Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 27 stund með vinum og samstarfsfólki fyrr og nú, en svo fór að þessi kveðjustund varð jafnframt okkar síðasta. Ég þakka vináttu og sam- fylgd Páls og votta fjölskyldu og að- standendum samúð mína. Kristinn Andersen Kynni okkar Páls hófust árið 1968 þegar ég þá nýkominn frá námi hóf störf í hagdeild Pósts og síma sem Páll veitti forstöðu. Ég starfaði und- ir hans stjórn til loka ársins 1980 þegar hann lét af störfum og fór á eftirlaun. Páll hafði hafið störf hjá stofnuninni árið 1961 sem forstjóri hagdeildar og tók árið 1976 við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs sem hann gegndi til ársloka 1980. Hann var þannig einn af fram- kvæmdastjórum Pósts og síma í 20 ár sem þætti ekki lítið nú til dags. Það var gott að vinna með Páli. Hann var úrræðagóður og átti auð- velt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum sem nauðsynlegt er við stjórnun stórrar stofnunar. Hann skildi vel þörf landsmanna fyrir öfl- uga póst- og fjarskiptaþjónustu sem er í eðli sínu þannig að hún býður upp á stöðugar nýjungar og upp- bygging hennar tekur því aldrei enda. Sem fjármálastjóri Pósts og síma í mörg ár lagði hann sitt af mörkum til að fjármunir fengjust til þeirra verkefna sem áhersla var lögð á hverju sinni. Páll átti gott með að umgangast fólk og það kom sér vel fyrir yf- irmann starfsmannamála hjá stórri stofnun eins og Pósti og síma. Það var ekki síst vegna þess hve hrein- skiptinn og heiðarlegur hann var, menn vissu alltaf hvar þeir höfðu hann. Sá tími sem ég starfaði með Páli gaf mér mikið. Eftir að hann lét af störfum vorum við í reglulegu sam- bandi þótt nokkuð hafi dregið úr því hin síðustu ár. Alltaf var ánægjulegt að heyra í honum enda fylgdist hann vel með því sem var að gerast í þjóð- félaginu og hafði gjarnan skoðun á hlutunum. Ég þakka Páli samfylgdina og sendi Guðrúnu og börnum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson. Góður vinur okkar er fallinn frá. Páll Daníelsson kom mjög snemma að störfum fyrir fyrirtæki fjölskyldu okkar, Prentsmiðju Hafn- arfjarðar, eða í kringum 1950. Sá hann um bókhald og uppgjör fyr- irtækisins allar götur til ársins 2003. Þegar faðir okkar, Guðmundur Ragnar, lést árið 1962, langt fyrir aldur fram, reyndist Páll móður okkar Steinunni, og Árna bróður hennar, sem kom þá til starfa hjá fyrirtækinu, stoð og stytta og er vart hægt að sjá að þau hefðu getað haldið rekstrinum áfram án hans góðu leiðsagnar. Hann hafði yfir- burða þekkingu á stöðu og starfsemi Prentsmiðjunnar. Páll var framúrskarandi talnag- löggur maður og nákvæmur í öllu sem að bókhaldi laut og vandvirkur með afbrigðum. Árið 1996 tókum við systur við rekstri fjölskyldufyrirtækisins þeg- ar móðir okkar hafði dregið sig í hlé og Árni lét af störfum. Enn og aftur reyndist Páll sá klettur sem gott var að styðja sig við. Hann var okkur sannur vinur og leiðbeinandi og að- stoðaði okkur á alla lund og leysti farsællega margvísleg verkefni sem við bárum undir hann. Páll var mjög skemmtilegur mað- ur og frjór í hugsun fram á síðasta dag og var gaman að ræða við hann um málefni líðandi stundar. Hann fylgdist vel með og hafði sterkar skoðanir. Áttum við margar skemmtilegar samræður um pólitík og önnur mál sem hæst bar hverju sinni þegar hann leit inn hjá okkur á skrifstofunni í Prentsmiðjunni þeg- ar hann gekk hjá. Skipti þá engu máli hvort við vorum sammála eða ekki, en eitt gátum við alltaf samein- ast um, að vilja veg kvenna sem mestan. Sýndi það vel víðsýni Páls. Við kveðjum kæran vin með þakk- læti og virðingu. Guðrúnu, lífsförunaut Páls, börn- um þeirra og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ingibjörg, Guðrún og Guðmundur Magnús. Nú þegar Páll hefur kvatt fækkar í hópi minna gömlu og traustu vina. Kynni okkar voru orðin löng og ánægjuleg. Við hittumst í Reykjavík fyrir fimmtíu árum. Það var á fundi sjálfstæðismanna. Strax urðum við málkunnugir og fylgdumst hvor með öðrum eftir það. Við Páll vorum skoðunarbræður í öllum málefnum hversdagsins. Við- horf okkar til áfengis og fíkniefna var skýrt, lítið menningargildi þótti okkur samfara þessum eiturefnum. Blóðsporin og fórnir eftir Bakkus hvarvetna sýnilegar. Þegar Páll var í Áfengisvarnaráði ríkisins reyndist hann tillögubestur og næmur fyrir hvaða leiðir væru árangursríkastar gegn áfengisvandanum.Við Páll Daníelsson störfuðum í langa tíð fyr- ir Póst og síma, ég fyrir vestan, hann fyrir sunnan. Þá reyndi á góð- an samstarfsmann sem aldrei brást. Páll var ætíð viðbragðsfljótur, ráða- góður og athugull. Hann leysti margan hnútinn með lipurð og af ljúflyndi. Fyrir allt þetta stend ég í þakkarskuld við Pál. Eftir að við lukum störfum 70 ára gamlir héld- um við vináttunni við, heimsóttum hvor annan, rifjuðum upp gömul kynni og slógum á létta strengi. Páll átti auðvelt með að eygja það bros- lega í lífinu. Það var mikið ánægju- efni í hvert sinn að hitta Pál, þó ekki væri nema að rétta honum höndina í vináttuskyni. Fram á síðasta ár heimsótti ég hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Með þessum fáu þakk- arorðum vil ég kveðja minn trúfasta vin og óska honum velfarnaðar á nýjum akri. Minningin um hann er mér mikils virði og við hana orna ég mér. Börnum Páls og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Það er með söknuði að við sam- herjar Pálls V. Daníelssonar í Sjálf- stæðisflokknum í Hafnarfirði kveðj- um hann, á 93. aldursári. Sem ungur maður hóf Páll af- skipti af stjórnmálum og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á fyrri hluta síðustu aldar. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstöðum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Hafnarfirði, vann ötullega að félagsstarfi sjálfstæðis- fólks í bænum, starfaði í nefndum og ráðum bæjarins og var þar kjörinn bæjarfulltrúi. Páll var virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðunni fram á síð- asta dag. Hann lá ekki á skoðunum sínum og hugmyndum til okkar bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig bæta mætti hag Hafnar- fjarðarbæjar og íbúa hans. Páll fylgdist grannt með viðburð- um af vettvangi bæjarmála og þjóð- mála og lét ekki þverrandi sjón aftra sér frá að stinga niður penna og leggja orð í belg um þau málefni sem honum voru hugleikin. Eftir Pál V. Daníelsson lifir minn- ing um traustan samherja og góðan vin. Eftirlifandi eiginkonu Páls, Guðrúnu Jónsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldum, eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Haraldur Þór Ólason. Þegar góðir og traustir vinir kveðja kallar það fram góðar og hlýjar endurminningar. Þessar minningar eru dýrmætar vegna þess að þær eru vitnisburður um góð og gefandi samskipti manna á milli. „Hver endurminning er svo hlý“ var kveðið og sannlega má segja að sú sýn sem lífið dregur upp af langri samfylgd með Páli V. Daníelssyni sé lýsandi dæmi um hversu gefandi það er að eiga að góðan og traustan vin. Á langri ævi kynntist Páll fjöl- skrúðugum litbrigðum lífsins. Af æðruleysi og með jafnvægi hugans tókst hann á við það sem að höndum bar. Hann sigraðist á hörðustu raun og lét ekki bugast en naut jafnframt lífsgleðinnar af hógværð og virð- ingu. Páll og eiginkona hans Guðrún voru sem eitt. Löng samferð þeirra bar til þess síðasta vott um mikla gagnkvæma vináttu, virðingu og væntumþykju. Þeim var umhugað hvoru um annað eins og gjarnan er farið hjá þeim sem finna samhljóm í huga og hjarta, orði og gjörðum. Með Páli er horfinn hugumstór og heiðarlegur maður. Hann var sannur í lífshlaupi sínu. Engum duldust skoðanir hans og stefnu- festa. Hann átti sín baráttumál og eignaði þeim hugmyndir sínar og vann þeim fylgi af einlægni og ósér- hlífni. Einbeitni hans var einstök og ekki lét hann hrekjast af leið. Póli- tísk sannfæring hans stóð óhögguð í gegnum áratugina; andstaða hans gegn hvers konar vímuefnum er al- þekkt; atvinnu- og afkomumál þjóð- arinnar voru honum ofarlega í sinni og gjör rétt, þol ei órétt voru ein- kunnarorð sem áttu eðlislægan sess í lífi hans. Kæri vinur. Margs er að minnast við ferðalok. Langt og farsælt ævi- skeið er að baki. Kærar þakkir fyrir sanna vináttu og tryggð. Við sáran söknuð bætist þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Megi himnafaðirinn al- góði umvefja þig náð sinni og kær- leika. Kæra Guðrún og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við vitum að með Páli V. Daníelssyni hverfur til ann- arra stranda traustur lífsförunautur, faðir og afi. Minningin um hann verð- ur um ókomin ár leiðarljós þeirra sem unna heiðarleika og trú- mennsku. Guð veri með ykkur. Ellert Borgar og Erna. Páll V. Daníelsson er fallinn frá. Með honum er genginn einn af elstu forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði. Að þessu sinni verður ætt Páls ekki rakin umfram það, að hann var Húnvetningur, sem kom til Hafn- arfjarðar um 1940. Páll var mikill at- hafnamaður. Í Hafnarfirði beitti hann sér fyrir stofnun dráttarbraut- arinnar Drafnar og Byggingar- félagsins Þórs hf. Hann var fram- kvæmdastjóri beggja þessara fyrirtækja. Síðar gerðist hann starfsmaður og framkvæmdastjóri sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. Á þessum tíma var mikil útgáfa hjá sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði, sem meðal annars var fólgin í útgáfu blaðsins Hamars sem kom þá út hálfsmánaðarlega nema um hásum- arið. Því starfi gegndi Páll í sjö ár. Þá dreif hann sig, í kringum fertugt, í að ljúka námi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands. Leiðir Páls lágu síðan til Fram- kvæmdabanka Íslands og Pósts- og símamálastofnunar þar sem hann gegndi veigamiklum störfum uns hann hætti vegna aldurs. Páll var einn af áhugasömustu forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins um áratuga skeið. Hann var ósérhlífinn og óhemju vinnusamur. Hann átti sæti í bæjarstjórn og bæj- arráði. Eftir að hann hætti í bæj- arstjórn var hann þó áfram vara- maður og sat oft fundi. Hann var m.a. formaður fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar og beitti sér þar t.d. fyrir viðbyggingu Öldutúnsskóla og Víðistaðaskóla. Þá var hann formaður Fram, fé- lags sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Páll V. Daníelsson var einn af bestu samstarfsmönnum mínum í Sjálfstæðisflokknum og hann var fljótur til ef flokkurinn þarfnaðist hans. Mörg góð ráð og hugmyndir þáði ég frá honum í gegnum ótal símtöl. Saman sátum við og spjölluðum yfir kaffibollum og var Páll tíður gestur á heimili mínu. Nú þegar vegferð Páls vinar míns lýkur hér vil ég nota tækifærið og þakka honum vináttu og tryggð á liðnum árum. Með Páli er genginn mætur maður og góður vinur. Við Sigríður sendum Guðrúnu, börnum Páls og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Páls V. Daní- elssonar. Árni Grétar Finnsson. Eyjólfur Jónsson „sundkappi“ er geng- inn yfir móðuna miklu. Réttara væri þó að segja að hann hafi synt yfir móðuna miklu en það er sú myndlík- ing sem best á við um slíkan mann, því sundið var hans sérgrein og sér- stakt áhugamál enda sundmaður mik- ill og góður. Eyjólfur var glæsimenni sem eftir var tekið hvar sem hann fór, jafnt á varðgöngum í miðbænum sem á öðrum stöðum. Ég er einn af þeim heppnu lög- reglumönnum sem naut leiðsagnar Eyjólfs við upphaf starfs míns í lög- reglunni. Hann lagði manni ávallt gott til í starfinu, og það er staðreynd þegar sagt er að það að hafa kynnst slíkum manni sem Eyjólfur var séu forréttindi. Hann var ætíð tilbúinn til þess að aðstoða bæði okkur nýliðana og ekki síður borgarana. Hann var maður sem neytti ekki kraftanna fyrr en fullreynt var með orðin ein, en þá var líka fokið í flest skjól þess sem af- skipti voru höfð af. Eyjólfur var einn af þeim mönnum sem kallaðir eru „húmoristar“ og á því sviði naut hann sín fullkomlega. Þar sem hann var var sjaldan nein lognmolla, og oft var maður á góðum stundum inni á stöð í vafa hvort eitthvað sem hann aðhafð- ist eða sagði væri glens eða eitthvað sem maður átti að taka mark á. Þá lét maður bara fljóta og sá svo til, og oft var það besta lausnin því eftir skamma stund gekk maður fram á Eyjólf þar sem hann sat með kímnig- lampa í augum, en þó svo saklaus sem um nýfætt barn væri að ræða. Þetta var ekki einskorðað við Eyjólf þó þetta sé sagt hér því sem betur fer var andinn á þessum tíma alveg einstak- ur. Menn gripu hvert tækifæri sem gafst til að gera einhverjum grikk en alltaf var þess gætt að enginn sæti sár eftir. En einkennilega oft var Eyjólf- ur ekki fjarri því glensi. Þegar hugsað er til baka er manni efst í huga virðing og þakklæti til þessa eðalmennis sem kenndi manni svo marga hluta starfsins, sem maður býr enn að. Ég man eftir atviki á fyrstu árum mínum í lögreglunni þeg- ar hann kom til mín með gamla bók óinnbundna. Það sem sagt er í dag í kiljuformi. Bók þessi var um lögregl- una í Reykjavík, bók sem hann hafði áður rætt við mig um. Mér fannst bókin merkileg og fór að skoða hana. Sá ég þá að fremst í henni var áritun frá Eyjólfi þar sem þessi bók væri gjöf til mín frá honum. Þetta lýsir Eyjólfi vel, ekkert brambolt, heldur gjöf rétt fram í hógværð og lítillæti. Ekki veit ég hvað olli því að Eyjólfur gaf mér þessa bók. Helst kemur mér í huga að það hafi verið vegna fóstra míns Pálma Jónssonar, sem hafði ver- ið varðstjóri á einni vaktinni en var þá fyrir nokkrum árum hættur störfum. Bókin sú arna er mér afar kær. Ég kveð Eyjólf með þakklæti í huga og sorg því með Eyjólfi er geng- inn drengur góður sem gaf frá sér gleði og kátínu, en var fastur fyrir þegar svo bar við. Með þessum fátæklegu orðum vil Eyjólfur Jónsson ✝ Eyjólfur Jóns-son fæddist í Reykjavík 18. maí 1925. Hann lést á heimili sinu í Ade- laide í Ástralíu 29. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð ytra. Minningarathöfn um Eyjólf var í Bú- staðakirkju 11. jan- úar. ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð, og megi Guð styrkja ykkur í sárri sorg. Hörður Jóhannesson. Kveðja frá sjósunds- nefnd Sund- sambands Íslands Eyjólfur Jónsson, mesti sjósundskappi Íslands, er fallinn frá. Eyjólfur var fyrir- mynd þeirra er hafa stundað sjó- og vatnasund á Íslandi, flest hans afreka hafa verið öðrum viðmið, bæði í vali á sundleiðum og vegalengdum. Frum- kvöðull var hann svo sannarlega, sér- staklega þegar litið er til þess að á há- tindi hans í sundinu var ekki mikil sundkunnátta eða sundiðkun á land- inu. Hvert sinn er Eyjólfur synti vakti það mikla athygli og aðdáun, hann hafði gríðarlegt kuldaþol en þekkti þó sín takmörk mjög vel og undirbjó sundið af kostgæfni. Of langt væri að telja upp öll hans afrek hér í þessum fáu orðum en þau er hægt að lesa um í bók hans „Eyjólfur sundkappi“. Það má segja að hans síðasta afrek á sviði sjósunds hér heima hafi verið þegar siglt var með bókina frá Ægisíðunni yfir á Álftanes og forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, afhent ein- tak af bókinni. Hópur sjósundsmanna synti boðsund honum til heiðurs, í bátnum sem fylgdi sundmönnunum sat hann stoltur um borð og fylgdist með dóttursyni sínum og nafna synda síðasta spölinn. Við sem kynntumst Eyjólfi lítillega skynjuðum að gott var að leita til hans varðandi sjósund, ævinlega var hann pollrólegur og yfirvegaður, þó var stutt í smáglettni. Drangeyjarbikarn- um hampaði hann ásamt nokkrum öðrum sundmönnum og var viðstadd- ur síðustu afhendingu á honum til Kristins Magnússonar sjósund- skappa úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Við það tækifæri var öllum þeim sem hampað höfðu bikarnum boðið að vera viðstaddir og gladdi það Eyjólf mjög mikið að hitta þessa sjósund- skappa samankomna. Það er svo sannarlega missir að mönnum eins og Eyjólfi en segja má að hann hafi ef- laust mótað þann mikla áhuga á sjó- sundi sem nú er og eflaust hefði hann ekki trúað sínum eigin augum að sjá 60 karla og konur stinga sér til sunds á nýársdag, hver veit nema hann hafi fylgst með? Benedikt Hjartarson, Birna Ólafsdóttir og Hrafnkell Marinósson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.