Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 19
|miðvikudagur|2. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Óhætt er að segja að sagaÞjóðleikhússins sé velvarðveitt, en það var ekkifyrr en við fengum að- stöðu hér í gamla Hæstaréttarhús- inu við Lindargötu fyrir þremur ár- um að við gátum loksins farið að breiða almennilega úr okkur til að koma skikki á sögulegar minjar og pappíra Þjóðleikhússins sem áður voru bara í bunkum hér og þar,“ segir leikarinn og leikstjórinn Þór- hallur Sigurðsson, en hann á nú sjálfur orðið 40 ára starfsferil í Þjóðleikhúsinu og er því nú með lengsta samfellda starfsaldurinn á þeim bæ. „Ég byrjaði að leika í Þjóðleik- húsinu árið 1968 og hef því starfað með öllum fimm þjóðleikhússtjór- unum, þeim Guðlaugi Rósinkrans, Sveini Einarssyni, Gísla Alfreðs- syni, Stefáni Baldurssyni og Tinnu Gunnlaugsdóttur. Árið 1972 leik- stýrði ég minni fyrstu leiksýningu í Þjóðleikhúsinu og hef síðan stjórn- að tæplega fjörtíu sýningum hér. Ég stjórna nú barnaleikhúsinu Kúlunni í Jónshúsi, sem á miklum vinsældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinnar, ásamt því að grípa í að sortera sögu leikhússins í máli og myndum. Þrátt fyrir áhuga minn á sögu leikhússins vonast ég þó til þess að enda ekki sjálfur sem einn af safngripunum hér,“ segir Þórhallur og kímir út í annað. Vígsla með viðhöfn árið 1950 „Þetta eru aðallega plögg, ljós- myndir, teikningar, leikskrár, handrit, fundargerðir og sögulegar staðreyndir sem ég er að sýsla með. Bókhald Þjóðleikhússins nær allt aftur til 1928 þegar Húsameist- ari ríkisins bauð út gröft fyrir Þjóðleikhúsinu, þessu mikla mann- virki þess tíma. Fylgiskjal númer eitt er því frá Vísi og annað frá Morgunblaðinu vegna útboðs- auglýsingarinnar. Þrátt fyrir að 80 ár séu nú liðin frá fyrstu skóflustungu Þjóðleik- hússins eru ekki nema 58 ár frá vígslu þess. Húsið var steypt upp á árunum 1929-1931, en þá tók við langa stoppið svokallaða þar sem peningarnir voru uppurnir. Á stríðsárunum notaði herinn fokhelt húsið sem birgðageymslu. Ekki var svo farið af stað á ný með byggingarframkvæmdir fyrr en ár- ið 1945, húsið klárað á fimm árum og það opnað með pomp og prakt 20. apríl árið 1950,“ segir Þórhallur um leið og hann blaðar í risastór- um bókum, uppfullum af blaða- úrklippum, sem sumar eru farnar að gulna. Fréttir frá þessum tíma herma að vígsla Þjóðleikhússins hafi verið stórglæsileg. Húsið hafi vakið almenna aðdáun og athygli og ætlað að vera hápunktur þjóð- legrar menningar og musteri ís- lenskrar tungu. Sagan situr skipulega í hillum Hið gamla hús Hæstaréttar, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni líkt og Þjóðleikhúsbyggingin, hafði staðið autt í tíu ár áður en Þjóð- leikhúsið fékk afnot af því fyrir þremur árum. Á þriðju hæðinni sit- ur nú sagan skipulega í hillum sem ná frá gólfi til lofts, í rými sem áð- ur þjónaði sem bókasafn og fund- araðstaða hæstaréttardómara. „Hérna inni réðu dómararnir ráð- um sínum og ákváðu dóma sína, en á hæðinni hér fyrir neðan var sjálf- ur dómsalurinn. Hann þjónar nú sem æfingaaðstaða fyrir okkar fólk,“ segir Þórhallur og bætir við að engar endurbætur hafi farið fram á Hæstaréttarhúsinu þótt brýna nauðsyn beri til og þótt inn- anhúss sé fremur svalt ylja menn sér við rafmagnsofna, sem settir eru í gang eftir efnum og ástæðum. „Öll geymsluaðstaða hefur verið af skornum skammti mjög lengi, fyrst í aðalleikhúsinu og síðar í Jónshúsi, en nú með tilkomu Hæstaréttarhússins hefur skapast rými til að sjá hvað við eigum þótt það þurfi kannski að koma sögunni betur fyrir í framtíðinni. Við bind- um ekki síst vonir við nýja við- byggingu, sem gert er ráð fyrir að rísi við Þjóðleikhúsið nú þegar búið er að taka húsið sjálft í gegn að ut- an sem innan. Það hins vegar kreppir enn að starfsmannaaðstöðu baksviðs auk þess sem gera þarf stórátak í tæknilegum endurnýj- unum. Hugsanlega mætti koma sögu leikhússins fyrir í þeirri bygg- ingu þegar fram líða stundir.“ Hvorki til tækni né búningar Af öllum þessum skjölum er ekki gott að segja hvað stendur upp úr, segir Þórhallur. „Mér finnst bara merkilegt að geta lesið söguna allt frá því að byrjað var að grafa grunn þessarar miklu álfahallar, sem Þjóðleikhúsið þótti á sínum tíma. Það hefur til að mynda geng- ið ýmislegt á rétt fyrir vígsludag- inn 20. apríl 1950 því menn höfðu sett sér það markmið að opna Þjóðleikhúsið á sumardaginn fyrsta með þremur opnunarsýningum, Nýársnóttinni eftir Indriða Ein- arsson, Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson og Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness og Lárus Pálsson. Þjóðleikhússtjóri mun hafa haldið reglulega fundi með sínu herráði, sem í sátu leikstjórarnir Haraldur Björnsson, Indriði Waage og Lárus Pálsson. Allar þessar fundargerðir eru til frá því menn voru að berjast í að leysa stór og smá mál. Allt reyndist tafsamt og sækja þurfti um gjaldeyrisleyfi fyr- ir öllu sem kaupa þurfti frá útlönd- um. Enginn tæknibúnaður var til og búninga þurfti að fá lánaða frá Dönum og Svíum.“ Myndir og merkar teikningar „Hér er til mikið af ljósmyndum úr öllum sýningum. Á fyrstu ár- unum voru ljósmyndirnar að sjálf- sögðu svarthvítar svo brugðið var á það ráð að handmála þær. Hluti þessara mynda er nú til sýnis á göngum Þjóðleikhússins og í bí- gerð er að skipta þar sýningum reglulega út fyrir nýjar enda er af nógu að taka. Fjölmargar teikn- ingar eru til í fórum Þjóðleikhúss- ins eftir Halldór Pétursson og hér eru til margar merkilegar bún- ingateikningar. Nefna má sautján teikningar Nínu Tryggvadóttur, sem teiknaði búninga fyrir Snædrottninguna, fyrstu barnasýningu Þjóðleikhúss- ins, sem frumsýnd var árið 1951. Það var jafnframt mín fyrsta leik- húsferð í Þjóðleikhúsið og er mér ljóslifandi í minningunni. Ég var fjögurra ára gamall. Þetta var al- gjör ævintýraheimur. Ég vil nú ekki fullyrða neitt um að þessi fyrsta leikhúsferð mín hafi lagt grunn að ævistarfi mínu hér, en ferðirnar hingað áttu svo sann- arlega eftir að verða fleiri. Leik- arar voru á þessum fyrstu árum miklar stjörnur og séð var til þess að aðalstjörnurnar væru jafnt í barnasýningum sem fullorðinssýn- ingum. Það var því ákaflega skemmtilegt að fá að sjá snill- ingana Bessa Bjarnason, Baldvin Halldórsson og Ævar Kvaran í fyrsta Kardimommubænum, sem Þjóðleikhúsið sýndi. Í ljósi sögunnar má segja að Þjóðleikhús Íslendinga hafi elst ágætlega. Við rekum kraftmikið leikhús og erum nú að leika á allt að fimm sviðum þegar mest læt- ur,“ segir Þórhallur Sigurðsson. Teikningar Fjölmargar teikningar eru til úr leikverkum Þjóðleikhússins eftir hinn kunna teiknara Halldór Pétursson. Verk Nínu Einn búninganna sem Nína teiknaði fyrir Snædrottninguna. Litljósmyndir Rúrik Haraldsson og Hildur Kalman í leikritinu „Sem yður þóknast“ eftir Shakespeare árið 1952. Handmálað í svarthvítar myndir. „Vona að ég endi ekki sjálfur sem safngripur“ Morgunblaðið/Ómar Gersemar Nína Tryggvadóttir hannaði og teiknaði búninga fyrir Þjóðleikhúsið. Til eru margar teikningar eftir hana í fórum Þjóðleikhússins sem fáir vissu af og legið hafa í bunkum innan um önnur skjöl og pappíra. Sögulegir pappírar Auglýsing um útboð fyrir byggingu leikhússins er ekki síður sögulegar minjar en aðrir gamlir munir sem leikhúsinu tengjast. Vígslan Þórhallur Sigurðsson blaðar í 58 ára gömlum fréttum. „Mér finnst bara merkilegt að geta les- ið söguna allt frá því að byrjað var að grafa grunn þessarar miklu álfahallar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.