Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 23 SKATTFRAMTALSGERÐ ein- staklinga hefst um næstu mánaða- mót en 1. mars verður opnað fyrir vefframtöl einstaklinga. Rafrænu framtalsskilin fara fram í gegnum vefinn skattur.is, sem opnaður var á seinasta ári. Undirbúningur fyrir framtals- gerðina gengur vel, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskatt- stjóra. ,,Það er ekki mikið um nýj- ungar en örlítil aukning í árituðum upplýsingum frá því sem hefur verið á fyrri árum. Nú munu menn t.d. árita flugvélaeign o.fl. Þetta er í góð- um gangi og við erum einnig að und- irbúa endurskilgreiningu og nýja framsetningu á vef ríkisskattstjóra, rsk.is. Þar munu koma fram betri og aðgengilegri upplýsingar en þar hafa verið. Flestir munu þó eftir sem áður skila framtölum sínum í gegnum skattur.is, sem er þjónustusíða fyrir skattstjórana.“ Yfir 90% skila rafrænt Þeim fækkar stöðugt sem telja fram til skatts á pappír að sögn Skúla Eggerts. Á síðasta ári not- færðu 90% framteljenda sér rafræn framtalsskil. Verulegur fjöldi ein- staklinga skilar hins vegar ekki framtölum og að sögn Skúla Eggerts er nú verið að leita leiða til að fækka þeim sem þarf að áætla á gjöld, m.a. með auknum auglýsingum. „Það voru allt í allt 18 þúsund aðilar sem ekki skiluðu framtali á síðasta ári. Töluverður hluti þeirra er útlending- ar. Það hefur verið í gangi vinna sem miðar að því að aðstoða þá t.d. með því að bæta leiðbeiningar og dreifa því sem kallað hefur verið einfalt framtal, á fleiri tungumálum en verið hefur. Vð munum senda út veflyklabréf til þeirra einstaklinga sem ekki eiga varanlegan veflykil. Auk þessa mun- um við senda út um 125 þúsund upp- lýsingarit vegna framtalsgerðarinn- ar, sem borin verða út á hvert heimili í byrjun mars. Við munum ekki dreifa almennu leiðbeiningunum inn á heimili heldur verða þær aðgengi- legar á netinu og á skattstofum.“ Ákveðið hefur verið að almennur frestur til að skila framtölum verði til 26. mars en framteljendur geta síðan sótt um frest á netinu og verður hann veittur tilviljanakennt til, í síð- asta lagi, 2. apríl. Stefnt er að því að innan fárra ára þurfi stór hluti framteljenda ekki að telja fram heldur verði framtölin árituð rafrænt, þ.e. forskráð. Leysa þarf úr lögfræðilegum álitamálum varðandi áritun slíkra framtala að sögn Skúla Eggerts. Þessu tengist líka útgáfa rafrænna skilríkja sem hefur lengi verið á döfinni en frestast og gengið illa að koma á. Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga 1. mars Reynt verður að fækka þeim sem ekki telja fram til skatts Árvakur/Kristinn Liðin tíð Þeim fækkar í sífellu sem skila skattframtölum sínum á pappír en rúmlega níu af hverjum tíu telja fram rafrænt á vefsíðu skattstofanna. Í HNOTSKURN »Framtalsfrestur er til 26.mars og þeir sem sækja um framlengingu gætu fengið frest til í síðasta lagi 2. apríl. »Um 18 þúsund framtelj-endur skiluðu ekki skatt- framtali á seinasta ári. »Pappírsframtölum fækkaren yfir 90% framteljenda telja fram á netinu. »Flestir eiga að vera meðvaranlegan veflykil. STEFNT er að því að á árunum 2011-2012 verði svo komið að stór hluti framteljenda þurfi ekki að skila skattframtölum heldur verði allar upplýsingar áritaðar (þ.e. forskráðar) á framtölin. Gera á tilraun í þessa átt strax á næsta ári. „Við ætlum að reyna að gera tilraun á næsta ári í tveimur skattumdæmum þar sem við mun- um útbúa framtal fyrir ákveðna hópa,“ segir Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri. Útbúa framtölin fyrir þá sem ekki hafa staðið í viðskiptum Ekki er endanlega frágengið hvernig að þessu verður staðið en um er að ræða einstaklinga sem hafa t.d. ekki staðið í viðskiptum með hlutabréf á árinu eða keypt eða selt fasteignir. „Við teljum að við getum útbúið framtal fyrir þetta fólk að svo miklu leyti sem áritun upplýsinga í viðkomandi umdæmi er ásætt- anleg og gengur vel,“ segir Skúli Eggert. Tilraun á næsta ári llyrt er ðum: s Eco- 007 var in upp ár- um Food Po- PRI, amboð purn ka um á l ársins ar Sam- ndir einn- burður m aftur ennt hef- róun- ðan 1980 ð 1985 na að ári, nú er Brown un í bók- ?“ sem út öðrum r því að íðar líkt og i mundu a um mat nn geysi- heyrandi og mat- kjölfarið. rowns rmaður da- ð kollegi um haft rétt fyrir sér, þótt ekki megi alhæfa um áhrifin á þróunarlöndin. Ha- worth segist einnig telja að mat- vælaverð muni um fyrirsjáanlega framtíð verða á bilinu 50-100% hærra en á síðustu tíu árum. Dagar ódýrra matvæla séu á enda. Kjötverðið mun fara hækkandi Hann telur einnig aukna eftir- spurn eftir kjöti frá Kína og öðrum ríkjum munu halda verði á kjöti og áburði háu. Kínverska stjórnin hafi þegar vikið frá þeirri stefnu að sporna gegn innflutningi á matvæl- um, viðskipti sem talin voru ganga gegn pólitísku sjálfstæði landsins. Fugla- og svínakjötsframleiðslan sé viðkvæm fyrir sjúkdómum eins og dæmin sanni. Ekki gangi lengur að stýra neysluvenjum fjöldans með jafnharðri hendi. Ólíklegt sé að al- menningur muni breyta neysluhátt- um sínum, líklegra sé að kjötið verði mun dýrara en nú í framtíðinni. Eftirspurnin eftir matvælum auk- ist mun hraðar en eftir öðrum vörum og að framboð verði aukið fara hækkandi verja aukast Reuters ðinum. Matvælaverð hefur farið hækkandi í Kína.  89  &"$ &"  ! &  ;<    <  <  < % ( (! (! !(% %( með nýrri tækni og rannsóknum, viðbrögð sem muni ekki ná að halda verðinu niðri. Tíu árum eftir útkomu bókar Browns hélt Zhou Guanghong, pró- fessor við landbúnaðarháskólann í Nanjing, erindi um kjötneyslu í Kína. Þar kom fram að árið 1980 hefði 28,6 milljónir tonna af kjöti verið framleiddar í Asíu, þar af um 52% í Kína. Tuttugu og fimm árum síðar hefði magnið verið komið upp í 109,9 milljónir tonna, þar af hefði 71% ver- ið framleitt í Kína. Svínakjöt er langstærsti hluti kín- verska kjötmarkaðarins, næst kem- ur fuglakjöt, langt á eftir, því næst nautakjöt, en kjöt af kindum og geit- um rekur svo lestina. Svínakjötsneyslan er gríðarleg, nam 47% af heimsneyslunni 2004. Á árunum 1980 til 2005 minnkaði hlutur svínakjöts í Kína úr 88,8% í 65%, fuglakjöts úr 5,1% í 18,6%, neysla nautakjöts jókst mjög, úr 2,1% í 9,3%, kindakjöts úr 3,5% í 5,7%. Með öðrum orðum: Vægi svínakjöts minnkar og neyslan er orðin fjölbreyttari. Straumur fólk frá sveitum til borga hefur að sögn Zhou stóraukið eftirspurn eftir matvörum sem eru unnar úr dýrum og gerir hann skýr- an greinarmun á hvort neytendurnir búa í sveitum eða borgum. Fyrr- nefndi hópurinn standi aðeins að baki 30% neyslunnar, þrátt fyrir að vera um 70% íbúafjöldans. Kjöt- neysla fólks í sveitum sé helmingi minni en þeirra sem búi í borgunum. 500 milljónir neytenda í Kína? Zhou segir stjórnvöld hafa brugð- ist við aukinni eftirspurn með bein- um niðurgreiðslum til bænda, skattafríðindum þeim til handa og með aukinni fjárfestingu í innviðum í dreifbýli landsins. Samfara efna- hagsþróun og auknum kaupmætti verði fæðuöryggi og gæði matvæla sífellt veigameiri í umræðunni. Vart þarf að taka fram að gífurleg við- skiptatækifæri felast í þessari þró- un, sífellt fleiri Kínverjar kaupa tilbúinn mat í stað þess að útbúa hann sjálfir, neyslubreyting sem skapar milljónir starfa. Tölur Zhou um stækkun neyt- endamarkaðarins fá hárin til að rísa á bakinu. Neytendur nú séu 195 milljónir manna, væntanlegir neyt- endur 260 milljónir og hinn stóri hópur sem þangað stefnir 845 millj- ónir. Árið 2020 verði hins vegar 500 milljónir manna í hverjum hópi! ugum og ar króna, dakostn- ar, verið norður- nir aðeins að- ins í land- ðan stöð- ukin ún er, þýði aukna vatnsnotkun. Iðnrekst- ur er vatnsfrekur sem og landbún- aður – hann tekur allt að 70% vatnsins í sumum ríkjum – og eftir því sem kjötneyslan eykst, þeim mun meira vatn þarf til að rækta fóður. Þess má sjá merki víða um heim að gengið hafi á vatnsforðabúr. Flæði Indusfljótsins hefur minnk- að um 90% síðustu 60 ár og árnar Amu Darya og Syr Darya renna ekki lengur í Aralhafið, áður fjórða mesta ferskvatnsforðabúr jarðar. Það sama er upp á ten- ingnum í Íran. Þar nemur oftaka vatns úr vatnsforðabúrum um fimm milljörðum tonna á ári, magn sem jafngildir um þriðjungi vatnsþarfar kornræktunar í land- inu. Í indverska ríkinu Tamil Nadu, þar sem 62 milljónir manna búa, eru vatnsból að þorna og jafnvel talið að 95% brunna hjá smábænd- um séu þornuð upp. na í að framkalla regn Reuters ndinni til vinstri má sjá uppþornaðan farveg Yangtzeárinnar í Wuhan, Hubai, en víða á n verið sú lægsta í 142 ár. Á þeirri hægri er unnið að Beijing-Shijiazhuang skurðinum, en nnar er m.a. að útvega nægt neysluvatn fyrir Ólympíuleikana í Beijing í ágúst. RANNSÓKNARNEFND umferð- arslysa telur í nýrri skýrslu sinni um rútuslys, sem varð í Bessa- staðabrekku í ágúst 2007, að orsök- ina megi rekja til þess að bremsur rútunnar hafi verið í ólagi. Þá var ástandi sæta, sætisfestinga og bíl- belta einnig mjög ábótavant að mati RNU. Alls slösuðust 16 manns af þeim 38 sem í rútunni voru. Rútan var á leið frá Kárahnjúk- um að Egilsstöðum þegar slysið varð, ofarlega í Bessastaðabrekku. Vegurinn þar liggur í kröppum beygjum og er 10% halli á honum. Fram kemur í skýrslu RNU, að samkvæmt ökuritaskífu var rútan á um 60 km hraða þegar bílstjóri kom í brekkuna og 38 km hraða þegar hún fór út af veginum. Þegar bílstjórinn kallaði að bíllinn væri hemlalaus greip um sig ótti hjá far- þegunum. Sumir þeirra stóðu upp og reyndu að komast út úr bílnum. Að minnsta kosti einn farþegi stökk út á ferð með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði. Þá stóðu margir í fæturna þegar rútan fór út af og köstuðust þeir framarlega í bílinn þegar hann stöðvaðist á klöpp utan við veginn. Við áreksturinn losnuðu fjórir sæt- isbekkir í hópbifreiðinni alveg og tólf færðust úr stað. Hafði ekki ekið rútunni fyrr Í skýrslunni kemur fram að bíl- stjóri rútunnar sé af erlendu þjóð- erni og hafði dvalið við vinnu á Kárahnjúkum í mánuð þegar slysið varð. Hann var með gild Hallinn á veginum er mikill og beygjurnar krappar. RNU óskaði eftir að Vegagerðin skoðaði þann möguleika að bæta umhverfi veg- arins við beygjuna, t.d. með mal- arpúða sem hægt væri að stýra bíl- um út á ef bílstjórar sæju ekki fram á að ná beygjunni. Hefur veg- haldarinn, Landsvirkjun, látið gera malarpúða á staðnum. RNU getur þess í skýrslu sinni að samkvæmt reglugerð um notk- un öryggisbúnaðar skuli bílstjóri eða leiðsögumaður í hópbifreið upplýsa farþega um notkun örygg- isbúnaðar auk þess sem táknmynd- ir eigi að vera í bílunum um skyld- ur farþega til að nota öryggisbelti. Af þessum sökum verði farþegar að geta gengið að því sem vísu að búnaðurinn sem þeir nota, sé í lagi að mati RNU. meiraprófsökuréttindi útgefin í Bretlandi en þetta var í fyrsta skipti sem hann ók þessum bíl Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir litla reynslu af akstri bílsins og akstri um Bessastaða- brekku hafi bílstjórinn gert rétt þegar hann valdi útafakstursstað og kom þannig í veg fyrir að bif- reiðin ylti. Að mati RNU er nauðsynlegt að skoða vandlega frágang sæta í þeim hópbifreiðum sem bílbeltum hefur verið bætt í á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum sem RNU hefur aflað hafa tvö önnur al- varleg umferðarslys orðið á þess- um umrædda stað í Bessastaða- brekku. Hefur nefndin fjallað um málið við Vegagerðina þar sem mikil þungaumferð er um brekk- una vegna virkjanaframkvæmda. Bremsurnar voru í ólagi Rútuslys Rútan var á leið frá Kárahnjúkum niður á Egilsstaði þegar slysið varð í Bessastaðabrekku. Alls slösuðust 16 manns af 38 í slysinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.