Morgunblaðið - 13.02.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA
KEILUR Í KRINGUM ÞETTA
SVO ENGINN MEIÐI SIG
ÞÚ ÆTTIR AÐ
ÞEGJA! ÞÚ
VEIST EKKI
UM HVAÐ ÞÚ
ERT AÐ TALA!
ÞÚ ERT SVO
HEIMSKUR
AÐ ÞÚ
TRÚIR ÖLLU!
ÉG ÞOLI EKKI AÐ SJÁ
SYSTKINI RÍFAST
JÓLASVEINN-
INN ER MIKLU
BETRI ÞETTA
GRASKER!
ÞÚ ERT
KLIKKUÐ!
GRASKERIÐ
MIKLA ER
EKKI TIL!
HVERNIG
LÍÐUR ÞÉR?
BARA VEL! ERTU TIL
Í AÐ SETJA LOKIÐ
NIÐUR. ÞAÐ STOPPAR
ALLT ÞEGAR ÞÚ OPNAR
ÉG VILDI AÐ BAÐIÐ
MITT VÆRI SVONA
HRÓLFUR, HÚSFREYJAN
VILL FÁ AÐ TALA
VIÐ ÞIG
SEGÐU HENNI AÐ VIÐ
SJÁUM EKKI UM GLUGGAÞVOTT
ÞÚ MÁTT HÆTTA NÚNA...
NEA ER BÚINN MEÐ
ALLT FJÁRMAGNIÐ
ÉG GET EKKI
VERIÐ NEITT MEÐ
KRÖKKUNUM Á
MORGUN
EKKI ÉG
HELDUR. VIÐ
VERÐUM AÐ
FINNA
BARNAPÍU
EFTIR AÐ
KENNARA-
VERKFALLIÐ
BYRJAÐI ER
ÞAÐ HÆGARA
SAGT EN GERT
VIÐ
TÖKUM
BARA ÞAÐ
SEM VIÐ
FINNUM
KANN EINHVER
AÐ PASSA BÖRN?
ATVINNULEIT
ERUÐ ÞIÐ NARNA AFTUR
ORÐNAR VINKONUR?
ÉG MUNDI EKKI
GANGA SVO LANGT
ÉG ER BARA
ÁNÆGÐ MEÐ AÐ
VERA Á LÍFI EFTIR
ÞETTA ALLT SAMAN
ÞAÐ LÍTUR
ÚT FYRIR AÐ
LÍFIÐ SÉ AÐ
KOMAST Á...
KÓNGULÓARMAÐURINN FÆR
EKKI AÐ KOMAST UPP MEÐ ÞETTA
HVAÐ?
dagbók|velvakandi
Þakklæti
Ég vil þakka Jakob Björnssyni fyr-
verandi orkumálastjóra fyrir grein
hans í Morgunblaðinu sunnudaginn
10. febrúar, „Ekki eru allir ráð-
herrar herrar“, og vekja á henni sér-
staka athygli. Ég er honum al-
gjörlega sammála og tek
sérstaklega undir síðustu setningu
hans ,,Alþingi hefur áreiðanlega um
mikilvægari mál að ræða.“
Þóra Þorleifsdóttir.
Spaugstofan ekki fyndin
Ég hef alltaf hlakkað til að horfa á
Spaugstofuna en nú er svo komið að
ég er alveg steinhætt að horfa á.
Mér finnst þeir orðnir ósmekklegir
og svo finnst mér alltaf skína í gegn
hvorum megin þeir Spaugstofumenn
standa í pólitík.
Ingibjörg.
Nefna má líka það sem gott er
Hef nýlega þurft að nota stræt-
isvagna meira en áður. Bý í Breið-
holti.
Hef fundið hversu vel samstilltir
vagnarnir eru. Um helgina átti ég
líka leið í Hafnarfjörð og fann þá hið
sama.
Og hversu þægilegt og áhyggju-
laust það hefur verið í þessari ófærð
sem búin er að vera að undanfönu að
geta „hoppað“ upp í vagninn í stað
þess að þurfa að byrja á því að skafa
og sópa af bílnum, moka hann út af
bílastæðinu og ekki er óalgengt að
hann spóli svo ítrekað áður en hægt
er að halda af stað.
Það hefur verið gott að geta skilið
einkabílinn eftir heima.
Og er ekki talað fyrir mikilvægi
aukinnar hreyfingar okkur til heilsu-
bótar? Upplögð leið til að vinna eilít-
ið að því. Og í vögnunum er svo boðið
upp á dagblöðin til að líta í á leiðinni
í vinnuna.
Langar líka að nefna að þegar
hringt hefur verið í farþegaþjón-
ustudeild Strætós og beðið um leið-
beiningar, hafa þær fúslega verið
veittar á notalegan og kurteislegan
hátt og bestu tenginga leitað.
Þökk sé fyrir góða þjónustu hjá
Strætó.
P.S. Það hefur reyndar angrað
mig þegar strætisvagnabílstjórarnir
skilja ekki íslensku, yppta bara öxl-
um og segja: „I don’t know“.
Ánægður farþegi í strætó.
Útflutningsverðmæti?
Hvernig má það vera að fjár-
málaspekingar Kaupþings, Glitnis,
Samorku og fleiri reikni ál sem út-
flutningsverðmæti þjóðarinnar? Við
Íslendingar eigum ekkert í álverum
eða afurðum þeirra, en seljum til
þeirra ódýra orku. Fiskinn og sjáv-
arafurðirnar eigum við þó ennþá.
Trillukarl.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Unnið hörðum höndum í miðbæ Reykjavíkur við Snorrabrautina. Þessi
dugnaðarmaður sem varð á vegi ljósmyndara virðist vanda vel til verka.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Verkamaður við vinnu
Til leigu 235 fm nýlegt einbýlishús á einni hæð við Fákahvarf.
Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og fjögur herbergi. Inn-
byggður bílskúr. Húsið er laust strax. Nánari upplýsingar veitir
Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861-8511.
Fákahvarf, við Elliðavatn
– til leigu
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090