Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl.5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 B.i.7 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 10:30 B.i.12 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 5:30 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ SWEENEY TODD kl. 10D B.i.16 ára DIGITAL UNTRACEABLE kl. 8 B.i.16 ára THE GAME PLAN kl. 5:40 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSISÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „NAFNIÐ sjálft er bara nafn sem við bjuggum til af því að við vissum ekki hvern- ig við ættum að skilgreina þetta. Core þýðir náttúrulega grunnur og weird þýðir skrít- inn,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld sem stendur að svokölluðu Weirdcore kvöldi ásamt þeim Bjössa Biogen og Tanyu Pollock á Organ í kvöld. Á tónleikunum munu koma fram þeir Ruxpin, Frank Murder og Biogen. „Við er- um að reyna að skapa góðan vettvang fyrir raftónlistarmenn að koma fram á, og þá er ég ekki að tala um teknó eða elektrópopp, heldur meira svona elektróník og ambient tónlist,“ segir Rósa, en um fjórðu tón- leikana í þessari röð er að ræða. Fyrstu tónleikarnir fóru fram á Barnum, en að sögn Rósu var ákveðið að flytja þá niður á Organ. „Við viljum hafa gott hljóð, það er svo mikilvægt á svona tónleikum og það er allt til alls á Organ,“ útskýrir hún. Gamlir í hettunni Aðspurð segir Rósa það tilganginn með kvöldinu að hefja raftónlistina til vegs og virðingar. „Það er ekki beint mikið búið að vera að gerast í raftónlist, það er að segja annað en danstónlist. Þetta eru hins vegar tónleikar þar sem hægt er að mæta og fá sér bjór, og halla svo aftur augunum.“ Þeir sem koma fram á tónleikunum í kvöld eiga það allir sameiginlegt að vera nokkuð gamlir í hettunni í raftónlistinni. „Þeir eru allir mjög klassískir í þessari senu, en þeir ætla samt örugglega að sýna einhverjar nýjar kúnstir. En þetta eru menn sem eru búnir að vera að síðan á ní- unda áratugnum, þótt þeir hafi kannski að- allega verið á sjónarsviðinu á þeim tíunda. Þeir eru allir vel kunnir þrátt fyrir að hafa ekki verið að spila mjög mikið undanfarið. Og mér finnst það gilda um mjög marga, að þeir hafa ekki verið að spila mikið, en samt alltaf verið að semja einhverja tónlist,“ seg- ir Rósa. Tónleikarnir hefjast kl. 21 í kvöld og að- gangur er ókeypis. „Við höfum alveg efni á því, enda erum við bara að reyna að bjóða fólki upp á eitthvað gott. Þetta er fyrst og fremst til þess,“ segir Rósa. Skrítinn grunnur Ruxpin, Frank Murder og Biogen koma fram á Weirdcore-kvöldi á Organ í kvöld Rósa Kemur elektrónískri tónlist á framfæri. GEORGES Feydeau skrifaði Une puce á l’oreille (Fló á skinni) fyrir nákvæmlega hundrað árum, er hann átti fimm ár í sextugt. Á frönsku vísar titillinn til þess að sá fræjum efasemda, þar sem að- alkvenpersónan Raymonde Chand- ebise (Saga Ringsted) sem grunar mann sinn um framhjáhald, fær vin sinn til að skrifa bréf sem ýtir fléttunni af stað og heldur henni gangandi nærri til loka verksins. Íslenski titillinn, ef til vill með jafnviðeigandi hætti, vísar til þess sem er alltaf á iði eða fleygiferð. Þótt heldur hafi verið litið niður á Georges Feydeau á sínum tíma þá er hann nú viðurkenndur sem einn helsti hvatamaður farsaformsins. Gísla Rúnari hefur farist afar vel úr hendi að þýða leikverkið yf- ir á íslensku og heimfæra það, ekki einungis til Íslands, heldur Akureyrar sérstaklega. Af þessu leiðir að margar bestu línur verks- ins (í þessari íslensku útgáfu þess) vísa beint til Akureyrar og ljá uppfærslunni beinlínis andrúms- loft staðarins. Það er líka af nægu að taka fyrir utanbæjarmenn sem hafa húmor fyrir íslenskum fót- bolta, stjórnmálum og jafnvel að forseta lýðveldisins. Samt sem áð- ur hefur það sína vankosti að heimfæra hundrað ára gamlan franskan ástarævintýrisfarsa yfir á Ísland samtímans. Áhorfendur þurfa til að mynda að gangast inn á það að slíkar aðstæður gætu í raun og veru orðið til í dag, þótt þeir viti fullvel að sú er ekki raun- in. Fyrir utan þá staðreynd að nánast öll samskipti eiga sér stað í gegnum tölvupóst og farsíma nú til dags, en ekki í gegnum bréfa- skriftir, þá má benda á aðrar hlið- ar farsans sem eru ekki full- komlega sannfærandi. Hótelið sem má muna sinn fífil fegurri tilheyrir þannig augljóslega fyrri tímum (þrátt fyrir að vera tengt nær- umhverfi sýningarinnar í þessu til- felli). Og þótt gerð hafi verið til- raun til að uppfæra mikið af kynferðislegum undirtónum í verkinu, þá er minna gefið í skyn en í upprunalega textanum, fyndn- in er orðin grófari og augljósari. Að því sögðu, þá hló meirihluti áhorfenda í gegnum allt verkið að nánast öllu sem fram fór. Þetta var að hluta til vegna þess að verkið er svo vel skrifað að jafnvel fólk sem hefur engan áhuga á försum dregst inn í skemmtileg- heitin, en ekki síður vegna þess að tiltekinn hluti leikhópsins (Guðjón Davíð Karlsson, Randver Þorláks- son, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Árni Tryggvason) er svo frá- bær í gamanleik að þeim tekst að vekja hlátur í nánast hvaða upp- færslu sem er. Aðrir í hópnum standa þeim ekki langt að baki, grínið hafi á stundum liðið fyrir að vera sér- staklega hlaðið kynþátta- fordómum. Persónulega finnst mér engin innbyggð fyndni í því að hafa taílenskan eða pólskan hreim, og þótt Gísli Rúnar haldi sig tiltölulega nálægt upprunalega textanum (þar sem afbrýðisami elskhuginn er spænskur og kokk- urinn daðrari) þá voru báðar þess- ar persónur óþarflega ýktar og nálægt því að misbjóða manni í ís- lensku þýðingunni. Málhelti Jó- hanns S. Ringsted (sem getur ekki borið fram samhljóða) er einnig hluti af upprunalega leikverkinu, og vakti mikla kátínu meðal áhorf- enda, en hér er þar að auki talað til hans eins og einnig hann sé út- lendingur sem mér fannst sömu- leiðis óþægilegt. Þrátt fyrir það er þetta eitt bitastæðasta hlutverk verksins og Hallgrímur Ólafsson gerir því frábær skil. Leikstjórnin er góð og leikurinn framúrskarandi yfir það heila, þótt sumir leikaranna (sérstaklega Tinna Lind, Valdimar Örn og Viktor Már) þurfi að leggja aðeins harðar að sér en hinir og njóti minni hylli þar sem persónur þeirra eru ekki jafn fyndnar. Ög- unin var slík að stundum hafði ég á tilfinningunni að jafnvel brand- arar sem spruttu upp í hita leiks- ins væru vel æfðir. Á heildina litið hefur Fló á skinni samt sem áður alla eiginleika kassastykkisins. Og í samræmi við það virðist meira að segja vera uppselt á nánast allar þær sýningar sem fyrirhugaðar eru. Mér kæmi ekki á óvart þótt allir þeir Akureyringar sem njóta þess að skellihlæja hafi ýmist þeg- ar séð verkið eða pantað sér miða. Hinir, sem hafa meira gaman af fágaðra gríni, myndu ekki láta sjá sig á farsa hvort eð er, ekki einu sinni þótt hann sé frábærlega skrifaður af sjálfum meistaranum Feydeau. Alltaf á fullu LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur upprunalegs verks: Georges Feydeau. Leikgerð, þýðing og staðfær- ing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: María Sigurðardóttir. Leikmynd og bún- ingar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Sprengjuhöllin. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhann- esson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Þrá- inn Karlsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygering og Aðalsteinn Bergdal. Fló á skinni Ljósmynd/Grímur Bjarnason Farsi „Verkið er svo vel skrifað að jafnvel fólk sem hefur engan áhuga á försum dregst inn í skemmtilegheitin.“ Martin Stephen Regal BRESKA leikkonan Keira Knightl- ey mun verja Valentínusardeg- inum hér á landi, en kærasti henn- ar Rupert Friend mun hafa komið henni á óvart með því að bjóða henni hingað. „Það hljómar eins og þetta hafi kostað heil ósköp. Ég held að þetta hafi allt komið henni á óvart. Hún var að minnsta kosti mjög spennt,“ segir ónefndur vin- ur leikkonunnar. Þá segir hann kærustuparið gera þó nokkuð af því að ferðast til afvikinna staða til að vera í friði saman. Parið kynntist við tökur mynd- arinnar Pride and Prejudice árið 2005 og mun Rupert hafa orðið miður sín er Keira neitaði nýlega að ganga með antíkhring sem hann hafði keypt handa henni. Þá lýsti hún því nýlega yfir að þau hefðu ekki í hyggju að ganga í hjónaband á næstunni. Reuters Rómantík Kærasti Keiru Knightley býður henni til Íslands. Knightley kemur til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.