Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 39 eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó www.laugarasbio.is LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 50.000 MANNS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Frábær grínmynd - V.J.V. Topp5.is/FBL eee Sýnd kl. 8 og 10 - H.J., MBL eeee- V.J.V. Topp5.is/FBL eee SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI J E S S I C A A L B A ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ -bara lúxus Sími 553 2075 - VJV, Topp5.is/FBL eeee Frábær spennutryllir sem svíkur engan! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Frábær grínmynd SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eee eeee „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 6 m/ísl. tali - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee eeee - L.I.B., Topp5.is/FBL „Mynd sem hreyfir við manni“ eee - S.V., MBL eeee - M.M.J., kvikmyndir.com SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Í BRUGGE SÝND Í REGNBOGANUM - Ó.H.T. Rás 2 eee - A.S MBL - LIB, Topp5.is/FBL eee Doomsday kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The other Boleyn girl kl. 5:30 - 8 B.i. 10 ára The Eye kl. 10:30 B.i. 16 ára The Spiderwick Chronicles kl. 5:50 B.i. 7 ára Heiðin kl. 10 B.i. 7 ára The Kite Runner kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 Stærsta kvikmyndahús landsins 05.04.2008 6 23 29 31 33 8 3 0 5 8 4 4 1 6 9 26 02.04.2008 8 27 29 41 43 44 1130 38 SÖNGVARINN og tónskáldið John Hansen er dáinn og fjórir aðdá- endur hans, Hesselhud, Grete, Kim og Gregers, ákveða að halda minn- ingartónleika honum til heiðurs. Til að byrja með virðist leikritið snúast um það hvernig þessar tvær konur og tveir karlar eiga að raða lögum Hansens á tónleikunum, en fljót- lega kemur í ljós að það er ým- islegt annað í gangi sem hefur ekk- ert með Hansen að gera. Line Knutzon hefur greinilega séð þetta stykki sem eins konar einvígi enda er gítareinvígi þekkt fyrirbæri í rokktónlistinni, þar sem tveir eða fleiri gítarleikarar reyna að komast að því hver er „bestur“ með því að spila á móti hver öðr- um. „Það er alltaf sama gogg- unarröðin í gangi og við umgöng- umst öll hvert annað með sama fáránleika,“ segir hún og segist hafa séð gítarana áður en hún sá persónurnar sem staðfestir hug- myndina um einvígi enn fremur. Af þessum fjórum þekkjum við best gamla hippann Hesselhud. Hesselhud er hálfruglaður maður um fimmtugt sem er með hæstu og dýpstu röddina af þeim. Þroski og framkoma hans eru ekki í neinu samræmi við aldur en hann virkar oft sem risastórt barn sem heldur að hann geti ráðið öllu ef hann öskrar nógu hátt. Á móti honum er Gregers, íhaldssamari og hógvær- ari en ekki síður ákveðinn í því að ráða ferðinni, nema með öðrum að- ferðum. Það sama má segja um Grete, sem er alla vega nógu frek til að láta manninn sinn bíða eftir sér úti í bíl á meðan röðin á lög- unum er ákveðin. Kim er yngst og gjörólík hinum þremur. Hún lætur sífellt í minni pokann og reynir nokkrum sinum að komast burt. Knutzon notar sambland af mörgum stílum hér en það er að- eins yfirborðið sem tilheyrir real- ismanum. Undir yfirborðinu er allt- af hætta á því að allt þetta tal leysist upp í ekki neitt á meðan manneskjur sem eru sammála eru samt í mesta basli við að ná sam- komulagi, eins og hún orðar það. Stundum gengur dæmið upp og stundum ekki og er þetta leikrit lakast þegar Knutzon hendir ein- hverju atriði ofan í uppskriftina til þess eins að hræra upp í áhorfend- unum eða koma þeim á óvart. Þar sem John Hansen er ekki söguleg persóna þurfti að semja tónlist sérstaklega fyrir verkið. Ég hef ekki heyrt dönsku lögin en ein- hverra hluta vegna leist leikstjór- anum ekki á þau og fékk Björn Jörund Friðbjörnsson til að semja ný íslensk lög. Þar með situr Björn Jörundur uppi með smávandamál: á hann að semja eftirminnileg lög sem passa við goðsögn Hansens eða léleg lög sem gera grín bæði að Hansen og aðdáendum hans? Þetta leysir hann með því að gera hvort tveggja, en freistast samt til þess að henda nokkrum perlum inn und- ir lokin. Eins og á öllum góðum tónleikum eru síðustu lögin best. Gítarleikararnir er ekki nógu þétt leikrit en inniheldur þó ótal margt sem er bráðfyndið. Jóhann Sigurðarson og Aðalbjörg Árna- dóttir eru með bestu hlutverkin og fá þau bæði mörg tækifæri til að stela senunni af Hönnu Maríu og Halldóri og hefðu þau gert einmitt það ef leikur þeirra síðarnefndu hefði ekki verið mjög sterkur. Hilmir Snær getur verið hæst- ánægður með þennan árangur en ég get ekki sagt að ég bíði spennt- ur eftir Gítarleikurunum 2 sem Knutzon er að semja fyrir Östre Gasværk-leikhúsið í Kaupmanna- höfn um þessar mundir. Fjögurra manna einvígi Martin Stephen Regal LEIKLIST Borgarleikhúsið Höfundur: Line Knutzon. Þýðing: Sigurður Hróarsson. Hljóð: Guð- mundur H. Viðarsson. Leikgervi: Elín Gísladóttir. Ljós: Halldór Örn Óskarsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Tónlist: Björn Jörundur Frið- björnsson. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðna- son. Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Halldór Gylfason, Hanna María Karls- dóttir og Jóhann Sigurðarson. Gítarleikararnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gítarleikarar Leikararnir fjórir og leikstjórinn, Hilmir Snær Guðnason. SAMKVÆMT heimildum mín- um lék banda- ríska hljómsvetin Low síðast á Ís- landi árið 1999. Sveitin er skipuð hjónunum Alan Sparhawk og Mimi Parker en með þeim spilar bassaleikarinn Steve Garrington. Low leika þung- lyndislegt lo–fi sem stundum hefur verið kallað slow–core, Sparhawk til mikillar mæðu. Þrátt fyrir að leika afskaplega rólega tónlist leynist í henni spenna sem aðdáendum sveit- arinnar er vel kunnug. Útsetningar laganna eru hófstilltar og lág- stemmdar en sverja sig í ætt við al- varlega rokkið sem varð vinsælt fyr- ir aldamót. Tónleikagestir voru ekki látnir bíða fram yfir miðnætti eftir hljóm- sveitunum tveimur eins og tíðkast hefur lengi á Íslandi, heldur stigu þær á svið stuttu eftir auglýstan tíma. Það þykir mér góður siður. Skakkamanage hófu leikinn og hljómuðu prýðilega, samspil þeirra batnar og þróast með hverjum tón- leikum sem þau spila. Low komu á svið stuttu síðar og fluttu sína tónlist af kunnáttusemi. Hljómur þeirra skilaði sér vel – þá sérstaklega samruni radda þeirra Sparhawks og Parker. Þrátt fyrir að vera vönduð hljómsveit og góð á sviði þótti mér stemningin ekkert sérstök. Hljómsveitin náði ekki eins góðu sambandi við salinn og ég hafði vonað miðað við sögur af fyrri tón- leikum. Þrátt fyrir að sumir tón- leikagestir fylgdust ólmir með voru margir sem ráfuðu um í eirðarleysi. Ég fékk stundum á tilfinninguna að ég væri á undirspili frekar en á tón- leikum. Mig grunar að sú stemning sem Low standa fyrir sé á und- anhaldi – að minnsta kosti hjá nógu mörgum til þess að það hafi áhrif á stemninguna á litlum tónleikum á Íslandi. Á heildina litið voru þetta ágætis tónleikar. Ekki lélegir – bara ekki sérlega spennandi heldur. Góðar hljómsveitir fluttu góð lög vel, en skildu ekki mikið eftir sig. Vandað en tilþrifalaust TÓNLIST Nasa Low – Skakkamanagebbbnn Helga Þórey Jónsdóttir Low Ekkert sér- stök stemning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.