Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 6

Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LÁNINU er oft misskipt í veiði. Þannig var það í gærmorgun þeg- ar stangveiðitímabilið hófst á sól- björtum en nöprum degi í Skafta- fellssýslunum. Við Tungulæk í Landbroti, þar sem bændur segja að ekki hafi vorað jafn seint í ein fjórtán ár, var lofthitinn um frost- mark þegar veiðimenn hófu veið- ar. Og þá var einn veiðimaðurinn svo lánsamur að eiga leynivopn sem birtingurinn gein við; straum- flugur með gúmmílappir, keyptar í Argentínu. Fiskurinn var ekki jafn hrifinn af þessum hefðbundnu íslensku, til að byrja með. Svo jafnaði þetta sig allt saman, það hlýnaði í skjólinu við Tungulæk og þegar blaðamaður var á ferðinni skömmu fyrir hádegi voru veiði- mennirnir fjórir komnir með eina tuttugu sjóbirtinga. Flestum var sleppt aftur en nokkrir geldfiskar hirtir. Einn var sérstaklega patt- aralegur, 76 cm langur. Veiddust þeir neðst í læknum og skilunum við Skaftá, við voldugar íshrannir. Austanmegin við Skaftá var erf- iðara að athafna sig, veiðimenn urðu varir við fiska en voru komn- ir með einn á land um hádegið. Við Tungufljót í Skaftártungum hitti blaðamaður kappsama veiði- menn sem hafa verið þar áður 1. apríl og gengið betur en nú. Þeir voru búnir að landa fjórum og sleppa þeim aftur. Í Minnivallalæk veiddust átta urriðar á fyrstu vaktinni og má teljast gott; Þröstur Elliðason sagði að í Landsveitinni hefði ver- ið „rok og sjö stiga frost!“ Enn kaldara var norðan heiða, við Litlá í Kelduhverfi. Þótt frosið hafi í lykkjum veiðimanna, sem byrjuðu að veiða um hádegisbil, voru þeir komnir með tíu sjóbirt- inga og eina bleikju um miðjan dag. „Rok og sjö stiga frost“ Rólegra yfir opn- un sjóbirtings- ánna en oft áður Morgunblaðið/Einar Falur Svalt Það var kuldalegt við Tungufljót í gær og birtingurinn tregur að taka. Veiðimenn höfðu þó séð tvær torfur af fiski og stóra innan um. Morgunblaðið/Einar Falur Einn til Birni Leifssyni gekk vel í Tungulæk í gærmorgun og var kominn með hátt í tug fiska. Allir tóku þeir argentísk leynivopn. Stangveiðitímabilið hófst í sólskini en kulda í gærmorgun Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VÍSINDASIÐANEFND afgreiddi í febrúar 2005 umsókn um rannsókn á viðhorfum þátttak- enda í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar, sem Stefán Hjörleifsson læknir og heimspek- ingur vann. Í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við Stefán um rannsókn hans um umfjöllun íslenskra fjölmiðla um erfðavísindi. Stefán rannsakaði allt efni sem tengdist Íslenskri erfðagreiningu frá þessum árum, en auk þess hefur hann rannsakað viðhorf starfsfólks og þátttakenda í rannsóknum hjá ÍE. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Stefán hefði framið lögbrot með rannsókn sinni, enda hefði hann hvorki haft leyfi Vísindasiðanefndar né Per- sónuverndar áður en hann gerði rannsóknina. Þá hefði ekki legið fyrir upplýst samþykki. Að sögn Eiríks Baldurssonar, framkvæmda- stjóra Vísindasiðanefndar, var í þeirri rann- sókn, sem sneri að viðhorfum þátttakenda í rannsóknum ÍE, um að ræða námsrannsókn Stefáns sem Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, var skráður ábyrgur fyrir. Vísindasiðanefnd starfar samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og segir Eiríkur að hún fjalli eingöngu um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði. Starfsgrundvöllur Vísindasiða- nefndar sé fyrst og fremst tengdur réttindum sjúklinga. Sjúklingar eigi að geta treyst því að fram við þá sé komið með eðlilegum hætti, að ekki séu stundaðar á þeim rannsóknir sem geti valdið þeim skaða eða íþyngi þeim og séu jafn- vel óþarfar fyrir verkefnið sem verið er að vinna að. Jafnframt þurfi tryggingamál að vera í lagi. Viðtöl við starfsfólk falla ekki undir nefndina Sú rannsókn sem Stefán Hjörleifsson vann og laut að hópviðtölum við starfsfólk ÍE, en rannsóknin var unnin nokkrum árum fyrr, falli ekki undir verksvið Vísindasiðanefndar og hafi ekki komið til umfjöllunar hennar. „Sú rann- sókn hlýtur að hafa verið gerð með samþykki ÍE og kom ekki hingað inn á borð.“ Í þeirri rannsókn sem sótt var um leyfi vegna árið 2005 hafi verið um að ræða viðtöl við sjö manns, 18 ára og eldri, sem þátt tóku í rannsóknum á vegum ÍE. Í rannsókninni var verið að kanna viðhorf þátttakenda og hafi verið sótt um leyfi Vísindasiðanefndar fyrir rann- sókninni. Í umsókninni hafi komið fram að þar ætti að kanna viðbrögð við nýlegum hugmyndum um arfgenga áhættuþætti algengra sjúkdóma. Um- sækjandi hafi lagt mikla áherslu á að leita ekki eftir persónugreinanlegum upplýsingum um þátttakendurna sjö. Hún hafi fjallað um viðhorf en ekki um persónulega hagi fólks. „Hins vegar má það vel vera að einhverjir séu það glöggir að þeir geti borið kennsl á einstaklinga, það er al- menn hætta sem tekin er með þátttöku í vís- indarannsóknum af þessu tagi.“ Ramminn veikur Eiríkur segist taka undir það með Kára Stef- ánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að ramminn utan um vísindasiðfræði á Íslandi sé mjög veikur og nái í raun bara til rannsókna á heilbrigðissviði. „Hann snýst fyrst og fremst um að tryggja réttindi þátttakenda,“ segir hann og bendir t.d. á rannsóknir sem snúist um próf- un ákveðinna lyfja í tiltekinn tíma. „Hins vegar eru stundaðar fjölþættar rannsóknir á öðrum sviðum, til dæmis í félagsvísindum, þar sem vís- indasiðferðileg álitamál kvikna ótt og títt,“ segir Eiríkur. Utan um þetta sé enginn rammi, hvorki í lögum né reglugerðum. „Menn styðjast við það besta sem þeir eiga, sem er eigið brjóstvit og vinnureglur vísindasamfélagsins.“ „Það er afmarkað í lögum og reglum hvar þarf leyfi og það eru ákveðin tilvik sem eru mjög skýrt afmörkuð,“ segir Þórður Sveinsson, lög- fræðingur hjá Persónuvernd. Persónuvernd hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma í málum sem snúa að meðferð persónuupplýsinga. Umsókn ekki borist Aðspurður segist Þórður ekki kannast við að erindi hafi borist vegna rannsóknarinnar á við- horfum starfsfólks ÍE. Segir Þórður að sækja þurfi um leyfi til Persónuverndar þegar rann- sóknir varði til dæmis aðgang að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna, sem og vinnslu með erfðaupplýsingar. Einnig í tilvikum sem varða söfnun upplýsinga um áfengisneyslu eða fé- lagsleg vandamál, án þess að samþykki liggi fyrir. Hið sama gildi um samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum án samþykk- is. Hann segir jafnframt að meginreglan sé sú að fari fram rafræn vinnsla persónuupplýsinga þurfi að tilkynna slíkt til Persónuverndar, þótt um kunni að vera að ræða rannsóknir sem ekki hafi þurft að sækja um leyfi vegna. Sé um það að ræða að svör úr viðtölum séu geymd í rafrænum gagnabanka, annaðhvort auðkennd með nöfn- um eða þannig að hægt sé að tengja þau við nöfn eða kennitölur, megi ætla að viðkomandi upp- lýsingar falli undir persónuverndarlögin. Í þeim sé m.a. mælt fyrir um fræðslu til hinna skráðu. Greina verði þeim frá því að upplýsingar um þá séu varðveittar á persónugreinanlegu formi. Stefán Hjörleifsson gat ekki veitt viðtal vegna málsins í gær.  Læknir sem rannsakaði umfjöllun um erfðavísindi sótti um leyfi til að rannsaka viðhorf þátttakenda í rannsóknum ÍE  Málið ekki á borð Persónuverndar  Ramminn um vísindasiðfræði á Íslandi veikur Sóttu um leyfi til Vísindasiðanefndar Í HNOTSKURN »Stefán Hjörleifsson rannsakaði í dokt-orsritgerð sinni umfjöllun fjölmiðla um erfðavísindi árin 2000 og 2004. »Hann skoðaði umfjöllun fjölmiðla ogtók viðtöl við bæði vísindamenn Ís- lenskrar erfðagreiningar og þátttakendur í rannsóknum þeirra. »Kári Stefánsson telur að Stefán hafibrotið lög er hann framkvæmdi rann- sókn sína. AFGREIÐSLA pósthússins á Eskifirði var lokuð í fyrradag vegna veikinda starfsfólks. Opnað var aftur í gærmorgun. Tveir starfsmenn eru í afgreiðslu Ís- landspósts á Eskifirði. Þeir voru báðir veik- ir í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústu Hrund Steinarsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Íslandspósts, var reynt að fá starfs- menn frá pósthúsunum í Neskaupstað, Reyðarfirði og Egilsstöðum til að hlaupa í skarðið en tókst ekki vegna flensunnar sem herjar á marga vinnustaði á svæðinu. Því varð að hafa lokað. Ágústa tók fram að allur póstur hefði verið borinn út þennan dag og að viðskiptavinir fyrirtækisins á staðnum hefðu sýnt þessu vandamáli skilning. Lokað vegna veikinda Ljósmynd/Helgi Garðarsson DANÍEL Jónsson, kúabóndi á Ingunnar- stöðum í Reykhólasveit, segir að þó að sam- þykkt hækkun á mjólkurverði til bænda hafi tekið gildi í gær, 1. apríl, fái bændur ekki hækkunina fyrr en í maí. Eins og greint var frá fyrir helgi var sam- þykkt 14,6% hækkun á mjólkurverði til bænda eða 14 kr. hækkun á lítra. Daníel Jónsson sagði við Morgunblaðið fyrir mán- uði að 30 kr. hækkun væri nauðsynleg til að mæta 50 til 100% hækkunum á aðföngum. Með þetta í huga segir hann að hækkunin hefði átt að gilda frá áramótum. Daníel seg- ir að skuldugir bændur séu í erfiðri stöðu. Þeir geti illa haldið áfram rekstri og heldur ekki hætt því þeir geti ekki selt. Í því sam- bandi nefnir hann bónda sem hafi fengið til- boð í kýr og kvóta en þegar á hafi reynt hafi viðkomandi ekki fengið fyrirgreiðslu hjá bönkum og því ekki orðið af viðskiptunum. Bændur fá hækkun í maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.