Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 95. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ENGUM LÍKIR
SÉRSTAÐA SÁLARINNAR HANS JÓNS
MÍNS Í TVEIMUR ÖSKJUM >> 40
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
UMFANGSMIKLAR breytingar
eru í sjónmáli á innflutningi mat-
væla, á eftirliti með matvælum og á
fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu
verði frumvarp sjávarútvegs- og
landbún-
aðarráðherra
um breytingar
á matvælalög-
gjöfinni að lög-
um. Lögð er
áhersla á að
samræma lög-
gjöf og eftirlit
með mat-
vælum á öllu
Evrópska
efnahagssvæð-
inu, „frá hafi og haga til maga“, eins
og segir í greinargerð.
Bann við innflutningi á hráu kjöti,
mjólk og eggjum frá löndum EES
verður fellt niður ef vörurnar upp-
fylla evrópsk skilyrði um heilbrigð-
isvottun. Veittur er aðlögunartími
þannig að lögin taki gildi varðandi
innflutning á kjöti, mjólk, eggjum og
hráum afurðum úr þessum matvæla-
tegundum 27. apríl 2009. Jafnframt
gildir aðlögunartíminn um unnar
vörur úr mjólk.
Uppstokkun er boðuð á dýra-
læknakerfi landsins og umdæmum
héraðsdýralækna fækkað úr 16 í sex.
Gert er ráð fyrir að störf héraðs-
dýralækna, sem sinna bæði opinberu
eftirliti og almennri dýralæknaþjón-
ustu, verði lögð niður en þess í stað
komi stærri, opinber eftirlitssvæði
þar sem Matvælastofnun hefur um-
dæmisskrifstofur. Bjóða á starfs-
mönnunum störf hjá Matvælastofn-
un.
Flestir héraðsdýralæknar sinna í
dag bæði opinberu eftirliti og al-
mennri dýralæknaþjónustu við fram-
leiðendur. Skv. frumvarpinu verður
að aðskilja þá starfsemi. Þetta kallar
á breytingar á umdæmisskrifstofum
og aukinn kostnað því samfara. Mun
kostnaður af rekstri umdæmanna
sem eftir verða falla að fullu á Mat-
vælastofnun skv. frumvarpinu en
stofnunin greiðir nú hlutdeild í 11
skrifstofum af 14. Einnig er gert ráð
fyrir að héraðsdýralæknar verði
starfsmenn Matvælastofnunar sem
sinni eingöngu opinberum eftirlits-
störfum en með því verða héraðs-
dýralæknar að hætta einkarekstri.
Ekki er gert ráð fyrir að dýralækn-
um sem starfa fyrir stofnunina fækki
við þessar breytingar.
Bændur hafa miklar áhyggjur af
þeirri breytingu á dýralæknaþjón-
ustunni, að skilja þurfi að héraðs-
dýralækna og almenna dýralækna-
þjónustu í héruðunum að sögn
Haralds Benediktssonar, formanns
Bændasamtakanna.| 9
Frá haga
til maga á
öllu EES
Róttækar breytingar
á þjónustu dýralækna
ÓPRÚTTNIR nemendur brutust inn í tölvukerfi Flensborgarskólans nýver-
ið og komust yfir aðgangsorð fjölmargra nemenda. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins komust nemendurnir yfir aðgangsorð eins kennara skólans
og með það að vopni tókst þeim svo að komast yfir aðgangsorð skólasystkina
sinna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst enduðu þau mörg hver í dreif-
ingu á netinu.
„Það hefur eitthvað átt sér stað sem ég vil sem minnst tala um á þessu
stigi,“ sagði Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskólans.
Hann sagði málið grafalvarlegt og jafnframt að rannsókn færi fram innan
skólans en lögreglan hefði jafnframt verið látin vita. Spurður hvort þeir seku
hefðu náðst sagði Einar Birgir: „Það er í vinnslu.“ Reikna má með að þeim
verði vísað úr skóla auk þess sem kæra verður send lögreglu. Aðgangsorðum
nemenda var breytt um leið og upp komst um athæfið.
Komust yfir að-
gangsorð nemenda
Hafa haldið sambandi
„Síðan við kynntumst höfum
við haldið sambandi og unnið
saman að nokkrum málum. Ég
er mikill aðdáandi forystu
hans og Íslands í málefnum
sem varða endurnýjanlega
orku og loftslagsvandann,“
sagði Al Gore um samband sitt
og forseta Íslands.
Óvíst hvort olían lækkar
Al Gore telur líkur á að nú
muni olíuverðið ekki lækka
eins og eftir fyrri sveiflur.
» Miðopna
Engisprettur >> 37
Öll leikhúsin á einum stað
Leikhúsin í landinu
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÉG TEL að það sé mikill vitnis-
burður um forystuhæfileika þína að
þú hafir risið í að fylla flokk fárra
einstaklinga sem einn áhrifaríkasti
leiðtogi heims á okkar dögum. Ég tel
þetta vitnisburð um hugrekki þitt,
góðar gáfur og stjórnvisku. Saga þín
er gott dæmi um hverju einstakling-
urinn getur fengið áorkað.“
Með þessum lofsamlegu orðum
lauk Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, stuttum blaðamanna-
fundi á Bessastöðum í gær, þar sem
hann kynnti gest sinn, Al Gore, fyrr-
verandi varaforseta Bandaríkjanna
og einn þekktasta talsmann þess að
gripið verði til aðgerða til að sporna
gegn áhrifum loftslagsbreytinga.
Störf Gores sendu þau mikilvægu
skilaboð að gætu einstaklingar eins
og hann haft áhrif um allan heim
gætu lítil ríki á borð við Ísland von-
andi lagt sitt af mörkum í glímunni
við mesta viðfangsefni mannkyns.
Að loknum blaðamannafundinum
bauð forseti Íslands Gore til fundar
með íslenskum vísindamönnum.
Meðal ræðumanna var Andrés
Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu
ríkisins, sem sagði Gore hafa sýnt
gríðarlegan áhuga á erindunum og
spurt ræðumenn kvöldsins spurn-
inga um viðfangsefni þeirra.
„Stórkostlegt tækifæri“
„Það má segja að þetta hafi verið
stórkostlegt tækifæri […] fyrir Ís-
land til að miðla vísindaþekkingu, því
Gore hefur svo öflugt tengslanet um
allan heim,“ sagði Andrés. „Orð sem
hann lætur falla annars staðar um
okkur kunna að hafa mikil áhrif.“
Framlag Gores fyrirmynd
smáríkja á borð við Ísland
Ólafur Ragnar lýkur lofsorði á störf hans í loftslagsmálum
Morgunblaðið/Ómar
Hlýnun jarðar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Al Gore ræða við fréttamenn fyrir kvöldverðarboðið á Bessastöðum í gær.