Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÉG HEF miklar efasemdir um að þetta standist stjórnarskrána,“ segir Ólafur Björnsson hæstaréttar- lögmaður og svarar þar með neit- andi spurningu sem hann setti fram í erindi sínu á hádegisfundi lagadeild- ar Háskólans í Reykjavík í gær, und- ir yfirskriftinni „Samræmist frum- varp til laga um frístundabyggð ákvæðum stjórnarskrárinnar sem vernda eignarrétt og félagafrelsi?“ „Ég tel að í frumvarpinu sé gengið of langt í að ívilna leigutökum á kostnað landeigenda og að ekki sé gætt meðalhófs,“ segir Ólafur. Hann gagnrýnir sérstaklega að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að lög- in séu afturvirk. „Ég tel að það séu engir almannahagsmunir sem krefj- ist þess. Menn eiga að leita leiða til þess að styrkja stöðu lóðarhafanna og um leiðir sem meiri sátt er um.“ Afturvirknin felur í sér að leigu- taki hefur rétt til að fá lóðina leigða áfram á svipuðum kjörum og áður náist ekki frjálsir samningar við landeiganda. „Það þýðir að samn- ingsfrelsið er tekið af landeigendum, þeir hafa ekki lengur frelsi til að ráð- stafa eignum sínum til hæstbjóð- anda. Þetta er því eignaupptaka í sjálfu sér. Það eru engar forsendur fyrir þessu og þarna er allt of langt gengið.“ Ólafur segir aðrar leiðir betri til að tryggja réttarstöðu leigutaka. „Það þarf að setja lög sem gilda til framtíðar um þetta réttarsvið og taka inn í slík lög ákvæði um for- leigurétt, að samningar séu skrifleg- ir og þinglýstir og fleira. Ég tel að sátt gæti náðst um slíkt.“ Ólafur bendir á að hingað til hafi frjálsir samningar verið gerðir milli leigutaka og landeiganda og erfitt sé að breyta því eftir á. „Eins og frum- varpið er núna er það fyrst og fremst gert til hagsbóta fyrir leigu- taka,“ segir Ólafur og spyr hvers vegna annað eigi að ganga yfir leigu lóða undir frístundabyggð en at- vinnu- og íbúðahúsnæði eða hesthús. Hann segir rökin þau að sumarhúsa- lóðir séu leigðar til langs tíma og að á þeim standi fasteignir leigutaka. Ólafur telur litla von að sátt náist um frumvarpið af hálfu landeigenda. „Þeir vilja samningsfrelsi við sína umbjóðendur, að geta samið um leigu og að leigutakar verði að greiða markaðsverð fyrir leigu. Ef þeir greiði hana ekki verði þeir að fara ef einhver annar vill borga meira.“ Ólafur telur brýnt að eyða réttar- óvissu á þessu sviði, það sé hagur allra. „Það er full þörf á því að leita sátta og ég tel það gerlegt ef menn leggjast allir á eitt.“ Frumvarpið ógnar samn- ingsfrelsi landeigenda Segir frumvarp til laga um frístundabyggð ganga of langt í að ívilna leigutökum Í HNOTSKURN »Landeigendur telja að ífrumvarpi til laga um frí- stundabyggð séu þeir sviptir samningsrétti. »Samkvæmt frumvarpinuákveður sérstök nefnd leigu- verðið náist ekki sátt milli leigu- taka og landeigenda. »Ef leigusalinn sættir sig ekkivið það verð getur hann að áratug liðnum krafist þess að leigutaki leysi lóðina til sín. HÓPUR fólks sem berst fyrir um- bótum á íslensku réttarkerfi hvað varðar kynbundið ofbeldi kom fyrir borða á vinnupöllum utan á Héraðsdómi Reykjavíkur seint í gærkvöldi til þess að leggja áherslu á baráttu sína. Á borðann er letrað: „Gerum við inni fyrst.“ Sóley Tómasdóttir, ein úr hópn- um sem kom borðanum fyrir, sagði í samtali við Morgunblaðið að ytra byrði héraðsdóms væri ekki það sem femínistar teldu mikilvægast að gera við, heldur þyrfti að skoða réttarkerfið eins og það legði sig vegna þess að „dómar vegna kynbundinna of- beldisbrota hafa ekki þyngst í samræmi við væntingar almenn- ings að okkar mati og það er ekki tekið mið af alvarleika þeirra glæpa sem framdir eru af körlum gagnvart konum oft og tíðum“, sagði Sóley. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæltu vægum dómum Femínistar hengdu borða utan á Héraðsdóm Reykjavíkur seint í gærkvöldi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ENN er dansaður nektardans á veitingahúsum í Reykjavík þrátt fyrir að bann við slíkum dansi hafi verið lögfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að lögin bjóða upp á undanþágu hvað þetta varðar og hafa þrír staðir sótt um slíkt. Umsóknirnar eru enn til afgreiðslu hjá lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins en rekstrarleyfi staðanna runnu út sl. haust. Síðan þá hafa þeir starfað samkvæmt bráðabirgðaleyfi. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í nóv- ember sl. að leggjast gegn því að heimila nekt- ardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem en lagði til að stöðunum yrði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti. „Það er ekki búið að endurnýja rekstrarleyfi þessara staða og þeir starfa því samkvæmt sínu gamla leyfi,“ segir Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Spurður hvort það þýði að staðirnir hafi enn heimild til að sýna nektardans svarar Stefán: „Það er engin breyting frá því sem var. Þeir sóttu um endurnýjun leyfisins og á meðan við erum með það til meðferðar eru gömlu leyfin í gildi eða öllu heldur bráðabirgðarekstrarleyfi sem gefin voru út.“ Stefán segist ekki geta sagt til um það hver staðan á afgreiðslu leyfanna sé nákvæmlega. Spurður hvort ekki sé nóg samkvæmt lögunum að einn umsagnaraðili, í þessu tilviki borgarráð, leggist gegn undanþágu til nektarsýninga, seg- ir Stefán: „Jú, það er eitt af því sem við erum að skoða því við höfum verið að fá andmæli frá stöðunum þar sem þeir meðal annars andmæla þeirri túlkun [laganna]. Nú erum við að fara yf- ir það.“ Óheimilt að gera út á nekt Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 segir í 4. gr.: „Á veitingastöðum er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Leyfisveitandi getur þó heimilað í rekstr- arleyfi samkvæmt lögum þessum að fram fari nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila skv. 10. gr. Á slíkum stöðum er sýnendum óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafn- framt eru hvers konar einkasýningar bann- aðar.“ Í 10. gr. eru svo tilgreindir sex umsagnarað- ilar sem leyfisveitanda ber að leita til: Sveit- arstjórnir, heilbrigðisnefndir, slökkvilið, Vinnu- eftirlit, byggingafulltrúi og lögregla. Ákvörðunar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins beðið um umsókn um undanþágu þriggja veitingahúsa Nektardansinn dunar enn Morgunblaðið/Ómar Klæðalaus dans Nýleg lög banna nektarsýn- ingar nema með sérstakri undanþágu. FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt beiðni þingflokks Frjáls- lynda flokksins að fela Ríkisendur- skoðun að gera úttekt á rekstri lög- regluembættisins á Suðurnesjum frá því það tók til starfa í ársbyrjun 2007. Í bréfi Frjálslynda flokksins til for- sætisnefndar er óskað eftir því að for- sætisnefndin feli Ríkisendurskoðun að gera skýrslu um reynsluna af starfi og rekstri embættis lögreglu- stjórans á Suðurnesjum eftir að emb- ættið tók til starfa í ársbyrjun 2007 og lagt verði mat á þær skipulagsbreyt- ingar sem dómsmálaráðuneytið hafi tilkynnt að stæðu fyrir dyrum þann 19. mars sl. Þyki nauðsynlegt að Rík- isendurskoðun taki saman skýrslu hér að lútandi bæði hvað varðar fjár- hagslegan ávinning og faglegan. „Ennfremur að Ríkisendurskoðun upplýsi um fjárhagsvanda embættis- ins og orsakir hans. Sérstaklega verði athugað hvort verkefnum hafi verið bætt á embættið án þess að fjárheim- ildir kæmu til að standa straum af þeim.“ Síðan óskar Frjálslyndi flokkurinn eftir að skýrslan verði lögð fyrir Al- þingi þegar hún sé tilbúin og það verði sem fyrst og að það verði áður en boðuð lagafrumvörp vegna skipu- lagsbreytinga á embættinu verði af- greidd á Alþingi. Úttekt á lögreglu- embættinu Óskað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar ÓTTI við hrun íslenska efnahags- kerfisins er yfirdrifinn að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar, en grein eftir hann birtist á vef Wall Street Journal í gær og ber hún heitið „Ísland er ekki að bráðna.“ Segir hann að þrátt fyrir að við- skiptahalli Íslands við útlönd sé um- talsverður, um 16% af vergri lands- framleiðslu, hafi hann dregist mjög saman frá því árið 2006, þegar hann var um 25%. Íslenska ríkið sé nær skuldlaust og komi það til vegna stjórnmálalegs stöðugleika og sam- fellu sem vart eigi sinn líka. Vöxtur íslenska hagkerfisins eigi sér rætur í kvótakerfinu, sem hafi leitt til mun hagkvæmari fiskveiða, og umfangs- mikilli einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Segir Ísland ekki vera að bráðna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.