Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 29

Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 29 ✝ Huginn HeiðarGuðmundsson fæddist í Keflavík 18. nóvember 2004. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans aðfaranótt 24. mars síðastlið- ins. Foreldrar hans eru Guðmundur Bjarni Guðbergs- son, f. 3. janúar 1968, og Fjóla Æv- arsdóttir, f. 22. des- ember 1970. Huginn Heiðar átti fjögur systkini, Natan Frey, f. 13. janúar 1989, unnusta Sóley Ásgeirs- dóttir, Hafrúnu Evu, f. 22. mars 1991, Guðjón Örn, f. 23.mars 1993, og Ásdísi Rán, f. 12. febrúar 1997. Fljótlega eftir fæðingu Hugins Heiðars greindist hann með al- varlegan lifrarsjúkdóm og hinn 17. maí 2005 gekkst Huginn undir lifrarígræðslu á Barnaspítalanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þá tæplega sex mánaða gamall. Aðgerðin gekk vel, en í kjöl- far hennar greindist Huginn Heiðar með alvarlegan lungna- sjúkdóm sem hann barðist við til loka- dags. Huginn eyddi stórum hluta ævi sinnar á sjúkrahúsi, fyrstu vikurnar á vökudeild Barna- spítalans, svo á skurðdeildinni. Sjúkrahúsdvöl Hugins í Bandaríkjunum varaði í tæpa sex mánuði og eftir að hann kom heim aftur var hann samfellt á sjúkrahúsi í 14 mánuði. Síðustu 13 mánuði ævi sinnar dvaldist Huginn að mestu leyti heima hjá sér. Útför Hugins Heiðars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Huginn Heiðar, við trúum því að þú hafir verið sendur til okkar til að kenna okkur svo margt um lífið og til- veruna. Þú fæddist veikur og þurftir strax að berjast fyrir lífinu og þú gerðir það af svo miklum krafti í þau rúmu þrjú ár sem þú varst með okkur hérna á jörðinni að það er ekki hægt annað en að dást að þér fyrir það. Á þinni stuttu ævi gekkstu í gegnum meira en flestir gera á heilli ævi. Samt var alltaf stutt í brosið og prakkaraskapinn hjá þér. Þú varst alltaf svo ánægður og glaður; að fara í bað var eitt það skemmtilegasta sem þú gerðir. Jafnvel þegar þú fékkst hiksta, þá var það ótrúlega fyndið. Þú lást og hlóst að hikstanum og við það jókst hikstinn og þá hlóstu bara enn meira. Þér fannst meira að segja gaman að fara að sofa á kvöldin, þeg- ar við lögðum þig í rúmið þitt þá brostir þú og fórst að leika þér við bangsana sem sváfu alltaf hjá þér. Við erum heppin að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, þú varst lengur hjá okkur en læknar bjuggust við, við erum líka mjög þakklát fyrir hvernig þú kvaddir okk- ur, við trúum að þú hafir verið búinn að ákveða að kveðja okkur þennan dag. Þú gerðir það svo yndislega og það hefur hjálpað okkur mikið í sorg- inni. Þú kenndir okkur svo mikið um líf- ið, kenndir okkur að bera virðingu fyrir því og hvað það er mikilvægt að njóta þess sem maður hefur. Við ákváðum að njóta tímans sem þú varst hjá okkur og það gerði líf okkar auðveldara. Við trúum því líka að það hafi verið ástæðan fyrir því að við fengum að hafa þig svona lengi. Núna ertu að leika þér á himnum og við öfundum þá sem tóku á móti þér að fá svona fallegan engil til sín, engil sem loksins getur farið að hlaupa um og gera hluti sem hann gat ekki gert í lifandi lífi. Við munum sakna þín ástin okkar og við vitum líka að allir sem hafa fengið að kynn- ast þér munu sakna þín líka. Við vit- um að þú ert núna að leika þér við litlu englana sem þú kynntist á barnaspítalanum og fóru á undan þér og við vitum að það er fjör hjá ykkur. Þó að þinni jarðvist sé lokið, þá munt þú lifa áfram í hjörtum okkar og allra þeirra sem voru svo gæfusamir að kynnast þér. Við elskum þig. Mamma og pabbi. Elsku hjartans engillinn minn. Engin orð fá því lýst hversu sárt ég sakna þín. Ég man það þegar þú fæddist hvað mér leið vel, mér leið eins og ég gæti flogið. Þegar ég sá þig fyrst langaði mig til að gráta yfir feg- urð þinni. Að fá að halda á þér og finna hitann og lífsorkuna frá þér gaf mér svo mikið. Þú varst alltaf svo sterkur ástin mín, samt gastu alltaf brosað og brostir svo fallega til allra og heillaðir alla upp úr skónum. Það veit Guð hversu hrædd ég alltaf var og hversu þakklát ég var að heyra í súrefnisvélunum þegar ég vaknaði á morgnana. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert og kennt mér. Elsku Hug- inn, ég sakna þín svo, sakna þessarar yndislegu lyktar af þér, ég sakna fal- legu augnanna þinna og skemmtilega prakkaraglottsins. Sofðu ástar anginn minn, svefni hinna sáttu. Sofðu elsku ljósið mitt, langt frá öllum hættum. Sofðu hjartans engillinn minn og dreymi þig vel! Elsku Huginn minn, þakka þér fyr- ir allar þær samverustundir sem við áttum. Þú varst og verður alltaf hetj- an mín! Ég sakna þín! Ég elska þig svo óendanlega mikið. Hvíldu í friði ástin mín. Við sjáumst svo einhvern tímann. Þín elsta systir Hafrún Eva. Ég sakna þín óhuggulega mikið, ég skil þetta bara ekki, af hverju þurft- irðu að fara svona fljótt? Ég hlakkaði til að segja öllum að þú værir hættur með sjúkdóminn. Ég skil ekki að þú hafir þurft að fara að sofa þessum langa svefni, þú sem varst alltaf glað- ur og alltaf kátur. Ef þú grést þá var eitthvað að, þú varst kátur allan páskadaginn og um nóttina lagðistu út af og sofnaðir þessum langa svefni. Allt sem þú barðist fyrir var lífið og þú þurftir að berjast svo mikið fyrir því, að að lokum gastu ekki meir. Takk fyrir allt og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú kenndir mér. Ég mun alltaf muna brosið þitt og hvað þú varst alltaf góð- ur og glaður. Ég elska þig og ég sakna þín. Þín stóra systir Ásdís Rán. Elsku Huginn Heiðar, við erum alls ekki tilbúin að kveðja þig og verð- um það sjálfsagt aldrei. Það er svo óréttlátt að þú hafir ekki fengið lengri tíma með okkur en þér hefur eflaust verið ætlað mikilvægt hlutverk á himnum. Þú varst hetja sem komst okkur sí- fellt á óvart með krafti þínum og dugnaði. Það var svo gaman að fá að hitta þig og fá að knúsa þig og kyssa þótt þær stundir hafi verið allt of fáar. Í minningu um stóru fallegu augun þín og yndislega brosið þitt kveðjum við þig elsku frændi. Elsku Mummi, Fjóla, Natan, Sól- ey, Hafrún Guðjón og Ásdís, megi Guð veita ykkur styrk um ókomna tíð. Sara, Vilhjálmur, Óli Björn og Rakel. Ég er búin að þekkja Hugin frá því hann fæddist. Hann var mikil hetja. Mamma hans, pabbi og systkin eru líka miklar hetjur. Mér fannst gaman að fara að leika við hann. Hann var svo glaður með bangsann sem ég gaf honum í þriggja ára afmælisgjöf. Þegar hann dó skrifaði ég þetta fyrir hann: Þú ert fallegur sem blóm, hug- rakkur sem ljón, þú ert duglegur strákur. – Vonandi fer allt vel uppi hjá þér. Elsku Fjóla, Mummi, Natan, Haf- rún, Guðjón og Ásdís, ég og fjölskyld- an mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný Hanna og fjölskylda, Greniteigi 23. Sum börn sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens) Í lagi Bubba, sem ber nafnið „Börn Guðs“, segir einnig að það sé erfitt að skilja þegar lítil börn eru tekin frá okkur. Við sem eftir sitjum spyrjum okkur: Hver var tilgangurinn með þessu öllu saman? Allar þær þjáning- ar sem lítill drengur og hans nánustu þurftu að ganga í gegnum. Við fáum aldrei svör við því. Ég er þess þó full- viss að Huginn Heiðar hefur nú feng- ið nýtt hlutverk og nýjan tilgang. Hann hafði komið svo oft á óvart með mikilli baráttu og þrautseigju vegna þess að hann var ekki tilbúinn að kveðja þennan heim – núna var hann tilbúinn. Það var erfitt að heyra að Huginn Heiðar væri látinn. Ég kom inn í líf hans í lok árs 2006 þegar hann þurfti heimasjúkraþjálf- un og fylgdi ég því eftir þar til hann lést. Það var alltaf gott að koma heim til Hugins, kærleiksríkt heimili og inni í stofu beið manns stóra, fallega brosið frá prinsinum. Alltaf tók hann vel á móti mér og var farinn að knúsa mig með því að rétta fram hendurnar og biðja um koss sem mér þótti af- skaplega vænt um. Ég á eftir að sakna þess að halda utan um hann, gefa honum öxlina mína og klóra hon- um í höfðinu eins og honum þótti svo gott. Huginn sýndi alltaf framfarir þótt þær hafi verið hægar. Stundum voru tvö skref fram og eitt aftur en með hjálp foreldranna og þeirra aðstoð í þjálfuninni var Huginn farinn að geta setið aðeins án stuðnings og það var stór áfangi fyrir litla blómið mitt eins og ég kallaði hann svo oft. Í minningunni situr eftir lítill drengur með stórt hjarta, góðan húmor og mikinn lífsvilja – sannköll- uð hetja. Þínu fallega brosi mun ég aldrei gleyma. Elsku Fjóla og Mummi. Í mínum huga eruð þið líka algjörar hetjur. Ég veit að enginn getur sett sig í þau spor sem þið hafið verið í. Öll ykkar hlýja, umhyggja og umönnun á litla drengnum ykkar var til sóma. Nú líð- ur honum betur, fylgist með ykkur fjölskyldunni úr fjarlægð og sefur vært á nóttunni hjá Guði og englun- um án þess að þurfa aðstoð. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Björg Hafsteinsdóttir. Í dag kveðjum við lítinn vin sem okkur var ákaflega hjartfólginn. Við hjónin tókum að okkur það verkefni að flytja inn á heimili Hugins og taka við stóru systkinunum hans þegar ljóst var að flytja þyrfti Hugin nánast með hraði til Bandaríkjana í stóru aðgerðina sem hann og mamma hans þurftu að gangast undir og við gleymum því aldrei hvernig það var að sitja og bíða. Í von og ótta kúrðum við systkini Hugins okkur saman og báðum algóðan Guð um að allt færi vel og eftir óendanlega langan tíma fengum við þær gleðifréttir að allt hefði gengið vel, það var eins og allar heimsins áhyggjur hefðu verið teknar af herðum okkar, slíkur var léttirinn. Aðgerðirnar á þeim mæðginum tók- ust vonum framar en fljótlega kom í ljós að þó að lifrarígræðslan hefði gengið vel þá voru aðrir og ekki betri sjúkdómar, sem síðar kom í ljós að hrjáðu Hugin, sem að lokum urðu til þess að hann kvaddi þessa jarðvist allt of ungur, en þó svo að hann hafi alla sína stuttu ævi verið veikur þá var alltaf svo ótrúlega stutt í brosið og hláturinn hjá honum. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Hugin Heiðari í eigin persónu og minningin um kossana, knúsin og faðmlögin frá honun munu aldrei gleymast. Takk fyrir allt elsku litli drengurinn okkar. Elsku Fjóla og Mummi, Natan og Sóley, Hafrún Eva, Guðjón Örn, Ás- dís Rán, Ester og Guðbergur, Ingi- björg og Ævar og aðrir aðstandend- ur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Berglind og Jón Brynjar. Huginn Heiðar Guðmundsson Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Krossbæ í Nesjum, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði föstudaginn 25. mars. Útför hans verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Systkini og fjölskyldur. Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför okkar kæru, HANNE RAGNARSSON, Rauðahúsinu, Suðurhlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 4. hæð á Skjóli fyrir góða umönnun. Leif, Kirsten, Katrine Østlund. ✝ Systir mín, mágkona og frænka, ERLA ÁGÚSTSDÓTTIR fyrrverandi flugfreyja, Grænuhlíð 12, sem andaðist fimmtudaginn 20. mars, verður jarðsungin fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.00 frá Dómkirkjunni. Jóhann Ágústsson, Svala Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Valur Jóhannsson, Bjarnveig Ingvarsdóttir, Guðmundur Örn Jóhannsson, Íris Gunnarsdóttir, Sólveig Fríða Jóhannsdóttir, Ingimar Bjarnason, Gunnar Ágúst Harðarson, Guðbjörg E Benjamínsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Magnús Ólafsson, Guðrún Harðardóttir, Árni Svanur Daníelsson, Karin Cannaday, Donna Lefever, Bruce Lefever, Jim Houhoulis, Barbara Houhoulis. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, JÓHANNES SÆVAR JÓHANNESSON frá Vestmannaeyjum, Suðurtúni 19, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.00. Ágústa G.M. Ágústsdóttir, Svava Jóhannesdóttir, Alda Lára Jóhannesdóttir, Halldór Klemenzson, Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý, Þórunn Alda Björnsdóttir og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.