Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 27
sér í hressingu út á „Skalla“ í Lækjar- götunni. Þá skrafaði hann um alla heima og geima, svo hress og kátur að mér fannst ég sjálf vera óttalega leið- inleg fyrir svo skemmtilegan mann. Seinna, þegar ég varð aðeins eldri var mér svo treyst til að verða síma- dama á BSR. Þá svaraði maður í síma og sendi bíla í gegnum talstöð um allan bæ. Það var ekki lítil upphefð. Sumrin á BSR voru viðburðarík og björt. Ég var glöð og stolt að vera frænka forstjórans því ég fann að öll- um þótti vænt um hann. Það eru mörg ár síðan þá. En alltaf hitti ég hann af og til. Hann var au- fúsugestur heima í Njörvasundi hjá foreldrum mínum og þó að aldurinn færðist yfir var enn þetta stríðnisblik í auga og snaggaralega viðmót. Síðustu árin dvaldist Eggert á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með eig- inkonu sinni Kristbjörgu en hún lést á síðasta ári. Þau eignuðust einn son Guðmund Börk sem nú stýrir BSR. Ég votta systrum Eggerts, Guð- mundi Berki og afastrákum innilega samúð mína. Ingunn Thorarensen. Nú þegar móðurbróðir minn Egg- ert Thorarensen er allur, hverfur hug- ur minn í myndasafn minninganna. Ég er stödd í skúrnum hans Eggerts í BSR-portinu við Lækjargötu. Mætt til vinnu 13 ára gömul. Auðvitað getur stelpukorn dælt bensíni og olíu á alla fínu leigubílana sem aka fyrir BSR. Eggert tekur á móti mér með kank- vísu brosi og blíðu augnaráði og dreg- ur uppúr pússi sínu skínandi nýja vinnuvettlinga. Nú skal kenna þeirri stuttu handtökin við dæluna. Fyrsta lexía: Er þetta bensín- eða dísilbíll? Það fer um stelpuræfilinn, hvernig í ósköpunum er hægt að vita það? Jú á hljóðinu stelpa mín. En fyrsti bíllinn er kominn. Eggert stekkur upp, kvik- ur í hreyfingu hleypur hann við fót að dælunni, „Sjáðu nú“ og kennir á dæl- una. Stuttu síðar er stelpukornið orðin dæludrottning Íslands, fullviss um eigið ágæti og vísdóm um eldsneyti og bíla. En lítið veit hún. Fyrstu mistökin bíða rétt handan við hornið. „Fyll’ann“ hrópar stór og mikill bílstjóri. Kot- roskin og til þjónustu reiðubúin fyllir hún drekann. Sótrauður birtist hann aftur bílstjórinn; „hvað ertu að gera stelpa seturðu bensín á dísilbíl“. Strangur á svip kemur Eggert til hjálpar. Titrandi bíður hún í skúrnum eftir skömmum en hlýlega strýkur frændinn tárvotan vangann „svona, svona maður lærir af mistökunum,“ gott ef hann felur ekki bros. Sólin skín á ný. Nokkur ár líða. Stöðuhækkun. For- láta símaborð og talstöð, kennarinn er Eggert frændi nú sem fyrr. Stelpu- gopinn er orðin símadama. „Háaleiti, Háaleitissvæði“. Vinnur á vöktum og fylgist með næturlífi Reykvíkinga sem oft á tíðum er skrautlegt. Fólk bíður í röðum fyrir utan eftir bílum, orðræð- an stundum miður falleg. Fyrsta lexía: Við tölum ekki um viðskiptavinina. Óskráð regla, við erum bundin þagn- areið. Það er gaman í vinnunni. Það er komið að fyrstu launagreiðslu fyrir nýtt starf. Símadaman gengur í gegn- um bílstjóraherbergið, einkennilegan karlaheim í huga unglingsstúlku og inn á skrifstofu til Eggerts sem með viðurkenningarsvip réttir henni þykkt umslag stútfullt af brúnum fimmþús- undkrónaseðlum. Mikið er hún glöð og stolt. Og enn skín sólin. Þau eru nokk- ur sólrík sumrin sem hún á eftir að vinna á BSR. Ég minnist frænda míns með hlýju og þakklæti. Hann var snar og kvikur í hreyfingu og lund og einstaklega barngóður. Vandur að virðingu sinni en alltaf stutt í hlýtt augnaráðið og kankvíst brosið. Strangur en sann- gjarn vinnuveitandi og gekk sjálfur í öll störf ef svo bar undir. Hann kenndi mér að vinna. Þegar stórfjölskyldan kom saman birtist hann skyndilega, hló hátt, skellti sér á lær, tók í nefið og snýtti sér virðulega með rauðum tób- aksklútnum. Alltaf gustaði hressilega af honum og svo var hann horfinn jafn skyndilega og hann birtist. Um leið og ég kveð móðurbróður minn vil ég votta einkasyni hans Guðmundi Berki og öllum aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Egg- erts Thorarensen. Ingunn Ósk Sturludóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 27 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JÓNA GUÐBJARTSDÓTTIR, áður til heimilis að Grenimel 26, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 29. mars Að eigin ósk var hún jarðsungin í kyrrþey frá Fossvogskapellu mánudaginn 7. apríl. Guðsteinn Bjarnason, Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, Hermann Elías Bjarnason, Steinunn Rós Guðsteinsdóttir, Kolbrún Soffía Arnfinnsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÖRN GUNNARSSON myndlistamaður, Kambi, Holtum, lést 28. mars á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Neskirkju í Reykjavík, föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Hagakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta SÁÁ njóta þess. Þórdís Ingólfsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Rúnar V. Þórmundsson, Vilhjálmur Jón Gunnarsson, Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Hafdís Sigurjónsdóttir, Rósalind María Gunnarsdóttir, María Björk Gunnarsdóttir, Rasmus Winstrup Johansen, Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR G. GUÐMUNDSSON frá Rafnkelsstöðum, Garði, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 1. apríl. Gunnar verður jarðsunginn frá Útskálakirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Þar er einstakur hópur starfsfólks. Unnur Sigurðardóttir, Hreiðar Gíslason, Thelma María og Aron Ingi. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EIRÍKUR JÚLÍUS SIGURÐSSON vélstjóri, Smáratúni 12, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, fimmtu- daginn 10. apríl kl. 14.00. Anna Vernharðsdóttir, Leifur Eiríksson, Hildur Ingvarsdóttir, Guðbjörg Hrefna Blanar, Richard Blanar, Örn Sævar Eiríksson, Guðlaug Hulda Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMAR FINNBOGASON, Frostafold 44, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 6. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Karitas Magný Guðmundsdóttir, Íris Hildigunn Hólmarsdóttir, Gerald Leonard, Rut Hólmarsdóttir, Morten Wenneberg, Halla Björk Hólmarsdóttir, Ríkharður Örn Ríkharðsson, Jóna Brynja Hólmarsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Þórunn Karólína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MARTEINSDÓTTIR, Hafraholti 30, Ísafirði, varð bráðkvödd laugardaginn 5. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Svanbjörn Tryggvason, Brynjar Svanbjörnsson, Bára Berg Sævarsdóttir, Marteinn Svanbjörnsson, Elín Hólm, Tryggvi Svanbjörnsson, Aron Svanbjörnsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI PÉTURSSON, Hjallabraut 15, Hafnarfirði, lést af slysförum laugardaginn 5. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn S. Kristinsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Kristinn Ásgeir Bjarnason, Helga Lára Kristinsdóttir, Berglind Bjarnadóttir, Jón Andrés Valberg, Gústaf Bjarni og Emil Gauti Valberg. ✝ JENS GUÐMUNDSSON, áður til heimilis á Hörpugötu 4, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, laugar- daginn 5. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Júlíus Óskarsson, Þorgerður Jónsdóttir, Sigurður Óskarsson, Málfríður Björnsdóttir, Trausti Óskarsson, Sólveig Ívarsdóttir, Jóhann Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir, Jón Óskarsson, Erla Hálfdánardóttir, Jens Óskarsson, Íris Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARTA SVEINSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 3. apríl að hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Ævar Guðmundsson, Sigrún Fríða Óladóttir, Sveinn Guðmundsson, Sigurveig Sigmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Kjartan Jóhannesson, Jörundur Guðmundsson, Marta Rut, Dagný María og Guðmundur Sigurðarbörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.