Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HEIMASÍÐURITARAR stóru íþróttafélaganna tveggja á Ak- ureyri buðu upp á „stórfréttir“ í gær.  Þórsarar sögðu frá því að síðdeg- is yrði tekin fyrsta skóflustungan að stækkun íþróttahúss Síðuskóla í Þórshverfinu, en mjög var deilt um það fyrir nokkrum árum, þegar hús- ið var byggt, að ekki skyldi gert ráð fyrir áhorfendastæðum. Voru Þórs- arar hvattir til að vera viðstaddir hinn merkilega viðburð.  Á heimasíðu KA voru ekki sögð ómerkari tíðindi en þau að núver- andi formaður og framkvæmda- stjóri Þórs hefði verið ráðinn fram- kvæmdastjóri KA. Umsækjendur hefðu verið átta að sögn en Sigfús Ólafur Helgason hlotið einróma stuðning stjórnar KA. Formaður Þórs sagði einfalda ástæðu fyrir því að hann hefði sótt um: „Ég hef alltaf haft sterkar taugar til KA, þó svo að ég sé formaður Þórs. Það vill svo til að mínir uppáhalds litir eru gulur og blár! Þessu hef ég haldið hjá mér, hef af eðlilegum ástæðum ekki flík- að því mikið! En nú er mér óhætt að láta það flakka.“ Þess ber að geta, til öryggis, að í gær var fyrsti dagur aprílmánaðar. Formaður Þórs til KA? Flottur Sigfús Ólafur Helgason for- maður Þórs í KA-búningnum. ÁRNI Björn Árnason, sem var starfsmaður Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri í 40 ár, heldur úti heimasíðu á netinu þar sem hann hyggst safna saman öllum hugsanlegum upplýs- ingum um skipa- og bátasmíðar við Eyjafjörð og honum hefur þegar orðið töluvert ágengt. Árni Björn hóf grúskið eftir að hann hætti formlega að vinna 2004. Lengi hafa verið til listar yfir báta sem smíðaðir voru við fjörðinn en ekki hvar, né hverjir smíðuðu. „Ég var einhvern tíma spurður hvort ég vildi ekki skrá þetta en ég gerði ekk- ert með það fyrr en 2004. Þá fór ég að taka það saman að gamni mínu og fékk bara ódrepandi áhuga á þessu. Ég hef verið í þessu síðan með hléum,“ sagði Árni Björn í samtali við Morgunblaðið. Listinn er orðinn töluvert langur; tæpir þúsund bátar. En verkefnið þróaðist. Þetta er ekki bara upptaln- ing. „Ég fór að spá í skipasmíðasög- una vegna þess að hún hefur gengið í miklum bylgjum. Annaðhvort erum við efst í öldufaldinum eða lengst niðri í öldudalnum; þannig hefur það gengið nærri því frá örófi alda. Ég er svo óforskammaður að vilja meina að stjórnvöld hafi oft og tíðum drepið skipasmíðar niður. Stjórnvaldsað- gerðir hafa, eins og fram kemur í því sem ég skrifa, haft afgerandi áhrif á það hvort hægt var að reka fyrirtæki sem störfuðu að þessu. Hér á Akur- eyri unnu á tímabili mörg hundruð manns í þessum iðnaði en nú er hann nánast dauður.“ Þetta er mikil saga, segir Árni Björn. „Ótæmandi saga.“ Hann skráir upplýsingar úr ýmsum gögn- um, bæði á Héraðsskjalasafninu og þá hafa upplýsingar frá Siglinga- málastofnun hjálpað honum mikið en Árni vonast eftir hjálp allra áhuga- manna. Segist rekast á ýmsar villur og sleppi auðvitað ekki við að gera þær sjálfur. „Því vil ég setja þetta á netið til að sem flestir geti farið yfir hlutina, bent á villur og bætt við upp- lýsingum. Aðalmálið er að sem flest- ir lesi þetta til þess að hægt verði að skrá söguna eins rétta og hægt er.“ „Ég fékk bara ódrep- andi áhuga á þessu“ Sögulegt Sigurbjörg ÓF 1 sett á flot í Slippstöðinni 1966; fyrsta stálskipið sem smíðað var við Eyjafjörð og það stærsta á Íslandi fram að þessu. Í HNOTSKURN »Árni BjörnÁrnason starfaði í Slipp- stöðinni á Akur- eyri í nákvæm- lega 40 ár: byrjaði 1. desember 1964 og hætti 1. desem- ber 2004. Hann var verkstjóri í vélvirkjadeild, svo yfirverkstjóri viðgerða og síðan verkefnastjóri. »Draumur Árna Björns er sáað sem flestir skoði vefinn, geri athugasemdir og sendi hon- um fróðleik sem vantar. Þannig verði hægt að koma upp góðu fróðleikssafni um viðfangsefnið. Árni Björn Árnason Safnar fróðleik um báta- og skipa- smíðar í Eyjafirði TENGLAR .............................................. www.aba.is Eyjafjarðarsveit | Guðmundur Jó- hannsson frá Akureyri var í gær ráð- inn í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarð- arsveitar. Hann tekur við starfinu í næsta mánuði af Bjarna Kristjáns- syni, sem hefur gegnt því sl. 10 ár. Guðmundur er Akureyringur, fæddur 1957, kvæntur Evu Þórunni Ingólfs- dóttur og eiga þau fjögur börn. Guðmundur sagði í gær að hann hlakkaði mikið til að taka við starfinu og taldi að sveitarfélagið byggi yfir miklum möguleikum sem spennandi yrði að takast á við. Alls sóttu 33 um stöðuna. Guðmundur hefur búið í Banda- ríkjunum tvö undanfarin ár en áður starfaði hann sem þjónustustjóri Símans á Norðurlandi. Guðmund- ur ráðinn í stað Bjarna Guðmundur Jóhannsson AKUREYRI MISLÆG vegamót eru fyrirhug- uð á hringveginum við Leirvogs- tungu/Tungumela í Mosfellsbæ og hefur Skipulagsstofnun borist til- laga Leirvogstungu ehf. og Ístaks hf. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum við fram- kvæmdirnar. Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, í Reykjavík. Öllum er frjálst að gera athugasemdir en þær þurfa að vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun fyrir 15. apríl. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætl- uninni liggi fyrir 25. apríl. Mikil uppbygging er þegar haf- in í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Vestan hringvegar og á athafna- svæði við Tungumela austan hringvegar er fyrirhugað að tengja þessi svæði betur saman og auka umferðaröryggi þeirra sem um hringveg og þessi svæði þurfa að fara, með gerð mislægra vega- móta. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 er gert ráð fyrir um 430 íbúða byggð í Leirvogstungu á um 44,2 ha svæði vestan hringvegar og atvinnustarfsemi á athafna- svæði á Tungumelum austan hringvegar. Ístak hf. hefur flutt þjónustu- miðstöð sína á Tungumela og haf- ið sölu á húsum fyrir atvinnustarf- semi þar. Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir mislægum vegamót- um við vegamót hringvegar og tengibrauta að Leirvogstungu og Tungumelum. Tvöföldun vegarins mun rúmast undir brúnni Fyrir liggur að vegamót í plani á núverandi hringvegi við Leirvogstungu og Tungumela munu ekki afkasta þeirri umferð sem áætluð er á vegamótunum þegar svæðin sem nú eru skipu- lögð í Leirvogstungu og á Tungu- melum eru fullbyggð. Fyrirhugað er að lækka hring- veginn og brúa hann þannig að tengibrautir við aðliggjandi hverfi munu liggja yfir hringveg á brúm, sem mislægt hringtorg. Við lækk- un á Hringvegi verður veginum jafnframt hliðrað og við lækkun vegarins næst einnig fram góð skermun fyrir umferðarhávaða frá hringvegi við nærliggjandi byggð. Vegamótin verða byggð yfir ein- faldan hringveg en þannig að tvö- földun vegarins rúmist undir brú þegar og ef hringvegur verður tvöfaldaður. Haraldur Sveinsson, bæjar- stjóri Mosfellsbæjar, segir að í að- alskipulagi sé gert ráð fyrir nýjum vegi frá Leirvogstungu, svoköll- uðum Tunguvegi, sem anna eigi samgöngum innan bæjarins. „Hann tengist við miðbæ Mos- fellsbæjar og sá vegur er í skipu- lagsferli,“ segir Haraldur. Unnið hefur verið umhverfismat áætlana fyrir þann veg og sú deiliskipu- lagsvinna er núna á leið í kynn- ingarferli. 1.100-1.200 íbúar Gert er ráð fyrir að í fullbúnu Leirvogstunguhverfi verði um 1.100-1.200 íbúar í 430 íbúðum. Haraldur segir að um leið og Skipulagsstofnun hefur lokið um- hverfismatsferlinu verði hafist handa um framkvæmdir á vænt- anlegum mislægum gatnamótum. „Ístak og Leirvogstunga ehf. sjá um þessa framkvæmd fyrir Vega- gerðina. Þetta er þjóðvegur nr. 1 og Vegagerðin hefur umráð yfir þeim vegi og sér um framkvæmd- ir á honum,“ segir Haraldur. „Þessi mislægu gatnamót munu tengja íbúðasvæðið í Leirvogs- tungu og athafnasvæði á Leir- vogstungumelum.“ Samningur er í gildi milli Leirvogstungu ehf. og Mosfells- bæjar um uppbyggingu í Leir- vogstungu. Leirvogstunga selur byggingarréttinn en landið mun ganga til bæjarins þegar bygging- arréttur hefur verið seldur. Að sögn Haraldar er verkið á undan áætlun og uppbygging hefur gengið hraðar en gert var ráð fyr- ir í upphafi. „Það er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið í kringum 2010-2011,“ segir Haraldur. Tillagan að matsáætlun vegna mislægu gatnamótanna er í heild á www.alta.is. Mislæg vegamót við Leir- vogstungu í umhverfismati Tunguvegur á að anna innanbæjar- umferð frá Leir- vogstungu í miðbæ Mosfellsbæjar                                     „ÞAÐ er alveg hroðalegt,“ segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreins- unar Reykjavíkurborgar, um ástandið á götum Reykjavíkur eftir veturinn. Ástæð- una segir hann vera að svo lítið hafi verið hægt að hreinsa á milli þess sem snjóalög tók upp sl. vetur. „Það er búið að sanda svo mikið og það var ekkert hægt að sópa í milli. Það var stöðugt snjór og frost,“ seg- ir Guðni. Þannig hefur sandurinn safnast upp í allan vetur, en ekki er hægt að sópa á meðan frost er. Hinn 15. mars hófst hreinsun í borginni og nú stendur hreinsun yfir á milli Lauga- vegar og Miklubrautar. Guðni segir að reynt verði að standa við dagsetningar en áætlunin var að ljúka hreinsun vestan Kringlumýrarbrautar fyrir 15. apríl og 1. maí austan hennar. Undanfarna morgna hefur ekki verið hægt að sópa út af frosti, að sögn Guðna, og alltaf er betra að sópa í rigningu. „Við notum alltaf vatn þegar við erum að sópa og það gengur betur með sópana þegar það er blautt.“ Guðni segir mikið um að fólk hringi og óski eftir því að hreinsað verði hjá því strax, en biður fólk að skilja að erfiðlega hafi gengið vegna frosts. Fjöldi manns vinnur nú við að tína rusl, bæði úr trjám og af götunum. Það segir Guðni vera hefðbundið vorverk, en götu- sópunin standi yfir allt sumarið, þó að mest þurfi að sópa í fyrstu yfirferð. Borgin kemur illa undan vetri Morgunblaðið/Jim Smart ♦♦♦ DR. Carole Seyfrit, Fulbright- styrkþegi við Háskólann á Ak- ureyri á vormisseri, flytur í dag fyrirlestur á Félagsvísindatorgi. Seyfrit, sem er félagsfræðingur frá University of Maryland, fjallar um mikilvæg atriði fyrir nemendur sem hafa hug á framhaldsnámi við bandaríska háskóla, m.a. þær kröf- ur sem gerðar eru til umsækjenda um skólavist í viðurkenndum há- skólum í Bandaríkjunum. Svo þig langar í framhaldsnám?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.