Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GEIR H. Haarde forsætisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra áttu í
gær fund með nýskipaðri nefnd
um þróun Evrópumála. Formenn
nefndarinnar eru Illugi Gunn-
arsson alþingismaður, skipaður
af forsætisráðherra, og Ágúst
Ólafur Ágústsson alþingismaður,
skipaður af utanríkisráðherra. Í
nefndinni eiga einnig sæti fulltrú-
ar stjórnmálaflokka sem sæti
eiga á Alþingi, einn frá hverjum
flokki. Að auki skipa ASÍ, BSRB,
SA og Viðskiptaráð hvert einn
fulltrúa í nefndina.
Verkefni nefndarinnar er að
fylgja eftir tillögum Evrópu-
nefndar frá mars 2007, m.a. að
athuga nánar hvernig hags-
munum Íslendinga verði best
borgið í framtíðinni gagnvart
Evrópusambandinu, á grunni nið-
urstaðna Evrópunefndar frá mars
2007 og að fylgjast með þróun
mála í Evrópu og leggja mat á
breytingar út frá hagsmunum Ís-
lendinga.
Morgunblaðið/Kristinn
Á góðri stundu Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Geir H. Haarde.
Evrópunefnd-
in fundaði
ÍSLENSK málnefnd og Blaðamannafélag Íslands
efna til málþings um stöðu íslenskrar tungu í fjöl-
miðlum föstudaginn 4. apríl kl. 16-18 í Þingholti,
Hótel Holti, Bergstaðarstræti 37, og er það öllum
opið.
Steinunn Stefánsdóttir hjá Íslenskri málnefnd
setur þingið. Erindi munu flytja: Svanhildur Hólm
Valsdóttir, ritstjóri Íslands í dag, Aðalsteinn Dav-
íðssson, cand. mag., Þröstur Helgason, ritstjórn-
arfulltrúi á Lesbók Morgunblaðsins, og Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tíma-
rits Máls og menningar. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju
erindi. Fundarstjóri verður Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Ís-
lands. Að loknu málþinginu býður Blaðamannafélagið upp á léttar veitingar.
Málþingið er hið sjöunda í röð ellefu málþinga sem íslensk málnefnd stend-
ur fyrir um ýmislegt sem lýtur að íslenskri málstefnu en nefndin vinnur nú
að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið.
Íslensk tunga í fjölmiðlum
AÐALFUNDUR SFR – stétt-
arfélags í almannaþjónustu, sem
haldinn var s.l. laugardag, bendir
á að misrétti í launum hafi aukist
í samfélaginu á undanförnum ár-
um. Bilið á milli þeirra sem hafa
hæstu launin og þeirra sem
lægstu launin hafi verið að
aukast. SFR telur mikilvægt að
horft verði til þess við gerð
næstu kjarasamninga. Fundurinn
samþykkti einnig ályktanir um
almannaþjónustu, kjaramál, efna-
hagsmál, skattamál og umhverf-
ismál.
SFR ályktar
REYKJAVÍKURMÓT grunn-
skólasveita í skák fer fram í húsa-
kynnum Taflfélags Reykjavíkur í
skákhöllinni í Faxafeni 12 miðviku-
daginn 2. apríl. Þáttökurétt hafa
allir grunnskólar í Reykjavík og
getur hver skóli sent eins margar
sveitir og kostur er. Hver sveit skal
skipuð fjórum mönnum og skal
þeim raðað eftir styrkleika.
Mótið hefst kl. 17 á miðviku dag
og fer skráning sveita fram á staðn-
um frá kl. 16.30.
Skólaskák
SAMTÖK ferðaþjónustunnar fagna
í tilkynningu samkomulagi um að
samgöngumiðstöð rísi í Vatnsmýr-
inni sem hýsa mun allar tegundir
samgangna á svæðinu.
Löngu sé brýnt að reisa sam-
göngumiðstöð við Reykjavík-
urflugvöll en með því sé sköpuð við-
unandi aðstaða fyrir flugrekendur í
innanlandsflugi og þjónusta bætt til
muna við farþega með nýju húsi og
góðri tengingu við almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngubót
STUTT
GERÐ Sundaganga eiga ekki að
fylgja nein stórkostleg vandræði
vegna jarðlaga á fyrirhugaðri
gangaleið að mati Hreins Haralds-
sonar, framkvæmdastjóra þróunar-
sviðs Vegagerðarinnar, en hann er
með doktorspróf í jarðfræði. Ísleifur
Jónsson, verkfræðingur og fyrrver-
andi stjórnandi Jarðborana ríkisins,
varar við gerð Sundaganga, og
raunar jarðganga undir sjó sunn-
anlands, í grein í Morgunblaðinu á
sunnudaginn var. Hann nefnir þar
hættu á jarðskjálftum og telur að
lekt í ungu bergi svæðisins verði
mikil.
Hreinn byggir álit sitt á rann-
sóknum sem búið er að gera á fyr-
irhugaðri gangaleið og áliti sérfræð-
inga sem skoðað hafa málið fyrir
Vegagerðina. „Það er orðið mjög vel
þekkt bergið og hugsanlegur leki á
þeirri leið, bæði eftir rannsóknir síð-
astliðins sumars og eins er mikið til
af gögnum frá borunum í Reykjavík
fyrr og síðar. Þegar þetta er allt lagt
saman tel ég að engin stórhætta sé á
miklum leka á þessari gangaleið,“
sagði Hreinn.
Í nýlegri kostnaðaráætlun vegna
Sundaganga er reiknað með því að
gerð þeirra verði eitthvað dýrari á
lengdareiningu en t.d. gerð Hval-
fjarðarganga. Sagði Hreinn að
reiknað sé með heldur meiri þétt-
ingum á bergi við gerð Sundaganga
en þurfti að beita í Hvalfirði.
Hvað varðar hættu af jarðskjálft-
um fyrir Sundagöng sagði Hreinn
að jarðskjálftasérfræðingar væru
sammála um að hætta af jarðskjálft-
um sé ekki meiri fyrir jarðgöng en
önnur mannvirki. Ísleifur bendir á
að einungis ein rannsóknarhola af
13 hafi verið boruð niður í sjávar-
botninn á 1,5 km hluta gangaleið-
arinnar. Hreinn sagði að auk hol-
unnar sem boruð var frá sjó hafi
verið skáboraðar rannsóknarholur
frá landfyllingum undan Kleppi og
Gufunesi og inn undir sjávarbotn-
inn. Hann sagði menn telja sig hafa
mjög góða mynd af jarðlögum á
þessu svæði. Þau séu raunar óvíða
jafn vel þekkt og á Reykjavíkur-
svæðinu.
Auk rannsóknarborana nú hafi
menn öðlast mikla þekkingu á jarð-
lögunum við kaldavatns- og heita-
vatnsboranir í gegnum árin. Hreinn
benti á að við undirbúning Hval-
fjarðarganga hafi engin rannsókn-
arhola verið boruð frá sjó. Hann
sagði að Árni Hjartarson jarðfræð-
ingur, sem stýrði rannsóknarborun-
um vegna Sundaganga, þekki jarð-
fræði Reykjavíkur manna best. Því
hafi hann verið fenginn til verksins.
Hvað varðar áhyggjur Ísleifs
vegna loftræstingar Sundaganga
sagði Hreinn að ekki væri búið að
fullhanna verkefnið, enda ekki verið
ákveðið hvort í það verði ráðist.
Hann taldi þó líklegast að slík göng
yrðu loftræst út um gangamunnana.
Ef mengun úr göngunum reynist
vera umfram leyfileg mörk þurfi að
hreinsa loftið úr þeim með hreinsi-
búnaði.
Jarðfræði á leið Sunda-
ganga er vel þekkt
!
!
"
#
Boranir Unnið við rannsóknir á berglögum vegna Sundaganga.
BÆNDUR á Mýrum ætla að minn-
ast þess um helgina að tvö ár eru lið-
in frá því að kviknaði í sinu á Mýr-
um. Guðbrandur Guðbrandsson,
formaður Búnaðarfélags Mýra-
manna, segir að afmælishátíðin sé
farin að hlaða utan á sig og sé að
verða að lítilli landbúnaðarsýningu.
Landbúnaðarráðherra ætlar m.a. að
hitta bændur og ræða við þá um
landbúnaðarmál.
Landbúnaðarráðherra
mætir til fundar
Vorhátíðin, sem kölluð er „Eftir
Mýraelda“, hefst fimmtudaginn 3.
apríl kl. 20.30 með almennum fundi
um landbúnaðarmál, en framsögu-
menn verða Einar K. Guðfinnsson
landbúnaðarháðherra og Haraldur
Benediktsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands.
Hátíðin heldur áfram laugardag-
inn 5. apríl kl. 13 með landbún-
aðarsýningu í félagsheimilinu Lyng-
brekku. Guðbrandur sagði að ýmis
fyrirtæki og stofnarnir ætluðu að
sýna vörur sínar og þjónustu. Meðal
þeirra væri MS, Mjólka og SS. Einn-
ig yrði vélasýning á planinu við fé-
lagsheimilið. Þá yrði nýtt fjós á bæn-
um Þverholtum til sýnis frá kl. 13 á
laugardeginum, en fjósið byggist á
nýjustu tækni og notast er við tvo
mjaltaþjóna.
Viðamiklar rannsóknir á áhrifum
brunans á fugla- og dýralíf hafa
staðið yfir á Mýrum. Á sýningunni
mun Náttúrufræðistofa Kópavogs
fjalla um þessar rannsóknir. Guð-
brandur sagði að bændur á Mýrum
og úr sveitum í nágrenninu hefðu
staðið í ströngu við að slökkva eld-
ana. Almennt er talið að vinna
bændanna hafi skipt sköpum um að
eldarnir breiddust ekki enn meira
út. Guðbrandur sagði að bruninn
hefði kennt mönnum mikilvægi þess
að vera á varðbergi fyrir þessari
hættu. Aðstæður núna væru ekki
ósvipaðar og fyrir tveimur árum
þegar eldarnir kviknuðu. Það væri
því full ástæða fyrir fólk að fara var-
lega í umgengni við eld.
Mýramenn minnast
sinubrunans mikla
Morgunblaðið/RAX
Sinubruni Mýramenn minnast þess á laugardag að tvö ár eru liðin frá því
að mesti sinubruni á Íslandi geisaði á Mýrum. Þrjá daga tók að slökkva þá.
Aðstæður nú eru
svipaðar og þegar
Mýraeldar kviknuðu
Í HNOTSKURN
»Sungið verður á vorhátíð-inni undir forystu Stein-
unnar Pálsdóttur. Ennfremur
koma söngvarar úr Reyk-
holtsdal og syngja lög úr leik-
ritinu Þið munið hann Jör-
und.
»Mýraeldarnir eru taldirmestu sinueldar í Íslands-
sögunni, en alls brann um 68
ferkílómetra svæði. Þeir
komu upp 30. mars við Snæ-
fellsnesveg en það tók eldinn
innan við 5 klukkustundir að
komast niður að sjó. Þrjá
daga tók að slökkva eldana.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu og líkamsræktarstöðvar World
Class hafa gert samning sín á milli
sem er um margt nýstárlegur.
Samningurinn leyfir lögreglu-
mönnum að skrá sig í líkamsrækt í
eitt ár án endurgjalds – svo lengi
sem þeir stunda ræktina reglu-
lega.
Ef lögreglumennirnir mæta ekki
að lágmarki einu sinni á viku
þurfa þeir að greiða 4.000 kr. sekt
fyrir þann mánuðinn, en lögreglan
greiðir þó kostnaðinn vegna fyrstu
fimm sektanna, vegna fjarveru
sem orsakast getur vegna veikinda
eða sumarfría lögreglumanna. Allt
umfram það dregst af launum.
Jökull Gíslason hjá starfsmanna-
skrifstofu lögreglunnar segir að
mörgum lögreglumönnum reynist
æ erfiðara að samræma vinnu, fjöl-
skyldu og líkamsrækt. Þetta fyrir-
komulag sé tilvalið að því leyti að
það verkar hvetjandi á lögreglu-
menn að stunda æfingar samvisku-
samlega, en býður þó töluverðan
sveigjanleika.
Morgunblaðið/Júlíus
Hraustir Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu geta nú stundað líkams-
rækt ókeypis, svo fremi sem þeir sinna æfingum samviskusamlega.
Sektaðir ef þeir mæta ekki