af rými staðarins, gestir eiga ekki að þurfa að ganga þar um og ekki mætti vera veitinga- eða þjónustusala þar inni. Flutningsmenn segjast í greinar- gerð vera sammála markmiðum tób- aksvarnarlaga en að spurning sé hversu langt eigi að ganga í að setja lög um hegðun og lífsvenjur fulltíða einstaklinga. „Sem betur fer hefur hlutfall þeirra sem reykja farið minnkandi og vonandi heldur sú þró- un áfram. Samt sem áður verður að virða rétt þeirra sem reykja tóbak þó að þeir séu í minni hluta,“ segir í greinargerðinni en einnig er gert ráð fyrir að starfsfólk þurfi ekki að fara í herbergin meðan reykt er þar inni. Enginn þurfi því að dvelja í slíkum herbergjum nema með eigin vilja. „Fortakslaust bann við því að koma upp sérstökum reykherbergj- um á veitinga- og gististöðum er óþarflega ströng regla og fyrst og fremst fallið til þess að setja þeim sem vilja reykja íþyngjandi skilyrði og þeim sömuleiðis sem stunda veit- ingarekstur og vilja láta alla við- skiptavini sína njóta góðrar þjón- ustu,“ segir í greinargerðinni. Árvakur/Golli Úti er fönnin köld Reykingafólk þarf ekki að vera úti í kuldanum ef frumvarp Jóns verður að lögum. Reyk- herbergi á bari? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KJARASAMNINGAR verða von- andi leiddir til lykta á næstu dögum og ríkisstjórnin mun hafa aðkomu að þeim þegar samningsaðilar eru til- búnir að leita til hennar. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsæt- irsráðherra, í utandagskrárumræð- um á Alþingi í gær. Guðjón Arnar Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, var málshefjandi og vildi vita hvað rík- isstjórnin hygðist gera til að kjara- samningar gætu náðst. „Háir stýri- vextir áfram eru staðreynd, að því er virðist, og verðbólgan er ekki til þess að auðvelda gerð almennra kjara- samninga,“ sagði Guðjón og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, tók í sama streng. „Verðbólgudraug- urinn er stærsta vandamál þessarar ríkisstjórnar og hún hefur ekki tekið á honum,“ sagði Guðni og bætti við að það væri hættulegt að ráðherrar byðu einni stétt kauphækkun í dag og annarri á morgun. Lægstu laun hækkuð Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði sinnuleysi ríkis- stjórnarinnar í kjaramálunum ekki hafa farið framhjá neinum. „Ríkis- stjórnin sjálf hlýtur að hafa einhverj- ar meiningar um það hvernig t.d. hún vill sjá launastrúkturinn í sam- félaginu þróast,“ sagði Steingrímur. Geir sagðist hins vegar hvorki geta sagt né vilja segja til um hvert innihald aðkomu ríkisstjórnarinnar yrði. „Það er ekki eðlilegt að ætlast til þess en auðvitað koma lagabreyt- ingar og önnur efnisatriði til umfjöll- unar og umræðu hér á Alþingi þegar þar að kemur,“ sagði Geir og bætti við að hið jákvæða við þessa samn- inga væri að bæta ætti kjör þeirra lægstlaunuðu og einkum þeirra sem ekki hefðu notið launaskriðsins á al- menna vinnumarkaðinum. „Það, að geta náð slíku fram í góðu samkomu- lagi […] án þess að þeir sem meira hafa borið úr býtum mögli sérstak- lega yfir því er alveg ótrúlega já- kvæð niðurstaða, ef hún næst,“ sagði Geir H. Haarde. Verðbólgudraugur til vansa í samningum Stjórnvöld koma líkast til að kjarasamningum á næstu dögum GJÖRBYLTA þarf þeim forsendum sem liggja að baki kjarasamningum kennara og hætta að meta sérfræði- þekkingu þeirra í mínútum og sek- úndum, sagði Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. „Kennarastéttin á að vera vel launuð og það á að meta sér- fræðimenntun hennar til jafns á við sérfræðimenntun annarra stétta í landinu,“ sagði Ragnheiður og árétt- aði jafnframt að til stæði að lengja kennaramenntun og það kallaði að sjálfsögðu á launabreytingar. Yfirlýsingakapphlaup Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, gerði kjör kennara að umtalsefni og vildi heyra hver stefna Samfylkingarinnar væri í þeim efnum. „Í stefnuskrá Sam- fylkingarinnar fyrir síðustu kosning- ar sagði m.a. að það ætti að bæta launakjör hefðbundinna kvenna- stétta,“ sagði Valgerður og spurði hvað flokkurinn hygðist gera nú þeg- ar hann væri í ríkisstjórn. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði það bjargfasta skoðun sína að gera þyrfti betur við kennara. Í stjórnarsátt- málanum væri skýrt kveðið á um að endurmeta þyrfti kjör kvenna sem starfa hjá hinu opinbera. „Ég hef lengi kallað eftir meiri og fleiri pen- ingum í menntakerfið,“ sagði Ágúst. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, varaði hins vegar við því að ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna færu í kapphlaup um að tilgreina stéttir sem ættu að fá meiri laun en aðrar. „Verkalýðshreyfingin ræður ekki við það í sínum röðum að gera kjara- samninga sem taka ákveðnar stéttir út úr og færa þeim meiri kauphækk- anir,“ sagði Kristinn og bætti við að það ættu allir að vita. Sérfræðiþekking ekki í mínútum og sekúndum Árvakur/Ómar Meiri menntun Lengri kennaramenntun kallar að sjálfsögðu á launabreyt- ingar hjá kennurum, sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi í gær. Gera þarf betur við kennara, segir Ágúst Ólafur Jarðgöng til Eyja? Samgöngur til Vestmannaeyja voru ræddar á Alþingi enn á ný í gær en Bjarna Harðarsyni, Framsókn, þótti mikil óvissa vera uppi þar sem samgöngu- ráðherra hefði sagt að ráðist yrði í Bakkafjöruhöfn en fjármálaráð- herra að sama skapi lofað að rannsóknum vegna mögulegrar jarðgangagerðar yrði lokið á næstunni. Óskaði Bjarni svara frá Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur, formanni samgöngu- nefndar, um stefnu stjórnarflokk- anna í málinu. Steinunn sagði liggja fyrir að bæta ætti samöngur til Eyja með því að byggja upp við Bakka og bæta skipa- ferðir með Herjólfi. Hún gæti ekki tjáð sig um yfirlýsingu fjármálaráð- herra en að stefna ríkisstjórnarinnar og samgönguráðherra lægi fyrir. Bjarni vildi hins vegar ekki slá jarð- göng út af borðinu og í sama streng tók Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, sem taldi styttast í þau með hverjum deginum. Samráð við almenning Almenningur mun taka meiri þátt í gerð skipulags og samráðsaðilar koma fyrr að ferlinu samkvæmt frum- varpi Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur umhverf- isráðherra til skipulagslaga en hún mælti fyrir því á Alþingi í gær. Einnig er kveðið á um að ríkisvaldið vinni að sérstakri landsskipulag- sáætlun og að með henni verði unnið að sjálfbærri þróun. Teknir í tollinum Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæð- isflokki, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu margir Íslendingar voru teknir með of mik- inn varning við komu til landsins á síðasta ári. Ferðamenn mega hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir allt að 46 þúsund krónum en verðmæti hvers hlutar má ekki vera meira en 23 þúsund kr. „Hve háar upphæðir greiddu viðkomandi í virðisauka- skatt annars vegar og sektir hins vegar?“ spyr Rósa jafnframt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.