Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ og 24 Stund-
ir skýrðu frá því hinn 6. fyrri mán-
aðar að tímaritið Nature hefði birt
merka grein fjögurra líffræðinga,
þar af tveggja íslenskra, Arnþórs
Garðarssonar prófessors og dr.
Árna Einarssonar, um vistfræði
Mývatns.
Í fréttinni segir m.a.
að mýflugustofninn
sveiflist eftir áður
óþekktum lögmálum
og verði náttúrlegar
sveiflur á 4-7 ára
fresti. Á niðursveiflu-
tíma sé því fyrir öllu,
að mýlirfur á botni
vatnsins hafi nægilegt
æti, og eru kísilþör-
ungar þar mjög mik-
ilvægir. Brottnám kís-
ilgúrsins, sem er leðja
úr skeljum kísilþör-
unganna, magnar því niðursveifluna
stórlega og getur valdið hung-
urdauða mýflugulirfanna. Þá hefur
bleikjustofninn í vatninu, sem lifir á
mýflugu, ekkert að éta og snarm-
innkar eða líður undir lok. Hér velt-
ir lítil þúfa þungu hlassi.
Í fyrrnefndri fásögn Morg-
unblaðsins er haft eftir dr. Árna
Einarssyni, að hann telji „að nið-
urstöður rannsóknanna geti átt við
fleiri vistkerfi en Mývatn. Það er vel
hugsanlegt að svipuð lögmál komi
við sögu í lífríki hafsins“. Hinn 26.
janúar sl. var sú frétt í Morg-
unblaðinu, að félagið Björgun ehf.
hafi „lagt fram tillögu að matsáætl-
un vegna efnistöku í sunnanverðum
Faxaflóa“. Sagt er að félagið hafi
sótt möl og sand af sjávarbotni með
leyfi iðnaðarráðuneytisins áratugum
saman, aðallega til fyllingar og
framleiðslu steypu og malbiks. Nú
mun leyfi félagsins til
efnistöku úr sjáv-
arbotni vera að renna
út, og er það nú að
sækja um endurnýjun
leyfa og býst við stór-
aukinni efnistöku í
Faxaflóa, Hvalfirði og
Kollafirði. Ekki er fyr-
irhugað að opna nýjar
námur segir í fréttinni,
en stækka á eina nám-
una af fjórum við
Syðra-Hraun verulega.
Auk þessara náma eru
þrjár út af Hafnarfirði, en alls munu
vera sjö námusvæði í sunnanverðum
Faxaflóa. Fyrrgreindri frétt í Morg-
unblaðinu fylgir Faxaflóakort er
sýnir tvö „Viðbótarsvæði til efn-
istöku“ við Syðra-Hraun, og er helst
að sjá að með því sé ráðgert að tvö-
falda flatarmál námusvæðanna á
þessum slóðum. Í þessari frétt segir
m.a. eftirfarandi: „Efnistakan fer
fram með dæluskipum sem dæla
efninu af hafsbotni. Þannig fletta
skipin smám saman efsta hluta sets-
ins af botninum og á löngum tíma
eykst sjávardýpi á vinnslusvæðinu.“
Í efsta hluta botnsetsins lifir meiri-
hluti þeirra smádýra sem á botn-
inum búa, og við dælinguna – þegar
þessu lagi er flett af botninum –
enda öll þessi smádýr í sandinum
eða mölinni uppi í dæliskipi. Þessi
dýr eru hryggleysingjar, t.d. skeljar
og kuðungar, krabbadýr og ormar
og ótal fleiri, sem öll eru fæða þeirra
fiska, sem við botninn dvelja. Lík-
legt er, að slíkt brottnám fæðu í
miklum mæli hafi áhrif á lífsferil
botnfiska.
Í fréttinni frá 26. janúar segir
m.a. að dæling efsta hluta botnsets-
ins valdi því, að „á löngum tíma
eykst sjávardýpi á vinnslusvæðinu“.
Slík röskun af tilflutningi fæðu af
grunnsvæðum vatnsins til dýpri
hluta botnsins olli allsherjar fæðu-
skorti og hruni átustofnanna í Mý-
vatni. Dæling kísilgúrsins tók fæð-
una frá mýlirfunum, bleikjustofninn
leið þar með fæðuskort og kís-
ilvinnslan gekk af bleikjustofninum
dauðum.
Í frásögn sinni af fyrrgreindum
Mývatnsrannsóknum, segir Árni
Einarsson m.a. að það sé „vel hugs-
anlegt að svipuð lögmál komi við
sögu í lífríki hafsins og nú hafa kom-
ið í ljós í Mývatni“. Í fréttinni í Mbl.
frá 26. janúar kemur fram að Björg-
un ehf. sækir nú „um leyfi til töku 25
milljóna rúmmetra efnis“ á næstu
10 árum úr sunnanverðum Faxaflóa.
Hve miklu af öllum þeim smádýrum
sem lifa í og á efstu lögum botnsins
er þar með kippt burt úr fæðukeðj-
unni og koma engum að gagni? Hve
mikið af botndýrum er í 25 millj-
ónum rúmmetra sands og malar á
einum gjöfulustu fiskimiðum hér við
land? Halda menn að botnfiskar bíði
ekkert tjón við þessar aðgerðir? Er
ekki líklegra, að hér verði keðju-
verkun í svipuðum dúr og í Mý-
vatni? Hingað til hefur þetta ekki
verið rannsakað að neinu marki,
enda heyrir efnistaka af sjávarbotni
undir iðnaðarráðuneytið en ekki
sjávarútvegsráðuneytið og stofnanir
þess. En þar eð iðnaðarráðherra nú-
verandi ríkisstjórnar er fiskifræð-
ingur ætti að vera von til þess, að
hér verði breyting á.
Mývatn og Faxaflói,
sömu öfl að verki?
Ingvar Hallgrímsson skrifar
um áhrif efnistöku af sjáv-
arbotni á lífríkið
» Bleikjustofninn í
Mývatni er talinn
hafa hrunið vegna efn-
istöku á vatnsbotninum.
Getur efnistaka á botni
Faxaflóa haft svipuð
áhrif á lífríkið þar?
Ingvar Hallgrímsson
Höfundur er sjávarlíffræðingur.
TUTTUGASTA öldin var öld vega-
gerðar á Íslandi. Lítið var þó um bíl-
færa vegi á fyrstu árum aldarinnar.
Fyrstu vegirnir voru gerðir út frá
Reykjavík, það þurfti
að tengja höfuðborgina
við landið og. landið við
höfuðborgina. Teng-
ingin við Akureyri og
Vesturland í Borgarnes
var þó farin sjóleiðina
fram eftir öldinni.
Fram á fimmta ára-
tuginn voru vegirnir
ruddir með handafli. Á
þeim áratug í lok stríðs-
ins tók vélvæðingin við.
Jarðýtan kom til sög-
unnar.
Með jarðýtunni voru
lagðir vegir með því að jafna mishæð-
ir og einnig með því að gera svokall-
aðan uppbyggðan veg. Þá var ýtt upp
jarðvegshryggjum sem á var sett
þunnt malarlag. Með ýtuvegunum og
þeim handruddu voru lagðir vegir um
allt land. Inn í dali, út á nes og um
heiðar. Árið 1974 var hringveginum
lokað með veginum um Skeið-
arársand og brú á Skeiðará. Þegar
kom fram á níunda áratuginn kom í
ljós að uppbyggðu vegirnir höfðu ekki
nægjanlegt burðarþol fyrir umferð-
ina. Þá var farið að gera áætlanir um
vegagerð. Farið að gera vegi með
bundnu slitlagi og betri burði. Nú er
svo komið að hringvegurinn er að
mestu kominn með bundið slitlag.
Framhaldið er nokkuð óljóst. Stefnan
er a.m.k. ekki markviss. Umræðan
snýst um Sundabraut, jarðgöng og
tvöföldun akreina í nánd við þéttbýli.
Handruddu vegirnir og ýtuvegirnir
voru ekki aðeins hringvegurinn held-
ur einnig margar aðflutningsleiðir að
hringveginum og fram hjá honum.
Hringvegurinn dugar ekki einn til að
tengja saman landshluta né landið við
höfuðborgina. Vegum sem áður báru
hluta umferðarinnar hefur ekki verið
sinnt á undanförnum árum. Þeir eru
enn malarvegir og sniðgengnir af veg-
farendum jafnvel þótt
viðkomandi þurfi að fara
lengri leið til að aka á
vegi með bundnu slit-
lagi.
Skógarstrandarvegur
frá Stykkishólmsvegi í
Dali, svo og vegurinn
um Laxárdal og Lax-
árdalsheiði milli Dala og
Stranda eru vegir sem
áður voru farnir en nú
meira og minna snið-
gengnir. Þörf þeirra í
samgöngukerfinu hefur
ekki minnkað frekar
aukist. Þessir vegir mynda kross-
götur í Dölum þar sem þeir tengjast
þjóðveginum um Brattabrekku að
sunnan og Vestfjarða-Strandaleið að
norðan.
Að loknum fyrirhuguðum vega-
framkvæmdum á Vestfjörðum mun
umferð þangað og þaðan aukast. Þeg-
ar þeim framkvæmdum lýkur verða
Skógarstrandarvegur svo og veg-
urinn um Laxárdalsheiði og Lax-
árdaldal að vera komnir í það lag að
geta tekið við umferð. Sundabraut og
tvöföldun akreina eru nauðsynlegar
framkvæmdir. Vegirnir sem hér eru
nefndir eru það ekki síður.
Það er ljóst að skammtað hefur ver-
ið of naumt til vegagerðar á síðustu
árum. Fyrir það þarf að bæta. Það
gengur ekki að ferðamaður sem á leið
af Vestfjörðum á Snæfellsnes þurfi að
aka suður yfir Brattabrekku að Borg-
arnesi til að hafa akfæran veg undir
hjólum ökutækisins í stað þess að
skjótast út Skógarströndina. Á sama
hátt er það fráleitt að sá sem er á leið
að norðan á Vestfirði þurfi að fara
suður yfir Holtavörðuheiði að Dals-
mynni í Norðurárdal til að vera á öku-
færum vegi í stað Laxárdalsheiðar.
Hliðar- og tengivegir geta mjög
víða létt umferð af hringveginum, þar
með dregið úr mengun, eru umhverf-
isvænir. Þessir vegir eru einnig mjög
mikilvægir til að styrkja byggð. Ef
hliðar- og tengivegum er ekki við-
haldið eða þeir endurbyggðir færist
umferð af þeim á hringveginn og
verður óhagkvæm. Þetta síðastnefnda
er að gerast varðandi Skógarströnd
og Laxárdalsheiði og sjálfsagt fleiri
vegi á landinu.
Trúlega myndi stór hluti, a.m.k.
sumarumferðar, á hringveginum
Reykjavík – Borgarfjörður færast á
veginn um Lundarreykjadal um Uxa-
hryggi á Þingvöll ef vegur þá leið væri
endurbyggður með bundnu slitlagi.
Sú vegagerð tengdi Suður- og Vest-
urland fram hjá ofhlöðnu vegunum
auk þess að vera mjög þörf hjáleið ef
óhöpp loka leiðinni Borgarfjörður –
Reykjavík.
Það verður að veita mjög auknum
peningum til vegagerðar á allra næstu
misserum. Ríkisstjórn Samfylking-
arinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur
afl til þess.
Aðkallandi vegagerð
Það verður að veita mjög aukn-
um peningum til vegagerðar,
segir Skúli Alexandersson
»Nú er svo komið að
hringvegurinn er að
mestu kominn með
bundið slitlag. Fram-
haldið er nokkuð óljóst.
Stefnan er a.m.k. ekki
markviss.
Skúli Alexandersson
Höfundur er fyrrv. sveitarstjórnar-
og alþingismaður.
BIRTINGARMYNDIR fastheldni
okkar Íslendinga í úreltar og skaðleg-
ar hugmyndir um nýtingu landsins
hrúgast upp þessa dagana og sú nýj-
asta er skeytingarleysi okkar gagn-
vart þeim gæðastimpli sem aðild að
heimsminjaskrá UNESCO gefur
hverri þjóð. Þar er um að ræða heið-
ur, sem hægt er að meta til mikils fjár
svo að ég tali um það
eina sem virðist skipta
okkur Íslendinga, þessa
miklu græðgisþjóð, ein-
hverju máli. Hér á landi
er saga pælinga um
heimsminjaskrána
meira en tíu ára gömul
og voru Þingvellir og
Mývatn meðal staða
sem okkur þótti fyrst
koma til greina. Mývatn
var hlegið út af borðinu
erlendis vegna Kísiliðj-
unnar, eins ósjálfbærs
og skaðlegs fyrirtækis
fyrir einstæða náttúru vatnsins og
hugsast gat með óafturkræfum
spjöllum á stórum hluta lífríkisins
sem ekki sér fyrir endann á. Ég sýndi
þáverandi sveitarstjóra þar einn
helsta kynningarbækling Norð-
manna um land sitt þar sem bryggju-
húsin í Björgvin voru á forsíðu til að
laða að ferðafólk. „Heimsminjaskrá
UNESCO, hvað með það?“ voru við-
brögð sveitarstjórans sem sagði að
sveitin myndi leggjast í eyði ef hrófl-
að yrði við Kísiliðjunni. Verksmiðjan
fór nú samt og entist ekki nema í 40
ár en eyðibyggðin mikla lætur standa
á sér þrátt fyrir áframhaldandi tóm-
læti um þá stórkostlegu möguleika
sem náttúruverndarnýting getur
fært Mývetningum. Á næstu árum
mun Mývatn fjarlægjast heims-
minjaskrána enn frekar ef skefja-
lausar virkjanaframkvæmdir austan
og norðaustan vatnsins verða að
veruleika með sínum hrikalegu óaft-
urkræfu spjöllum á einhverju ein-
stæðasta svæði landsins. Nú ætla
menn sér að stefna eina heims-
minjaskrársvæði Íslands, Þingvöll-
um, í hættu með gersamlega óþörfum
vegaframkvæmdum við Þingvalla-
vatn. Ég hef í blaðagreinum lýst því
hvernig hægt er að stytta leiðina milli
Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu
á fleiri en einn veg sunnan vatnsins.
En sagt er að greiða verði leið skóla-
barna yfir til Laugarvatns með nýj-
um vegi. Þessum skólabörnum fer
fækkandi og eru þó vart teljandi
nema á fingrum annarrar handar.
Hægt væri með smávægilegum lag-
færingum á núverandi Gjábakkavegi
og notkun fjallajeppa að leysa málið
fyrir skólabörnin eða þá með því að
láta þau fara í skóla í Mosfellsbæ, um
20 mínútna akstursleið. Svo virðist
sem hér á landi þurfi ekki annað en að
nefna möguleika til
notkunar á jarðýtum til
að í gang fari atburða-
rás sem tryggir að
þessar vélaherdeildir í
hernaðinum gegn land-
inu fari af stað, hvernig
sem allt veltist. Þær
eiga að vaða um Gjá-
stykki næsta sumar í
skjóli rannsóknarleyfis,
þær eiga að sækja inn á
Ölkelduháls í skjóli
þess að búið er að lofa
útlendingum miklu
meiri orku frá svæðinu en hægt verð-
ur að standa við, umbylta farvegi
Þjórsár, ryðja raflínum og guf-
leiðslum leið um gervallan Reykja-
nesskagann og sækja fram við Selt-
ún, Krýsuvík og Trölladyngju. Þegar
Al Gore kemur verður honum sagt að
orkuföflun okkar byggist á endurnýj-
anlegri orku þótt mestur hluti henn-
ar, 600 megavött sem nýta á á Heng-
ils-Hellisheiðarsvæðinu,verði
uppurin og svæðið orðið kalt á 40 ár-
um. Í sjálfhverfri skammtímagræðgi
okkar skeytum við ekkert um hags-
muni komandi kynslóða sem munu
þurfa að finna 600 megavött einhvers
staðar annars staðar eftir 40 ár, hvað
þá um það við eigum ekki þetta land
heldur höfum það að láni frá afkom-
endum okkar til varðveislu fyrir þá og
mannkyn allt. Ég sýni fólki um þess-
ar mundir gjarnan nýja bók sem fær-
ir sérfræðingar hafa gert um 100
mestu undur veraldar. Eitt af sjö
náttúruundrum Evrópu er hinn eld-
virki hluti Íslands og athygli vekur að
frægasti þjóðgarður heims, Yellow-
stone, kemst ekki á blað. Þar lifir fólk
á náttúruverndarnýtingu og lætur
gríðarlega jarðvarmaorku og vatns-
orku garðsins ósnerta fyrir afkom-
endurna. Hér á landi steðja jarðýtur
af stað til að umturna mun meiri nátt-
úruverðmætum til að hjálpa Banda-
ríkjamönnum um orku svo að þeir
geti varðveitt mun minni nátt-
úruverðmæti. Skítt með gæðastimpla
heimsminjaskrár, skítt með mestu
verðmæti landsins okkar. Áfram
bruna vélaherdeildir hernaðarins
gegn landinu, knúnar af skamm-
tímagræðginni sem yfirskyggir allt
og alla á Íslandi!
Hinar óstöðvandi
vélaherdeildir
Ómar Ragnarsson
skrifar um umhverfismál
Ómar Ragnarsson
» Skítt með UNESCO
gæðastimpla. Skítt
með mestu verðmæti
landsins okkar. Áfram,
jarðýtur, og skamm-
tímagræðgin sem yf-
irskyggir allt og alla á
Íslandi!
Höfundur er formaður Íslands-
hreyfingarinnar - lifandi lands.
ENN hvessir á eyjunni köldu.
Nú hefur ráðherra svarað umboðs-
manni Alþingis vegna skipunar
Þorsteins Davíðssonar í embætti
héraðsdómara fyrir norðan. Ráð-
herra finnst umboðsmaður op-
inbera afstöðu í spurningum og lýs-
ir furðu á orðavali. Auðvitað varð
allt vitlaust og ráðherra skamm-
aður blóðugum skömmum. Spurn-
ingar umba eru sérkennilegar, hlut-
drægar og dæmandi. Embættið
setur niður fyrir vikið.
Í þessu máli er flest á haus og
rest á röngunni. Sannleikurinn er
sá að dómnefnd setti Þorstein Dav-
íðsson ómaklega skör lægra en koll-
egana sem sóttu um. Það hefur
smám saman komið í ljós eftir því
sem málsatvik hafa opinberast.
Dómnefnd varð sér til skammar. Í
gangi er grímulaust einelti. Hvern-
ig mátti það gerast að Þorsteinn
Davíðsson var dæmdur lakari um-
sækjandi en tveir kollegar sem út-
skrifuðust ári síðar; annar prakt-
íserað í skamman tíma og einkum
lesið þjóðarrétt. Það er talið taka
fram átta ára starfi hjá embætti
lögreglustjóra, saksóknara auk að-
stoðarmanns dómsmálaráðherra.
Þetta er auðvitað grátbroslegt.
Satt best að segja ætti Þorsteinn
að kæra einelti dómnefndar til um-
boðsmanns. Raunar ætti umboðs-
maður að taka frumkvæði í málinu
og krefja dómnefnd skýringa í stað
þess að taka þátt í einelti fagmanna.
Hallur Hallsson
Af einelti fagmanna
Höfundur er framkvæmdastjóri.