Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÖDD SKYNSEMINNAR
Þórarinn Ævarsson, fram-kvæmdastjóri IKEA, gefurtóninn í fréttasamtali hér í
Morgunblaðinu í gær, þar sem hann
segir að engin ástæða sé til þess að
hækka vöruverð strax. IKEA muni
halda sig við gjaldskrána sem gefin
var út hjá fyrirtækinu í ágúst í fyrra
og fyrirtækið muni standa við loforð
um verðöryggi sem gefið hafi verið.
Hér talar rödd skynseminnar og
ættu aðrir forsvarsmenn fyrirtækja
og verslana að taka afstöðu IKEA
sér til fyrirmyndar. Ef um slíka
samstöðu yrði að ræða, meðal kaup-
manna, stórkaupmanna, forsvars-
manna fyrirtækja og samtaka fyr-
irtækja, gæti það haft umtalsverð
áhrif í baráttunni sem nú er hafin af
krafti við að hemja þá verðbólgu
sem ógnar hag heimila, einstaklinga
og fyrirtækja.
Þórarinn bendir réttilega á að frá
því í ágúst í fyrra og fram undir það
síðasta hafi evran verið veikari og
krónan sterkari en almennt hafi ver-
ið reiknað með.
„Á meðan krónan var sterk og
evran veik nutum við þess með meiri
framlegð. Núna hallar aðeins á og
þá þurfum við bara að bíta á jaxlinn
og kyngja því,“ segir Þórarinn orð-
rétt.
Þetta eru orð að sönnu og sömu-
leiðis þau orð Þórarins, að hið sama
eigi við um fjöldamörg fyrirtæki
önnur en IKEA. Fyrirtækin hafi
mörg hver gert framvirka samninga
og séu búin að tryggja sér vöru á
ákveðnu gengi. Dollarar, evra eða
aðrir gjaldmiðlar hafi þegar verið
keyptir, eins og tíðkist hjá mjög
mörgum fyrirtækjum í innflutningi
sem geri framvirka samninga.
„Það á aldrei að vera fyrsta ráð-
stöfun hjá neinu fyrirtæki að hækka
verðið,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, tekur raun-
ar í sama streng í Morgunblaðinu í
gær, þar sem hann segir að yfirlýs-
ingar forsvarsmanna fyrirtækja og
samtaka fyrirtækja að undanförnu
um verðlag eða fyrirhugaðar breyt-
ingar á verði geti raskað samkeppni
og skaðað hagsmuni neytenda.
Í yfirlýsingu sem Samkeppniseft-
irlitið sendi frá sér segir að slík um-
fjöllun geti verið til þess fallin að
hvetja keppinauta á markaði til
verðhækkana og stuðlað að ólög-
mætu samráði.
„Við munum fylgjast mjög vel með
því að það sé ekki verið að nýta að-
stæður og fjölmiðla til þess að koma
af stað verðhækkunum sem grund-
vallast á samráði og eiga sér ekki
eðlilegar forsendur,“ segir Páll
Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, orðrétt.
Þeir sem forstjóri Samkeppniseft-
irlitsins beinir orðum sínum til ættu
að taka fullt mark á þeim, því miðað
við þær aðstæður sem nú ríkja á
markaði er full ástæða til að ætla að
Samkeppniseftirlitið láti ekki sitja
við orðin tóm, heldur láti kné fylgja
kviði. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
ÞJÓÐFÉLAG ÁN JARÐEFNAELDSNEYTIS?
Í 80 þúsund manna bæ í Svíþjóð erstefnt að því að minnka losun
koltvísýrings um helming fyrir árið
2010 frá því sem var árið 1990 og 70%
um miðbik aldarinnar. Markmiðið er
að á endanum verði bærinn Växjö al-
gerlega laus við jarðefnaeldsneyti. Í
Morgunblaðinu í gær er haft eftir
Henrik Johansson, sérfræðingi í um-
hverfismálum í Ráðhúsi Växjö, að
erfitt sé að hafa áhrif á atferli íbúa
bæjarins, en margir séu þó farnir að
breyta lífsháttum sínum. Växjö hefur
fengið verðlaun Evrópusambandsins
og erlendar sendinefndir þyrpast
þangað til að kynna sér aðgerðir bæj-
aryfirvalda. Upphaf átaksins var
ákvörðun um að hreinsa menguð vötn
í grennd við bæinn og nú getur fólk
synt í þeim, veitt og borðað fiskinn.
Umhverfisverndaraðgerðir yfir-
valda í bænum Växjö eru um margt til
fyrirmyndar. Á Íslandi eru betri for-
sendur en víða annars staðar til að
draga verulega úr notkun jarðefna-
eldsneytis, ef ekki losna við það alfar-
ið. Gríðarleg hækkun á eldsneytis-
verði sýnir hversu dýrt það getur
verið fyrir þjóð að vera háð jarðefna-
eldsneyti. Fyrir nokkrum árum var
rætt um það að Íslandi ætti að breyta
í vetnissamfélag. Þá var markmiðið
að bæði bíla- og skipafloti lands-
manna gengi fyrir vetni. Í heiminum
er nú víða rannsakað hvernig gera
megi kleift að knýja bifreiðar með
öðru eldsneyti en jarðefnaeldsneyti.
Sumar aðferðirnar hafa aukaverkan-
ir, sem í raun eru ekki boðlegar.
Framleiðsla etanóls úr maís hefur
leitt til slíkra hækkana á heimsmark-
aði að fátækt fólk hefur ekki lengur
efni á að kaupa fæðutegund, sem var
grundvallarþáttur í mataræði þess.
Á Íslandi eru kjöraðstæður til að
framleiða vetni án mengunar. Meng-
un fylgir ekki heldur hleðslu rafbíla.
Vetnisátakið á Íslandi virðist ekki
rekið af sama krafti og í upphafi, en
það er full ástæða til að hleypa aukn-
um krafti í að kanna leiðir til að draga
úr notkun jarðefnaeldsneytis. Hags-
munirnir eru tvíþættir. Jarðefnaelds-
neyti er dýrt og nú fer fram mikið
kapphlaup um að tryggja sér aðgang
að helstu uppsprettum þess. Rússar
nota gas- og olíulindir sínar til að
tryggja sér völd og áhrif og eru ekki
einir um það. Hér er því um öryggis-
mál að ræða.
Umhverfisþátturinn er ekki síður
mikilvægur. Íslendingar bera sínar
skyldur í umhverfismálum eins og
aðrir og eiga að leggja sitt af mörkum
til að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda eftir mætti. Undanfarið hef-
ur útblástur þeirra aukist hér á landi
fremur en hitt. Þrátt fyrir það að
heitt vatn og rafmagn sé unnið með
vistvænum hætti hér á landi er út-
blástur gróðurhúsalofttegunda í
hærri kantinum. Hér þarf að taka til
hendinni af sama metnaði og gert er í
bænum Växjö.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Flutningasvið Samtaka verslunarog þjónustu (SVÞ) vinnur aðhandbók um frágang á farmi oger vonast til þess að hún komi út
á vordögum. Signý Sigurðardóttir, for-
stöðumaður flutningasviðs SVÞ, segir að í
kjölfarið verði farið í mikla herferð til að
vekja ökumenn til umhugsunar um mik-
ilvægi þess að ganga ávallt rétt frá farmi.
Í janúar 2007 hittust öryggisstjórar eða
fulltrúar Eimskips, Samskips, Skeljungs,
Húsasmiðjunnar og Landssambands vöru-
bifreiðaeigenda og bundust samtökum um
að taka á öryggismálum í sambandi við
flutning á farmi vegna alvarlegra ábend-
inga, einkum í fjölmiðlum, um að víða væri
pottur brotinn í þessu efni.
Einfaldar reglur
Signý segir að strax á fyrsta fundi hafi
komið í ljós að við ákveðið vandamál væri
að etja sem þarfnaðist leiðréttingar. Allir
öryggisstjórarnir hafi verið sammála um
að gera þyrfti tilteknar breytingar á reglu-
gerðinni til að leiðrétta misskilning um að
svokallaðar styttur þyrftu alltaf að vera til
staðar. Reglugerðin ætti að gefa skýr og
einföld skilaboð um vandaðan frágang á
farmi í stað þess að gera skilyrðislausa
kröfu um styttur. Í mars í fyrra hafi hóp-
urinn lagt til við Umferðarstofu og sam-
gönguráðuneyti breytingar á reglugerð-
inni. Öryggishópurinn hafi sérstaklega
óskað eftir hlutlausu áliti sérfræðinga því
ágreiningur hafi verið á milli hags-
munaaðila og Umferðarstofu í málinu.
Umferðarstofa hafi orðið við þeirri beiðni
og var Línuhönnun falið að gera skýrslu
um málið. Skýrslan hafi komið út í október
og niðurstöður hennar staðfest álit hags-
munaaðila um að skilyrðislaus krafa um
styttur ætti ekki rétt á sér í reglugerðinni,
en þær skuli nota þegar farmur geti auð-
veldlega skriðið til eða rúllað fram af palli.
Í skýrslunni kemur ennfremur fram að
mikilvægt sé að samdar verði reglur um
festingar á farmi til að koma í veg fyrir
fleiri slys vegna þess að illa festur farmur
losni og detti af bílpalli. Reglurnar þurfi að
vera einfaldar og þannig úr garði gerðar
að flutningsaðilar eigi auðvelt með að fara
eftir þeim og löggæsluyfirvöld geti fylgt
þeim eftir á vegum úti. Ekki sé til dæmis
hægt að ætlast til þess að lögreglumenn
þurfi að fara í gegnum flóknar reikni-
reglur í hvert skipti sem þeir kanni hvort
farmur sé rétt festur.
Fyrir skömmu birti samgöngu-
ráðuneytið drög að reglugerð um breyt-
ingu á reglugerð um hleðslu, frágang og
merkingu farms. Þar kemur meðal annars
fram að til varnar hliðarskriði skuli binda
farm tryggilega. Geti farmeiningar auð-
veldlega skriðið til eða oltið til hliðar skal
auk þess nota styttur, annaðhvort utan
með eða í miðju, eða skjólborð sem skulu
ná að minnsta kosti hæð efri brúnar farms.
Signý segir að mestu skipti að reglu-
gerðin verði einföld og skýr og gefi þeim
sem eiga að fara eftir henni og þeim sem
hafa eftirlit með höndum góða leiðbein-
ingu um hvað skipti máli og hvað þurfi að
hafa sérstaklega í huga, en aðalatriðið sé
að rétt og vel sé gengið frá farminum. „Ég
finn hjá mínum mönnum að það er mikill
vilji og metnaður til að gera átak í þessum
málum og það átak er þegar hafið,“ segir
hún og vísar meðal annars til þess að stöð-
ur öryggisstjóra hafi orðið til vegna breyt-
inga á lögum og þær hafi skilað mjög
miklu, en bætir við að tíma taki að stoppa í
öll göt.
Öryggismál í góðu lagi
Eyþór H. Ólafsson, öryggisstjóri hjá Eim-
skip, segir að öryggismál séu í góðu lagi
hjá fyrirtækinu. Þegr farmur komi inn á
svæðið sé hann yfirfarinn með frekari
flutning í huga. Fullnægi frágangurinn
ekki ýtrustu kröfum sé reynt að bæta úr
því áður en bílstjóri komi til að taka farm-
inn. Allur búnaður eins og til dæmis við-
urkenndir borðar og strekkjarar eða
spennubönd séu til staðar til að ganga frá
farminum, hvort sem hann sé á athafna-
svæði Eimskips eða annars staðar. Bíl-
stjórum sé líka uppálagt að taka ekki farm
Herferð til að
vekja ökumenn
til umhugsunar
Búnaður Sig
svæði fyrirtæ
Festing Flut
urkenndum b
Flutningasvið Samtaka verslunar og þjón-
ustu vinnur að handbók um frágang á farmi
Fyrsti orkupósturinn hérlendis varformlega tekinn í notkun viðBankastræti 7 í Reykjavík í gær,en auk þess eru orkupóstar á
bílastæðum Kringlunnar í Reykjavík og
bílastæðum Smáralindar í Kópavogi.
Fimm orkupóstar
Orkuveita Reykjavíkur hefur í sam-
starfi við Reykjavíkurborg, Kringluna og
Smáralind sett upp samtals fimm orku-
pósta á bílastæðum á fyrrgreindum þrem-
ur stöðum og þar geta rafbílaeigendur
hlaðið rafmagnsbíla endurgjaldslaust.
Markmið framtaksins er að hvetja íslensk
bílaumboð og bílaeigendur til að kynna sér
kosti rafmagnsbíla til notkunar í borgar-
umferðinni. Samtals komast 10 bílar í
hleðslu í einu í orkupóstunum. Engir
stöðumælar eru við verslunarmiðstöðv-
arnar og leggja má vistvænum bílum
ókeypis í 90 mínútur í hvert sinn í mið-
bænum.
Orkupósturinn er ósköp venjuleg raf-
magnsinnstunga í kassa og geta rafbíla-
eigendur sótt lykla að orkupóstunum í höf-
uðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Kjartan Magnússon, stjórnarformaður
Orkuveitunnar, og Gísli Marteinn Bald-
ursson, formaður umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, tóku fyrsta orku-
Frítt rafmagn á b
Hvatt til notkunar rafmagnsbíla í borgarumferðinni
Rafmagnshleðsla Gísli Marteinn Baldursson, formaður u
arformaður Orkuveitunnar, búnir að leggja REVA-rafbíln