Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 27 var afar annt um. Óhætt er að segja að málin hafi verið krufin til mergjar frá hinum ýmsu hliðum. Ekki vorum við alltaf sammála og fannst Þóru viðmælandinn á stundum vera of stífur og íhaldssamur. Hafði hún á orði að ég þyrfti að læra að „láta mig flæða“. Mér hefur af og til orðið hugsað til þessara heilræða Þóru og stundum jafnvel haft þau í heiðri. Eitt er víst, andi Þóru mun áfram flæða meðal þeirra sem hana þekktu. Ég votta ástvinum hennar samúð mína. Sárt er að sakna en gott að hafa átt. Sigurjón Þórðarson. Með sorg í hjarta kveðjum við í dag ástkæra frænku okkar. Þyrmdi yfir okkur nú á páskadag þegar við heyrðum um fráfall hennar. Á slík- um stundum vill rökkva fyrir sjón- um manns en mikilvægt er að minn- ast góðra hluta. Í minningu okkar mun lifa bros hennar bjarta og hlýtt hjarta. Ástríðufullur listamaður og náttúru- barn. Kenndi hún okkur að líta á heiminn frá fleiri sjónarhornum en sýn hennar einkenndist af ríkri rétt- lætiskennd og náungakærleik. Sérstaklega er okkur minnisstætt hversu vænt henni þótti um fjöl- skyldu sína og augastein sinn Egil Þór. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku Egill Þór, amma, Jón Þór og Logi, við biðjum góðan Guð að vera með ykkur öllum. Blessuð sé minning hennar. Ingimar, Brynhildur og Róbert. Móðursystir okkar Unnur Kol- brún, Jón Þór, Egill, systkini og aðr- ir aðstandendur elskulegrar frænku okkar Þóru: Hugur okkar er hjá ykkur og biðjum við góðan almátt- ugan Guð að leiða fjölskylduna og hugga á þessum sorgartíma. Sofi augu mín vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Amen. (Gamalt bænavers) Sigríður, Gunnhildur, Hólmfríður og Kristín Björg Knútsdætur. Hver eru örlög lífsins, hver er til- gangurinn með lífinu? Það koma margar spurningar upp í hugann þegar ég hugsa um að frænka mín og nafna, hún Þóra, hafi kvatt þenn- an heim. Við bárum nafn ömmu okkar sem var sterk kona og ég veit að hún hefði verið stolt af okkur báðum. Ég veit að hún amma Þóra mun umvefja Þóru í hennar nýju heimkynnum. Þóra var einstök stúlka, það bar lítið á henni, hún var hljóð og afar feimin. Hún var svo feimin að hún kveið stundum fyrir að vakna á morgnana. Lífið er verkefni, verkefnin sem okkur er ætlað að vinna úr eru okk- ur miserfið og sum svo erfið að við ráðum ekki við þau. Elsku Nonni frændi, Unnur, Logi og Egill, ég veit að minningin um góða dóttur, systur og móður mun styrkja ykkur í sorginni. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Guðrún Þóra Hjaltadóttir. ✝ Lilja Vilmund-ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 21. mars 1922. Hún lést á Landakots- spítala 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilmundur Frið- riksson, f. 19. sept- ember 1883, d. 20. maí 1923, og Pálína Þuríður Pálsdóttir, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945. Systkini Lilju eru Karl, f. 6. des. 1909, d. 2. maí 1983, Kristinn Eyjólfur, f. 2. feb. 1911, d. 24. des. 1945, Skarphéð- inn, f. 25. jan. 1912, d. 1971, Laufey, f. 1. júní 1914, d. 21. feb. 1979, Unnur, f. 21. nóv. 1915, Fjóla, f. 13. jan. 1917, d. 6. apr. 1998, Ingibergur, f. 15. okt. 1918, d. 29. ág. 1986, og Jóhann, f. 24. jan. 1921, d. 4. sept. 1995. Einnig eign- uðust þau Vilmund- ur og Þuríður börn- in Rósu og Hannes sem létust á barns- aldri. Lilja ólst upp í Vestmannaeyjum en fluttist til Reykjavíkur 12 ára og bjó þar. Maki Lilju var Jón Einar Breiðdal Samúelsson múr- arameistari, f. 8. ágúst 1921, d. 1. maí 2002. Einkasonur þeirra er Einar Þór Jónsson, kvæntur Vilborgu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Ólafur, Lilja María og Anna Kristín. Lilja verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Lilju Vilmundardóttur, sem and- aðist á Landakotsspítala að morgni 25. mars sl. eftir erfið veikindi. Lilja var yngst 11 systkina, barna Vilmundar Friðrikssonar og Pálínu Þuríðar Pálsdóttur. Lilja fæddist ásamt tvíburasyst- ur sinni, Rósu Vilmundardóttur, 21. mars 1922 í Vestmannaeyjum. Lífið tók ekki mjúkum höndum á henni í byrjun því þeim tvíbura- systrum var vart hugað líf og dó Rósa nokkurra mánaða en smám saman braggaðist Lilja og komst til ágætrar heilsu. Hún var ætíð af- ar stolt af uppruna sínum og átt- högum í Vestmannaeyjum. Hún minntist þess oft með stolti hversu rík áhersla var lögð á íþróttaiðkun barna í Vestmanna- eyjum en þau systkinin æfðu frjálsar íþróttir og handbolta hjá Tý. Karl, eða Kalli bróðir eins og Lilja kallaði hann alltaf, keppti fyr- ir Íslands hönd í frjálsum á Ólymp- íuleikunum í Berlín árið 1936. Eins sagði hún okkur frá trúaruppeld- inu sem þau systkinin fengu en Þuríður móðir þeirra var mjög trú- uð kona og tók barnahópinn sinn oft í kirkju og á samkomur, þá að- allega hjá Betel. Var Lilja upp frá því mikill aðdáandi gospeltónlistar. Ég kynnist Lilju og Jóni haustið 1984. Þau Jón og Lilja tóku mér afar vel frá fyrstu stundu en við Einar Þór einkabarn þeirra höfð- um þá nýlega kynnst. Kynni okkar Lilju urðu strax mjög náin og sér- stakt trúnaðarsamband varð á milli okkar og hélst það til æviloka hennar. Stundum deildum við Lilja, gjarnan um pólitík og ýmis þjóðfélagsmál, og gaf hvorug eftir. En að lokum sagði Lilja gjarnan: „Jæja Bogga, nú fáum við okkur kaffi.“ Lilja Vilmundardóttir var fríð kona, svipurinn hreinn og ákveð- inn. Hún var hlý í viðmóti og allri framkomu, hreinskilin og skoðana- föst. Hún var ákaflega ættrækin og lét sig mjög skipta sitt fólk og þess kjör. Hún var óspör á hrós og barnabörnin hennar voru hennar fjársjóður og yndi. Við Einar og börn þökkum sér- staklega starfsfólki 14 G á Land- spítalanum fyrir einstaka umönnun og starfsfólki á deild K-2 á Landa- kotsspítala. Að leiðarlokum þakka ég tengdamóður minni góð kynni sem aldrei bar skugga á. Ég kveð góða konu og óska henni góðrar ferðar og guð blessi hana. Þín tengdadóttir, Vilborg Ólafsdóttir. Elsku amma, það var erfitt að horfa á veikindi þín síðastliðna níu mánuði. En nú vonum við að afi Jón sé búinn að taka á móti þér og þú sért komin á betri stað þar sem þér líður vel. Þú varst aldrei þessi dæmigerða amma heldur miklu frekar eins og jafningi eða félagi. Þú naust þess að spjalla við okk- ur um lífið og tilveruna og uppá- haldsumræðuefni þitt voru íþróttir og ástin í allri sinni mynd. Þú hvattir okkur til að stunda íþróttir og þreyttist aldrei á að segja okkur hvað við værum stórkostleg. Við erum búin að setja upp mynd af þér í herbergjum okkar og vitum að þú munt vaka yfir okkur og passa. Við þökkum þér fyrir allt og við munum aldrei gleyma þér og afa á Kapló. Hvíldu í friði og guð geymi þig. Þín elskandi barnabörn, Lilja María, Anna Kristín og Ólafur Einarsbörn. Elsku Lilla mín, ég trúi því nú varla að þú sért farin en ég veit vel og hugga mig við það að vita að þú ert á góðum stað núna þar sem þér líður vel. Ég á eftir að sakna þess mikið að eiga ekki færi á því að koma í kaffi til þín og fá spádóma um framtíðina, fá mér kex og osta með þér og spjalla um lífið, tilveruna og jú ekki má nú gleyma strákunum. En ég mun geyma allar mínar minningar um þessar stundir á góðum stað í hjarta mínu. Ég var nú ekki gömul þegar ég skrópaði í fimleikatímunum og kom frekar í kaffi til þín á Kapla- skjólsveginn en fara á æfingu. Al- veg frá því við vorum yngri við systurnar vöndum við okkur á að koma til þín í heimsókn og eyddum góðum tímum með þér. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín á Kaplaskjólsveginn og sitja úti í garði í sólinni á sumrin með þér. Það var nú ekki sjaldan sem við fengum að fara í gengum fataskáp- inn þinn og prófa allt saman og oft- ar en ekki enduðum við á að fara heim með nokkrar af þeim flíkum. Öll þessi föt á ég enn og mun ávallt varðveita, skærbleika sundbolinn þinn, kjólana og græna kjólinn sem hún amma Stína saumaði á þig sem er mér mjög minnistæð gjöf. Lilla mín, þú hefur verið mér mjög kær og mjög mikilvæg per- sóna á minni lífsleið og ég á eftir að sakna þín sárt. Það er alltaf erf- itt að kveðja einhvern og gera sér grein fyrir því að maður eigi ekki eftir að hitta þá persónu aftur en ég veit að þú munt alltaf verða mér við hlið og ég á eftir að geta leitað til þín þegar ég vil. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að hafa notið samvista þinna í þessu lífi, elsku Lilla mín. Takk fyrir að bíða eftir okkur og gefa okkur færi á að kveðja þig. Ég elska þig. Þín Sigríður Kristín Sæmundsdóttir (Sirrý). Fallin er frá hún frænka mín, Lilja Vilmundardóttir eða Lilla frænka eins og hún ávallt var nefnd. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi hjá Lillu, bæði á Kapla- skjólsveginum og á Aflagrandanum eftir að hún fluttist þangað. Nær- vera hennar var mér ómetanleg og þegar hugsað er til hennar kemur hlýja, gleði og síðast en ekki síst vinátta upp í huga mér. Lilla var nefnilega ekki aðeins frænka mín, hún var líka ein af vinkonum mín- um, ein þeirra sem hægt var að ræða allt við. Hún sýndi öllu áhuga sem ég tók mér fyrir hendur og hafði ávallt mikinn áhuga á að ræða slíka hluti. Þegar litið er til baka og hug- urinn látinn reika um allar okkar stundir saman kemur margt upp í huga mér. Ofarlega er minningin um gömlu sláttuvélina á Kapla- skjólsveginum. Á góðviðrisdögum var gaman að fá að slá garðinn hjá Lillu með þessu merka tæki og fá svo svaladrykk að loknu verki. Þá sátum við saman á veröndinni og nutum þess saman að vera til. Önnur minning er seta við eldhús- borðið hennar Lillu en þar var yndislegt að sitja með henni. Þar drukkum við kaffi, borðuðum osta og spjölluðum um gang lífsins, ást- ina og annað sem var okkur hug- leikið. Oftar en ekki greip Lilla bollann minn, skellti honum á ofn- inn og þegar hann þornaði spáði hún um nánustu framtíð mína. Lilla var yndisleg kona og gaf sér ávallt tíma til að setjast niður og heyra af því sem maður hafði frá að segja. Hún spilaði alltaf stórt hlutverk í lífi mínu sem og systra minna. Ég kveð hana með miklum söknuði í hjarta og þakka henni fyrir allar okkar yndislegu stundir saman. Tilhugsunin um þær munu veita mér hlýju. Elsku Einar, Bogga, Óli, Lilja María og Anna Kristín, ykkur votta ég mína einlægu samúð. Megi guðs englar vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk í ykkar sorg. Íris Lind. Lilla mín, það var alltaf jafn gaman þegar við systurnar komum til þín í kaffi, osta og spádóma. Spádómarnir leiddu af sér mikið spjall um ástina og hvað beið okk- ar í framtíðinni. Þú hélst svo vel utan um allt sem við vorum að gera og sýndir áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alla mína ævi hef ég lítið á þig sem eina af mínum bestu vinkon- um. Sama á hvaða aldri ég var tal- aðirðu alltaf við mig eins og jafn- aldra og hafðir gott lag á að láta mér líða vel. Ég er svo rík af góð- um minningum um þig og eru nokkrar mér efst í huga; sumrin á Kaplaskjólsvegi, kjöt í karrí sem þér einni var lagið að gera, stóri fataskápurinn og föstudagarnir sem við tvær eyddum iðulega sam- an. Mikið hlakkaði ég alltaf til að vera búin snemma í skólanum á föstudögum því þá gat ég komið til þín og spjallað um vikuna á undan og komandi daga. Ekki fannst mér síðra að heyra sögurnar sem þú unnir að segja mér um þig og fjöl- skylduna þína. Man ég svo vel eftir því hversu glöð þú varst þegar Óli litli var að koma í heiminn, þvílík gleði og tilhlökkun að fá fyrsta ömmubarnið þitt. Við upplifðum svo margt saman Lilla mín og erf- itt að koma því öllu í orð hér. Það að hafa þekkt þig hefur gert mig að betri manneskju og á ég þér margt að þakka og tek ég þig mér til fyrirmyndar. Elsku Lilla mín, mikið finnst mér erfitt að kveðja þig en ég veit að þú ert á betri stað núna. Alla mína ævi hefur þú verið mér stoð, hjálpað mér og gefið góð ráð og það mun ég varðveita ævilangt. Þegar mér verður hugsað til baka um minningarnar um þig kemur bros á vör og ylur í hjarta. Þín Berta Björg. Lilja Vilmundardóttir ✝ Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Vesturvegi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Kolbrún Þorsteinsdóttir, Sverrir Gunnlaugsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Óskar Árnason, Eiríkur Þorsteinsson, Karen Sigurgeirsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Erna Ottósdóttir, Brynja Friðþórsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Ólafsvegi 19, Ólafsfirði, lést á sjúkradeild Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Sigurður Guðmundsson, Birna Friðgeirsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnhildur Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Bróðir minn, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Skáldsstöðum, lést á dvalarheimilinu Barmahlíð laugardaginn 29. mars. Útför hans fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 5. apríl kl. 11.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.