Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 15 ERLENT Buenos Aires. Los Angeles Times, AFP. | Stóraukin eftirspurn eftir mat- vælum hefur stuðlað að miklum upp- gangi í landbúnaði á stóru svæði í Suður-Ameríku. Á sama tíma og neytendur um all- an heim standa frammi fyrir miklum verðhækkunum og skorti á mat- vælum hafa margir framleiðendur í Suður-Ameríku methagnað af matvælaútflutningi. Sojabaunaframleiðslan í Argent- ínu þrefaldaðist á árunum 1996 til 2006, jókst úr 12,5 milljónum tonna í 38 milljónir. Akurlendið sem lagt hefur verið undir sojabaunir hefur rúmlega tvöfaldast á sama tíma. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinnar eftirspurnar í Kína, á Indlandi og í fleiri Asíulönd- um. „Sojabarónar“ eflast Stóraukin sojabaunaframleiðsla hefur skapað auð í Suður-Ameríku, ekki aðeins í landbúnaðarrisunum Argentínu og Brasilíu, heldur einnig í Paragvæ, Úrúgvæ og jafnvel Bóli- víu, einu af fátækustu löndum álf- unnar. Sojabaunaakrarnir halda áfram að þenjast út á kostnað ann- arra nytjaplantna og þróunin ýtir undir frekari skógareyðingu. Í Argentínu er nú talað um nýja auðstétt, „sojabaróna“ sem hafa stórgrætt á útflutningnum. Gróðinn einskorðast þó ekki við sojabaunir því útflutningur á nautakjöti hefur einnig aukist í löndum á borð við Argentínu og Brasilíu. Mikill upp- gangur hefur verið í laxeldi við strendur Chile vegna vaxandi eft- irspurnar í Evrópu, Asíu og Banda- ríkjunum. Stóraukin framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur blásið nýju lífi í syk- urreyrmarkaðinn. Í Valle del Cauca, frjósömu héraði í Kólumbíu, hafa bændur plantað sykurreyr sem seldur er fjórum nálægum et- anólverksmiðjum. Stjórnvöld í Brasilíu stefna einnig að því að stór- auka framleiðslu sína á lífrænu elds- neyti. Þessi þróun hefur þó einnig ýtt undir verðbólgu og pólitíska ólgu í Suður-Ameríku því matvælaverðið hefur hækkað þar eins og annars staðar. Vinstristjórn Cristinu Fernandez de Kirchner, forseta Argentínu, greip til þess ráðs að hækka útflutn- ingskatta á sojabaunir og fleiri land- búnaðarafurðir úr 35% í 44,1%. Bændur landsins efndu þá til verk- falls, sem staðið hefur í nítján daga, og lokað vegum til að hindra mat- vælaflutninga. Matvælaframleiðendur auðgast AP Bændauppreisn Bændur loka vegi í Argentínu til að mótmæla hækkun út- flutningsskatta á sojabaunir og fleiri landbúnaðarafurðir. Mikill uppgangur í landbúnaði víða í Suður-Ameríku vegna verðhækkana DANSKA lögreglan rannsakaði í gær upptökur eftirlits- myndavélar af allt að sex grímuklæddum og vopnuðum mönnum sem réðust inn í deild sænsku Loomis-peninga- miðstöðvarinnar í Glostrup í Danmörku aðfaranótt þriðjudags. Er talið að þeir hafi haft allt að 30 milljónir danskra króna, um 490 milljónir ísl. kr., upp úr krafsinu, að sögn Jyllandsposten. Féð var varðveitt í peningaköss- um og féllu nokkrir þeirra af bílum ræningjanna er þeir óku á brott. Yfirmaður Loomis, Bo Eklund, segist ekki geta stað- fest að fjárhæðin hafi verið sú sem lögreglan tilgreindi. Af öryggisástæðum hafi ekki einu sinni hann nákvæma vitneskju um það hve mikið fé sé geymt á staðnum hverju sinni en hann segir að venjulega sé um lágar fjárhæðir að ræða. Að sögn lögreglu óku ræningjarnir öflugum lyftara og þremur stórum bílum í gegnum múr við lóð Loomis við Sydvestvej i Glostrup og réðust að því búnu, vopnaðir hríðskotabyssum og rifflum, inn í húsið en alls var um tugur manna að störfum á staðnum. Munu þeir ekki hafa orðið fyrir hnjaski en voru að sjálfsögðu í uppnámi í gær. Ræningjarnir skildu eftir sig pakka með fimm kíló- grömmum af sprengiefni og kveikjubúnaði. Fyrirtækið er við brautarteina og var lestarferðum um svæðið aflýst af öryggisástæðum um tíma í gærmorgun meðan pakk- inn var rannsakaður. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt og ræningjarnir dreifðu nöglum um nálægar götur til að hefta eftirför og kveiktu í skellinöðru. Höfðu hundruð millj- óna upp úr krafsinu Ræningjarnir í Glostrup í Danmörku dreifðu nöglum á nálægar götur og kveiktu í skellinöðru til að hefta eftirför KONUNGLEGI breski flugherinn (RAF) hélt í gær upp á níutíu ára afmæli sitt með listflugi yfir miðborg Lundúna. Margmenni var á bökkum Thamesár til að fylgjast með herflugvélum sem mynduðu reyk í bresku fánalitunum – rauðan, hvítan og bláan – þegar þær flugu yfir þinghúsið, Pálskirkjuna og fleiri byggingar í miðborg London. Elísabet drottning þakkaði flughernum fyrir þjón- ustu hans við bresku þjóðina. Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, lauk einnig lofsorði á flugmenn RAF og lagði áherslu á sigur þeirra í flugorrustunni um Bretland sem náði hámarki 15. september 1940 þegar 500 þýskar flugvélar voru sendar yfir Ermar- sund til að gera loftárásir á London. Hann skírskotaði m.a. til þeirra orða Winstons Churchills, forsætisráð- herra Bretlands á stríðsárunum, að aldrei fyrr í sögu styrjalda hefðu jafnmargir átt jafnfáum svo mikið að þakka. AP Breski flugherinn 90 ára Kíev. AFP. | George W. Bush Banda- ríkjaforseti kvaðst í gær vera ein- dregið hlynntur því að Úkraína og Georgía fengju aðild að Atlantshafs- bandalaginu og sagði að Rússar hefðu engan rétt til að hindra það. Líklegt er þó að deilt verði um málið á leiðtogafundi NATO- ríkjanna sem hefst í Búkarest í dag. Stjórnvöld í Þýskalandi og Frakk- landi eru andvíg því að Úkraínu og Georgíu verði boðin aðild á leiðtoga- fundinum. Francois Fillon, forsætis- ráðherra Frakklands, sagði í gær að það myndi raska valdajafnvæginu í Evrópu. „Skoðun mín er bjargföst. Það ætti að bjóða Úkraínu og Georgíu aðild að NATO,“ sagði Bush á blaða- mannafundi í Kíev með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu. Jústsjenkó kvaðst vera sannfærð- ur um að Úkraínu yrði boðin aðild að bandalaginu á leiðtogafundinum í Búkarest og sagði að það væri eina leiðin til að tryggja sjálfstæði lands- ins. Grígorí Karasín, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, sagði hins vegar að aðild Úkraínu að NATO myndi grafa undan friði og öryggi Evrópu og leiða til mikillar spennu í samskiptum Rússlands og Úkraínu. Reuters Sammála Bush og Viktor Jústj- enkó takast í hendur í Kíev. Bush vill fá Úkraínu í NATO Frakkar og Þjóð- verjar andvígir því DIMITRIJ Rupel, utanríkis- ráðherra Slóveníu, sem fer fyrir Evrópusambandinu þetta misserið, hvatti í gær Robert Mugabe, forseta Simbabve, til að segja af sér. „Ef Mugabe situr áfram verð- ur valdarán,“ sagði Rupel við fréttamenn eftir að hafa ávarpað Evrópuþingið. „Ég vona að hann sé á leiðinni út, flestir Simbabve- menn vona það.“ Yfirvöld í Simbabve höfðu í gær- kvöldi ekki veitt neinar upplýsingar um úrslit forsetakosninga sem fram fóru á laugardag. Óháð samtök, sem sendu um 8.000 eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningunum, sögðu að Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði fengið 49,4% atkvæðanna en Mugabe 41,8%. Gangi þetta eftir og fái hvor- ugur meirihluta atkvæða þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja síð- ar í mánuðinum. Samkvæmt síðustu kjörtölum í gær fékk stjórnarandstaðan 67 þing- sæti í kosningunum á laugardag, flokkur Mugabe 64, en 79 sætum hafði ekki verið úthlutað. Mugabe hvattur til að víkja Robert Mugabe, forseti Simbabve. ♦♦♦ New Jersey. AP. | Vörubílstjórar víðsvegar um Bandaríkin tóku sig til og óku hægaakstur á mörgum meginþjóðvegum landsins í gær. Bílstjórarnir vildu með því mót- mæla háu eldsneytisverði. Kallað hafði verið til umfangs- mikilla mótmæla til að þrýsta á forseta landsins að nýta betur olíu- birgðir þjóðarinnar og ná þannig jafnvægi á eldsneytisverði. Það hafði töluverð áhrif á um- fang mótmælanna að stærstu trukkasamtök landsins tóku ekki þátt í þeim og því stóðu aðeins sjálfstætt starfandi bílstjórar að þeim. Meðan á mótmælunum stóð sögðu fulltrúar fimm stærstu olíu- fyrirtækja Bandaríkjanna sig vera meðvitaða um að hátt verð á elds- neyti kæmi mjög illa við neytend- ur. Þeir sögðust hinsvegar ekki eiga neina sök á því og að hagn- aður þeirra, sem nam um 9.500 milljörðum á síðasta ári, væri í samræmi við hagnað annarra iðn- fyrirtækja. Bílstjórar mótmæla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.