Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Austurland kólnar
ÍAV hefur ákveðið að bjóða ekki í
fleiri verk á Austurlandi. Ástæðan
er kólnun á íbúðamarkaði og minnk-
andi umsvif í verklegum fram-
kvæmdum í fjórðungnum. Aðflutn-
ingur nýrra íbúa til Austurlands
hefur ekki orðið eins mikill og talið
var að yrði. »Forsíða
Nektardans í boði
Enn er stundaður nektardans á
veitingahúsum í Reykjavík þrátt fyrir
að bann við slíkum dansi hafi verið
lögfest á síðasta ári. Ástæðan mun
vera að lögin bjóða upp á undanþágu
hvað þetta varðar og hafa þrír staðir
sótt um slíka undanþágu. »2
Lánshæfi til athugunar
Matsfyrirtækið Fitch Ratings
hefur breytt horfum fyrir lánshæf-
ismat íslenska ríkisins úr stöðugum í
neikvæðar. Þá hefur matsfyrirtækið
Standard & Poor’s tekið lánshæfis-
einkunn ríkisins til athugunar. »14
Jarðfræðin vel þekkt
Gerð Sundaganga eiga ekki að
fylgja nein stórkostleg vandræði
vegna jarðlaga á fyrirhugaðri ganga-
leið, að mati framkvæmdastjóra þró-
unarsviðs Vegagerðarinnar. Segir
hann bergið á svæðinu vel þekkt og
engin stórhætta sé á miklum leka. »8
SKOÐANIR»
Staksteinar: Mont eða heimska
Forystugreinar: Rödd skynseminn-
ar | Þjóðfélag án jarðefnaeldsneytis?
Ljósvaki: Heimavinnandi húsfeður
UMRÆÐAN»
Tökum á efnahagsvandanum
Aðkallandi vegagerð
Hinar óstöðvandi vélaherdeildir
Ekki gleyma öryrkjum og öldruðum
3
3
3
3 3 3
3 3
3 4
#
$5%.
+$
6
1
3
3
3 3
3 3
-
7)1 %
3 3
3
3
3
3
89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%77<D@;
@9<%77<D@;
%E@%77<D@;
%2=%%@F<;@7=
G;A;@%7>G?@
%8<
?2<;
6?@6=%2+%=>;:;
Heitast 7 °C | Kaldast 0 °C
NA og A 8-13 m/s
og víða léttskýjað en
dálítil él na-lands.
Hvessir og þykknar
upp s-lands síðdegis,
fer að rigna. » 10
Íslenskur lagasmið-
ur samdi lagið
„Beautiful“ sem sit-
ur nú í efsta sæti
Billboard-listans
bandaríska. »36
TÓNLIST»
Efstur á
Billboard
TÓNLIST»
Ragnar Sólberg er á
hringferðalagi. »43
Fyrstu árin sem fjöl-
miðlar göbbuðu
landsmenn hlupu
margir 1. apríl. Nú
eru menn varari um
sig. »5
FJÖLMIÐLAR»
Bestu
aprílgöbbin
FÓLK»
Rígur um athyglina á
rauða dreglinum. »37
KVIKMYNDIR»
Stones-mynd Scorsese
frumsýnd. » 40
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. … nýjar kvikmyndir á mbl.is
2. Varstu gabbaður í dag?
3. Margra kílómetra bílaröð
4. Vildi gera Ísland gjaldþrota
Íslenska krónan veiktist um 0,9%
Eftir Hlyn Inga Grétarsson og
Helgu Mattínu Björnsdóttur
RUSSELL Trocano brá heldur bet-
ur í brún í gærmorgun þegar hann
áttaði sig á að hann var staddur á
flugvellinum á Þórshöfn á Langanesi
en hann hafði á hinn bóginn talið sig
vera á leið til Þórshafnar í Fær-
eyjum.
Kunningi Russells hafði bókað fyr-
ir hann ferðina á netinu en Russell
flaug frá Bandaríkjunum og stóð til
að hann færi frá Íslandi til Færeyja.
Í gærmorgun fór hann með flugi
frá Reykjavík til Akureyrar og taldi
sig vera að fara þaðan til Færeyja
með viðkomu á Vopnafirði.
Töldu uppákomuna aprílgabb
Þegar mistökin urðu ljós vakti það
nokkra kátínu á flugvellinum og
gerðu menn því skóna að um væri að
ræða aprílgabb hjá félaganum sem
bókaði ferðina.
Russell fór með vélinni til baka til
Akureyrar og hyggst sleppa Fær-
eyjaferðinni og dvelja á Akureyri í
nokkra daga áður en hann fer aftur
til Bandaríkjanna.
Aðspurður sagði Russell að sér
hefði ekki dottið annað í hug en hann
væri á leið til Færeyja miðað við hvað
flugið kostaði. Hann taldi að ekki
gæti verið um að ræða svo dýrt far
innanlands en farið frá Reykjavík til
Þórshafnar kostaði hann 24.000
krónur.
Honum leist þó ekki á blikuna þeg-
ar hann steig upp í Twin Otter-vél
Flugfélags Íslands sem hann hélt að
ætti að flytja sig til Færeyja en sagði
eftir ferðina að flugið hefði verið
býsna skemmtilegt þrátt fyrir
nokkra ókyrrð.
Russell sem er Bandaríkjamaður
starfar sem lögfræðingur og hefur
komið nokkrum sinnum til Íslands í
tengslum við lögfræðistörf fyrir ís-
lenska kunningja sína. Í þetta skiptið
hugðist hann þó einungis millilenda
hér á leið sinni til Færeyja.
Að sögn starfsmanna á flugvell-
inum á Akureyri hafa tilfelli sem
þessi komið upp áður þó það sé ekki
algengt.
Lenti á rangri
Þórshöfn
Hyggst sleppa Færeyjaferðinni
Ljósmynd/Hlynur Ingi Grétarsson
Aprílgabb? Mistökin vöktu nokkra kátínu á flugvellinum á Akureyri.
Flugferð Bandaríkjamanns til Færeyja í gegnum Ísland tók óvænta stefnu
DAGINN áður en
Bob Dylan stígur á
svið í Laugardals-
höll verður fyrr-
verandi eiginkona
hans, Carol Denn-
is-Dylan með tón-
leika í Fíladelfíu-
kirkjunni. Eftir því
sem best er vitað
mun það vera til-
viljun að þau spila hér á sama tíma.
Á tónleikunum í Fíladelfíu 25. maí
kemur Dennis-Dylan fram ásamt
þekktum bandarískum gospelsöngv-
ara, Andraé Crouch, og Gospelkórum
Reykjavíkur og Fíladelfíu. „Hún er
svakaleg söngkona, alveg æðisleg,“
segir Óskar Einarsson, stjórnandi
Gospelkórs Reykjavíkur.
Carol Dennis og Bob Dylan eign-
uðust dóttur árið 1986 og giftu sig síð-
ar sama ár. Þau slitu samvistum árið
1992.
Dennis-
Dylan til
Íslands
Var gift Bob Dylan
Carol Dennis-
Dylan
Í GÆR var í fyrsta skipti úthlutað
styrkjum úr Kraumi, nýjum styrkt-
arsjóði fyrir íslenskt tónlistarlíf.
Bakhjarlar Kraums, hjónin Ingi-
björg Kristjánsdóttir landslags-
arkitekt og Ólafur Ólafsson stjórn-
arformaður Samskipa afhentu
Mugison hæsta styrkinn, fjórar
milljónir króna. | 39
Kraumur styrkir tónlistarlífið
Morgunblaðið/RAX
ÞEGAR misskilningurinn um ferðaáætlun Russells Trocano varð ljós bauð
starfsfólk Flugfélags Íslands honum í sárabætur að fljúga norður fyrir
heimskautsbaug, til Grímseyjar, sem hann þáði með þökkum.
Ferð til Grímseyjar sem sárabót