Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 31
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
Björt og falleg 2 herbergja íbúð til
leigu í Njarðvík. Verð 75 þús. Íbúðin
er laus strax. Upplýsingar gefur
Berglind í síma 868 8376.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Vefinn í verklagið:
Spennandi námskeið
"Láttu netið vinna fyrir þig" 21. feb.
fyrir fagfólk á ýmsum sviðum,
háskólanema o.fl.
"Konur - með á nótunum" 28. feb.
Nánari uppl. á á www.infopro.is.
Microsoft-kerfisstjóranám
MCSA-kerfisstjóranámið hefst 25.
febr. Nýr Windows Vista áfangi.
Nokkur sæti enn laus. Upplýsingar á
www.raf.is og í síma 863 2186 (Jón).
Rafiðnaðarskólinn.
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Til sölu
Til sölu fatastandar
fyrir verslanir, slár á hjólum og
herðartré.
Upplýsingar í síma 6963900
Tékkneskar og slóvenskar
handslípaðar kristal- ljósakrónur.
Mikið úrval. Frábært verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Stórir skór.is hætta
50-70% afsláttur af öllum dömuskóm
í stærðum 42-44 og herraskóm í
stærðum 47-50.
Opið í dag kl. 16-18.30.
Síðasti dagur á föstudag.
Ásta skósali,
Súðarvogi 7,
sími 553 60 60.
Þjónusta
Grafa (3,0 t) til allra verka.
Lagnir, rotþrær, múrbrot, stauraborun,
lóðavinna, smíðavinna, einkum
sólpallasmíði og almenn lóðavinna.
Starfssvæði: höfuðborgar- og
Suðurlandið.
Halur og sprund, verktakar, ehf.,
sími 862 5563, www.lipurta.com
Ýmislegt
sýningarkerfi
580 7820
MarkBric
BannerUp
Taska
fylgir
myndrenninga-
580 7820
standar
Vefhýsing og heimasíðugerð
Svissnesk gæði á ótrúlegu verði.
50GB á 115 evrur. Við erum að tala
um ársverð .... lestu meira hér á
netsíðu: www.icedesign.ch
Fóðruð vetrarstígvél fyrir dömur
í úrvali. Stærðir 37 - 42
Verð frá: 6.850.-.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns.
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir. Upplýsingar í síma
696 6580.
Bátar
Vantar góðan plastbát strax
max. 10,99 m, godan lúkar, net, hand,
verð 6-7 millj., myndir óskast sendar,
olebloe@gmail.com
Jeppar
Volvo XC90, diesel árg. 2007
Umboðsbíll, Gæðabíll í fullri ábyrgð.
Inscription leður, lúga, krókur, 7
manna o.m.fl. Verð 6,3. Tilboð eða
skipti. Uppl. 660-1000.
Ökukennsla
Bílaskóli.is
Bókleg námskeið - ökukennsl -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Yaris, árg. '05, EKKERT ÚT
Yaris´05, ekinn 67 þús., beinsk., 5
dyra, nýskoðaður ´09, ný nagladekk,
óslitin sumardekk. Ekkert út, Yfirtaka
á láni 980 þús. 19 þús. á mán. Uppl. í
síma 865 0713.
3ja herb íbúð til leigu í Vesturbæ
Falleg þriggja herbergja íbúð (87 fm)
til leigu á Lynghaganum í Vesturbæn-
um. Laus strax. Langtímaleiga. Verð
140.000 kr. á mánuði. Uppl.: netfang:
atlimar1@gmail.com Bílar
Hinn 13. febrúar
verður Einar Hann-
esson, fyrrverandi
skrifstofustjóri á
Veiðimálastofnun,
áttræður. Við undir-
ritaðir viljum senda
honum innilegar
heillaóskir í tilefni
dagsins og þökkum
honum gott samstarf
á liðnum árum.
Einar hóf störf hjá
veiðimálastjóra vorið
1947, þá nýútskrifað-
ur frá Samvinnuskól-
anum. Störf hans voru mjög fjöl-
breytt og vann hann jöfnum
höndum að fiskrannsóknum og
skrifstofuhaldi fyrir embættið.
Einnig vann hann að öflun ýmis
konar skýrslna um veiði og fisk-
rækt, t.d. söfnun veiðiskýrslna
varðandi laxveiðina hér á landi.
Einnig kom hann að félagslegum
þætti veiðimála með aðstoð við
stofnun veiðifélaga. Einar var
burðarás í þeirri þróun og kom að
stofnun fleiri veiðifélaga en nokk-
ur annar. Með auknum umsvifum
jókst skrifstofuhald og Einar
starfaði þá sem skrifstofustjóri til
loka starfsferils síns hjá Veiði-
málastofnun. Einar naut þess að
vinna að félagsmálum enda fé-
lagslyndur og áhugasamur um slík
málefni. Hann var samviskusamur
og átti auðvelt með að umgangast
fólk, sem kom sér vel í samskipt-
Einar
Hannesson
um hans við fjölda
veiðieigenda og veiði-
manna. Einar skrif-
aði um veiðimál í
dagblöðum landsins
og fjölda greina um
einstaka þætti veiði-
mála í ýmis tímarit.
Hæst ber greinar um
fiskrækt og laxastiga
hér á landi og ýmsa
aðra þætti veiðimála.
Með skrifum sínum
vann hann merkilegt
kynningarstarf, sem
byggðist á víðtækri
þekkingu.
Eftir 40 ára starfsferil hjá Veiði-
málastofnun starfaði Einar hjá
Landssambandi veiðifélaga sem
framkvæmdastjóri. Þar kom
reynsla í veiðimálum að góðum
notum og þangað leituðu margir
veiðiréttarhafar.
Einar var ritari nefndar, sem
endurskoðaði hluta laxveiðilaganna
um 1994. Kom sér þá vel yfirgrips-
mikil þekking hans á veiðimálum.
Auk starfsemi að veiðimálum hef-
ur hann starfað mikið í Góðtempl-
arareglunni og gegnt trúnaðar-
störfum innan hennar.
Kona Einars var Katrín Péturs-
dóttir, sem lést fyrir nokkrum ár-
um.
Við sendum Einari og fjölskyldu
hans bestu kveðjur og árnaðar-
óskir í tilefni dagsins.
Árni Ísaksson, Þór Guðjónsson.
AFMÆLI FRÉTTIR
FÉLAG um hugræna atferlis-
meðferð boðar til málþings um af-
leiðingar áfalla og meðferð þeirra
í sal Þjóðminjasafnsins 15. febr-
úar kl. 13-17.
Á síðastliðnu ári hefur verið
mikil umræða í þjóðfélaginu um
alvarleg áföll, eins og ofbeldi og
bílslys, og vitað er að áföll geta
haft alvarlegar og víðtækar afleið-
ingar, segir í fréttatilkynningu.
Skoðuð verður birtingarmynd sál-
rænna afleiðinga og þau meðferð-
arúrræði sem sýnt hafa góðan ár-
angur við að hjálpa fólki að ná
bata í kjölfarið.
Í tilkynningunni segir að mál-
þingið sé öllum opið og ætlað að
stuðla að þverfaglegri umræðu
um víðtækar afleiðingar áfalla og
þau meðferðarúrræði sem í boði
eru. Til þess hafi verið fenginn
þverfaglegur hópur sérfræðinga í
afleiðingum áfalla til þess að koma
saman og fjalla um efnið frá ýms-
um sjónarhornum.
Frummælendur verða: Mar-
grét Blöndal hjúkrunarfræðingur,
Sigfinnur Þorleifsson prestur,
Guðbrandur Árni Ísberg sálfræð-
ingur og dr. Berglind Guðmunds-
dóttir sálfræðingur.
Aðgangseyrir á málþingið er
1.000 krónur.
Málþing um afleiðingar
áfalla og meðferð þeirra
Geðheilbrigðisþjónusta við börn
í dreifbýli var til umræðu á ráð-
stefnu sem haldin var á Ak-
ureyri í lok ágúst síðastliðnum.
Í erindi sem Kristín Guðmunds-
dóttir, aðjúnkt við Félagsvís-
inda- og lagadeild Háskólans á
Akureyri, flytur í dag tekur hún
upp þráðinn frá því í haust. Er-
indið verður haldið á Félagsvís-
indatorgi í dag, miðvikudaginn
13. febrúar kl. 12 í L 201, Sól-
borg, í Háskólanum á Akureyri.
Hún beinir sjónum að rann-
sóknum á íhlutun barna með
sérþarfir, þ.e. sannreyndum að-
ferðum (evidence-based practi-
ces).
Sérstaklega verður fjallað
um íhlutun fyrir börn með al-
varleg frávik í þroska og hegð-
un sem þurfa á mjög sérhæfðri
þjónustu að halda, en búa fjarri
stöðum þar sem slíka þjónustu
er að fá, segir í fréttatilkynn-
ingu. Spurningum verður velt
upp hvernig unnt sé að veita
þessum börnum viðunandi
þjónustu, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ræðir þjónustu við börn
með sérþarfir í dreifbýli ÁRSFUNDUR Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði verður haldinn í
hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands,
stofu 103, 1. hæð, Eirbergi, Eiríksgötu
34, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 14.
Þess verður sérstaklega minnst á
fundinum að áratugur er liðinn frá
því að fyrstu MSc-nemendurnir voru
teknir inn í framhaldsnám við hjúkr-
unarfræðideild HÍ og að fyrstu nem-
endur með embættispróf í ljósmóð-
urfræði útskrifuðust frá deildinni.
Yfirskrift fundarins er Hjúkrun og
heilbrigðisvísindi. Fundarstjóri verður
Hildur Friðriksdóttir, forstöðumaður
Rannsóknastofnunar í hjúkrunar-
fræði.
Ársfundur Rann-
sóknastofnunar
í hjúkrunarfræði
MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR Kenn-
araháskóla Íslands verður 13. febrúar í
Bratta, fyrirlestrarsal í Kennarahá-
skóla Íslands kl. 16-17.
Fyrirlesturinn fjallar um reynslu og
upplifun kennara af erlendum uppruna
af því að starfa í grunnskólum á Ís-
landi. Fyrirlesari að þessu sinni er
Björk Helle Lassen, kennari við Ing-
unnarskóla í Reykjavík. Hún leitar m.a.
svara við því hvernig upplifun kenn-
aranna er af samspili menningarheima
og hvaða áhrif það hefur haft á líf
þeirra og starf, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Í tveimur menn-
ingarheimum
♦♦♦