Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 18
|miðvikudagur|13. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Þ
að veitir ekkert af að
berjast fyrir friði í þess-
ari veröld. Ég er að
höfða til hins betra
manns Bush forseta,
sem hefur kannski farið of lítið fyrir.
Ætli ég sendi honum þetta lag ekki
fljótlega,“ segir tónlistarmaðurinn
Ingólfur Steinsson glettnislega en
hann gaf nýlega út diskinn Mr.
President, þar sem hann syngur lag
sem er ákall til Bush Bandaríkja-
forseta um frið í heimi hér. Ingólfur
samdi textann og lagið upphaflega til
Ronalds Reagans árið 1983 þegar
hann var búsettur í San Francisco.
„Þá var stjörnustríðsáætlun í
gangi og mikil stríðsógn vofði yfir.
Fólk var virkilega hrætt þarna úti í
Bandaríkjunum. Manni var ómótt og
hjá mér fékk þetta útrás við að semja
þennan texta sem snerist um kalda
stríðið og Rússana og hvort ekki ætti
að snúa sér að einhverju frið-
samlegra en að safna upp kjarn-
orkuvopnum,“ segir Ingólfur sem
söng lagið nokkrum sinnum úti í
Bandaríkjunum á síðhippahátíðum.
Góðlátleg áminning
Síðan liðu árin og nú, mörgum ár-
um seinna, áttaði Ingólfur sig á að
textinn sem hann samdi til Reagans
forðum þurfti aðeins örlítillar breyt-
ingar við og þá átti hann erindi við
Bush eða hvern annan stríðsherra.
„Mér hefur alltaf þótt vænt um
þetta lag því ég samdi það í mikilli
þörf. En samt er létt yfir því. Þetta
er ekki svartnætti eða rosaleg ádeila,
heldur frekar góðlátleg áminning.“
Ingólfur segir að friðarhugsjónin
hafi vaknað hjá sér strax á unglings-
árum. „Ég er alinn upp í skugga Ví-
etnamstríðsins sem geisaði úti í
heimi. Og á þessum árum, sjöunda
áratugnum, reis mikil alda hjá ungu
fólki gegn stríði og ég var í þeim hópi
og varð fyrir miklum áhrifum.“
Krás í þjóðlegum anda
Ingólfur hefur samið tónlist við
eigin texta og annarra um árabil.
Hann byrjaði á því á áttunda ára-
tugnum þegar hann var í hljómsveit-
inni Þokkabót, þar sem hann spilaði á
gítar og söng. „Eftir að Þokkabót
hætti hélt ég áfram að semja vegna
þess að ég hafði gaman af því. En ég
spilaði ekki mikið af frumsömdu efni
fyrr en ég tók að fullu upp þráðinn
árið 2002 þegar ég gaf út diskinn
Kóngsríki fjallanna. Í fyrra kom svo
út annar diskur, Krás á köldu svelli,
en þessir diskar eru í þjóðlegum
anda, sérstaklega sá síðarnefndi.
Enskar þýðingar kvæðanna fylgja í
bæklingi. Rætur Krásarinnar teygja
sig allt til þeirra ára þegar við Stein-
grímur Guðmundsson bjuggum báðir
í Bandaríkjunum og styttum okkur
stundir við að syngja íslensk þjóðlög
og lékum undir á gítar og indverskar
tablatrommur. Við hljóðrituðum það
efni en ekkert varð af útgáfu fyrr en
2006.“
Einyrkjar leggja til töluverðan
hluta flóru í tónlist og ritlist
Ingólfur sinnir tónlistinni í frítíma
sínum en hann hefur líka skrifað
bækur. Árið 1995 gaf hann út fyrsta
bindi af skáldævisögu sem heitir
Undir heggnum.
„Það er uppvaxtarsaga blóma-
barns og gerist á Seyðisfirði. Ég gaf
líka út ljóðasafnið Frumkvæði og
barnabókina Flýgur fiskisagan, en
hún gerist í síldinni, enda óx ég úr
grasi í síldarbænum Seyðisfirði, sem
var mikið ævintýri á síldarárunum.
Svanhildur konan mín hefur sett
saman kennsluefni sem tengist
barnabókinni. Það er vistað á vefnum
okkar og notað af skólum víða um
land. Þeir kaupa bókina og fá vefefni
frítt.“ Ingólfur segir það vera heil-
mikið mál að gefa út sjálfur. „Sér-
staklega þegar kemur að dreifingar-
og kynningarmálum. Einyrkjar eiga
erfitt uppdráttar í útgáfu þar sem
fjármagn og einokun stjórna miklu.
Það er jafnvel erfitt að fá spilun
nema hafa gefið út hjá stórfyrir-
tækjum. En einyrkjar leggja til tölu-
verðan hluta flórunnar, bæði í tónlist
og ritlist, og því er áríðandi að þeir
fái að vera með.“
Nú er Ingólfur að vinna að diski
sem mun koma út á þessu ári, en þar
hefur hann samið lög við ýmis ljóð
Davíðs Stefánssonar. „Ég valdi texta
sem ekki hafa áður verið gerð lög við,
kvæði sem mér finnst syngjast vel,
og læt enskar þýðingar fylgja. Margt
af þessu er í þjóðvísnastíl, enda er ég
svolítið á þjóðlegu línunni,“ segir
Ingólfur sem kynntist ljóðum Davíðs
fyrst í gegnum móður sína.
„Hún var svo hrifin af honum eins
og margar ungar konur þá, hann var
svo óskaplega mikill kvennaljómi.
Þegar ég var lítill strákur var Davíð
alltumlykjandi. Mér er minnisstætt
þegar ég var fimm ára og mamma og
pabbi unnu í spurningaþætti í út-
varpinu sem hét Hver er maðurinn?
þar sem spurningarnar snerust um
Davíð. Þau fengu í verðlaun ritsafn
hans í skinnbandi sem ég svo erfði
seinna. En á hippaárunum þótti Dav-
íð púkó og borgaralegur. Á þeim
blómaárum leit ég því lítið í bæk-
urnar hans. Fyrir átján árum rakst
ég síðan á ljóð eftir hann í Lesbók-
inni sem heitir Á Dökkumiðum. Þá
rifjaðist Davíð bernsku minnar upp
fyrir mér og ég byrjaði að fitla við
gítarinn. Ég gruflaði meira og hann
opnaðist fyrir mér þessi gamli heim-
ur Davíðs eftir langt hlé. Þá fann ég
hvað mér þótti vænt um þessi kvæði,
hvað þau eru full af manngæsku og
höfðuðu til mín.“ Ingólfur er með ein-
valalið með sér í tónlistinni og má þar
nefna Ásgeir Óskarsson, Lárus
Grímsson, Vilhjálm Guðjónsson,
Harald Þorsteinsson og Reyni Jón-
asson. Auk þess syngja dætur Ing-
ólfs, þær Adda og Sunna, með hon-
um. Útgáfan Tunga gefur út, en þau
Ingólfur og Svanhildur Kr. Sverris-
dóttir standa á bak við hana.
khk@mbl.is
Fjölskyldan Dætur Ingólfs, þær Adda og Sunna, koma hér fram ásamt föður sínum og virðast ekki síður músíkalskar.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sköpun Tónlist hefur ævinlega verið hluti af lífi Ingólfs.
Ákall til
Bush og óð-
ur til Davíðs
Hann vill að Bush og aðrir stríðsherrar hætti öllu
ófriðarbrölti. Og hann er heillaður af heimi Dav-
íðs Stefánssonar. Allt kemur þetta fram í tónlist-
inni hans. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tón-
elskan friðarsinna.
Platan góða Háir herrar og keis-
arar fara misvel með vald sitt.
Mr. President-diskurinn er til sölu
hjá 12 tónum og Eymundsson í
Austurstræti. Auk þess er hægt
að panta hann hjá:
tunga@ismennt.is
www.tunga.ismennt.is
HAMSTRAR eru eitt eftirsóttasta
gæludýrið í Kína þessa dagana –
eftir að ár rottunnar gekk í garð
7. febrúar síðastliðinn
Að sögn eigenda gælu-
dýraverslana hefur eftirspurnin
aldrei verið meiri, raunar svo að
þeir anna henni varla og verðið
hefur þrefaldast. Vefmiðill BBC
hefur eftir kínverskum fjöl-
miðlum að hamsturinn kosti nú
um 30 yuan eða tæpar 300 krón-
ur.
Vinsældir þessa smávaxna nag-
dýrs má rekja til þess að árið í ár
er ár rottunnar og hamsturinn
þykir ásættanlegri sem gæludýr
en rottan sjálf, sem suma raunar
hryllir við.
„Það fer slæmt orð af rottum
og músum, en hamstrar eru blíð-
lyndir. Maður getur haldið þeim í
hendinni og leikið við þá,“ segir
Xinhua-fréttastofan.
Hamsturinn er þó ekki einn um
að njóta vinsælda þessa dagana,
því aukin eftirspurn er einnig eft-
ir öðrum áþekkum dýrum, til
dæmis íkornum og chinchilla-
nagdýrum, þó ekki séu þau jafn-
vinsæl.
Þannig hefur Xinhua-frétta-
stofan eftir einum föður: „Mig
hefur alltaf langað til að gefa
syni mínum lítið dýr og hamstur-
inn virðist vera rétta dýrið. Með
því að annast um gæludýr þá
mun sonur minn læra að sýna
samúð og annast um dýr.“
Hamstraæðið er þó ekki bara
af hinu góða að sögn sérfræðinga
sem hafa varað við að hamstr-
arnir hafi beittar tennur líkt og
önnur nagdýr og í sumum til-
fellum kunni þeir að bera með
sér hundaæði.
2008 – ár hamstursins?
Morgunblaðið/Kristinn
Nagdýr Hamsturinn er vinsæll í Kína þessa dagana.