Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 35
Krossgáta
Lárétt | 1 traustur, 8
slægjulandið, 9 ærin, 10
umfram, 11 glymur, 13
kaka, 15 háðsglósur, 18
rithöfundur, 21 glöð, 22
svala, 23 döpur, 24 ægi-
legt.
Lóðrétt | 2 aldan, 3 klæð-
ir sig vel, 4 fnykur, 5 ýlfr-
ar, 6 mjólkurlaus, 7 ilma,
12 elska, 14 tré, 15 poka,
16 styrkir, 17 hávaði, 18
sæti, 19 fangbrögð, 20
deyfð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kæpir, 4 fækka, 7 læpan, 8 loðin, 9 alt, 11 nára,
13 saur, 14 ungum, 15 skýr, 17 ágæt, 20 hal, 22 leiti, 23
ertum, 24 negla, 25 tunga.
Lóðrétt: 1 kýlin, 2 pipar, 3 runa, 4 fölt, 5 koðna, 6 annar,
10 lygna, 12 aur, 13 smá, 15 súlan, 16 ýring, 18 gotan, 19
tomma, 20 hika, 21 lest.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hvers vegna að leggja fyrir? Það
er miklu skemmtilegra að eyða pening-
unum! Þú ert í stuði til að trúa á eigin ríki-
dæmi og heldur áfram að eyða.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Hópverkefni sem gekk vel gæti
þróast illa. Vinnið ykkur í gegnum átökin
og þá kemur í ljós að þetta var fyrir bestu.
Hinn gullni meðalvegur er málið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ný sýn á vinnuaðstæður reynist
frelsandi. Það er ekki vandamálið sjálft
sem veldur þjáningunum, heldur viðhorf
þitt til vandamálsins.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert einstaklega samúðarfull
manneskja og munt hitta marga svipaða á
næstu sjö dögum. Þú nærir og verður
nærður.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú kemur með sérlega sannfærandi
rök þegar þú þarft. En í dag eru bestu
rökin þau sem þú þarft ekki á að halda því
þið félagarnir gangið alveg í takt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ef þú átt erfitt er það vegna þess
að þú ert of upptekinn af sjálfum þér.
Góðu upplýsingarnar eru að þú rankar við
þér og þá batnar allt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fáir skilja hvað fyrir þér vakir. Þótt
fólk bjóðist til að aðstoða þig, þá ertu sá
eini sem getur framkvæmt hugmyndir
þínar. Ekki reyna samt að vera fullkom-
inn.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Skrifaðu niður skuldbind-
ingar þínar gagnvart öðrum og hvettu
aðra til hins sama. Annars getur óþarfa
misskilningur kostað ykkur peninga og
tíma.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert svo hæfileikaríkur að
þú hefur efni á að vera djarfur. Þú þarft
ekki að læðupokast til að fá þörfum þínum
fullnægt. Vertu samt djarfur á auð-
mjúkan hátt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ekkert góðverk er einangrað.
Góðsemin sem einhver sýnir þér gefur til
kynna heilan heim af ástúðlegum tilfinn-
ingum, hugsunum og draumum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Spennandi atburðum og/eða
fólki skýtur upp. Andaðu, haltu hönd-
unum opnum og öxlunum slökum og láttu
fara vel um þig. Þá segir þú réttu hlutina.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ertu á fullri ferð í gegnum umferð
borgarinnar til að ná í jógatíma? Eða hef-
ur áhyggjur af spennu í sambandi? Því
fylgir streita að losa sig við streitu!
stjörnuspá
Holiday Mathis
Staðan kom upp á alþjóðlega
Reykjavíkurskákmótinu sem lauk
fyrir skömmu. Stórmeistarinn Va-
dim Malakhatko (2600) sem teflir nú
undir fána Belgíu hafði hvítt gegn
portúgölskum kollega sínum Luis
Galego (2529). 32. Be4! Hxe4 svart-
ur hefði staðið einnig höllum fæti
eftir 32. … De7 33. Dxe7 Rxe7 34. d6
Hxe4 35. Hc7. Í framhaldinu tapaði
svartur drottningunni fyrir tvo létta
menn. 33. Rf5 Dxf5 34. Dxf5 He5
35. Df6 Hxd5 36. He1 Kf8 37. Dc3
Hc5 38. Df6 Hd5 39. h4 gxh3 40.
Kh2 Hd3 41. Hc1 Hf3 42. Hc8+
Bxc8 43. Dxf3 Bg4 44. Df6 Ke8 45.
f3 Be6 46. Dg5 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Þvingun – taka eitt.
Norður
♠G6
♥ÁKDG9
♦75
♣ÁDG7
Vestur Austur
♠4 ♠KD109852
♥8742 ♥63
♦D932 ♦G10
♣K1096 ♣72
Suður
♠Á73
♥104
♦ÁK864
♣843
Suður spilar 6G.
Austur hindrar með 3♠ yfir opnun
norðurs á 1♥, suður segir 3G og norður
hækkar í 6G. Hörkusagnir, en samn-
ingurinn er ekki alvondur. Hvernig á
að spila með spaða út?
Slagirnir eru ellefu með svíningu í
laufi og úr því að vestur valdar báða
lágliti ætti að vera hægt að kreista út
úr honum tólfta slaginn. Fyrst þarf
hins vegar að undirbúa jarðveginn með
því að gefa slag, sem á fagmáli heitir að
„leiðrétta talninguna“. Gott væri að
geta dúkkað tígul, en það gengur ekki
með spaðann galopinn. Þess í stað gef-
ur sagnhafi fyrsta slaginn á spaða.
Austur spilar aftur spaða, suður drep-
ur og svínar í laufi. Hjörtun eru svo
tekin í botn og það síðasta gengur frá
vestri, sem mátti missa einn tígul (í
spaðaásinn), en síðan ekki söguna
meir: dæmigerð einföld þvingun.
Við skoðum spilið aftur á morgun og
veltum þá fyrir okkur hvort það breyti
einhverju ef tígullinn er 3-3.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Ikea ætlar ekki að hækka vöruverð á næst-unni. Hver er framkvæmdastjóri Ikea á Ís-
landi?
2 Fjármálaeftirlitið rannsakar áhlaup á ís-lensku bankana. Hver er forstjóri FME?
3 Fyrsta úthlutun tónlistarsjóðs fór fram í gær.Hvað heitir sjóðurinn?
4 Íslenskur tónlistarmaður verður í valnefndtónlistarhátíðarinnar kunnu, Womex, í
Sevilla. Hver er hann?
Spurter… ritstjorn@mbl.is Svör við spurningum gærdagsins:
1. Útlenskir starfsmenn hér á landi
eru farnir að spyrjast fyrir um bóta-
rétt sinn hjá Vinnumálastofnun.
Hver er forstjóri hennar? Svar:
Gissur Pétursson. 2. Hver hefur
verið ráðinn forstöðumaður Rann-
sóknamiðstöðvar Íslands? Hall-
grímur Jónasson. 3. Til hvaða liðs í
Þýskalandi er Einar Hólmgeirsson
handknattleiksmaður að fara?
Svar: Grosswallstadt. 4. Hvaða
sögufrægu kvikmynd hefur Mad-
dona hug á að endurgera? Svar:
Casablanca.
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
RÁÐSTEFNA um starfenda-
rannsóknir verður haldin 4.
apríl kl. 13-17, í Borgarholts-
skóla. Flutt verða sex erindi um
starfendarannsóknir, tvö al-
menn inngangserindi og fjögur
erindi þar sem kennarar lýsa
starfendarannsóknum sínum.
Fyrirlesarar eru Jean McNiff
prófessor við St. Mary’s Uni-
versity College í London, Haf-
þór Guðjónsson, dósent við
Kennaraháskóla Íslands, Sig-
urbjörg Einarsdóttir, íslensku-
kennari við MH, Sjöfn Guð-
mundsdóttir, lífsleiknikennari
við MS, Ívar Rafn Jónsson, sál-
fræðikennari við Borgarholts-
skóla, og Bolette Høeg, kennari
við Þjórsárskóla.
Í lok ráðstefnunnar verður
stofnað Félag um starf-
endarannsóknir á Íslandi og
boðið upp á léttar veitingar, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Skráning fer fram á heimasíðu
Samtaka áhugafólks um
skólaþróun, http://www.skola-
throun.is/
Í BARÁTTUNNI við að verja lífs-
kjör almennings lögðu Vinstri
græn fram tillögur á þingi fyrir
þremur vikum um víðtækar ráð-
stafanir í efnahagsmálum. Til að
kynna tillögurnar og fá umræður
um þær hefur verið útbúið mynd-
skeið og hleypt af stokkunum
fundaröð um allt land undir yf-
irskriftinni Tökum á efnahagsvand-
anum: Tillögur Vinstri grænna.
Myndbandið má nálgast á vefslóð-
inni www.youtube.com/
watch?v=riojMcRCJ3w.
Fundaröðin hefst í framhaldi af
stjórnarfundi Vinstri grænna á Ak-
ureyri 5. apríl, á Hótel KEA klukk-
an 15. Að öðru leyti verða fundir
sem hér segir:
6. apríl í Neskaupstað og í
Grindavík, 7. apríl í Vík í Mýrdal og
á Akranesi, 8. apríl á Sauðárkróki
og í Garðabæ, 10. apríl í Reykjavík
og á Ísafirði.
Myndband
og fundaröð
Vinstri
grænna
UNG vinstri græn efna til opins
fundar um málefni Tíbets í dag,
miðvikudaginn 2. apríl, kl. 20 á
Suðurgötu 3.
Á fundinum fjallar tíbeski
stjórnmálafræðingurinn Tsewang
Namgyal um ástandið í heimalandi
sínu og þingmaðurinn Ögmundur
Jónasson um aðkomu Íslendinga að
lausn vandans.
Fundur um
ástandið
í Tíbet
Ráðstefna
um starfenda-
rannsóknir
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. –
TREX:
„Stjórn Hópferðamiðstöðv-
arinnar ehf. – TREX, lýsir yfir
stuðningi við kröfur vöruflutn-
ingamanna um aðgerðir af hálfu
hins opinbera vegna mikilla hækk-
ana eldsneytisverðs, hvíldar-
tímareglna og fleiri álaga. Einnig
vonbrigðum yfir aðgerðaleysi
stjórnvalda og að erfitt skuli vera
að ná sambandi við þau til að
ræða þessi mál öðruvísi en með
aðgerðum sem skapa óþægindi og
kostnað fyrir almenning og fyr-
irtæki í landinu. Ekki síst þegar
við blasir að atvinnuöryggi og
rekstrargrundvöllur atvinnu-
greina, heimila og einstaklinga
sem byggja afkomu sína á seldum
akstri eru í verulegri hættu.“
Tekur undir
kröfur
bílstjóra