Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 39
Morgunblaðið/RAX
ÖRN ELÍAS Guðmundsson, Mugi-
son, hlaut hæsta styrkinn í úthlutun
Kraums í gær. Styrkurinn nemur
fjórum milljónum króna.
„Þetta er náttúrlega geðveikt og
ég er alveg mega þakklátur fyrir
þennan styrk,“ sagði Mugison í sam-
tali við mbl.is í gær. „Það fylgir nátt-
úrlega klikkuð áhætta því að standa
í þessari útgáfu og það eru margar
milljónir í spilinu. Þessi áhætta
minnkar um þessar 4 milljónir og
stækkar í rauninni verkefnið.“
Mugison hyggur á tónleika-
ferðalag í Evrópu og Norður-
Ameríku í vor. „Núna getum við tek-
ið fleiri tónleika og staðið mynd-
arlegar að þessari útgáfu. Það eykur
svo aftur líkurnar á að fleiri eintök
seljist af plötunni og við getum látið
fyrirtækið stækka og blómstra.“
sagði Mugison.
Í tengslum við útgáfu plötunnar
Moogiboogie á alþjóðlegum vett-
vangi hyggur Mugison á tónleika
víðsvegar á Norðurlöndunum,
Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu,
Bandaríkjunum og Kanada.
Mugison fékk
hæsta styrkinn
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 39
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
www.laugarasbio.is
eeee
- L.I.B.,
Topp5.is/FBL
„Mynd sem hreyfir
við manni“
eee
- S.V., MBL
eeee
- M.M.J.,
kvikmyndir.com
BYGGÐ Á EINNI
VINSÆLUSTU
BÓK ALLRA TÍMA.
LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS!
50.000 MANNS!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
- Ó.H.T. Rás 2
eee
- A.S MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sýnd kl. 6 og 8
Frábær grínmynd
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eee
Sýnd kl. 6 m/ísl. tali
- H.J., MBL
eeee
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
l
ATH:
Á UNDAN MYNDINNI
VERÐUR FRUMSÝNT
FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ
(TRAILER)
ÚR ICE AGE 3!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM,
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
„Fín Fjölskyldumynd”
- 24 Stundir
eeeeeee
„Allt smellur saman
og allt gengur upp”
- A. S., 24 Stundir
10:15
Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 POWERSÝNING
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
J E S S I C A A L B A
ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ
L.I.B.
- TOPP5.is/FBL.
eee
-bara lúxus
Sími 553 2075
The other Boeylin girl kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára
The Eye kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
The Spiderwick Chronicles kl. 5:50 B.i. 7 ára
Horton m/ísl. tali kl. 6
Heiðin kl. 10 B.i. 7 ára
The Kite Runner kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
- V.I.J. 24 STUNDIR
eeee
- V.J.V. TOPP 5
l
ATH:
Á UNDAN MYNDINNI
VERÐUR FRUMSÝNT
FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ
(TRAILER)
ÚR ICE AGE 3! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 10
Stærsta kvikmyndahús landsins
- H.J., MBL
eeee
„Vel gerð ævintýra-
og fjölskyldumynd.
Með betri slíkum
undanfarin misseri.”
- VJV, Topp5.is/FBL
eeee
Frábær spennutryllir sem svíkur engan!
„Fín Fjölskyldumynd”
- 24 Stundir
eeeeeee„Allt smellur saman
og allt gengur upp”
- A. S., 24 Stundir
- L.I.B.
TOPP5.is/FBL.
eee
„Vel gerð ævintýra-
og fjölskyldumynd.
Með betri slíkum
undanfarin misseri.”
- VJV, Topp5.is/FBL
eeee
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
KRAUMUR, nýr sjálfstætt starf-
andi sjóður og starfsemi sem hefur
það að markmiði að efla íslenskt tón-
listarlíf, kynnti sín fyrstu verkefni og
stuðning við unga íslenska tónlist-
armenn og hljómsveitir í gær í æf-
ingahúsnæði nokkurra hljómsveita
að Smiðjustíg 4B í Reykjavík.
Stærstu framlög Kraums til lista-
manna að þessu sinni fara í stuðning
við Mugison, Víking Heiðar Ólafs-
sona og Amiinu og metnaðarfull
verkefni þeirra á árinu. Tónlist-
armennirnir Elfa Rún Kristinsdóttir
og Ólöf Arnalds og hljómsveitirnar
Dikta, FM Belfast, Celestine og
Skakkamanage (sem er ein þeirra
sveita sem hafa æfingaðstöðu á
Smiðjustíg 4B) hljóta jafnframt fjár-
hagsstuðning og ráðgjöf í tengslum
við gerð nýrra hljómplatna á árinu.
Eldar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri Kraums, kynnti einnig
til leiks þrjú eigin verkefni Kraums
sem sjóðurinn mun vinna að á yf-
irstandandi starfsári. Meðal við-
staddra voru Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
og hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir
landslagsarkitekt og Ólafur Ólafs-
son, stjórnarformaður Samskipa, en
stofnun Kraums byggist á samþykkt
stjórnar velgerðasjóðs þeirra, Au-
roru, sem fjármagnar starfsemi
Kraums.
Beinn stuðningur við listamenn
Hæsta styrkinn, fjórar milljónir
króna, hlaut vestfirski tónlistarmað-
urinn Örn Elías Guðmundsson, betur
þekktur sem Mugison. Aðrir styrk-
þegar voru þeir sem hér fara á eftir.
Víkingur Heiðar Ólafsson
Víkingur Heiðar er að ljúka fram-
haldsnámi við Julliard-tónlist-
arháskólann og hefur hlotið einstaka
dóma fyrir leik sinn. Stuðningurinn
við tónlistarferil Víkings Heiðars
miðar jafnframt að því að gefa fram-
haldsskólanemum tækifæri á að
kynnast og komast í tæri við tónlist-
arflutning hans. Gert er ráð fyrir
nokkrum tónleikum og samstarfi við
framhaldsskóla um framkvæmd
þeirra. Auk þess sem Víkingur leikur
á píanóið mun Árni Heimir Ingólfs-
son, tónlistarfræðingur og tónlistar-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
útskýra verkin og opna nemendum
leiðir að því að njóta klassískrar tón-
listar.
Upphæð: 1.500.000 kr.
Amiina
Eftir að hafa gefið út sína fyrstu
hljómplötu, Kurr, bæði hérlendis og
á alþjóðavettvangi í fyrra, tekur nú
við áframhaldandi vinna og kynning
á plötunni, gerð kvikmyndatónlistar
fyrir myndir Johns Crowley og Kit
Hui og tónleikaferðir með Sigur Rós.
Með stuðningi Kraums er sveitinni
m.a. gert kleift að gera að veruleika
áætlanir sínar um tónleikaferð um
Ísland.
Upphæð: 1.200.000 krónur.
Aðrir styrkþegar
Á meðan Celestine, Dikta, Skak-
kamanage og Ólöf Arnalds eru með
sína aðra plötu smíðum eru Elfa Rún
Kristinsdóttir og FM Belfast að
vinna að sínum fyrstu hljómplötum.
Hugmyndir eru uppi um áframhald-
andi samstarf við þessa listamenn á
næsta ári.
Upphæð: 500.000 krónur hver
hljómsveit eða listamaður, samtals
3.000.000.
Tæpum tíu milljónum úthlutað
Fyrstu verkefni Kraums kynnt og styrkir veittir íslenskum tónlistarmönnum
Morgunblaðið/RAX
Rjóminn Efnilegasta tónlistarfólk landsins fékk styrki úr nýjum styrktarsjóði, Kraumi, í gær.
Innrásin
Verkefnið miðar að því að ýta undir
og efla tónleikahald á landsbyggðinni.
Hugmyndin að baki þessu starfi er
meðal annars sú staðreynd að stund-
um virðist auðveldara fyrir listamenn
og hljómsveitir að spila erlendis en
hérlendis, til að mynda í Kaupmanna-
höfn frekar en á Egilsstöðum. Lítill
stuðningur er í dag við þá sem vilja
reyna fyrir sér við tónleikhald á
landsbyggðinni. Stuðningurinn verð-
ur í formi æfingastyrkja, ferða- og
græjustuðnings. Jafnframt verður
stefnt á að búa til gagnagrunn yfir
tengiliði sem nýst geta listamönnum
við skipulagningu tónleika úti á landi.
Hljóðverssmiðjur
Upprennandi listamönnum verður
gert kleift að komast í stúdíó með
faglegri upptökustjórn og ráðgjöf
reyndari listamanna. Framkvæmd er
þannig háttað að listamanni eða
hljómsveit er gefið tækifæri á þátt-
töku og veru í stúdíói í tiltekinn tíma.
Hugmyndir eru uppi um að upp-
tökuferlið fari fram á landsbyggðinni.
Afraksturinn yrði fullklárað efni sem
listamaðurinn ætti sjálfur og gæti
nýtt eftir hentugleika, til dæmis til
útgáfu, í kynningarskyni eða dreift á
útvarpsstöðvar.
Kraumsverðlaunin
Kraumur skuldbindur sig til að
kaupa 100 eintök af öllum plötum sem
útnefndar verða til verðlaunanna.
Þessi eintök mun sjóðurinn sjá um að
senda út og dreifa á starfsmenn tón-
listarbransans erlendis eins og tón-
listarhátíðir, umboðsskrifstofur,
plötuútgáfur o.s.frv. Með þessu er
verið að auka við möguleika viðkom-
andi listamanns á alþjóðavettvangi.
Verðlaunin hafa það að markmiði að
verðlauna það sem er nýtt og spenn-
andi í íslenskri tónlist.
Kraumsverkefni