Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 22

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVER ER ÁLSTEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR? Í Morgunblaðinu í gær var skýrtfrá því, að undirbúningur aðframkvæmdum við nýtt álver í Helguvík á vegum Norðuráls væri á lokastigi. Tilboð í kerskála álversins hafa verið opnuð og ljóst að leitað hefur verið eftir tilboðum frá þremur aðilum í lokuðu útboði. Talsmaður Norðuráls segir, að öflun tilboðanna sé liður í lokaundirbúningi þess að framkvæmdir hefjist við álverið. Þó eigi eftir að ljúka nokkrum þáttum áður en framkvæmdir hefjist. Fram kemur að sveitarfélögin á Suðurnesj- um leggi nú lokahönd á deiliskipulag verksmiðjusvæðisins. Mati á um- hverfisáhrifum sé lokið og þegar þetta tvennt liggi fyrir verði hægt að sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum. Þá kemur fram, að umsókn um starfsleyfi fyrir álverið hafi legið inni í Umhverfisstofnun í tvo mánuði. Ekki verður betur séð en undir- búningur að framkvæmdum við þetta álver sé á fleygiferð. En hefur rík- isstjórnin tekið afstöðu til þess, hvort bygging fleiri álvera sé æskileg og, ef svo er, hvaða álver eigi að njóta for- gangs? Rökin fyrir byggingu álvers í Helguvík eru væntanlega þau, að efla þurfi atvinnustarfsemi á Suðurnesj- um eftir brottför varnarliðsins. Það eru sterk rök. En hvað um álverið við Húsavík? Hvar eru þau áform á vegi stödd? Það er ljóst að norðaustur- hornið frá Húsavík til Raufarhafnar er smám saman að deyja. Byggðin er að dragast saman, fólkinu fækkar o.sv. frv. Flest bendir til að Alcoa hafi fullan hug á að byggja álver við Húsavík. Eru samningaviðræður við Alcoa komnar á rekspöl? Hefur ríkisstjórn- in tekið afstöðu til þess, hvort hún telur æskilegt að þessi tvö álver verði byggð og hvað um það þriðja við Þor- lákshöfn? Er þetta kannski svo, að það sé ekki lengur á valdi ríkisstjórn- arinnar að taka ákvörðun af eða á um byggingu álvera? Eru sveitarfélögin kannski orðin mestu ráðandi í þeim efnum? Hver er afstaða umhverfisráðherr- ans, Þórunnar Sveinbjarnardóttur? Er hún fylgjandi byggingu tveggja til þriggja álvera eða er hún kannski alveg mótfallin slíkum framkvæmd- um? Hver er afstaða iðnaðarráðherr- ans? Mun hann beita sér fyrir bygg- ingu þessara álvera – eða hvað? Það er tímabært að skýrar línur komi frá ríkisstjórninni um þetta mál. Ekki fer á milli mála, að Suð- urnesjamenn sækjast eftir álveri í Helguvík. Húsvíkingar og íbúar norðausturhornsins hafa mikinn áhuga á byggingu álvers við Húsavík. Það er æskilegt að fá skýrar línur í álstefnu ríkisstjórnarinnar. Hefur hún markaða stefnu í þessum málum og, ef svo er, hver er sú stefna? JAFNRÉTTISFORDÆMI KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hef-ur stigið mikilvægt skref. Sam- þykkt jafnréttisstefnu sambandsins markar tímamót og gæti skapað for- dæmi í íþróttahreyfingunni allri og jafnvel víðar í þjóðfélaginu. Knatt- spyrna er vinsælasta íþrótt heims og nýtur ómældra vinsælda hér á landi. Þátttaka barna í íþróttum á borð við knattspyrnu er mikilvæg og þau geta búið að henni alla ævi – bæði stelpur og strákar. Því er brýnt að ekki fari á milli mála að báðum kynjum sé gert jafnhátt undir höfði í íþróttum. Stefnan hefur greinilega verið vandlega undirbúin. Hjá KSÍ kemur fram að hún sé byggð á gildandi lög- um hér á landi og mannréttindasátt- málanum, sem Ísland eigi aðild að. Markmiðið er að allir knattspyrnu- iðkendur geti stundað íþróttina „óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litar- hætti, kynhneigð, efnahag, búsetu, ætterni og stöðu að öðru leyti“. Silja Bára Ómarsdóttir, fulltrúi Femínistafélags Íslands, fagnar áætluninni í Morgunblaðinu í dag og hrósar því sérstaklega að henni fylgi aðgerðaáætlun, sem sýni að KSÍ sé alvara: „Á vinnumarkaði vantar oft að slíkt sé gert sem vill leiða til þess að jafnréttisáætlanir verða aldrei meira en formleg plögg sem hvorki eru lifandi né virt.“ KSÍ hyggst meðal annars leggja áherslu á að jafnréttissjónarmiða verði gætt í hvívetna í starfi sam- bandsins og allir hafi sömu tækifæri; að í starfi KSÍ verði gætt jafnréttis við skipun í stjórnir, ráð og nefndir á vegum þess og við ráðningu starfs- fólks; að veita þeim einstaklingum sem valdir eru til verkefna á vegum KSÍ jöfn tækifæri og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknalið- um við útdeilingu æfingatíma. Meira mætti telja. Jafnréttisáætlun KSÍ dettur ekki af himnum ofan og sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að gera körlum hærra undir höfði en konum. Þegar Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns KSÍ sagði hún: „Annað er þó verra og það er hvernig staðið hef- ur verið að kvennaknattspyrnu á landinu undanfarin ár. Kvennalands- liðið, sem hefur staðið sig með sóma á alþjóðavettvangi, hefur fengið skammarlega lítinn stuðning. Sama má segja um úrvalsdeild kvenna en skemmst er að minnast umræðu um skiptingu verðlaunafjár milli kvenna- og karladeildarinnar. Meðan ástand- ið er svona hjá bestu knattspyrnu- konum landsins er augljóst að ekki er vel hlúð að þeim sem yngri eru. Í þessum efnum þarf eina allsherj- ar tiltekt.“ Margt hefur breyst í rétta átt í knattspyrnunni undanfarið og nú er tiltektin hafin fyrir alvöru. Jafnrétt- isáætlunin er KSÍ til sóma og verður vonandi fordæmi til eftirbreytni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Miklar verðhækkanir ámatvæla- og áburðar-verði að undanförnuhafa dregið athyglina svo um munar að auknu vægi vax- andi hagkerfa í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Ræðir þar eink- um um Kína, Indland, Brasilíu og Rússland, sem öll eru hægt og bít- andi að byggja upp geysistóra neyt- endamarkaði. Og eins og fram kemur í hnot- skurninni hér til hliðar eru uppi áætlanir um að stórauka mjólk- urneyslu í risaríkinu Kína. Slíkar fyrirætlanir krefjast mikils vatns, auðlindar sem þegar er af skornum skammti í Kína. Stjórnvöld reyna að gera sem minnst úr vandanum og líður um- ræða um þessi mál fyrir skort á töl- fræðilegum upplýsingum, líkt og um fórnarlömb mengunarinnar syðra. Þörfin fyrir innflutt korn er við- kvæmt mál, svo eitthvað sé nefnt. Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hefur verið offramboð á mat í þróuðum ríkjum og matur orðið veigaminni útgjaldaliður heim- ilanna. Aukin eftirspurn frá ofan- greindum ríkjum, einkum Kína, hátt olíuverð, áhersla á lífrænt elds- neyti og óhagstætt veðurfar hafa hins vegar breytt jöfnunni: Með til- komu milljarða manna í millistétt verður spurningin ekki hvort hægt verður að finna markaði fyrir mat- væli, heldur hvernig megi sjá öllum þessum fjölda fyrir nægu kjöti, mjólkurafurðum og jafnvel lífrænu eldsneyti. Eins og sjá má á grafinu hér til hliðar fjölgar mannkyni ört. Og ekki nóg með það, ef hinn mikli fjöldi tek- ur upp neysluhætti Vesturlandabúa og neytir kjöts í jafnmiklum mæli og gert er í dag þarf að lyfta grettistaki í framboði á vatni til ræktunar fóð- urs fyrir skepnurnar, eins og ráða má af línuritinu með pistlinum að neðan. Á hinn bóginn er talið svigrúm til að auka framleiðni í landbúnaði verulega og stórbæta vatnsnýtingu. Ekki er ofmælt þegar ful að órói sé á matvælamörkuð Matvælavísitala tímaritsins nomist í desemberbyrjun 20 sú hæsta síðan hún var teki ið 1845 og hafði þá hækkað þriðjung á árinu. Stofnunin International F licy Research Institute, IFP áætlar að sökum þess að fra muni ekki halda í við eftirsp muni verð á kornmeti hækk milli 10 og 20 af hundraði til 2015, spá Matvælastofnuna einuðu þjóðanna, FAO, ben ig til hækkana, matur og áb haldist dýr. Skepnur þurfa fóður, sem krefst ræktarlands, en alme ur eftirspurn eftir korni í þr arlöndunum staðið í stað síð en kjötneyslan tvöfaldast. Kína er ágætt dæmi. Árið borðaði meðalneytandi í Kín meðtaltali 20 kíló af kjöti á á talan komin upp í 50 kíló. Fræðimaðurinn Lester B vakti athygli á þessari þróu inni „Who Will Feed China? kom árið 1995, en hún var ö þræði röksemdafærsla fyrir Kínverjar myndu fyrr en sí þurfa að flytja inn matvæli, Japanir. Taldi hann Kínverja ekki geta orðið sjálfum sér næga og að þeir þyrftu að flytja in legt magn af korni, með tilh áhrifum á heimseftirspurn, arskorti í þróunarlöndum í Spurður um kenningu Br segist Martin Haworth, yfir stefnumótunar ensku bænd samtakanna, NFU, telja að sinn hafi í grundvallaratriðu Matarverðið mun og kjötneysla Kínv Á kjötmarkaðnum Svínakjötssali á markaði í Beijing fyrr í mánuð Í HNOTSKURN »„Ég á mér þann draum að all-ir Kínverjar, einkum börn, fái næga mjólk á degi hverjum.“ – Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. »Meðalmjólkurneysla á hvernKínverja á dag jókst úr 27 kílókaloríum 2002 í 43 kílókal- oríur 2005, eða í jafngildi 50 ml. »Neyslan eykst að meðaltalium 15 til 20 prósent á ári. »Stjórnvöld hafa sett stefnunaá 0,5 l neyslu á mann á dag. »Næstum allt nýtanlegt landfyrir landbúnað sem byggist á úrkomu og þarfnast ekki áveitu (0,7 gígahektarar) er nú notað undir beitiland. »Ef meðalkjötneysla í heimin-um nær meðaltalinu á Vest- urlöndum nú, sem er um 80 kíló, þá þarf að bæta við 2,5 gígahekt- urum ræktanlegs lands til að framleiða fóður fyrir skepnur. »Að því gefnu að fóðurfram-leiðsla fyrir skepnur aukist eru eftir 0,44 milljónir gígahekt- ara af mögulegu ræktarlandi fyrir korn og er helminginn af þessu landi að finna í Súdan, Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Kól- umbíu og Lýðveldinu Kongó. »Mörg þessara ríkja búa viðóstöðugt stjórnarfar. Aukin kjötneysla í Kína mun hafa áhrif á matarverð um allan heim. Baldur Arn- arson kynnti sér þró- unina í átt að hærra kjötverði. ÞAÐ HLJÓMAR líklega eins og kaflabrot í vísindaskáldsögu en er engu að síður staðreynd að Kín- verjar hafa á síðustu árum varið tugum milljarða króna í að fram- kalla regn, ef svo má að orði kom- ast, með aðferð sem á ensku nefn- ist „cloud-seeding“ og gengur út á að dreifa ögnum úr flugvél sem síð- an setjast í skýin og eiga þátt í að þétta vatnsgufuna svo hún falli til jarðar í formi regndropa. Blaðamaðurinn Fred Pearce gerir þetta að umtalsefni í bók sinni „When the rivers run dry: What happens when our water runs out?“ sem gefin var út 2006 og útleggja má á íslensku sem „Þegar árnar þorna: Hvað gerist þegar vatnið okkar gengur til þurrðar?“ Hefur hann þar eftir kínverskum veðurfræðingum að Kínverjar hafi varið um 250 milljónum Banda- ríkjadala, um 16,5 milljörðum króna, til þessa verkefnis á ár- unum 1995 til 2003. Segir þar að aðferðin hafi aukið úrkomu um 200 rúmkílómetra, eða sem nemur helmingi af rennsli Gulár á þeim tíma. Ekki fylgir sögunni hversu miklu fé hefur verið varið í slíkar aðgerðir undanfarin hagvaxtarár í Kína, þegar hagkerfið hefur vaxið um tíu af hundraði ár frá ári og nálgast óðfluga það bandaríska að umfangi. Hitt er ljóst að eftirspurnin eftir vatni eykst gríðarlega í Kína og í heimspressunni birtast reglulega fregnir af hinni gríðarlegu fram- kvæmd sem vatnsflutningar frá suðurhlutanum til Norður-Kína munu verða á næstu áratu hefur talan 4.000 milljarða fjörutíufaldur framkvæmd aður Kárahnjúkavirkjuna nefnd í því samhengi. Ekki veitir af vatninu í n hlutanum. Þær 540 milljón manna sem þar búa hafa a gang að 14% vatnsmagnsi inu og fer grunnvatnsstað ugt lækkandi. Almennt má segja að au neysla, hvers eðlis sem hú Verja tugum milljarða krón 89  :"  9    0  ) ") B + ) ") /  ) ") C, ") ? ") 5 ,' <") A* ,' <") !    "!   >   , D   '  Vandinn og lausnin Á myn svæðinu hefur vatnsstaðan tilgangur framkvæmdarin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.