Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á MEÐAN ég eldaði kvöldmat fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á fréttirnar með öðru eyranu og heyrði Dag B. Eggertsson tala um að Ísland væri á krossgötum. Þetta vakti athygli mína af því að ég hafði aldrei heyrt þetta orð notað á ís- lensku áður, sem er ef til vill ekki skrýtið í ljósi þess að íslenska er ekki mitt móðurmál. Ég hélt að vegamót væri rétta orðið yfir það þegar tveir vegir liggja saman. Hring- vegur Íslands er fullur af vegamótum, en krossgötur eru annað. Orðið krossgötur er dregið af því þegar tveir vegir liggja sam- an úti í óbyggðum og liggja í ólíkar áttir og mætast aldrei aftur. Til að fá rétta mynd af krossgötum má hugsa um slóðir silkileiðarinnar í Mið-Asíu, eða jafnvel Bandaríkin, mitt heima- land. Fjölmargar bandarískar kvik- myndir, þeirra á meðal Cast Away með Tom Hanks, hafa fjallað um það að ákvarðanir á krossgötum séu eins og endurfæðing, augnablik þar sem fortíðin tekur enda og nýr kafli í lífinu hefst. Sú leið sem verður fyr- ir valinu er grundvöllurinn sem öll framtíðin byggist á. Þetta er minn skilningur á orðinu krossgötur. Ímyndið ykkur von- brigðin sem ég varð fyrir þegar ég fór úr eldhúsinu til að hlusta betur á orð Dags og komst að því að hann var að tala um skipulag í Vatnsmýr- inni, þar sem helsti ágreiningurinn snýst ekki um hvort heldur hvenær flugvöllurinn fer. Mér finnst þetta misnotkun á orðinu „krossgötur“. Ég tel Ísland vera á ákveðnum krossgötum um þessar mundir, en í allt öðrum og stærri málaflokki. Frá sjö ára aldri hef ég eytt sumrunum á Íslandi með ömmu, afa og öðrum ættingjum á Suðurnesjum. Fólk hef- ur hlegið þegar ég hef útskýrt að faðir minn hafi verið hermaður á Keflavíkurflugvelli enda þekkja allir þá sögu. Ég varð aldrei vör við neitt annað en vingjarnlegt viðmót og skynjaði aldrei að ég væri óvelkomin hér í móðurlandi mínu, uppáhalds- landinu mínu. Á síðustu misserum, aftur á móti, hef ég í erli dagsins hitt fólk og orðið vör við að ef ég tala ekki rétta ís- lensku breytist viðmót sumra. Augnaráðið breytist og talsmátinn verður öðruvísi. Það getur verið að þau séu að velta fyrir sér hvort ég sé pólsk, sem að sumu leyti er rétt af því langafi minn í föðurætt var pólskur og flutti til Bandaríkj- anna. Allt sem ég veit fyrir víst er það að ég er oft sett í nýjan flokk, flokk fólks sem á ekki rætur á Íslandi, „þessa fólks“. Ég er óhrædd við að viðurkenna að ég er miður mín yfir þess- um nýja hugs- unarhætti. Ég elska Ís- land mjög mikið, ég er nýlega orðin íslenskur ríkisborgari og er að hugsa um að setjast hér að til fram- búðar. Þær krossgötur sem Ísland er á snúast um það hvernig þjóðin hyggst taka á móti útlendingum sem koma til landsins. Fjórir möguleikar eru í boði: til hægri, áfram, til vinstri eða til baka. Að fara til hægri er leið þeirra sem nýlega stofnuðu hóp á netinu gegn Pólverjum og öðrum út- lendingum á Íslandi; að loka landa- mærunum og segja „þessu fólki“ að hypja sig. Sú leið er leið hugsunar- innar um hreina þjóð og þær þjóðir eru til sem hafa farið þessa leið allt til enda, Þýskaland nasismans, og nýlega var það gert í Darfur, til dæmis. Á leiðarendanum dó fólk. Að fara beint áfram er að hafa lög og reglur opin fyrir útlendinga, reka hagkerfi sem reiðir sig á erlent vinnuafl og erlendar vörur, en horfa í gegnum fingur sér þegar komið er fram við útlendinga sem annars flokks þegna. Þetta er leiðin sem Bandaríkin fóru í meira en 150 ár, þegar innflytjendur urðu sífellt fyrir barðinu á fordómum. Samfélagsleg viðurkenning á fordómum leyfði Ku Klux Klan að starfa í myrkum skúmaskotum þótt starfsemin væri ólögleg á pappír. Þessi leið breytti Bandaríkjamönnum í hræsnara sem leyfðu fólki að deyja. Eina leiðin sem er eftir er sú leið sem Bandaríkjamenn hófu að nýta í kjölfar mannréttindahreyfing- arinnar á sjöunda áratugnum og það heldur áfram í dag í þeim skilningi að innflytjendur í Bandaríkjunum eru oft betri þegnar, þjóðræknari en þeir sem fæddir eru í Bandaríkj- unum. Þeir hafa viljastyrkinn til að skilja fjölskyldur sínar eftir, kjark- inn til að prófa eitthvað nýtt og gáf- urnar til að standast erfið próf, á meðan aðrir þurfa ekki að gera neitt annað en að fæðast. Þessi leið er nú talin skynsamleg af mörgum. Til dæmis John McCain, sem hefur rek- ið stefnu í innflytjendamálum þar sem nýkomið verkafólk er virt sem harðduglegir einstaklingar sem bjuggu ekki til hagfræðilega, fé- lagslega og pólitíska heiminn sem þeir búa í en eru að gera hið besta úr aðstæðum sínum. Möguleikinn á að snúa við er auð- vitað alltaf til staðar, en enginn tek- ur hann til ítarlegrar athugunar. Ís- land myndi snúa aftur til sjálfsþurftarbúskapar, þess tíma þegar fólk fann lykt af eplum af því að þau fengust aðeins á jólunum og hestar og tveir jafnfljótir voru einu fararskjótarnir. Slíkar krossgötur myndu leiða mann langt í burtu frá umræðum um 12 akreina hrað- brautir, lestir og flugvelli, og ég er viss um að það er ekki það sem Dag- ur átti við, né heldur það sem 700 krakkar, sem sátu fyrir framan tölv- urnar sínar á laugardagseft- irmiðdegi, höfðu í huga. Krossgötur Hvernig hyggjast Íslendingar taka á móti útlendingum sem koma til dvalar á Íslandi? spyr Elisabeth Ward » Á síðustu misserum, aftur á móti, hef ég í erli dagsins hitt fólk og orðið vör við að ef ég tala ekki rétta íslensku breytist viðmót sumra. Elisabeth Ward Höfundur er háskólanemi og félagsmaður í samtökunum Ísland fyrir alla. VILLUSKRIFUM um Vatns- mýrina fer nú fjölgandi þar sem staðreyndum er snúið á hvolf til að þjóna vanhugsuðum málstað. Í grein í Morgunblaðinu 9. mars (Borg í Vatnsmýri) segir Örn nokkur Sigurðsson arkitekt m.a.: „Flugvellir eru hvergi í mið- borgunum líkt og hér. Þar sem þétt byggð hefur með tíð og tíma risið umhverfis flug- velli, sem áður voru byggðir í út- jöðrum borga, víkja þeir um síðir, um það eru fjölmörg dæmi, t.d. í Evrópu.“ Skoðum þetta nán- ar. Fyrir það fyrsta er Reykjavík- urflugvöllur ekki í miðborginni heldur skammt fyrir utan hana! Þannig háttar einnig til í ótal borg- um heims. Lítum á nokkur dæmi í Evr- ópu: London státar af 4 flugvöllum og er London City Airport nánast í miðri borg- inni. Völlurinn í Bel- fast á Norður-Írlandi er í aðeins 3 km fjar- lægð frá borgarmiðju (Centrum). Stokk- hólmsflugvöllurinn Bromma er í 7 km fjarlægð frá Centrum; völlurinn í Lúx- emborg er í 6 km fjarlægð; völlurinn í Insbruck í 4 km fjar- lægð; Tempelhof-flugvöllurinn í Berlín 6 km; völlurinn í Kiel 7 km; völlurinn í Hamborg 8 km; völl- urinn í Nürnberg 5 km; Zaven- tem-völlurinn í Brussel 10 km; Kastrup 11 km frá miðborg K- hafnar; Malmi-völlurinn í Helsinki 10 km, völlurinn í Nice 7 km; völl- urinn í Álaborg 6 km; völlurinn í Salzburg 4 km og svo mætti lengi telja. Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borg- armarka og sem næst miðju nema alstærstu millilandaflugvellina. Það er ótækt fyrir íbúa Stór- Reykjavíkursvæðisins að láta bjóða sér Keflavíkurflugvöll í 50 km fjarlægð sem innanlands- flugvöll. Um landsbyggðina þarf ekki að fjölyrða. Það heyrir til undantekninga að borgir bjóði að- eins upp á flugvöll í tuga km fjar- lægð. Ósló er líkast til eina (höfuð) borgin í Evrópu sem þannig er ástatt um og er almenn óánægja í Noregi með það fyrirkomulag. En þar sem Ósló státar af lest- arsamgöngum til allra átta er þetta ekki eins hábölvað og ella. Í öllum löndum Evrópu nema Ís- landi veita lestarsamgöngur flug- inu samkeppni. Við Reykvíkingar höfum ekkert með nýja miðborg að gera hvað þá nýja tjörn (eins og sýnd er í „Vatnsmýrarsamkeppnistillögu“ nr. 1). Borgarbúar mega vera stoltir af sinni gömlu miðborg. Talnaleikur Arnar er auðvitað meira og minna marklaus. Allt eins mætti spyrja hversu mikill ábati eða hversu mikil sóun yrði af hinni nýju tjörn. Annar arkitekt að nafni Óli Hilmar Briem Jónsson virðist heldur ekki hafa heyrt um Stokk- hólmsflugvöllinn Bromma, ef marka má annars ágæta grein hans í Mbl. þann 24. feb. sl. Í greininni segir Óli m.a.: „Norðmenn fluttu sinn Forn- ebu-flugvöll í Osló til Gardermoen, tugi kílómetra upp í sveit, og Sví- ar byggðu Arlanda, sinn aðal- alþjóðaflugvöll, sömuleiðis víðs fjarri Stokkhólmi, í öðru sveitarfé- lagi. Eins væri hægt flytja innan- landsflugið til Keflavíkur og sætta sig við aðeins lengri ferðatíma til og frá velli.“ Þetta með Arlanda- flugvöllinn er nátt- úrlega mjög villandi þar sem Óli nefnir ekki Bromma- flugvöllinn í Stokk- hólmi sem staðsettur er nánast í borginni miðri. Og þetta með að „sætta sig við aðeins lengri vegalengd til og frá velli“ er barnaleg klisja. Upp í hugann koma ummæli er birt- ust í ritstjórnargrein 17. sept. 2005: „Um leið og komið er út úr Hafnarfirði tekur ekki nema 15- 20 mínútur að aka til Keflavíkur.“ Vegalengdin er um 40 km og þar sem rit- stjórinn telur í lagi að aka hana á korteri, þýðir það 160 km hraða á klst. Sjá menn fyrir sér allt að 2000 bíla á Keflavíkurveginum í slíkum vit- firringsakstri á degi hverjum? Hátt í hálf milljón farþega ferð- aðist um Reykjavíkurflugvöll í fyrra sem svarar til þess að næst- um hvert mannsbarn á Íslandi fari um völlinn tvisvar á ári. Og höfum í huga að banaslysin og limlesting- arnar verða í bílaumferðinni en ekki í farþegafluginu. Flugvallafyrirkomulag höf- uðborgar Svíþjóðar svarar til Reykjvíkur- og Keflavíkurflug- vallar hér heima. Það sama er upp á teningnum í Finnlandi með Helsinki-flugvellina Malmi og Va- anta. Í höfuðborg Danmerkur er alþjóðaflugvöllurinn Kastrup í að- eins 11 km fjarlægð frá Centrum. Örn tilheyrir þeim hópi sem vill ganga svo langt að leggja Reykja- víkurflugvöll niður þó svo að ekki yrði byggður annar í staðinn. Það er í raun ótrúlegt að þetta steinaldarsjónarmið skuli yfirhöf- uð fá einhvern hljómgrunn í nú- tímaborg. Í því sambandi verður það að teljast mikið lán fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn að einum fánabera þessara sjón- armiða var nýlega skipt út eftir aðeins rúma 100 daga sem borg- arstjóra. Það er svo til að misbjóða alger- lega brjóstvitinu þegar áróð- ursmeistarar þessara afturhalds- sjónarmiða halda því fram að létta muni á umferðarþunganum í Reykjavík við það að reisa 20 þús- und manna viðbótarbyggð í Vatns- mýrinni. Er meiningin að íbúarnir verði að skila inn ökuskírteininu og megi aðeins eiga reiðhjól? Á að banna íbúunum að sækja vinnu ut- an Vatnsmýrarinnar? Heyra þann- ig getto ekki sögunni til? Hvað umferðarmengun viðvíkur þá munu borgarbúar ferðast um á mengunarlausum rafmagnsbílum fyrr en marga grunar og vonandi heyrir notkun nagladekkja brátt sögunni til. Þegar er byrjað að nota bio-eldsneyti á flugvélar. Vatnsmýrarskrif halda ekki vatni Daníel Sigurðsson svarar skrif- um um Vatnsmýrina Daníel Sigurðsson » Það er í raun ótrúlegt að þetta steinald- arsjónarmið skuli yfirhöfuð fá einhvern hljómgrunn í nútímaborg. Höfundur er sjálfstætt starfandi vél- tænifræðingur. UNDANFARIÐ hefur mikið bor- ið á óánægju almennings og fjöl- miðlamanna með frammistöðu ís- lenskra dómara. Almenningi þykir ofbeldisdómar of vægir; fjölmiðlum þykja meið- yrðadómar of þungir; konur segja dómara ekki skilja kynferðisofbeldi og fyrir páska sögðu sérfræðingar að dómararnir sem þá dæmdu stúlku, sem slasaði kennarann sinn fyrir slysni, hefðu ekki skilið fötlun stúlk- unnar. Hópur manna lemur lögreglusveit sundur og saman, einn fær skilorðsbundið fangelsi en hinir eru sýknaðir. Látlausir sýknudómar vekja furðu og þá ekki síður sú vinsæla „út- leið“ dómara að vísa frá málum sem þeir vilja forðast að dæma í. Og þegar al- menningi og fjölmiðlamönnum er misboðið er ekkert til sparað í gagn- rýninni og þannig hefur það verið lengi, enda eðlilegt í frjálsu lýðræð- isríki. Þannig má áfram telja dæmin þar sem almenningur er óþægilega minntur á að þeir menn, karlar og konur, sem sitja í dómaraembættum eru aðeins skeikulir menn eins og við öll og ekkert sem segir að nið- urstöður þeirra séu réttar þótt jafn- an séu þær studdar við langt mál og hátíðlegt orðalag. Á þessu er þó ein undantekning. Hún er þegar dómarar koma saman og setjast í nefnd til að velja nýja menn í dómarastéttina. Þá láta sum- ir fjölmiðlamenn og sumir stjórn- málamenn eins og þeir séu skyndi- lega orðnir óskeikulir. Jafnvel þeir sem hafa haft allt á hornum sér ár- um saman varðandi dómarastéttina virðast allt í einu ákaft þeirrar skoð- unar að dómararnir verði að fá að velja ný- liðana sjálfir, líkt og um lokaðan einkaklúbb sé að ræða. Þó ættu allir að sjá að sú aðferð er einhver sú versta sem hugs- anleg er. Hvernig á eitthvað að geta breyst í dómskerfinu ef þeir sem fyrir eru velja sjálfir nýliðana í hóp- inn? Hvaða lögfræð- ingur ætli þori að gagn- rýna dómara eða vera á annarri skoðun en ráðandi klíkur í dómarastéttinni, ef eina leiðin inn í stéttina verður í gegnum sömu klík- ur? Dettur kannski einhverjum í hug að íslensk lögfræðistétt sé sú eina í veröldinni þar sem ekki þrífist klík- ur sem vilja deila og drottna, útdeila bitlingum og ekki þurfa að standa neinum skil á neinu – þá allra síst kjörnum fulltrúum almennings? Þeir kjörnu fulltrúar sem nú skipa í embætti dómara hafa ekki fríspil á hendi. Þeir þurfa að svara almenn- ingsálitinu – líkt og gerist um þessar mundir – og að lokum kjósendum svo ekki sé minnst á stjórnsýsluút- tektir á borð við það sem gerist hjá umboðsmanni Alþingis. Og talandi um umboðsmann Al- þingis. Í síðustu viku barst umboðs- manni Alþingis svar setts dóms- málaráðherra við spurningum umboðsmanns vegna nýlegrar dóm- araráðningar. Þá var sagt frá því í sjónvarps- fréttum fyrir páska, nokkru áður en svar setts dómsmálaráðherra barst, að umboðsmaður Alþingis hefði sent dómsmálaráðherra bréf með fyr- irspurnum vegna nýlegrar dómarar- áðningar. Fréttamaðurinn sagði spenntur að samkvæmt heimildum fréttastof- unnar væru spurningar umboðs- manns vel ígrundaðar. Það er einmitt það já. Um bréfið vissu á þeim tíma tveir menn, um- boðsmaður og ráðherra. Hvor ætli hafi lekið bréfinu og hvers vegna? Fréttamaðurinn spurði ekki að því. Óskeikulir embættismenn? Gísli Freyr Valdórsson skrifar um frammistöðu dómara »Um bréfið vissu á þeim tíma tveir menn, umboðsmaður og ráðherra. Hvor ætli hafi lekið bréfinu og hvers vegna? Gísli Freyr Valdórsson Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.